24 stundir - 10.09.2008, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2008 24stundir
KYNNING
Nýverið opnaði verslunin Urban
dyr sínar fyrir viðskiptavinum en
þetta er töff verslun fyrir flotta
stráka. Jón Davíð Davíðsson,
verslunarstjóri Urban, segir versl-
unina, sem er staðsett á þriðju
hæð í Kringlunni, þegar hafa
fengið góð viðbrögð. „Ég myndi
segja að þetta væri flott búð fyrir
unga stráka, hvort sem þeir vilja
vera í götutísku eða fínni. Við
bjóðum upp á vörur frá G-Star,
Diesel-línu sem er hönnuð á 12-
16 ára stráka, Levı́s, nýtt merki
sem heitir Tumble Ń Dry og hin-
ar sívinsælu Björkvin-hettupeysur.
Hettupeysurnar hafa verið sér-
staklega vinsælar nú þegar skól-
arnir eru nýbyrjaðir. Auk þess
fáum við fljótlega nýtt merki sem
heitir Wesc sem er rosalega vin-
sælt erlendis og við búumst við
álíka vinsældum hér á landi.“
svanhvit@24stundir.is
Urban er verslun fyrir unga flotta stráka
Hettupeysurnar vinsælar
Flottur Í
Urban má
fá flott föt
á töff
stráka.
ALLT SEM
HUGURINN
GIRNIST
Verslanir opnar mán-mið 11-19, fim 11-21
fös 11-19, lau 11-18 og sun 13-18
smaralind.is / 528 8000
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
5
3
3
8
Höfuðbeina- og spjaldhryggs-
meðferð er óvenjulega mild en
jafnframt öflug meðferð, sem hef-
ur það meginmarkmið að skapa
heilbrigt jafnvægi á öllum sviðum
líkamsstarfseminnar og viðhalda
því. Með léttri snertingu er losað
um spennu og vinding í lík-
amanum og hefur slík meðferð
reynst vel þeim ungabörnum sem
þjást til að mynda af ung-
barnakveisu, eyrnabólgu og svefn-
leysi, að sögn Lilju Petru Ásgeirs-
dóttur, lífeindafræðings og
græðara.
Spenna myndast í fæðingu
„Í fæðingu getur myndast mikil
spenna í líkama barnsins, enda er
þetta ein erfiðasta upplifun sem
við göngum í gegnum á lífsleið-
inni. Bara það að barnið þurfi að
snúa sér niður í fæðingarveginn,
komast út og byrja að anda veldur
spennu í svokölluðum þverhimn-
um sem skipta líkamanum í hólf.
Það er að segja magasvæði, háls-
svæði og höfuðið. Höfuðbeina-
og spjaldhryggsmeðferð er mjög
spennulosandi meðferð þar sem
ég nálgast barnið rólega og að-
stoða það við að komast í full-
komið jafnvægi. Eins afmyndast
höfuðkúpan mikið í fæðingunni
og hefur náttúrulegan hæfileika til
að rétta sig af, en ef það tekst ekki
sem best er meðferðin einnig afar
góð til að aðstoða við það ferli,“
segir Lilja Petra.
Höfuðið viðkvæmast
Lilja Petra segir það orðið
nokkuð algengt að foreldar komi
með ung börn til sín í meðferð og
þá allt niður í nokkurra vikna
gömul. Hún nálgast barnið rólega
og gefur því þann tíma sem þarf
til að kynnast sér og sinni orku.
Til að byrja með talar hún við
barnið og meðhöndlar það gjarn-
an á meðan það er í fanginu á
foreldrum sínum. „Ég byrja gjarn-
an á því að snerta fæturna létt,
síðan kviðsvæðið og síðast höf-
uðið þar sem það er viðkvæmasti
hlutinn og sá sem börnin vilja
verja. Oft fáum við börnin líka til
að liggja á bekk og vinnum með
þau þar. Meðferðin snýst í raun
um létta snertingu þar sem unnið
er mjög huglægt og tengt inn á
ákveðin svæði í líkamanum.
Snertingin er í sjálfu sér mýkri en
nudd og unnið með festur sem
hægt er að losa um til að láta
barninu líða betur,“ segir Lilja
Petra.
Má nota á meðgöngu
Höfuðbeina- og spjaldhryggs-
meðferð hentar öllum aldurs-
hópum en í meðferð eldri barna
er gjarnan notaður leikur og þau
látin lita eða leika sér á meðan
meðferðaraðilinn situr með barn-
ið í fanginu. Lilja Petra segir að
einstaklingsbundið sé hve oft
þurfi að koma með börnin,
stundum dugi einn tími en stund-
um þurfi að koma oftar. Meðferð-
ina er einnig hægt að nota á með-
göngu og nokkuð er um að
ljósmæður hafi lært aðferðina til
að nota sem aðstoð við fæðingu.
maria@24stundir.is
Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð fyrir ungabörn
Mild og róleg snerting
Lilja Petra Algengt að
foreldrar komi með ung
börn í meðferð.