24 stundir


24 stundir - 23.09.2008, Qupperneq 4

24 stundir - 23.09.2008, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 24stundir Ekki liggur endanlega fyrir hversu miklu fé var safn- að fyrir Mænuskaðastofnun Íslands í söfnun sem náði hámarki með sjónvarpsþætti á Stöð 2 á föstudag. Þegar þættinum lauk höfðu safnast 65 milljónir en endanleg upphæð liggur fyrir í vikunni. Auður Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands, segir söfnunarfénu verða veitt til tilraunameðferðar í Þýska- landi þó enn eigi eftir að semja um tæknileg atriði. Aðgerðin felst í að opna inn á mænuna aðeins nokkrum klukkustundum eftir slys og hleypa þaðan út vökva til að minnka bjúg og bólgur. Þannig verður reynt að koma í veg fyrir öramyndun í mænunni sem hindrar taugaboð. „Það á ekki að setja neitt inn í mænuna, eingöngu gera henni fært að lækna sig sjálf,“ segir Auður og bæt- ir við að þessar rannsóknir séu enn á tilraunastigi. Hún segir svipaða aðgerð hafa verið gerða á þýskri stúlku og þar hafi sýnt sig að vefurinn hafi læknað sig sjálfur þó rafmagnið sem stjórnar taugaboðunum hafi vantað. „Það er auðvitað ekki gefið að fólk læknist strax. En einhvern tímann verður að hafa kjark til að stíga fyrsta skrefið.“ fifa@24stundir.is Söfnunarfé varið til tilraunaaðgerða í Þýskalandi Þarf kjark til að taka fyrsta skrefið Hugsjónakona Á laugardag hafði maður samband við Auði og gaf 5 milljónir í söfnunina. allt frá því að þau voru sett, og þá sérstaklega ákvæðið um fimm ára ráðninguna. „Við lítum svo á að um ráðningar þessara manna eigi að gilda sömu reglur og aðra. Ef þeir gerast sekir eða brotlegir í starfi þá eru þeir látnir víkja. En hitt að það sé hægt að láta starfið renna út í einskonar tímaglasi tel ég vera mjög varhugavert.“ Hann segist þó skilja ákveðin rök sem sett voru fram fyrir ákvæðinu en að á því séu líka van- kantar sem verði að taka tillit til. „Það eru ákveðin rök fyrir að reyna að tryggja gegnumstreymi svo stjórnendur séu ekki slímfast- ir í embættum ævilangt. Hins veg- ar eru vankantar sem fylgja þessu og þá sérstaklega þegar það verð- ur uppi á teningnum að einstak- lingar sem á einhvern hátt hafa reynst yfirvaldinu óþægilegir séu látnir fjara úr fyrirhafnarlaust.“ Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is „Við sögðum allan tímann að það væri mjög varhugavert vegna þess að með þessu móti væri verið að setja menn í lykilstöðum undir duttlungavald yfirvalda. Með þessu væri hægt að losa sig við þá með auðveldum hætti einfaldlega með því að láta ráðningartímann renna sitt skeið á enda,“ segir Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB og þingmaður Vinstri grænna, um ákvæði í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna um fimm ára skip- unartíma þeirra. Jóhanni R. Benediktssyni, lög- reglustjóranum á Suðurnesjum, var fyrr í þessum mánuði tilkynnt að starf hans verði auglýst þrátt fyrir að hann hafi viljað gegna því áfram. Stjórn Lögreglufélags Suður- nesja hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun dómsmálaráðherra að auglýsa stöðuna. Orðrétt segir að ákvörð- unin eigi sér „engin fordæmi í stjórnsýslunni og felur í sér ekkert annað en uppsögn.“ Hafa ætið mótmælt lögunum Ögmundur segir að lögin hafi sætt miklum mótmælum BSRB Vilja endurskoðun á fimm ára ákvæði  Formenn BSRB og FFR vilja að lög um opinbera starfsmenn verði endurskoðuð Á útleið Lög- reglustjórinn á Suðurnesjum ætlar ekki að sækja um starf- ið þegar það verður auglýst. ➤ Lög um réttindi og skylduropinberra starfsmanna voru samþykkt árið 1996. ➤ Samkvæmt þeim eru embætt-ismenn skipaðir til fimm ára. Ef auglýsa á embætt þeirra til umsóknar að þeim tíma liðn- um verður að tilkynna það með hálfs árs fyrirvara. LÖGIN Gríðarlegur áhugi er á störf- um í nýrri byggingavöruversl- un Bauhaus sem opnuð verð- ur í Grafarholti í desember. Að sögn talsmanns verslunar- innar sóttu alls um 650 manns um stjórnunarstöður í versl- uninni. Þá segir hann að yfir 1.250 umsóknir hafi nú þegar borist um ein 150 störf sem verið er að ráða í þessa dag- anna. Byggingavöruverslunin mun verða sú stærsta á Norð- urlöndunum, eða 22.000 fer- metrar að flatarmáli og hefur bygging hennar staðið yfir í rúmt ár. ejg 1250 hafa sótt um 150 störf Ný byggingavörubúð Hæstiréttur úrskurðaði í gær að Viggó Þórir Þórisson skuli sæta farbanni til 11. nóvember næst- komandi. Að þeim tíma liðnum hefur hann verið í farbanni í 19 mánuði, eða lengur en nokkur annar en dæmi eru um í íslenskri réttarframkvæmd. Viggó er grun- aður um auðgunarbrot og til- raunir til slíkra sem varða sam- tals um 900 milljónir dala. Brotin á hann að hafa framið þegar hann var framkvæmdastjóri Verð- bréfaþjónustu sparisjóðanna. Verðbréfaþjónusta Sparisjóðanna er nú gjaldþrota og í skipta- meðferð. þsj Íslandsmetshafi áfram í farbanni Erlend lögreglulið hafa enn ekki haft hendur í hári Iv- ans Konovalenko frá Litháen, sem eftirlýstur er af ís- lensku lögregl- unni vegna hníf- stunguárásar á Mánagötu fyrir hálfum mánuði. Ivan komst úr landi í gegnum Keflavíkurflugvöll en mistök hjá lögreglu urðu þess valdandi að ekki var tilkynnt til landamæraeftirlits að Konova- lenko væri eftirlýstur. fr Konovalenko enn leitað Lögregla þurfti að skakka leikinn þegar slagsmál brutust út í miðbæ Akureyrar seinnipartinn í gær meðal átta áhafnarmeðlima bresks togara sem lá þar við festar. Að sögn lögreglunnar voru mennirnir mjög drukknir en tog- arinn lagðist að bryggju í gær. Einn var fluttur á slysadeild en meiðsl hans reyndust lítilsháttar og fór hann um borð að lokinni lækn- isskoðun. Félagar hans voru fluttir á lög- reglustöðina þar sem fimm þeirra voru látnir sofa úr sér. Ekki liggur fyrir út af hverju mennirnir slógust. aak Breskir sjómenn í slag á Akureyri Lögðu sig á löggustöð Haukur Ingibergsson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofn- ana, vill einnig láta endurskoða lögin. „Það er á annan áratug síðan lögin voru samþykkt og það er full ástæða til að endurskoða ýmis ákvæði þeirra laga eða fella þau úr gildi. Meðal annars er þetta ákvæði um fimm ára skipunartíma. Reynslan varðandi það að til- kynna forstöðumanni sex mánuðum áður en skipunartími hans rennur út hvort starfið verði auglýst til umsóknar hefur nánast aldrei verið notað, að því ég veit. Allavega sjaldnar en sú aðferð að ráðherra og forstöðumaður nái samningum um starfslok ef ráð- herra telur heppilegt að skipta um.“ Haukur segir félagið ekki taka til umræðu málefni einstakra forstöðumanna og því hefur það ekki fjallað beint um málefni Jóhanns R. Benediktssonar. „Félagið skoð- ar hinsvegar hvernig farið er með kjaramál og lagaákvæði almennt séð. Ef þetta fer að tíðkast almennt þá mun félagið skoða það.“ Ákvæðið nánast aldrei notað Ung kona, ökumaður bíls, slapp með skrekkinn þegar hún missti stjórn á bíl sínum ofan við Ártúns- brekku í gær. Að sögn lögreglu eru bílveltur fátíðar á þessum slóðum enda veg- urinn bæði beinn og breiður og engin hálka komin enn. Skýrsla verður tekin af öku- manni í dag og þá liggur fyrir hvað olli óhappinu. Konan var ein í bílnum. aak Valt í Ártúnsbrekku Lík karlmanns sem fæddur er árið 1947 fanns í fjörunni í Foss- vogi í gærmorgun og er málið nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir að nú sé beðið eftir niðurstöðu krufningar og fyrr en hún liggi fyrir verði ekki hægt að staðfesta með óyggjandi hætti hvað varð manninum að aldurtila. Hann segir þó ekkert benda til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, líkast til hafi hann látist af slysförum. elias@24stundir.is Lík karlmanns fannst í Fossvogsfjöru Lögreglan bíður nið- urstöðu krufningar

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.