24 stundir - 20.09.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 20.09.2008, Blaðsíða 20
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Samhliða sölunni fór fram uppgjör á seljendaláni upp á fjórtán millj- arða króna sem FL Group hafði veitt þegar félagið seldi flugfélagið Sterling til NTH á 20 milljarða króna í desember 2006. Þar með virðist ótrúlegri fléttu með eignar- hald Sterling sem staðið hefur í rúm þrjú ár lokið. Sterling keypt á milljarða Um miðjan maí árið 2005 var undirritaður kaupsamningur þar sem Fons, fjárfestingarfélag í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, keypti danska lágfar- gjaldaflugfélagið Sterling. Kaup- verðið var sagt 400 milljónir danskra króna, en þar sem stað- greitt var fyrir það lækkaði verðið í 375 milljónir danskra króna. Sterl- ing hafði á þessum tíma tapað rúmlega þremur milljörðum króna á fjórum árum. Pálmi sagði við Morgunblaðið við þetta tækifæri að skilaboð nýrra eigenda væru al- veg skýr: „Félagið verður rekið með hagnaði árið 2005.“ Nokkrum mánuðum síðar sam- þykkti Fons að kaupa rekstur ann- ars dansks flugfélags, Maersk Air, og sameina það Sterling. Kaup- verðið var ekki gefið upp en Pálmi sagði við Morgunblaðið að óhætt væri að „fullyrða að það sé mjög hagstætt“. Nánar er fjallað um sameiningu Maersk og Sterling hér til hliðar. Fl Group kaupir Sterling Daginn eftir að samruni Sterling og Maersk Air gekk í gegn skýrðu fjölmiðlar frá því að FL Group, sem þá átti Icelandair, vildi kaupa hið nýja Sterling. Í byrjun október funduðu Pálmi Haraldsson, eig- andi Fons, og Hannes Smárason, þáverandi starfandi stjórnarfor- maður FL Group og stór eigandi í félaginu, í Kaupmannahöfn um hin hugsanlegu viðskipti. Þann 20. október 2005 var síðan tilkynnt um miklar skipulagsbreyt- ingar í FL Group þar sem alþjóð- legur flugrekstur félagsins var færður inn í nýtt félag, Icelandair Group. Meðal þeirra félaga sem fóru þangað inn var hið gamal- gróna Flugleiðir, eða Icelandair. Dönsk dagblöð fullyrtu á þessum tíma að hið sameinaða flugfélag Sterling og Maersk Air væri að fara til FL Group fyrir um 15 milljarða króna. Ragnhildur Geirsdóttir, for- stjóri FL Group, hætti á sama tíma eftir einungis átta mánaða starf og Hannes Smárason var ráðinn for- stjóri. Þremur dögum síðar var gengið frá kaupum FL Group á Sterling á um 15 milljarða króna. FL Group átti samkvæmt samningnum að taka við Sterling í byrjun árs 2006. Kaupverðið var að hluta til af- komutengt og ef ekki næðist ákveðinn árangur á rekstrarárinu 2006 gat það lækkað um fimm milljarða króna. Ellefu milljarðar króna voru greiddir til Fons í pen- ingum en afgangur kaupverðsins greiddist með nýjum hlutabréfum í FL Group. Sögusagnir um lán til Fons Sama dag og kaupin ganga í gegn mætti Hannes Smárason í viðtal í Kastljósi til að svara spurn- ingum varðandi yfirtökuna. Þar var hann spurður um sögusagnir þess efnis að hann hafi án heim- ildar stjórnar FL Group tekið þrjá milljarða króna úr sjóðum FL Gro- up, sem þá var almenningshluta- félag, og „lánað“ Fons þegar Sterl- ing var keypt fyrir fjóra milljarða króna í mars 2005 án þess að nokk- ur lánsskjöl eða önnur gögn hefðu verið gerð. FL Group átti síðan að hafa fengið fjármunina til baka 30. júní 2005. Ennfremur átti Ragn- hildur Geirsdóttir að hafa gert at- hugasemd við þessa færslu og þetta mál verið undanfari brotthvarfs hennar frá FL Group. Hannes sagði þessa sögu þvælu og Pálmi gerði slíkt hið sama við Börsen. 25. október birtist frétt í Blaðinu, nú 24 stundir, um að Ein- ar Ólafsson, fráfarandi stjórnar- maður í FL Group, hefði verið afar ósáttur við kaupin á Sterling. Einar neitaði því að ósætti væri ástæða þess að hann hefði farið úr stjórn- inni en sagði orðrétt að sér hefði þótt Sterling „allt of dýrt og alltof áhættusamt“.Danska tímaritið Tra- vel People greindi síðar frá skýrslu sem blaðið sagði vera frá stjórn- endum Icelandair og var dagsett 4. október 2005. Í henni átti að hafa komið fram að stjórnendurnir hefðu lagst gegn því að FL Group keypti Sterling, þar sem það væri mat þeirra að áhættan og óvissan væri of mikil til þess að hægt væri að réttlæta kaupin. Losa sig við Icelandair FL Group tók við stjórn Sterling í upphafi árs 2006. Þar sem Fons átti nú í bæði Iceland Express og móðurfélagi Icelandair hafði Fons sett Iceland Express í sölumeðferð hjá Kaupþingi í upphafi árs. Það hafði þó enn ekki selst þegar komið var fram á haustið 2006 og átti eftir að reynast óþarft. Um miðjan október gekk FL Group nefnilega frá sölu á öllu hlutafé sínu í Ice- landair Group, sem í raun var gamla Flugleiðasamsteypan. Þar með var Icelandair komið út úr FL Group og Pálma því frjálst að eiga Iceland Express áfram. Skömmu síðar greindi Börsen frá að líkur væru á því að FL Group myndi fá afslátt af kaupverði sínu á Sterling þar sem tap hafði orðið á rekstri Sterling á fyrstu níu mánuðum árs- ins. NTH kaupir Sterling Á milli jóla og nýárs 2006 var skyndilega tilkynnt að FL Group hefði selt Sterling á 20 milljarða ís- lenskra króna. Kaupandinn var hið nýstofnaða NTH. Samkvæmt til- kynningunni voru sex milljarðar króna greiddir til FL með reiðufé en fjórtán milljarðar króna voru greiddir í formi seljendaláns til þriggja ára sem FL Group veitti hinum nýja eiganda. Þessu til við- bótar var tilkynnt að NTH myndi yfirtaka rekstrarlán og ábyrgðir sem FL Group hafði veitt Sterling. Þar að auki felldi salan úr gildi mögulega lækkun á kaupverðinu sem FL Group hafði greitt Fons fyrir félagið rúmu ári áður. FL Group var þess utan einn eig- enda hins nýstofnaða NTH með um 35 prósenta eignarhlut. Stærsti eigandinn var Fons með um 43 prósent og Sund átti síðan síðustu 22 prósentin. Inn í NTH runnu einnig flugfélögin Iceland Express og Astraeus og ferðaskrifstofurnar Ticket og Hekla Travel. Pálmi Haraldsson, einn eigenda Fons, sagði við Morgunblaðið að stefnt yrði að því að skrá NTH á markað á næstu tveimur árum. Hann sagði einnig við Viðskipta- blaðið að hann væri með forstjóra yfir hinu nýja félagi „í sigtinu“. Viðskiptavefur Berlingske Ti- dende birti frétt sem sagði að söl- una á Sterling mætti rekja til þess að „leynilegt“ ákvæði hefði verið í samningnum þegar FL Group keypti Sterling af Fons um að kaupin gætu gengið til baka ef til- teknum markmiðum væri ekki náð. Í fréttinni segir að heimild- armenn bæði á Íslandi og í Dan- mörku staðfesti slíkt. FL Group neitaði fréttinni þó algjörlega. For- stjóri yfir NTH, sem var eigandi þriggja flugfélaga og tveggja ferða- skrifstofukeðja, var þó ekki ráðinn fyrr en seinni hlutann í september þegar Þorsteinn Örn Guðmunds- son er ráðinn í starfið. NTH hafði þá átt Sterling, Iceland Express, Astraeus, Heklu og Ticket í um níu mánuði. Skömmu síðar keypti NTH allt hlutafé í Astraeus. Kaup- verðið var ekki gefið upp. Aftur til Fons Börsen sagði frá því í febrúar síðastliðnum að verið væri að und- irbúa sölu á Sterling. FL Group sendi frá sér yfirlýsingu vegna frétt- arinnar og sagði ekkert til í henni. Skömmu síðar hætti Almar Örn Hilmarsson sem forstjóri Sterling og Bandaríkjamaðurinn Reza Ta- leghani var fenginn í staðinn. Bör- sen hélt áfram á sömu braut og skýrði frá því í apríl að Þorsteinn Örn, stjórnarformaður NTH, hefði sagt við blaðið að Sterling væri undir samruna við annað flugfélag búið. Í byrjun maí fullyrti Börsen síðan að Fons og Sund væru að reyna að selja sig út úr NTH, en Pálmi Haraldsson svaraði því til í fjölmiðlum að hvorugt félagið værimeð áform um að selja. Sama dag upplýsti Morgunblaðið að Sund væri ekki lengur hluthafi í NTH og hafði eftir Jóni Kristjáns- syni, stjórnarformanni Sunds, að hlutur félagsins í NTH hefði verið seldur í árslok 2007. Kaupandinn var NTH sjálft og kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Um miðjan ágúst var skýrt frá því að Fons hefði selt hlut sinn í Iceland-keðjunni til Stoða/FL Gro- up og fengi meðal annars í staðinn hlut í NTH. Fons hafði áður keypt Ticket úr samstæðunni fyrir 700 til 800 milljónir króna. Formlega var síðan gengið frá sölunni í liðinni viku og í tilkynningu frá Stoðum vegna þessa kemur fram að sam- hliða henni hafi verið gengið frá seljendaláninu upp á fjórtán millj- arða króna sem FL Group, sem þá var almenningshlutafélag, hafði veitt NTH í desember 2006. Stoðir vildu hvorki gefa upp söluverðið á hlutnum né hversu mikið af láninu hefði verið greitt til baka. Bókfært verð á eignarhlut FL Group í NTH og seljendalánum var 15,3 millj- arðar króna um síðustu áramót. Kaupin á Sterling  Íslendingar keyptu sig inn í Sterling 2005  Mikil flétta átt sér stað með eignarhald 20 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 24stundir STERLING AIR ● 12.-14. mars 2005: Fons kaupir NTH á 375 milljónir danskra króna, eða um fjóra milljarða íslenskra króna á þá- virði. ● Maí: Tilkynnt að Sterling hefði tapað 460 milljónum ís- lenskra króna á fyrsta ársfjórð- ungi. ● 1. júlí: Fons samþykkir að kaupa Maersk Air og sameina það Sterling. Kaupverð ekki gefið upp. ● 23. október: FL Group kaupir Sterling á 15 milljarða íslenskra króna. ● Árslok 2005: Danskir fjöl- miðlar segja að Sterling hafi tapað 296 milljónum danskra króna, eða um 3,2 milljörðum íslenskra króna á árinu 2005. ● Fyrsti ársfjórðungur 2006: Danskir fjölmiðlar, þar á meðal Börsen, segja að tap Sterling á fyrsta ársfjórðungi hafi verið um 200 milljónir danskra króna. ● 26. desember: FL Group selur Sterling á 20 milljarða króna til NTH. ● Árslok 2006: Berlingske Tid- ende segir að Sterling hafi tap- að 145 milljónum danskra króna eftir skatta á árinu 2006, eða 1,7 milljörðum íslenskra króna á þávirði. Tölurnar eru unnar upp úr uppgjöri FL Group, sem þá var skráð félag. ● Haust 2007: Sund selur 22 prósenta hlut sinn í NTH til fé- lagsins sjálfs. Kaupverð ekki gefið upp. ● Árslok 2007: Tap Sterling á árinu 2007 samkvæmt Börsen var 34 milljónir danskra króna, eða um 550 milljónir íslenskra króna. ● Júní 2008: Börsen segir að NTH hafi lagt 180 milljónir danskra króna, eða 2,9 millj- arða íslenskra króna, til Sterl- ing. 130 milljónir hafi komið frá NTH en 50 milljónir hafi verið lánsfé. Upplýsingarnar eru fengnar úr dönsku árs- reikningaskránni. Börsen segir einnig að árið áður hafi eig- endur félagsins lagt 300 millj- ónir danskra króna, 4,8 millj- arða íslenskra króna, til Sterling. ● 16. september: Tilkynnt að gengið hafi verið frá sölu á hlut Stoða/FL Group í NTH til Fons. Fons nú eigandi alls hlutafjár í NTH. Kaupverð ekki gefið upp. FRÉTTASKÝRING frettir@24stundir.is a Daginn eftir að samruni Sterling og Maersk Air gekk í gegn skýrðu fjölmiðlar frá því að FL Group, sem þá átti Icelandair, vildi kaupa hið nýja Sterling. Stoðir, sem áður hétu FL Group, tilkynntu í vik- unni að gengið hefði ver- ið frá sölu á 34,8 pró- senta hlut félagsins í Northern Travel Holding (NTH) til fjárfesting- arfélagsins Fons. a Þar var hann spurð- ur um sögusagnir þess efnis að hann hafi án heimildar stjórnar FL Group tekið þrjá millj- arða króna úr sjóðum FL Group, sem þá var al- menningshlutafélag, og „lánað“ Fons. - kemur þér við AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 golf dagskrá menning viðtöl ferðalög viðskipti garðurinn grill 24lífið bílar neytendur umræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.