24 stundir - 23.09.2008, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 24stundir
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@24stundir.is
Patrick er hingað kominn til að
kenna í nýrri æfingastöð Hreyf-
ingar og miðla þekkingu sinni til
þjálfara stöðvarinnar.
„Ég hef komið til Íslands áður,“
segir Patrick. „Ég hlakka til að
koma til landsins á ný og sjá nýju
æfingastöðina og hitta nemendur
mína. Síðast þegar ég kom þá kom
mér á óvart hversu færir og áhuga-
samir þeir voru.“
Hann hóf feril sinn sem klapp-
stýra við háskólann í Austin í Texas
á níunda áratugnum auk þess sem
hann hafði æft tennis öll sín ung-
dómsár.
Eftir útskrift úr háskóla segist
Patrick hafa stigið öðrum fætinum
í heim viðskipta og unnið í kyrr-
setuvinnu frá 9-5, það hafi æst upp
í honum löngun til að gera líkams-
rækt að ævistarfi sínu. Kyrr-
setuvinnan þótti honum ómögu-
leg. Hann varð að fá að hreyfa sig.
Mikilvægt að læra
„Ævintýrið hófst árið 1988 í
Dallas í Texas,“ segir Patrick. „Ég
var svo heppinn að hafa besta
þjálfara sem hugsast getur í þess-
um bransa. Hún þjálfaði mig í sex
mánuði af mikilli nákvæmni. Ég
fræddist um alla vöðva og líffæri
líkamans á þeim tíma og eftir það
þjálfaði ég við hennar hlið í þrjá
mánuði áður en henni fannst ég
tilbúinn að vera með mína eigin
tíma. Þessi tími var mikilvægur og
ég er henni ávallt þakklátur. Það er
mikilvægt að hafa undirstöðuna í
lagi og það að læra og safna sér
kunnáttu er mikilvægt. Þjálfarinn
minn kenndi mér að bera virðingu
fyrir því hlutskipti.“
Eróbikk í Hvíta húsinu
Árið 1990 hreppti Patrick og lið
hans landsmeistaratitil í eróbikki. Í
framhaldinu vakti hann töluverða
athygli og sýndi eróbikkrútínu sína
í þætti Johnnys Carsons og í Hvíta
húsinu, George Bush til skemmt-
unar. Á árunum sem á eftir fylgdu
og til dagsins í dag hefur hann not-
ið mikilla vinsælda og velgengni.
„Ég hef unnið með Paulu Abdul,
Faith Ford úr Murphy Brown, Jane
Leeves úr Frasier og Valerie Bert-
inelli. Núna þjálfa ég Allison Jan-
ney sem leikur í þáttunum West
Wing og Samönthu Harris úr þátt-
unum Dancing with the Stars sem
starfar að auki á E!-afþreying-
arsjónvarpsrásinni.“
Tæknin skiptir máli!
Í dag starfar Patrick jöfnum
höndum sem þjálfari og ráðgjafi
annarra þjálfara og er að auki einn
þjálfara í sjónvarpsþættinum All
Star Workouts, vinsælum líkams-
ræktarþætti á The Discovery
Channel og Fit TV. Hann hefur
gefið út 16 þjálfunarmyndbönd,
þeirra á meðal vöktu athygli ABC-
æfingakerfi sem hann þróaði og
Step Up-æfingakerfi sem fjallað
var um í Fitness-tímaritinu og
morgunþætti CBS-sjónvarpsstöðv-
arinnar með áherslu á að á einni
klukkustund í því prógrammi væri
mögulegt að brenna 600 kaloríum.
Aðspurður um lykilinn að vel-
gengni hans segist hann vera bæði
strangur og nákvæmur. „Tækni
skiptir afar miklu máli hvað varðar
árangur. Þú getur eytt svo mörgum
klukkustundum í líkamsrækt án
þess að ná neinum markverðum
árangri ef æfingarnar eru gerðar
vitlaust. Ég sem þjálfari ber mikla
ábyrgð á því að þeir sem ég þjálfa
geri æfingar rétt og þyki strangur
vegna þess. Nemendur mínir segja
að minnsta kosti að þeim þyki ég
strangur en ég trúi að það sé vegna
þeirrar ástríðu sem ég ber til starfs-
ins.“
Patrick „þjálfari stjarnanna“ er á leið til landsins
Hóf ferilinn sem
klappstýra
Patrick Goudeau, einn
eftirsóttasti líkamsrækt-
arþjálfari Bandaríkjanna,
er á leið til landsins.
Hann hefur tekið eró-
bikkæfingar í Hvíta hús-
inu George Bush til
skemmtunar, þjálfað
Brooke Shields, Eddie
Van Halen og Paulu Ab-
dul og er þekktur fyrir að
vera eitilharður og ná-
kvæmur en gríðarlega
skemmtilegur.
Áhugasamir og
færir Nemendur
Patricks á Ís-
landi komu hon-
um á óvart.
Frá tímum Hippókratesar, föður læknisfræð-
innar, hafa verið uppi tvær kenningar um leiðir til
lækninga; leið andstæðna og leið hliðstæðna.
Læknisfræðin byggist að mestu á þeirri fyrri en
hómópatía á þeirri seinni. „Hómópatían leitast við
að koma jafnvægi á líkamann og að hjálpa honum
að lækna sig sjálfur,“ segir Anna Birna Ragn-
arsdóttir hómópati. Hómópatar gefa svokallaðar
remedíur við hinum ýmsu kvillum sem Anna
Birna líkir við start sem bíl sé gefið. „Eftir startið
sér bíllinn um að hlaða sig sjálfur alveg eins og
líkaminn sér um eigið viðhald sé jafnvægi komið
á.“ Hvort fólk ætti því aðeins að leita til hómópata
þegar það kennir sér meins segir hún það síður en
svo. „Í heilbrigðum líkama er hægt að styrkja
ónæmiskerfið með því að gefa réttar remedíur,“
segir hún og bætir við að remedíur séu örefni.
„Tími hjá hómópata fer þannig fram að spurt er
út í líkamlega sem andlega líðan fólks og þannig
leitast við að finna heildræna lausn í stað þess að
einbeita sér að einstökum kvillum. Þannig er reynt
að komast að rót vandans,“ segir Anna og bætir
við að gott sé að fólk sé meðvitað um að það hafi
val þegar kemur að eigin heilsu og þeim leiðum
sem það leitar til að bæta hana. rs
Líkaminn er fær um að lækna sig og styrkja
Hómópatía til heilsu
LÍFRÆNIR SAFAR
Fæst í heilsubúðum og helstu
matvöruverslunum landsins
fullelduð vara, þarf aðeins að hita upp
Grænmetisbuff
Án msgNÝTT
Prófaðu Birkisafann frá Weleda,
hann er vatnslosandi og styður við
eðlilega úthreinsun líkamans.
Birkisafann er hægt að fá með og án
hunangs.
Gott er að taka þriggja vikna kúr á safanum
Ráðlagður dagsskammtur er ca. 20-30 ml
Gott er að blanda safann með
eplasafa eða vatni
Má einnig taka óblandað
Útsölustaðir:
Heilsuhúsin, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi , Heilsuhornið
Akureyri, Blómaval, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og
Apótekarinn , Sólarsport Ólafsvík, Femin.is,
Náttúrulækningabúðin, Lyfjaver, Nóatún, Hagkaupum Kringlunni
og Holtagörðum, Lyfjaval, Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi
apótek um allt land.
Velkomin að skoða www.Weleda.is
Vilt þú létta á líkamanum
eftir grillveislurnar í sumar?
Mjög mikilvægt er að gleyma ekki
morgunmatnum áður en haldið er
af stað í skólann eða vinnuna.
Hrein jógúrt með hunangi er góð-
ur kostur fyrir þá sem vilja ekki
innbyrða of mikinn sykur. Einnig
má bæta út á jógúrtina fræjum eins
og t.d. graskersfræjum, þurrk-
uðum ávöxtum og jafnvel höfrum.
Einnig er hægt að blanda jógúrtina
saman með frosnum ávöxtum í
blandara.
Með þurrkuðum
ávöxtum