24 stundir - 23.09.2008, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 24stundir
tækni
SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS
Er þín símsvörun skilvirk?
Morgunverðarfundur með Swyx
Kynntu þér möguleika til hagræðingar og aukinnar
þjónustu á líflegum morgunverðarfundi
Þann 25. september næstkomandi bjóða Swyx og Svar tækni til
opins morgunverðarfundar á Hilton Nordica.
Á fundinum munu þeir Dr. Ralf Ebbinghaus, Executive VP Sales &
Marketing og Roland Finke, sölustjóri Norður-Evrópu, ásamt Rúnari
Sigurðssyni framkvæmdastjóra Svar tækni, Swyx á Íslandi, kynna
kosti Swyx IP símkerfanna. Farið verður yfir þá möguleika sem í boði
eru ásamt því að kynna fyrirtækin og framtíðarsýn þeirra.
Skráning:
Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir en skráningu skal senda
á skraning@svar.is með nafni þáttakenda.
25. september
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Björg Eva Erlendsdóttir
Magnús Halldórsson
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is,
Prentun: Landsprent ehf.
Hlutirnir gerast nú hratt á Íslandi. Sjeik Mohammed frá Qatar er kom-
inn. Hann á nú 5% í Kaupþingi og þjóðin fagnar. Vonir glæðast þegar ar-
abísk olíuinnspýting kemur inn í efnahagslífið og bankakerfið.
Olíuríkið Qatar er vellauðugt. Orkulandið Ísland vill verða vellauðugt
líka. Landsvirkjun fær því góðan stuðning stjórnvalda til að virkja mest í
heimi. Ísland vill ekki aðeins að verða ríkast í heimi heldur líka best og
betra en Qatar. Orkugróðinn okkar verður til af umhyggju fyrir heiminum
og endurnýjanlegri orku. Við erum því miklu betri en sjeikinn, en pening-
arnir hans eru mjög góðir fyrir okkur núna.
Nú hafa landeigendadurgar fyrir norðan risið upp og vilja virkja nýja 50
megawatta virkjun á eignarlandi sínu. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð-
herra er ekkert hrifinn. Hann talar um rányrkju á jarðhita.
Eflaust er talsvert til í því. En landeigendur fyrir norðan eru nú ekki
beinlínis þeir sem hafa farið fyrir rányrkju síðustu ára. Til þess hefur þá
skort bolmagn. Þeir eru ekki sjeikar. Rányrkjuna hefur ríkið sjálft séð um
með milligöngu Landsvirkjunar. Þessa þróun ætlaði Samfylkingin að
stöðva.
Vandséð er að nokkuð hafi gerst í því. Hvergi er talað um rányrkju þegar
nýjar virkjanir Íslendinga eru kynntar. Ómar Ragnarsson bendir á að
stanslaus áróður sé rekinn innan lands og utan fyrir nýtingu svonefndrar
hreinnar og endurnýjanlegrar orku á Íslandi. Óhætt er að taka undir með
Ómari, sem spyr Össur hvar hann setji rányrkjumörkin.
Nú eru fimm gufuaflsvirkjanir í undirbúningi fyrir norðan. Á Suður-
landi er stefnt að Bitruvirkjun og vatnsaflsvirkjanir í undirbúningi eru líka
margar. Miklar gróðurskemmdir uppgötvuðust nýlega, eins og fyrir til-
viljun, við Hellisheiðarvirkjun. Skömmu síðar fundust
miklar gróðurskemmdir við Svartsengi, sem er enn
furðulegra af því virkjun þar hefur verið starfrækt í
áraraðir.
Sláandi er að ekki skuli betur fylgst með afleið-
ingum virkjana. Traust á opinberri stefnu vex ekki við
það. Framtak landeigenda í Reykjahlíð sem vilja virkja
og hafa sótt um einkarétt á orku á jörðum sínum er at-
hyglisvert. Hvað gera stjórnvöld nú? Landsvirkjun hef-
ur hingað til fengið orkuréttinn fyrir lítið og skammt-
að landeigendum lítilfjörlegar bætur fyrir. Nú þurfa
stjórnvöld að hugsa sinn gang. Fyrir bændur er best að
komast í náin kynni við forríkan arabískan sjeik. Þá
breytist hljóðið í sveitar- og ríkisstjórnum sem bera í
raun ekki virðingu fyrir neinu nema peningum.
Velkominn sjeik
Björn Bjarnason telur eðlilegt að
auglýsa stöðu lögreglustjórans
suður með sjó. Hún sé að renna út.
Hann taldi samt
ekki eðlilegt að
auglýsa stöðu rík-
islögreglustjóra,
þegar hún rann út
í sumar. Hann tel-
ur yfirleitt ekki
eðlilegt að auglýsa
neina stöðu, þegar
hún rennur út.
Nema þessa einu suður með sjó.
Jafnframt segist Björn ekki hafa
neitt á móti lögreglustjóranum.
Þótt allir viti, að hann hatar stjór-
ann. Og þegar Björn hatar, þá hat-
ar hann fólk eins og sjálfa pestina
miklu. Björn hefur í auknum mæli
lokast inni í prívatmálum án tillits
til ríkisstjórnarinnar.
Jónas Kristjánsson
jonas.is
BLOGGARINN
Einkahatur
Ekki veit ég hver mánaðarlaunin
eru hjá þeim á efstu hæðinni hjá
Glitni. Hitt veit ég að það er ekki
einkamál fjár-
festa hvernig þeir
hafa skuldsett ís-
lenskt efnahags-
kerfi. Áhyggjur
almennings snúa
að því hvort þjóð-
félagið allt þurfi
að súpa seyðið af
„áhættunni“, sem
fjárfestarnir hafa verið að taka á
umliðnum árum. Áhættan var
nefnilega ekki aðeins tekin fyrir
eigin hönd, heldur okkar allra.
En Lárus Welding var ekki á því
að horfa í neinn baksýnisspegil.
„Við erum það sem við erum,“
sagði bankastjóri Glitnis. Nú væri
að halda inn í framtíðina.
Ögmundur Jónasson
ogmundur.is
Áhættan í Glitni
Það ætti reyndar að auglýsa öll
embætti alltaf. Sumir verða sam-
dauna starfi sínu eftir örfá ár,
aðrir haldast
ferskir endalaust.
Fyrirkomulagið
eins og það hefur
tíðkast er nánast
eins og æviráðn-
ing. Það er ekkert
aðhald í því.
Jóhann á auðvit-
að að líta á þetta
sem tækifæri til að hreinsa borð-
ið. Ef hann er sterkasti umsækj-
andinn, sem óneitanlega eru
nokkrar líkur á miðað við starfs-
reynslu, þá þarf ráðherra að færa
sérstaklega góð rök fyrir því að
ráða hann ekki. Það besta sem
hann gerir í stöðunni er að leggja
inn sterka umsókn …
Friðjón R. Friðjónsson
fridjon.eyjan.is
Sá sterkasti
Björg Eva
Erlendsdóttir
beva@24stundir.is
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, sagði í Silfri Egils á sunnudag
að það væri hlutverk Seðlabanka að auka trúnað og
traust á gjaldmiðlinum. Ég er honum hjartanlega
sammála. Það er óumflýjanleg staðreynd að við höf-
um kosið að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil, íslensku
krónuna. Hún er sá grundvöllur sem við byggjum á,
hvað sem síðar verður. Meðan svo er er það hlutverk
stjórnvalda að standa vörð um hana og sjá til þess að
hún nýtist okkur sem best. Það verður hins vegar ekki
fram hjá því litið að gengi krónunnar hefur verið
flöktandi og sveiflast um tugi prósenta milli missera.
Það hefur óneitanlega valdið vandræðum og er það
eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda framundan að
koma á jafnvægi í efnahagsmálum. Ýmis hagstæð
merki eru í þá veru og styður jákvætt mat Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins um stöðu íslenskra efnahagsmála þá
skoðun. Þar kemur meðal annars fram að til lengri
tíma séu framtíðarhorfur á Íslandi öfundsverðar.
Stuðningsmenn aðildar að ESB hafa notað tækifærið
síðustu mánuði og talað um íslensku krónuna sem
ónýtan gjaldmiðil. Þeir hafa notað veikingu hennar
sem röksemd fyrir því að Ísland eigi að taka upp evr-
una sem gjaldmiðil, vitandi að við þyrftum fyrst að
uppfylla ákveðnar efnahagslegar forsendur á grund-
velli núverandi gjaldmiðils og að hin hefðbundna leið
evruupptöku er innganga í ESB. Þessi umræða hefur
ekki bætt stöðu íslensku krónunnar. Hún hefur þvert
á móti leitt til þess að traust á krónunni hefur minnk-
að, sem er mikið ábyrgðarefni, ekki síst ef slík ummæli
koma frá aðilum sem í krafti embættis síns og stöðu
eiga að standa vörð um krónuna. Skv. lögum um
Seðlabanka er það meginmarkmið
bankans að halda stöðugu verðlagi. Í
ljósi þessa má segja að Davíð Odds-
son hafi verið að gegna skyldum sín-
um þegar hann svaraði gagnrýni á ís-
lensku krónuna. Það að þau ummæli
voru sett fram „að hætti Davíðs“ er
ekki ámælisvert heldur nauðsynlegt
krydd í umræðuna enda hittu þau í
mark. Það segja mér viðbrögð þeirra
sem tóku þau til sín.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Að gegna skyldum sínum
ÁLIT
Ásta Möller
astamoll-
er@althingi.is