24 stundir - 10.09.2008, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2008 24stundir
Steven Spielberg og Dreamworks
kvikmyndaverið þurfa nú að svara
til saka vegna kvikmyndarinnar
Disturbia en þeim er gefið að sök
að hafa stolið söguþræði mynd-
arinnar úr hinni klassísku Alfred
Hitchcok-mynd Rear Window frá
árinu 1954. Það er dánarbú kvik-
myndaframleiðandans Sheldon
Abend sem stendur á bak við
málshöfðunina en hann átti kvik-
myndaréttinn að bæði Rear Win-
dow og bókinni Murder from a
Fixed Viewpoint, sem myndin var
byggð á. Abend lést árið 2003.
Þessi málshöfðun kemur lítið á
óvart í ljósi þess hve líkur sögu-
þráður þessara tveggja mynda er.
Hvorki Steven Spielberg né
Dreamworks kvikmyndafélagið
hafa viljað tjá sig um þessi laga-
legu vandræði sín. vij
Spielberg rændi Hitchcock
Hjartaknúsarinn Josh Hartnett
hefur kært hið virðulega enska
dagblað, The Daily Mirror, sem
hélt því fram að leikarinn hefði
átt eldheitan ástarfund, eða svo-
kallaðann sjortara“, á bókasafni
Soho-hótelsins með ónefndri
konu fyrr í sumar. Talsmenn
blaðsins segjast þó hafa óyggj-
andi sannanir, í formi örygg-
ismyndavélaupptöku. tsk
Josh Hartnett
fer í hart
Aðþrengdur Afsakið að ég er til!
FYRSTA EINVÍGIÐ
ÞÚ ERT KÆRÐUR FYRIR AÐ HAFA
TÚLKAÐ OG LEIKIÐ LÖGREGLUÞJÓN. ÉG SÉ
AÐ ÞÚ HEFUR HANDTEKIÐ SJÁLFAN ÞIG OG
BARIÐ JÁTNINGU ÚT ÚR ÞÉR ÁN ÞESS AÐ
GERA ÞÉR GREIN FYRIR RÉTTINDUM
ÞÍNUM. ÞVÍ GET ÉG EKKI GERT ANNAÐ EN
VÍSAÐ MÁLINU FRÁ.
Bizzaró
Hvað er
þetta?
Æ ég ætlaði að búa til gott
leitartæki fyrir pálmatré
en það mistókst.
En þetta virkar
nú samt eitthvað.
Ég veit ...
sem iPod.
MYNDASÖGUR
FÓLK
24@24stundir.is
Það er meira
í Mogganum
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800
í dag
Miðvikudagur 10. september 2008
Það er úr svo mörgu að
velja í Stóra eplinu að Kötlu
Þórarinsdóttur líður eins og
barni í sælgætisbúð.
»Meira í Morgunblaðinu
Dansað í New York
Pacifica-kvartettinn er
viðurkenndur á heims-
mælikvarða.
» Meira í Morgunblaðinu
Á toppnum
Matarfíkn er annað og
meira en smánasl fyrir
framan sjónvarpið á
kvöldin.
» Meira í Morgunblaðinu
Efnafræði
Hnútuvirkjun stækkuð
sexfalt, meðal annars til
að standa straum af kostn-
aði vegna umhverfismats.
» Meira í Morgunblaðinu
Umhverfisáhrif
poppmenning
„Það er heimsendir í dag og okk-
ur fannst rétt að vekja athygi á því,“
segir Bragi Valdimar Skúlason,
einn meðlima Baggalúts, en þeir
sem heimsóttu heimasíðu Bagga-
lúts í gær fóru ekki varhluta af því
að félögunum er yfirvofandi
heimsendir ofarlega í huga.
Sá heimsendir sem Baggalúts-
drengir velta fyrir sér er fyrirhuguð
ræsing öreindahraðals CERN í
Sviss en sumir vilja halda því fram
að sá hraðall geti myndað lítið
svarthol sem tortími jörðinni.
Baggalútur birtir á síðu sinni
lista yfir hluti sem nauðsynlegt er
að koma í verk fyrir heimsendinn
en þar á meðal má nefna samninga
við ljósmæður og að byrja að
blogga.
Bragi segir að hann muni ekki
setja sig í neinar heimsendastell-
ingar enda ýmsu vanur hvað varð-
ar spár um dómsdag.
„Ég hef margsinnis brennt mig á
því að grafa mig í jörð út af ein-
hverjum kjarnorkustyrjöldum
þannig að ég tek þessu bara rólega
núna,“ segir Bragi sem mun vænt-
anlega vera sallarólegur ef heimur-
inn ferst í dag. viggo@24stundir.is
Baggalútsmenn sallarólegir
Vekja athygli á heimsendi
24stundir/Kristinn
Verkefnalisti fyrir heims-
endi Bragi bíður rólegur eftir
heimsendi en vill þó að það
verði samið við ljósmæður áð-
ur en svarthol gleypir jörðina.