24 stundir - 20.09.2008, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 24stundir
Silfurarmband verð 64,900 kr.
það landbúnaðarmálin en sann-
leikurinn er sá að það er ekki ESB
sem ræður tollamálum og inn-
flutningshöftum í þeim geira held-
ur Alþjóðaviðskiptastofnunin.
Loks hefur verið rætt um sjávar-
útveginn og að mínu mati er hann
stærsta spurningin. Við komum
ekki til með að vita hvort við höld-
um yfirráðum okkar yfir fiskimið-
um fyrr en við hefjum viðræður.
Dæmi eru um þjóðir sem hafa náð
samningum og komið hefur verið
til móts við þeirra grundvallar-
stefnumál, svo sem eins og Finna.
Mér sýnist auk þess vera breyting á
viðhorfum LÍÚ til ESB og þar hafa
menn verið að skoða málin. Einnig
hefur verið rætt að atvinnuleysi
gæti aukist ef við værum í ESB en
mér sýnist ekki að við þurfum inn-
göngu þar til að það aukist. Þessi
rök eru því fallin. Það kostar tals-
verða peninga að vera í ESB en ég
er þess fullviss að við fáum svo
margt í staðinn og landsbyggðin
mun ekki síst njóta þess. Það er
mikil byggðastefna rekin í ESB og
sérstaklega gagnvart jaðarsvæð-
um.“
Má þá búast við að í næstu al-
þingiskosningum, árið 2011, verði
ESB ykkar helsta baráttumál?
„Það getur svo ótrúlega margt
gerst þangað til. Ég get ekki sagt til
um það á þessari stundu.“
Þáttaskil á Lómatjörn
Greinilegt er að ESB er mikið
baráttumál fyrir Valgerði og henni
verður heitt í hamsi þegar hún er
komin á flugið. Og þótt hún sé
pólitíkus af lífi og sál og leggi alla
krafta sína í þágu Framsóknar-
flokksins þá er hún líka bóndi á
Lómatjörn og þar hefur hún að
mestu dvalið í sumar.
,,Ég er hálffeimin að segja að ég
sé bóndi þar sem ég er ekki svo
mikið þar við störf. En það er rétt
að við erum með félagsbú fyrir
norðan með tveimur systrum mín-
um og mönnum þeirra. Það eru
reyndar þáttaskil hjá okkur núna
því við ætlum að leigja sauðfjárbú-
skapinn frá okkur til nokkurra ára.
Hins vegar höfum við einnig verið
með kartöflurækt sem hefur verið
að aukast. Ég fór í göngur í haust
og naut mín fyrir norðan í sumar.
Mér finnst notalegt að geta gengið
úti í náttúrunni og andað að mér
sveitaloftinu. Ég hef líka meiri tíma
núna til að vera fyrir norðan held-
ur en ég hafði meðan ég var ráð-
herra. Maður er frjálsari í stjórn-
arandstöðunni. Meðan ég var
ráðherra tók ég eiginlega aldrei frí
frá störfum, kannski í mesta lagi
eina viku í einu.“
Gerði góða hluti
Það er þá ekki úr vegi að spyrja
hvort ekki hafi verið erfiðara að
gegna starfi utanríkisráðherra en
iðnaðar- og viðskipta?
„Nei, aldeilis ekki þótt margir
haldi það. Utanríkisráðuneytið var
mun auðveldara en þar var ég að-
eins í eitt ár. Á meðan ég var iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra var ég
með mjög umdeild mál. Þar að
auki var ég með tvö ráðuneyti sem
tveir karlar gegna núna. Það voru
orkumál, sala bankanna og virkj-
anamál sem öll voru mjög um-
deild. En hvar stæðum við í dag ef
ekki hefði verið farið út í þessar
framkvæmdir? Áliðnaðurinn veitir
fimm þúsund manns atvinnu þeg-
ar afleidd störf eru meðtalin.“
Voru það mistök á sínum tíma
að einkavæða bankana?
„Nei, það voru ekki mistök. Ég
er sannfærð um að svo var ekki.
Einkavæðingin var í samræmi við
það umhverfi sem við búum við.
Með inngöngu í EES hefði verið
hamlandi fyrir viðskiptaumhverfið
að vera með ríkisbanka. Þetta var
nauðsynleg aðgerð. Bankarnir eiga
líka stóran þátt í að hafa aukið
kaupmátt á undanförnum árum en
í tíð Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks jókst kaupmáttur hér
um 60%.“
En hann fer þverrandi núna.
„Já, því miður er þetta að fara á
hinn veginn og það eru engin ný
sannindi að efnahagur gengur í
sveiflum.“
Er það ekki áhyggjuefni að stór-
ir bankar hér tengjast fyrirtækjum
sem eru orðin nánast verðlaus og
á barmi gjaldþrots?
„Jú, auðvitað hefur maður mikl-
ar áhyggjur af þessu öllu. Það sem
skiptir þó meginmáli er að bank-
arnir hafa sterka eiginfjárstöðu. Ég
verð þó að viðurkenna að það
skiptir gríðarlega miklu máli hvað
gerist í atvinnulífinu á næstu mán-
uðum. Ef fyrirtæki fara á hausinn í
stórum stíl þá veit maður ekki hvar
þetta endar. Þess vegna er hið ein-
kennilega áhugaleysi ríkisstjórnar-
innar á atvinnulífinu áhyggjuefni.“
Stóriðju- og náttúrusinni
Ert þú stóriðjusinni?
„Ég er fyrst og fremst stuðnings-
maður kröftugs atvinnulífs enda
þurfum við á því að halda til að búa
til öflugt velferðarkerfi. Mér finnst
grátlegt að ríkisstjórnin sé að fresta
framkvæmdum á Húsavík um að
minnsta kosti eitt ár eins og útlit er
fyrir. Heimamenn eru búnir að
setja gríðarlega fjármuni í undir-
búning og það er afar slæmt að
fresta framkvæmdunum. Þótt ég sé
stóriðjusinni og vilji virkja auð-
lindirnar þá er ég líka náttúrusinni.
Þegar ég er í sveitinni minni þá líð-
ur mér afar vel í ósnortinni nátt-
úrunni. Sumir umhverfissinnar slá
um sig í umræðunni en hafa jafnvel
aldrei komið út fyrir malbikið og
eru ekki í neinum tengslum við
náttúruna.“
Ertu hlynnt frekari uppbygg-
ingu álvera á landinu?
„Það hefur allt sín takmörk og
við erum nú þegar komin í fram-
leiðslu upp á 7000 tonn á ári. Ég tel
ekki að það verði hægt að halda
endalaust áfram á þessari braut en
það er gríðarlega mikilvægt núna,
m.a. vegna þess að þorskveiðar
hafa dregist saman, að við nýtum
þau tækifæri sem gefast í erlendri
fjárfestingu og aukinni verðmæta-
sköpun. Mér finnst líka mjög
ánægjulegt að það eru fleiri mögu-
leikar að koma inn sem atvinnu-
tækifæri til framtíðar aðrir en ál-
vinnsla. Uppbygging
hátæknifyrirtækja og leit að olíu
við landið finnst mér t.d. mjög
spennandi. En undirbúningur að
því máli hófst fyrir alvöru í minni
tíð í iðnaðarráðuneytinu.“
Drekkjum Valgerði
Valgerður segist vera afar stolt af
sínum störfum sem ráðherra og
segist hafa gert margt sem hafi
komið þjóðinni vel. ,,Ég leyni því
ekki að ég er afar ánægð með það
sem ég kom í verk, ekki síst sem
iðnaðar- og viðskiptaráðherra.“
Hvernig kom gagnrýnin við þig
– ertu viðkvæm?
„Ég skal viðurkenna að ég hef
býsna breitt bak en þó var eitt sem
kom mjög við mig og var erfitt fyrir
fjölskyldu mína. Það var þegar
gengið var um bæinn með spjöld
sem á stóð: Drekkjum Valgerði.
Það var erfitt.“
Valgerður er ósátt við að áfram-
hald varð ekki á ríkisstjórnarsam-
starfi Framsóknar og Sjálfstæðis-
flokks á síðasta ári og kennir
útkomu kosninganna um. Þegar
hún er spurð hvort rekja megi þau
úrslit til þess að skipt var um for-
mann og Jón Sigurðsson kom nýr
inn stuttu fyrir kosningar segist
hún ekki hafa gert sér grein fyrir að
Jón þarfnaðist e.t.v. meiri kynning-
ar á meðal þjóðarinnar. „Við í
flokknum þekktum hann mjög vel
og af góðu einu en við áttuðum
okkur kannski ekki á hversu
óþekktur hann var. Sennilega hafði
hann verið of stuttan tíma á ráð-
herrastóli þegar að kosningunum
kom.“
Var margt sem breyttist í
flokknum þegar Halldór hætti?
„Halldór var afburðastjórnmála-
maður á mörgum sviðum með
mikla þekkingu á hinum ýmsu
sviðum. Það sem mér fannst sér-
stakt við hann var hversu hann
horfði langt fram í tímann. Hann
lagði t.d. mikla áherslu á umræðu
um Evrópusambandsmál og sá fyr-
ir sér að við þyrftum að ræða þau
mál. Guðni var búinn að vera lengi
varaformaður flokksins og hafði
notið mikils trausts sem slíkur.
Eðlilegt var að hann tæki við sem
formaður þegar forveri hans hætti
en auðvitað má segja að allir hafi
sinn stíl og menn eru ólíkir.“
Ert þú kannski á leið í for-
mennskuna?
„Ég hef aldrei útilokað neitt en
ætla ekki að bjóða mig fram í þessu
viðtali. Ég er mjög ánægð með
mína stöðu og mitt kjördæmi átti
bestu útkomuna í síðustu kosning-
um sem ég er stolt af. Ég er ákaflega
stjórnsöm, hvort sem það er já-
kvætt eða neikvætt, og hika ekki
við að taka að mér forystustörf.“
Telurðu að núverandi stjórnar-
samstarf haldi út kjörtímabilið?
„Ef þetta gengur áfram eins og
verið hefur að það sé ósamstaða
milli flokka og óskýr stefna þá
finnst mér þetta bera dauðann í sér.
Hins vegar getur vel verið að það sé
ekki í mörg hús að venda og því
geri flokkarnir allt til að líma þetta
samstarf saman. En þetta verður
erfiður vetur fyrir stjórnarflokkana
og þeir eiga ekkert sérstaklega
bjarta daga framundan.“
Með norskan ríkisborgararétt
Það er ekki auðvelt að koma Val-
gerði frá stjórnmálunum inn á hið
persónulega líf, t.d. hvernig henni
finnist að halda tvö heimili. „Ekk-
ert mál,“ segir hún. „Ég er orðin
svo vön því.“
Valgerður er gift Norðmannin-
um Arvid Kro og þau eiga þrjár
dætur, Önnu Valdísi sem er í sam-
búð með Þórhildi Guðmundsdótt-
ur, Ingunni Agnesi sem er nýgift
Hjalta Þór Pálssyni og Lilju Sól-
veigu sem er við nám í Mennta-
skólanum á Akureyri. Elsta dóttirin
er samkynhneigð og þar sem mál-
efni þeirra hafa verið mikið í um-
ræðunni á Alþingi er ekki úr vegi
að spyrja Valgerði hvort það hafi
verið henni áfall. „Nei, alls ekki,
frekar léttir,“ svarar hún. „Ég var
löngu búin að gera mér grein fyrir
að það var eitthvað sem gerði að
verkum að hún var ekki fullkom-
lega sátt við sjálfa sig, svo það var
léttir fyrir mig. Síðan hefur allt ver-
ið miklu auðveldara.“
Engin barnabörn?
„Nei, en Arvid átti dóttur áður
og hún á þrjú börn.“
Valgerður segir að Arvid sé ekki
pólitískur en styðji sig í einu og
öllu. „Ég fæ mikinn stuðning hér
heima. Hann hefur þó ekki ennþá
komið því í kring að gerast íslensk-
ur ríkisborgari og hefur því ekki
fengið að kjósa mig. Hann segist
vera svo sáttur við að vera Norð-
maður en er þó farinn að orða rík-
isborgarann núna,“ segir hún.
„Hann er búinn að búa á Íslandi
síðan árið 1972 svo að það ætti að
ganga hratt í gegnum kerfið. “
Valgerður segir að Arvid sé
bóndi í sér og heimili þeirra fyrir
norðan sé heimili númer eitt.
„Áhugamál mín fyrir utan pólitík
snúast um sveitina.“
Tískudama með áhuga
á hönnun
Þú ert stundum kölluð tísku-
dama – hefur þú áhuga á tísku og
hönnun?
„Já, ég verð að viðurkenna það.
Ég spara ekki við mig fatakaup. Ís-
lensk hönnun var eitt að því sem ég
beitti mér fyrir í iðnaðarráðuneyt-
inu. Þessi áhugi minn kemur frá
móður minni sem lést innan við
fimmtugt úr krabbameini. Hún var
mjög áhugasöm um fatnað og átti
vefnaðarvöruverslun í Reykjavík.
Foreldrar mínir voru nokkuð við
aldur þegar þau tóku saman og
hún tók þá ákvörðun að flytja í
sveitina til hans. Mörgum fannst
það djarft af fínni Reykjavíkur-
dömu. Við systurnar höfum erft
þennan áhuga á fatnaði frá henni.“
Stundum er sagt að konur í
pólitík séu dæmdar öðruvísi en
karlar. Ertu sammála því?
„Já, við erum stjórnsamar og
frekar. Það eru önnur orð notuð
um okkur en karlana.“
Valgerður hefur sýnt það á
bloggfærslum á heimasíðu sinni að
hún er kjarnakona sem lætur karl-
ana ekkert eiga inni hjá sér. „Mér
finnst gaman að blogga,“ segir hún.
„Sem barn skrifaði ég mikið og hef
alltaf haft áhuga á texta. Þarna get
ég líka komið á framfæri ýmsu sem
mér liggur á hjarta. Eftir að kjör-
dæmin stækkuðu er erfiðara að
nálgast kjósendur og þetta er góð
leið til þess.“
Það er farið að halla að lokum
þessa viðtals enda Valgerður á leið í
bíó með dætrum sínum að sjá
Mamma mia. Það verður þó varla
neitt mamma mia á væntanlegu
þingi þar sem tekist verður á um
erfiðleika og niðursveiflu í íslensku
þjóðfélagi.
a
… eitt sem kom
mjög við mig og
var erfitt fyrir
fjölskyldu mína. Það var
þegar gengið var um bæ-
inn með spjöld sem á
stóð: Drekkjum Valgerði.
24stundir/Golli
a
Við verðum að
breyta pen-
ingastefnunni
og styrkja hagstjórnina
eða taka stefnuna á ann-
an gjaldmiðil og þá með
aðild að ESB.
Fleiri álveg? Þótt
ég sé stóriðjusinni
er ég líka nátt-
úrusinni og sveita-
barn í mér.