24 stundir - 23.09.2008, Side 21
Eftir Einar Jónsson
einarj@24stundir.is
„Skólum landsins er skylt sam-
kvæmt lögum að sinna jafnréttis-
fræðslu. Þar sem það er svo margt
sem skólum er skylt að gera hefur
þessi fræðsla því miður setið á hak-
anum. Verkefnið er hugsað sem
stuðningur við skólana til að fara af
stað,“ segir Arnfríður Aðalsteins-
dóttir, verkefnisstjóri þróunarverk-
efnisins Jafnrétti í leik- og grunn-
skólum.
Liður í verkefninu er heimasíðan
www.jafnrettiiskolum.is en henni
er ætlað að vera aðgengilegur
gagnabanki um jafnréttisfræðslu-
efni fyrir skóla. Þá verður hægt að
nálgast þar upplýsingar um til-
raunaverkefni á sviði jafnréttismála
sem unnin eru í fimm grunnskól-
um og fimm leikskólum.
Verkefni úr grasrótinni
Arnfríður segir að verkefnin
verði unnin á þessu skólaári þannig
að á næsta ári verði til fyrirmyndir
að verkefnum sem aðrir skólar geti
nýtt sér. „Það sem er í raun og veru
svo skemmtilegt við þessi verkefni
er að þau koma úr grasrótinni, úr
skólunum sjálfum. Þetta eru ekki
verkefni sem þeim eru rétt,“ segir
Arnfríður og tekur dæmi af verk-
efni sem unnið er í Vogaskóla í
Reykjavík. „Þeir vinna verkefni
sem snýr að jafnrétti frá landnámi
til vorra daga. Þeir skoða jafnrétti
kynjanna á landnámsöld. Hver var
staða kvenna og hver var staða
karla. Og athuga svo hvernig stað-
an er núna.“
Jafnréttislest í Hafnarfirði
Í Lækjarskóla í Hafnarfirði sitja
sex nemendur í níunda bekk í
stýrihópi jafnréttisverkefnis. „Þau
hafa sett upp jafnréttislest og leggja
af stað í ferðalag með henni. Það
verður stoppað víða á leiðinni. Þau
ætla meðal annars að rýna í kvik-
myndir með tilliti til jafnréttis
kynjanna og halda jafnréttisball.“
Í leikskólunum eru einnig unnin
fjölbreytt verkefni. „Í Múlaborg í
Reykjavík og Hörðuvöllum í Hafn-
arfirði er lögð sérstök áhersla á við-
horf starfsfólks og stefnt að því að
fjölga karlmönnum í starfsmanna-
hópnum. Í Reykjakoti í Mosfellsbæ
er lögð áhersla á upplýsingaflæði til
foreldra en það er svo oft sem
mæðurnar eru upplýstar en feð-
urnir ekki.“
Þróunarverkefnið Jafnréttis-
fræðsla í leik- og grunnskólum er
unnið að danskri fyrirmynd og er
hugsað til eins árs. Það er sam-
starfsverkefni Jafnréttisstofu, fé-
lags- og tryggingamálaráðuneytis-
ins og fimm sveitarfélaga.
Jafnréttisfræðsla efld í skólum
Fræðslan hefur
setið á hakanum
Jafnréttisverkefni
Verkefninu er ætlað að
efla jafnréttisfræðslu í
grunn- og leikskólum.
24stundir/Skapti
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 21
Listaháskóli Íslands efnir til alþjóðlegrar ráðstefnu um rannsóknir í
listum dagana 3.-4. október næstkomandi. Þar munu lykilfyrirlesarar
flytja erindi um mismunandi sjónarhorn sem hugmyndafræði list-
rannsókna byggist á. Jafnframt verður rætt um ýmis vandamál er upp
koma þegar listir ryðja sér til rúms í fræða- og vísindaheiminum.
Þá munu listnemendur í doktorsnámi kynna rannsóknarverkefni sín
og gefa ráðstefnugestum innsýn í framkvæmd og miðlun listrann-
sókna. ej
Ráðstefna um rannsóknir í listum
Keilir hefur gert samning um
kaup á fimm nýjum kennslu-
vélum frá Diamond Aircraft
Industries fyrir Flugakademíu
Keilis. Vélarnar, sem fram-
leiddar eru í Austurríki og Kan-
ada, þykja meðal fullkomnustu
og öruggustu kennsluvéla í
heimi og eru meðal annars not-
aðar af bandaríska flughernum
til grunnþjálfunar flugmanna.
Vélarnar eru allar búnar stýri-
pinna og stærri vélarnar eru
jafnframt búnar stafrænum
stjórntækjum og mælaborði.
Diamond-vélar eru knúnar um-
hverfisvænum og sparneytnum
díselhreyflum.
Fyrstu vélarnar koma til lands-
ins eftir mánuð en þær síðustu í
janúar á næsta ári. Bóklegt
einkaflugmannsnám hefst hjá
Flugakademíu Keilis um mán-
aðamótin. Flugakademían er
hluti af Samgöngu- og öryggis-
skóla Keilis sem Hjálmar Árna-
son stýrir. einarj@24stundir.is
Keilir hefur sig til flugs
Flugakademía Keilis festir kaup á fimm kennsluflugvélum
„Tungumál skipta máli“ er yfirskrift Evrópska tungumáladagsins sem
haldinn verður þann 26. september. Meginmarkmið dagsins er að
vekja athygli á mikilvægi tungumálakunnáttu og fjölbreytts tungu-
málanáms til að auka fjöltyngi og skilning á ólíkri menningu þjóða.
Markmiðið er einnig að hvetja til símenntunar í tungumálanámi, bæði
innan skólakerfis og utan þess og stuðla að því að viðhalda fjölbreyti-
leika tungumála og menningar í Evrópu. ej
Evrópski tungumáladagurinn
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími 580 1800 • www.mimir.is
MÍMIR
símenntun
22.-28. september 2008
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími 580 1800 • www.mimir.is
Hver á að þreskja hveitið,
hnoða deigið og baka brauðið
ef allir eru á námskeiði?
Morgunfundur 24. september kl. 8.30 – 10.15. í Skeifunni 8
Hver er hagna›ur fyrirtækis af flví a› starfsmenn me› stutta formlega skólagöngu sæki
sér flekkingu? Kunna fleir ekki allt sem starfi› krefst?
Ver›ur námi› ekki til fless a› fleir gera auknar kröfur, sækja frekara nám e›a finni sér
a›ra vinnu? Er símenntun a›eins fyrir starfsmenn me› framhaldsnám?
Frummælendur:
Jón Sigur›sson sérfræ›ingur, Vi›skiptadeild Háskólans í Reykjavík
Pálmar Sigur›sson skrifstofu- og starfsmannastjóri Hópbíla
Rakel Steinvör Hallgrímsdóttir náms- og starfsrá›gjafi hjá Mími-símenntun
Andrés Magnússon starfsmannastjóri Póstsins
Fyrirkomulag: Fjórar framsögur og pallbor›
St‡ring pallbor›sumræ›na: A›alhei›ur Jónsdóttir verkefnastjóri viku símenntunar
Skráning: haukur@mimir.is
Hvar: Mímir-símenntun, Skeifunni 8, 2. hæ›
fiátttaka er ókeypis og bo›i› er upp á léttan morgunver›. Húsi› opnar klukkan 8.10.
A› fundinum loknum gefst gestum kostur á a› kynna sér starfsemi Mímis-símenntunar.
Í viku símenntunar 2008 er áhersla á kynningu á sta›bundnu námi fyrir einstaklinga me› stutta
formlega skólagöngu sem starfa hjá fyrirtækjum á almennum marka›i. Vika símenntunar er haldin
a› frumkvæ›i menntamálará›uneytisins en Mímir-símenntun er einn af framkvæmdara›ilum
vikunnar fyrir hönd rá›uneytisins.
Mímir-símenntun leggur áherslu á a› vera brú milli starfs og náms, flannig a› allir finni tækifæri
til a› efla starfsmöguleika sína og lífsgæ›i.
E
in
n
,t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
4
.2
4
4