24 stundir - 23.09.2008, Page 13
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 13
FÆRÐ ÞÚ
HAUSTUPPBÓT?
– Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni.
Drögum á
morgun
24.09.200
8
Drögum út tuttugu milljónamæringa á morgun.
I .
Seðlabanki Bandaríkjanna hef-
ur samþykkt að breyta fjárfest-
ingarbönkunum Goldman Sachs
og Morgan Stanley í hefðbundn-
ar bankastofnanir. Þýðir það að
Goldman og Morgan munu sæta
eftirliti Seðlabankans og annarra
eftirlitsaðila í ríkari mæli en þeir
hafa gert hingað til. Til dæmis
munu þeir þurfa að halda eig-
infjárhlutfalli sínu umtalsvert
hærra en þeir hafa gert og má
gera ráð fyrir því að hagnaður
þeirra í framtíðinni verði minni
en áður.
Með ákvörðuninni er tímabili
stórra fjárfestingarbanka á Wall
Street endanlega lokið, en Gold-
man og Morgan voru einir eftir
hinna fimm stóru fjárfestingar-
banka sem voru mjög umsvifa-
miklir á undanförnum árum og
áratugum. Bear Stearns var fyrr á
árinu keyptur af JPMorgan Chase
og Bank of America keypti Mer-
rill Lynch fyrir skömmu. Þá hefur
Lehman Brothers sótt um
greiðslustöðvun fyrir móður-
félagið og er gert ráð fyrir að
hann verði lýstur gjaldþrota inn-
an tíðar.
Breytt lagaleg staða Goldman
og Morgan mun gera þeim auð-
veldara að endurskipuleggja
eignasöfn sín og sömuleiðis auð-
velda samruna þeirra við aðra
banka, stærri eða smærri. Hins
vegar má líta á breytinguna sem
merki um að lausafjárstaða bank-
anna tveggja sé verri en áður var
talið.
Þá var greint frá því í gær að
japanski fjármálarisinn Mitsub-
ishi UFJ Financial Group muni
kaupa 10-20% hlut í Morgan
Stanley fyrir allt að 8,5 milljarða
dala, andvirði um 750 milljarða
króna. Gengi bréfa Morgan
Stanley hækkaði umtalsvert í
kjölfar fréttanna í gær.
bjarni@24stundir.is
Goldman Sachs og Morgan Stanley ekki lengur fjárfestingarbankar
Wall Street ekki samt eftir
Umskipti Eftir breytinguna
verður enginn hinna fimm
stóru fjárfestingarbanka starf-
andi á Wall Street sem slíkur.
Mynd/Reuters
a
Hins vegar má líta á
breytinguna sem
merki um að lausa-
fjárstaða bankanna
tveggja sé verri en áður
var talið.
Aðgerðir bandarískra stjórnvalda
til þess að spyrna fótum við krepp-
unni sem ríkir á fjármálamörkuð-
um hafa haft góð áhrif á fjármála-
markaði heims, þar á meðal þann
íslenska segir í grein sem birtist á
vef Wall Street Journal í gær.
Segir í greininni að stjórnvöld á
Íslandi og eftirlitsaðilar á fjármála-
markaði hafi alltaf trúað því stað-
fastlega að íslenska hagkerfið væri
nægjanlega sterkt til þess að standa
af sér niðursveilu þá sem ríkir á
mörkuðum heims, jafnvel þó að
krónan hafi látið undan árásum og
bankarnir hafi þurft að greiða hátt
verð fyrir lánsfé.
Hins vegar hafi sú mikla þensla
sem einkennt hefur íslenskt at-
hafnalíf inn á erlenda markaði og
ójafnvægi í vöruskiptum, sem sýni
að Íslendingar, lifi umfram efni,
haft þau áhrif að Ísland virðist
„eitrað“ í hvert skipti sem alþjóð-
legir markaðir ganga í gegnum erf-
iðleika. gh
Ísland virðist eitrað
Wall Street Journal um fjármálakreppuna