24 stundir - 10.09.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 10.09.2008, Blaðsíða 22
Eftir Kristínu Ýri Gunnarsdóttur kristing@24stundir.is „Við getum ekki séð að fjármálafyr- irtæki fari að þessum fyrirmælum sem viðskiptaráðherra setti fram í febrúar á þessu ári,“ segir Hildi- gunnur Hafsteinsdóttir, lögfræð- ingur Neytendasamtakana. „Miðað við þær kvartanir sem við fáum á borð til okkar er fólk gjarnan rukkað um seðilgjöld. Jafn- vel þó fólk óski ekki eftir að fá seðl- ana senda heim og vilji bara sjá þá í heimabankanum þá eru gjöld tek- in.“ Sendi erindi vegna seðilgjalds Hildigunnur segir að hún hafi sent bréf til banka vegna 185 króna sem var bætt ofan á rukkun frá húsfélagi. Hún fékk svar til baka sem sagði að erindi hennar væri móttekið og haft yrði samband innan sólahrings. Hún ítrekaði er- indið seinna en ennþá hefur hún ekki fengið svar, fjórum sólahring- um seinna. „Að fá ekki svar við þessu bendir til að ekki sé búið að taka neina afstöðu til málsins. Það skilar sér ekki til fjármálafyrirtækja að ekki eigi að innheimta seðilgjöld og við viljum að það verði sett sér- stök lög við þessu.“ Það eru lög í gildi Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra segir það vera í lög- um að ekki eigi að innheimta seð- ilgjöld nema gerður hafi verið samningur við viðkomandi við- skiptavin. „Ég bað Neytendastofu að gera úttekt og í ljós kom að helmingur opinberra fyrirtækja var hættur að rukka seðilgjöld eftir til- mælin. Stóra málið er að það er bannað að innheimta gjöldin nema með samningi við viðskiptavin. Það verður svo að beita sektum ef ekki er hætt að rukka seðilgjöld. Þetta er mál sem á að klára og fara með alla leið. Án sérstaks samnings um innheimtu seðilgjalda er hún ólögmæt. Ég á eftir að fá úttekt á einkaaðilum og í framhaldi af þeirri skýrslu mun Neytendastofa beita sektum verði ekki farið að þessum lögum,“ segir hann. „Við fórum í gegnum mikla vinnu í fyrra og er verið að fylgja því eftir. Eins og ég segi voru margir sem fóru eftir þessum tilmælum en sé það ekki gert verður hægt að gera kröfur um niðurfellingu. Gerist það ekki þá á að leita til Neytenda- stofu og hún annast málið.“ Björgvin G. Sigurðsson Segir lög vera til um inn- heimtu seðilgjalda. Til eru lög um að ekki eigi að innheimta seðilgjöld Gjöldin ólögmæt án samnings Seðilgjöld hafa verið mik- ið í umræðunni upp á síð- kastið. Neytendasam- tökin fá margar kvartanir um að ennþá sé verið að innheimta þessi gjöld. Neytendastofa hefur gert úttekt á opinberum fyr- irtækjum. ➤ Viðskiptráðherra vísaði tilþess í febrúar að hætta ætti að rukka seðilgjöld sam- kvæmt lögum sem eru í gildi. ➤ Nú hálfu ári síðar er ennþáverið að innheimta seðilgjöld hjá ýmsum fyrirtækjum. ➤ Viðskiptaráðherra segir aðNeytendastofa geti farið að beita sektum sé þessu ekki framfylgt. SEÐILGJÖLD 22 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2008 24stundir „Netvarinn er þjónusta sem við erum búin að setja á allar netteng- ingar hjá viðskiptavinum okkar á einstaklingsmarkaði. Hann síar burt vefsíður og efni sem við- skiptavinir hafa ekki áhuga á að hafa aðgang að og myndu flokkast sem óæskilegt efni fyrir börn og unglinga eins og til dæmis klám- fengið efni eða áhættuspila- mennska,“ segir Linda Björk Waage, forstöðumaður á sam- skiptasviði Skipta hf., um Netvar- ann, nýja gjaldfrjálsa þjónustu sem viðskiptavinum Símans stendur til boða. Linda Björk segir að viðskipta- vinir Símans geti virkjað þessa þjónustu með því að hringja í þjónustuverið eða fara inn á þjón- ustuvefinn á heimasíðu Símans og velja hvaða síur þeir vilja virkja. „Um leið og fólk merkir við síu á þjónustuvefnum verður hún virk og sömuleiðis getur fólk svo af- virkjað síur á sama hátt. Með þessu er til dæmis hægt að loka fyrir ýmsa tölvuleiki á vefnum en opna á ákveðnum tíma dags, til dæmis þegar foreldrar eru komnir heim úr vinnu. Verkefnið var unnið í samstarfi við Heimili og skóla en foreldrar hafa oft óskað eftir ein- hverri leið eða tæki til að gera net- notkun barna sinna öruggari. Net- ið er hafsjór fræðslu, skemmtunar og upplýsinga og oft nauðsynlegt að börn og unglingar hafi góðan aðgang að því. Netvarinn eykur lík- urnar á því að börn upplifi netið á jákvæðan og uppbyggilegan hátt,“ segir Linda. Og það sleppur fátt fram hjá Netvaranum því hann skannar yfir 600 milljónir síðna í viku hverri í leit að hættum í formi óæskilegs efnis og vírusa. haukurj@24stundir.is Foreldrar geta lokað fyrir óæskilegar netsíður með Netvaranum Leið til að verja börnin Linda Björk Waage Netvarinn verndar börn fyrir óæskilegum síðum. Kínverska fyrirtækið SinoSweet hefur ákveðið að færa út kvíarnar og opna söluskrifstofu í Bretlandi þar sem aspartam verður selt grimmt í samkeppni við keppinautinn súkra- lósa. Ku fyrirtækið framleiða meira en helming þess magns af aspartami sem framleitt er í Kína og hefur komið sér upp viðskiptasamningum víða um heim. Segir sölustjóri fyr- irtækisins í Bretlandi að það telji sig geta selt breskum framleiðendum sætuefni sem slær súkralósa við í bragði og sé þar að auki á afar hag- stæðu verði. Mun sætuefnið verða flutt beint frá Kína en birgðastöð verður komið upp í Bretlandi. maria@24stundir.is Kínverskt aspartam til Bretlands Eitt það bragðbesta Ákveðinn tegund glúkósa sem finna má í bláberjum er sagt eitt besta, náttúrlega litarefnið sem völ er á samkvæmt nýjustu rannsóknum vísindamanna í Slóveníu. Niðurstöðurnar feng- ust með því að bera saman mis- munandi litarefni sem gefa blá- berjum bláan lit. Segja vísindamennirnir að þessar nið- urstöður geti einnig komið sér vel við að meta geymsluþol vara. Þegar tilbúin litarefni komu á markaðinn dró úr vinsældum náttúrulegra litarefna þar sem þau þóttu ekki gefa eins góða raun í framleiðslu auk þess að vera dýrari. Eftir því sem meiri vakning hefur orðið meðal neytenda og þeir kaupa minna unnar matvörur hafa náttúruleg litarefni hins vegar rutt sér aft- ur til rúms. Þau eru nú 31 pró- sent magn þeirra sem litarefna sem notuð eru á móti 40 pró- sentum unninna litarefna. maria@24stundir.is Best Náttúruleg litarefni úr bláberjum. Náttúrulegt sækir á Á vef Orkuseturs, www.orku- setur.is, má nálgast ýmsan fróð- leik um orku og orkunotkun. Þar er einnig boðið upp á ýmis góð ráð, til dæmis hvernig má minnka kostnað við hitun heim- ilisins þegar kólnar í veðri. Mælt er með því að innihiti sé lækkaður niður í 20°C. Þannig sparast töluverð orka og þeir kul- vísustu geta klæðst peysu. Með því að hafa glugga lokaða, nema þegar loftað er út, verður vitaskuld auðveldara að halda góðum hita innanhúss en jafn- framt er ráðlegt að byrgja ekki fyrir ofna með húsgögnum eða gluggatjöldum. Önnur sparnaðarráð eru að slökkva alveg á raftækjum, því þau þurfa orku til að vera í bið- stöðu, fylla ávallt uppþvotta- og þvottavélar, fara í sturtu frekar en í bað, hafa alltaf lok á pottum þegar eldað er og gæta þess að pottarnir þeki hellurnar. Sé þessum einföldu ráðum fylgt má koma í veg fyrir töluverða orkusóun. hj Orkusparnaðar- ráð Orkuseturs Neytendasamtökin hafa ítrekað kvartað yfir lélegum verðmerk- ingum í búðum. Mikilvægt er fyr- ir neytendur að geta gengið að því vísu að vörur séu rétt verð- merktar svo ekki þurfi að leita að starfsmanni til þess að fá réttar upplýsingar. Það er tímafrekt og neytendur verða óánægðir. Sam- kvæmt www.ns.is mun neyt- endastofa ganga á eftir málinu og óska eftir að verslunareigendur bæti verðmerkingar. Verði þessu ekki kippt í liðinn gætu verslanir átt von á sektum. kyg Lélegar verð- merkingar Nemendur Há- skóla Íslands geta fengið netþjón- ustu frá Reikni- stofnun Hásḱóla Íslands sér að kostnaðarlausu. Til að hafa mögu- leika á að geta nýtt sér þetta, þarf viðkomandi að hafa virka ADSL línu heim til sín frá símafyrirtæki en slík teng- ing er mun ódýrari en almenn netþjónusta. Nánari upplýsingar má fá á vefsíðu Reiknistofnunar Háskóla Íslands, www.rhi.hi.is. hj Netþj́ónusta fyrir nema við HÍ LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Ég á eftir að fá útekt á einkaaðilum og í fram- haldi af þeirri skýrslu mun Neytendastofa beita sektum verði ekki farið að þessum lögum. neytendur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.