24 stundir - 20.09.2008, Síða 54

24 stundir - 20.09.2008, Síða 54
Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Ein ástsælasta popphljómsveit landsins stendur í stórræðum þessa dagana við undirbúning á 20 ára afmæli sveitarinnar. Á útgáfu- planinu er þreföld geislaplata, tvö- faldur DVD-pakki og box með góðgæti í. Um helgina klárar kvikmynda- gerðarmaðurinn Jón Egill Berg- þórsson þrjár útgáfur af heimild- armynd þar sem sveitin fer yfir feril sinn á opinskáan hátt. Þar tala liðsmenn m.a. um allar þær innan- búðarerjur er hafa ógnað framtíð sveitarinnar á tuttugu ára ferli hennar. Lengsta útgáfa mynd- arinnar fer óklippt í DVD-útgáfu en eins og hálfs tíma útgáfa verður sýnd í bíói í lok næsta mánaðar. Að lokum verður gerð 50 mínútna af- brigði af myndinni fyrir sjónvarp. „Þeir láta margt flakka um sjálfa sig og sína sögu sem ekki hefur heyrst áður,“ segir Jón Egill. „Það má segja að þetta sé engin glans- mynd af sveitinni. Þó svo að þeirra saga sé mjög farsæl og góð þá hafa þeir löngum átt í innbyrðis deil- um. Þetta hefur ekki alltaf verið dans á rósum þó svo að út á við hafi það litið þannig út. Þetta er bara Sálin í víðmynd, þetta eru þrjár útgáfur af 20 ára sögu þeirra.“ Allt í háaloft um miðbikið Guðmundur Jónsson, gítarleik- ari Sálarinnar og helsti lagahöf- undur, hefur ekki enn séð myndina en veit þó nokkurn veginn inni- haldið. „Þetta verður allt siðsam- legt og skemmtilegt,“ segir Guð- mundur í spaugi. „Auðvitað erum við að tala um samstarfið og það hefur gengið á ýmsu í því í gegnum árin. Menn hafa hætt margoft, sjálfur hef ég eflaust hætt tíu sinn- um í einhverju fússi. En ástandið hefur aldrei verið það slæmt að sveitin hafi ákveðið að hætta. Um miðbikið, svona í kringum 9́5 fór allt í háaloft. Þá vorum við líka búnir að keyra mjög stíft og fórum í okkar lengstu pásu. En svo þegar rykið hjaðnaði fóru menn að sjá hvað skipti mestu máli. Það sem hefur einkennt þessa hljómsveit er þetta bræðralag sem við sækjum svo mikið í. Svo er það auðvitað tónlistin sem heldur okkur gang- andi enn í dag.“ Áætlað er að gefa út heild- arpakkann í lok nóvember. Á safn- plötunni verða svo þrjú ný lög. Popphljómsveit Íslands opinberar innri erjur í nýrri heimildarmynd Sálin hans Jóns míns á leið í bíó Heimildarmynd er Jón Egill Bergþórsson klárar yfir helgina um Sálina verður sýnd í bíói í lok næsta mánaðar. Þar tala liðsmenn opinskátt um erjur innan sveitarinnar. Jón Egill Gerir þrjár útgáfur af myndinni. 24sstundir/Árni Sæberg Sálin Þeir hafa rifist eins og hundar og kettir þessir. 54 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 24stundir „… settist ég aftast hjá ógurlega sætum Indverja í hvítri úlpu. Við brostum svo sætt hvort til annars að það braut ísinn sem vanalega ríkir milli strætófarþega. Ég glotti aðeins þegar hann sagðist heita Gris og hann glotti þegar ég sagð- ist heita Gurrí (þýðir ábyggilega datt á rassinn á hindí).“ Guðríður Haraldsdóttir gurrihar.blog.is „… áður en augnlæknirinn reyndi að pranga inn á mig gleraugum sagði hann: „Fyrst vil ég að þú gerir nokkrar augnæfingar.“ Það eru mörg dæmi þess að fólk sem sjái illa fái fullkomna sjón við það eitt að æfa augun. Hvern- ig stendur á því að manni var ekki sagt frá þessu fyrr?“ Þorkell Ágúst Óttarsson thorkell.annall.is „Þú veist að það er 2008 ef þú ferð í partí og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt. Þú hef- ur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sam- bandi við suma vini þína er sú að þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook.“ Margrét St. Hafsteinsdóttir maggadora.blog.is BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Það er ekki nóg með að Stefán Hilmarsson sé á fullu í endurútgáfu með Sálinni því nú undirbýr hann útgáfu á sinni fyrstu jólaplötu. Kannski kom- inn tími til þar sem Stefán hóf einmitt feril sinn á laginu Jólahjól sem er án efa eitt ástsælasta jólalag okkar Íslendinga. Ekki er vitað hvert lagavalið verð- ur en ef vel tekst til ætti fátt að koma í veg fyrir að söngvarinn fái gull í jólapakkann. bös Pétur Kristjánsson hefur umsjón með safn- plötuútgáfu handan grafarinnar. Söngvarinn var búinn að raða upp safnplötu með vinsælustu lögum sínum löngu áður en hann lést fyrir aldur fram og hefur útgáfufélagið Sena ákveðið að gefa út plötuna alveg eins og hann vildi. Mikið var leitað að upp- tökum með honum að syngja Wild Thing með Whitesnake hér um árið, en án árangurs. bös Freyr Eyjólfsson hefur tekið sér frí frá starfi sínu í Síðdegisútvarpi Rásar 2 til þess að einbeita sér að leikhúsinu. Hann kemur að tónlistinni í söng- leiknum Fólkið í blokkinni undir stjórn Jóns Ólafs- sonar og sköruðust æfingar við útsendingartíma og vinnu hans á Rásinni. Verkið er eftir Ólaf Hauk Símonarson og á meðal leikara er félagi Freys og Geirfugl, Halldór Gylfason. bös Búið er að ráða í öll hlutverk farandsýningar Ívars Arnar Sverr- issonar, Óþelló Parkour. Sjálfur Óþelló verður leikinn af Sveini Ólafssyni en auk hans fara Álfrún Örnólfsdóttir, Óli Þorvaldsson og Anton Fons með hlutverk í sýning- unni. Sýningin hefur þegar vakið athygli fyrir það að blanda Shake- speare saman við jaðaríþróttina glæfralegu parkour. Hópur áhuga- manna um glæfrasportið úr Borg- arholtsskóla hefur verið ráðinn til þess að gæða sýninguna áhættu- atriðum. Æfingar hefjast í byrjun október, nokkuð á eftir áætlun, en þeim var frestað vegna anna leik- aranna. „Núna er hópurinn bara að koma sér í líkamlegt form,“ segir Ívar leikstjóri. „Einhverjir leikarar þurfa að taka á því í sýningunni og það er því ágætt að allir séu í rosa- lega góðu formi þegar við byrjum. Við eigum eftir að æfa stíft og því líka bara nauðsynlegt að úthaldið sé gott til að þola álagið.“ Óþelló Parkour er hugsuð sem farandsýning í menntaskóla lands- ins. Áhugasamir stúdentar sem komnir eru af menntaskólaaldr- inum verða því að biðja til Guðs að sýningin fari einhvern tíma í al- mennar sýningar. „Við erum ekk- ert að setja okkur í neinar stell- ingar með að þetta sé bara fyrir menntaskólann. Við erum með lærða leikara og leggjum alveg jafn mikið í þetta og við myndum gera fyrir stóru leikhúsin. Það má vel vera að hún öðlist meira líf og ég vona það. En til að byrja með erum við með fókusinn á þennan túr um landið sem við ætlum að fara.“ biggi@24stundir.is Búið að ráða leikara í Óþelló Parkour Leikarar að koma sér í líkamlegt form Ívar Örn Vonast til að farandsýning sín, Óþelló Parkour, öðlist framhaldslíf. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 7 8 1 6 9 2 5 3 4 5 6 9 4 3 7 2 1 8 2 3 4 8 1 5 6 7 9 8 9 7 5 6 3 4 2 1 4 5 2 9 7 1 3 8 6 3 1 6 2 8 4 7 9 5 6 2 8 7 4 9 1 5 3 9 7 3 1 5 6 8 4 2 1 4 5 3 2 8 9 6 7 Þannig að fyrir utan þennan smá raka er bara allt gott að frétta af þér? a Þetta endaði auðvitað með keisaraskurði, en barnið er sprækt og foreldrarnir stoltir. Guðlaug, var þetta erfið fæðing? Guðlaug Einarsdóttir er formaður Ljósmæðrafélags Ís- lands, en sátt náðist í kjaradeilu félagsins í gær, þegar miðlunartillaga ríkissáttasemjara var samþykkt.FÓLK 24@24stundir.is fólk

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.