24 stundir - 23.09.2008, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 24stundir
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
116.900Tækifærisverð: kr. stgr.
(Verð áður: 155.800 kr.)
A
T
A
R
N
A
Tæki færi
í september
Glæsileg alklæðanleg uppþvottavél.
Sex uppþvottakerfi. Tímastytting
þvottakerfa („varioSpeed“).
Orkuflokkur, þvottahæfni og
þurrkhæfni: A/A/A.
Sérlega hljóðlát: 44 dB (re 1 pW).
Uppþvottavél
SE 66T373EU
VÍÐA UM HEIM
Algarve 20
Amsterdam 16
Alicante 20
Barcelona 19
Berlín 14
Las Palmas 24
Dublin 14
Frankfurt 13
Glasgow 15
Brussel 16
Hamborg 14
Helsinki 17
Kaupmannahöfn 14
London 19
Madrid 21
Mílanó 20
Montreal 19
Lúxemborg 13
New York 23
Nuuk 1
Orlando 26
Osló 14
Genf 12
París 18
Mallorca 25
Stokkhólmur 13
Þórshöfn 12
Suðvestan 5-13 og rigning með köflum, en
þurrt A-lands. Hæg suðlæg átt á morgun, en
gengur í sunnan 8-13 m/s sunnantil á land-
inu. Vætusamt, einkum S- og V-lands. Hiti 7
til 13 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
10
9
10
9 11
Vætusamt og svalt
Suðlæg átt, víða 8-13 m/s og rigning eða
skúrir, en úrkomulítið norðaustantil á landinu.
Hiti 8 til 15 stig, hlýjast NA-lands. Vindur upp
á sjö til tólf metra á sekúndu verður landinu,
hvassast á Suðurlandi.
VEÐRIÐ Á MORGUN
10
10
13
11 12
Rigning víðsvegar um land
„Ég er ekki í vafa um að þessi kaup munu
skipta miklu máli fyrir Kaupþing. Bankar og
fjármálafyrirtæki út um allan heim hafa legið
utan í mönnum í Katar með það fyrir augum að
fá þá inn sem hluthafa. Það gefur því góða mynd
af styrk Kaupþings að Sheikh Mohammed [Bin
Khalifa Al-Thani] skuli kaupa hlut í bankan-
um,“ segir Ólafur Ólafsson, aðaleigandi Eglu
hf., sem á tæplega tíu prósenta hlut í Kaupþingi,
um kaup Q Iceland Finance ehf. á rúmlega
fimm prósenta hlut í Kaupþingi.
Félagið er í eigu Sheikh Mohammed sem er í
konungsfjölskyldunni í Katar sem farið hefur
með völd þar frá því á 19. öld. Ólafur og Sheikh
Mohammed hafa þekkst í þrjú ár. Sá síðarnefndi
á rúmlega tólf prósenta hlut í matvælafyrirtæk-
inu Alfesca sem Egla, félag Ólafs, á tæplega 40
prósenta hlut í.
Alls keypti Q Iceland 37,1 milljón hluti í
Kaupþingi á genginu 690. Andvirði hlutanna er
um 25,5 milljarðar króna.
Kaupin hafa átt sér nokkurn aðdraganda en
viðræður hafa staðið yfir í nokkra mánuði.
Miklir fjármagnsflutningar hafa átt sér stað til
Mið-Austurlanda samfara miklum verðhækk-
unum á olíu undanfarin ár. Heimsmarkaðsverð
á olíu hefur hækkað gríðarlega frá árinu 2003 en
þá kostaði fatið af olíu 25 dollara en fór hæst í
147 dollara í júlí á þessu ári. Síðan hefur verðið
fallið nokkuð en er ennþá hátt.
Konungsfjölskyldan í Katar hefur notið góðs
af auknum tekjum í olíuiðnaði og jarðgas-
vinnslu. Á milli fimmtán og sautján prósent af
jarðgasvinnslu heimsins eru í Katar en í landinu
búa rúmlega 800 þúsund manns.
Ólafur segir mikilvægt að íslensk fyrirtæki
geti sýnt að þau séu tilbúin að vinna með er-
lendum fjárfestum. „Það hefur tekist hjá Kaup-
þingi að fá góða erlenda fjárfesta inn í hópinn
og það mun skipta sköpum í framtíðinni.“
magnush@24stundir.is
Bróðir emírsins í Katar hefur keypt rúmlega fimm prósenta hlut í Kaupþingi
Mun skipta miklu máli fyrir Kaupþing
„Mér fannst ummæli Seðla-
bankastjóra ekki sanngjörn og í
ódýrari kantinum,“ segir Ágúst
Ólafur Ágústsson, varaformaður
Samfylkingarinnar. Vísað er til um-
mæla Davíðs Oddssonar um lýð-
skrumara í viðtali á Stöð 2 sem lagt
hefur verið út af síðan. Ágúst Ólaf-
ur er sammála Árna Páli Árnasyni
þingmanni sem sagði á Rúv að um-
mælin væru Seðlabankastjóra ekki
sæmandi og gjörbreyta þyrfti stjórn Seðlabankans ef halda ætti krón-
unni. Varaformaður Samfylkingar tekur undir með þingmanninum,
en telur þó að ummæli Seðlabanka séu skaðlaus og hafi hvorki afleið-
ingar í stjórnmálum né efnahagsmálum. „En þau sýna þá tímaskekkju
að Seðlabankinn sé athvarf uppgjafa stjórnmálamanna.“ Ágúst Ólafur
segir óuppgert mál milli ríkisstjórnarflokkanna hvort komið verði á
fót nýrri hlutlausri stofnun í stað Þjóðhagsstofnunar. „Mér finnst að
hana þurfi að endurvekja. “ beva
Davíð – skaðlaus en ódýr
Rannsókn á fíkniefnasmyglinu
sem kom upp 10. júní síðastlið-
inn er enn í gangi. Í þar síðustu
viku voru framkvæmdar húsleitir
á höfuðborgarsvæðinu í
tengslum við málið. Fundust í
þeim frekari sönnunargögn sem
tengjast málinu. Ekki fæst upp-
gefið hver þau gögn eru. fr
Frekari gögn í
hasshlassmáli
Samdráttur í verklegum fram-
kvæmdum hlýtur að leiða til þess
að auðveldara verði að fá iðn-
aðarmenn til viðhalds, að mati
Andrésar Magnússonar, fram-
kvæmdastjóra Samtaka verslunar
og þjónustu. „Í þessu ástandi sem
hefur ríkt á markaðnum hafa
menn vanrækt viðhald vegna þess
að ekki hefur fengist fólk í það.
Ég get ímyndað mér að menn fari
að huga meira að þessu núna.“
Samdrátt í sölu á fatnaði og dýr-
ari tækjum mátti merkja strax í
vor. Að sögn Andrésar verður
ekki hægt að meta sölu á haust-
fatnaði fyrr en líða tekur á októ-
ber. ibs
Auðveldara að fá menn í viðhald
Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur
beva@24stundir.is
Formaður Frjálslynda flokksins
kom heim frá Rússlandi í gær til að
takast á við mestu innbyrðis deilur
sem orðið hafa í flokknum frá
stofnun, segja menn sem starfað
hafa í Frjálslynda flokknum frá
upphafi. Nú sé formaður í hættu, í
viðbót við það sem var þegar Mar-
grét Sverrisdóttir og Magnús Þór
Hafsteinsson tókust á um varafor-
mannsembættið. Átök sem enduðu
með útgöngu Margrétar og stuðn-
ingsmanna hennar úr flokknum.
Guðjón Arnar Kristjánsson, for-
maður flokksins, styður Kristin H.
Gunnarsson áfram sem þingflokks-
formann og telur hann hafa sætt
einelti. Kolbrún Stefánsdóttir ritari
styður Kristin. Magnús Þór Haf-
steinsson varaformaður styður
Kristin ekki og miðstjórn vill að
Kristinn víki.
Allir á móti öllum
En þetta er mál þingflokksins,
þar inni er Jón Magnússon harð-
astur gegn Kristni, en Grétar Mar
segist styðja formanninn hvernig
sem fer.
Í miðstjórn sitja tveir fyrrverandi
þingmenn, Sigurjón Þórðarson,
sem liggur undir feldi formanns-
framboðs, og Magnús Þór Haf-
steinsson, sem er varaformaður og
jafnframt aðstoðarmaður for-
mannsins en er honum ósammála
um þingflokksformanninn. Magn-
ús Þór neitar að tjá sig um hvort
trúnaðarbrestur felist í þessu.
Þótt órói vaxi í stofnunum
flokksins er því jafnan neitað að
vegið sé að formanninum. Jón
Magnússon þingmaður ritar þó um
dugleysi þingflokksformanns og
formanns sem hafi haldið fundi í
sumar: „Á mínum pólitíska ferli þá
þekki ég ekki annað eins áhugaleysi
um pólitík eins og þarna kemur
fram og virðingarleysi við fólkið í
flokknum,“ segir Jón. Hann kveðst
enn treysta Guðjóni og telur minni
líkur en meiri á að flokkurinn
klofni. „Ég vænti þess að formaður
taki skynsamlega ákvörðun.“ Grét-
ar Mar þingmaður telur línur fara
að skýrast. Sjálfur kveðst hann sátt-
ur við að Kristinn sitji áfram þenn-
an þingvetur sé það vilji formanns-
ins. Hann telur niðurstöðu
miðstjórnar ekki góða og trúir því
ekki að menn kljúfi lítinn flokk um
það hvort þingflokksformaðurinn
sitji átta mánuðum lengur eða
skemur. „Ef menn kljúfa tapa allir.“
Illvígar deilur
Frjálslyndra
Vantraust í efstu embættum í Frjálslynda flokknum
Grétar Mar segir ástæðulaust að kljúfa flokkinn vegna Kristins
Samstarf: Þeir standa ekki
saman eins og einn maður.
➤ Formaður flokksins hefur lýststuðningi við þingflokks-
formanninn.
➤ Varaformaður og aðstoð-armaður formanns vill þing-
flokksformann burt.
STAÐA EFSTU MANNA
STUTT
● Öll börn á leikskóla Aldurs-
takmark á leikskóla Hafn-
arfjarðar verður lækkað í
tveimur áföngum næstu fjögur
ár miðað við tillögu formanns
fræðsluráðs frá fundi í gær.
Fyrst verður það lækkað í 18
mánuði, eftir tvö ár í 15 og árið
2012 í 12 mánuði. Þá er gert
ráð fyrir að fæðingarorlof hafi
verið lengt í 12 mánuði.
● Alelda Kveikt var í sex ára
gömlum jeppa á Grafnings-
vegi aðfaranótt fimmtudags.
Hafði hann staðið þar í tvær
vikur með sprungið dekk.
Lögreglan biður þá sem geta
gefið upplýsingar um málið að
hafa samband í síma 480 1010.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Lögregla sem kölluð var til
vegna óþefs í blokk í Pro-
kuplje í Serbíu fann hestshræ
fast í loftræstistokki á 12. hæð.
Var óþefurinn orðinn slíkur
að blokkin var rýmd og eitur-
efnasveit var kölluð út. Tals-
maður lögreglunnar segir að
enginn hafi hugmynd um hver
kom hræinu fyrir, eða hvernig
farið var að því.
Óþefur í blokkinni
Hestur á 12.
SKONDIÐ