24 stundir - 23.09.2008, Side 11

24 stundir - 23.09.2008, Side 11
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 11 Dómsmálaráðherra hefurfengið á sig nokkra gagn-rýni und- anfarna daga vegna lögreglumála í land- inu. Árni Páll Árnason, þingmað- ur Samfylkingar, kallaði það „stjórn- sýslulegt glapræði“ í Silfri Egils að hafa lögregluembættið, sem ætti að vera samræmingar- og eftir- litsaðili, í samkeppni við lög- reglustjóra um tiltekin verkefni. Það væri „bara galið“. „Embætti ríkislögreglustjóra er tilraun sem hefur að mörgu leyti mistekist,“ segir Óskar Sigur- pálsson, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur.“ Þetta kemur fram í frétt á Eyjunni og vantar ekki at- hugasemdirnar á fréttina. Þar seg- ir til dæmis einhver sem kallar sig caramba: „Fram kemur í dag- bókum Matthíasar [Johannessen] að Björn Bjarnason var barnapía á heimili hans forð- um daga. Hann mun hafa skipt um bleyjur á Haraldi. Þessum sagn- fræðimola verður að halda til haga.“ Þar liggur sem sagt skýringin á stjórnun Björns eða hvað? Fleiri fá skot á sig en Björnþessa dagana. Egill Helga-son er einnig í skotlínunni ef marka má bloggið egils- saga.blogspot.com en þar má sjá skopleg atriði úr skrifum Egils. Sennilega finnst Agli það þó ekki fyndið. Ekki kemur fram hver hinn hugmyndaríki höfundur síðunnar er. Margir eru orðnir lang-þreyttir á krepputali ogkenna fjölmiðlum um að sverta ástandið í þjóðfélaginu. Aðalfréttin um ástandið dúkkaði upp í fréttatíma Sjónvarpsins á föstudag þegar út- varpsstjórinn, Páll Magnússon, las ábúðarmikill á svip: „Viðmæl- endur fréttastofunnar í óform- legri könnun segja að verðbólga hefur áhrif á fjárhag.“ Ætli þjóðin öll hafi ekki alltaf vitað að verðbólga hefur áhrif á fjárhag svo það þurfti ekki rík- issjónvarp til að segja henni frá því. Kannski RÚV sé búið að taka upp „skondnu fréttina“ í staðinn fyrir „góðu fréttina“ sem stund- um hefur birst undanfarið. elin@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Ýmsir muna eftir landsþingi Frjálslynda flokksins fyrir tæpum tveim árum, þegar algjört öng- þveiti varð í kringum kosningar um varaformann flokksins. Í krafti reynslu minnar af því að vera í forystu flokksins um árabil hafði ég boðið mig fram til þess embættis gegn Magnúsi Þór Haf- steinssyni, varaformanni flokks- ins. Andstæðingar mínir héldu því fram, að ég hefði búið til málefnaágreining vegna afstöðu sumra flokksmanna til innflytj- enda, til þess að sækjast eftir valdastöðu innan flokksins. Ég hafði þá talið nauðsynlegt að árétta stefnu flokksins varðandi innflytjendur, enda hugnaðist mér ekki málflutningur Jóns Magnússonar o.fl. um þau mál. Ágreiningur Ágreiningur innan flokksins hófst nokkrum mánuðum fyrir landsþingið, þegar þáverandi þriggja manna þingflokkur, undir forystu Guðjóns Arnars Krist- jánssonar formanns, hafði for- göngu um að taka upp samstarf við stjórnmálaflokkinn Nýtt afl, þar sem Jón Magnússon var for- maður. Þetta gerði Guðjón Arnar af ótta við að Nýtt afl kynni að fara í annað sinn gegn Frjálslynda flokknum í væntanlegum kosn- ingum og ekki síst til að styrkja sjálfan sig áfram í sessi sem for- mann Frjálslyndra. Ég fór aldrei dult með andúð mína á þeim fyr- irætlunum, enda taldi fjöldi flokksmanna slíkan samruna ekki verða Frjálslyndum til fylgisaukn- ingar, heldur þvert á móti, því Nýtt afl var þá þegar dautt afl. Á landsþingi Frjálslynda flokksins í janúar 2007 varð ljóst að Nýtt afl hafði náð tökum á forystu flokksins og vildi yfirtaka hann. Þá varaði ég formanninn við og sagði að aðkoma Nýs afls að Frjálslynda flokknum minnti mig á svörtu kómedíuna eftir Max Frisch: Biedermann og bren- nuvargana. Í örstuttu máli var sú saga á þá leið, að herra Bieder- mann vissi að brennuvargar fóru um bæinn hans og brenndu fjöl- mörg hús til grunna. Þegar bren- nuvargarnir komu heim til Bie- dermanns ákvað hann að taka nú nógu vel á móti þeim til þess að þeir færu ekki að gera neitt á hans hlut. Brennuvargarnir komu sér fyrir uppi á háalofti í húsinu hans og fluttu þangað olíutunn- ur, en Biedermann gat aldrei tek- ið af skarið og var ætíð hinn ljúf- asti við þá. Það endaði meira að segja með því að hann færði þeim eldspýturnar í þeirri trú að þeir hlytu að hlífa honum ef hann væri nógu samvinnuþýður. Formanni hótað Ég held að Guðjón Arnar hafi ekki skilið dæmisöguna mína þá, en hann skilur hana kannski nú. Valdimar Jóhannesson, hægri hönd Jóns Magnússonar alla tíð, birti í Morgunblaðinu hinn 19. september sl. lítt dulbúna hótun í garð Guðjóns undir fyrirsögninni „Glymur klukkan Kristni eða Guðjóni?“. Sá pistill er skrifaður eftir að miðstjórn Frjálslynda flokksins krafðist þess að Jón Magnússon yrði gerður að þing- flokksformanni og Kristinn settur af. Þar hótar Valdimar því, að ef Guðjón bregðist ekki við kröfu miðstjórnar um að setja Kristin af muni það hafa áhrif á stöðu formannsins. Mér virðist Kristinn H. Gunn- arsson vera í svipuðum sporum og ég var áður. Honum hugnast ekki sú útlendingaandúð sem Jón Magnússon, Magnús Þór Haf- steinsson og fleiri aðhyllast, enda samræmist hún engan veginn gildandi stefnuskrá flokksins. Því var Kristinn í fullum rétti sem þingmaður flokksins, þegar hann andmælti andstöðu Magnúsar Þórs við komu flóttamanna til Akraness sl. vor. Nú styttist í landsþing Frjáls- lyndra á næsta ári og segja má að olíutunnurnar hafi verið bornar upp á háaloft. Skyldi Biedermann færa brennuvörgunum eldspýt- urnar? Höfundur sagði skilið við Frjálslynda flokkinn fyrir tveimur árum vegna óánægju með samruna við Nýtt afl og vegna stefnu í málefnum innflytjenda Brennuvargarnir VIÐHORF aMargrét K. Sverrisdóttir Þar hótar Valdimar því, að ef Guðjón bregðist ekki við kröfu miðstjórnar um að setja Kristin af muni það hafa áhrif á stöðu formannsins. www.ellingsen.is TB W A\ RE Y K JA V ÍK \ SÍ A Full búð ævintýra fyrir byssumanninn.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.