24 stundir


24 stundir - 20.09.2008, Qupperneq 37

24 stundir - 20.09.2008, Qupperneq 37
vinnu- og þjóðlíf okkar. Framsókn- arflokkurinn vill gera þetta á grundvelli röksemdafærslna með og á móti.“ Hvernig leggst þá komandi vet- ur í þig? „Þessi vetur mun ráða miklu um stór mál sem eru efst á baugi eins og efnahagsmálin og stöðu gjald- miðilsins. Þetta verða stærstu mál- in á þinginu í vetur. Við getum ekki haldið áfram óbreyttri stefnu. Við verðum að breyta peningastefn- unni og styrkja hagstjórnina eða taka stefnuna á annan gjaldmiðil og þá með aðild að ESB. Það er lítil bjartsýni í þínum orðum. Ég vildi geta verið bjartsýn því ég er það almennt en mér finnst þetta vera alvarlegt ástand og krónan heldur áfram að veikjast. Maður spyr sig hvort hún muni veikjast enn meira þegar fjárlagafrumvarp- ið kemur fram. Við vitum heldur ekki hver þróunin verður þegar jöklabréfin koma á gjalddaga bráð- lega. Það verður að viðurkennast að við ráðum varla við þetta ástand. Við erum með of veika mynt. Úr takti við þjóðina Hvað sérðu fyrir þér að það tæki okkur langan tíma að gerast aðilar að ESB og taka upp evru? „Það tekur nokkur ár. Við göng- um heldur ekki inn í Efnahags- og myntbandalagið nema koma okkar málum í lag hér heima fyrst. Við erum ekki gjaldgeng núna. Ég hef þó haldið því fram að ef við ákvæð- um stefnu í þessu máli þá myndi það hjálpa bæði atvinnu- og efna- hagslífinu og létta á spennunni. Óvissan er óviðunandi. Betra er að vita á hvaða leið við erum. Rík- isstjórnin gengur ekki í takt við þjóðina sem vill breytingar. Ég held að það sé ótti við klofn- ing í Sjálfstæðisflokknum sem er ástæða þess að forystumenn hans þora ekki að taka stefnuna á Evr- ópusambandið.“ En er þinn flokkur ekki klofinn í þessu máli? „Við höfum tekið það skref að skoða málið mjög vel. Síðan verð- um við með flokksþing í mars og þá verður tekin ákvörðun um stefnu flokksins í þessum málum út frá þeirri þróun sem átt hefur sér stað frá síðasta flokksþingi. Miðað við ályktun okkar í sumar þá tel ég að það breikki flokkinn að horfa til allra átta og sýni að flokkurinn er frjálslyndur.“ Hefur Framsóknarflokkurinn ekki frekar verið talinn aftur- haldssamur? Sumir telja það eflaust en við eigum nú samt aðild að alþjóða- samtökum frjálslyndra flokka og ég segi fyrir mig að ef Framsóknar- flokkurinn væri ekki frjálslyndur þá ætti ég varla erindi í honum.“ Býstu við átökum á flokks- þinginu í mars? „Ég sé það ekki fyrir mér. Ég tel að grasrótin sé farin að horfa miklu opnara á málin eftir því sem tím- inn hefur liðið.“ Auðvelt að hrekja efasemd- arraddir Bændur hafa verið hvað hrædd- astir við að opna landið t.d. vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá öðrum löndum. Þeir eru helstu kjósendur flokksins – er skoðun þeirra að breytast? „Það sem helst hefur verið notað gegn aðild að ESB er að við missum fullveldi okkar en það hefur verið auðvelt að hrekja. Í öðru lagi eru 24stundir/Golli a Með inngöngu í EES hefði verið hamlandi fyrir viðskiptaumhverfið að vera með ríkisbanka. Þetta var nauðsynleg að- gerð. 24stundir LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 37

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.