24 stundir - 23.09.2008, Side 22
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@24stundir.is
Þann 1. ágúst tíndi Adolf Ingi upp
samferðamenn sína, þá Hrafnkel
Kristjánsson, Samúel Örn Erlings-
son, Óskar Þór Nikulásson og
Guðmund Harðarson á leið sinni
til Keflavíkur.
„Við flugum í gegnum París þá
seinna um kvöldið og vorum svo
komnir til Kína á laugardags-
morgni. Ferðalagið sjálft var 28
tíma langt en vegna tímamismunar
var runnin upp laugardagur í Pek-
ing.“
Vertíðin hefst
„Við fórum strax í að innrétta
skrifstofuna okkar sem var í því
sem kallast International Broad-
casting Center, þar var vinnustaður
okkar næstu vikurnar. Við þurftum
að koma fyrir tækjum okkar og
gera klárt fyrir útsendingar. Kín-
verjar tóku vel á móti okkur og það
kom mér skemmtilega á óvart að
kynnast því hversu hjálpfúsir þeir
eru. Undirbúningurinn varð allur
léttari vegna þessa.“
„Ólympíuleikarnir hófust svo
með miklum látum og ógleyman-
legu opnunaratriði. Þeir enduðu
svo auðvitað með miklum látum
líka vegna góðs árangurs íslenska
handboltaliðsins. Það fór hreinlega
allt á hvolf, hér heima og hér úti
líka vegna þessa.“
Adolf Ingi líkir ástandinu við
vertíð. „Það eru engir frídagar,
vinnudagurinn er langur, frá 12 til
18 tíma á dag en vegna þess hve
mikið ævintýri leikarnir eru þá
heldur skemmtunin og stemningin
manni gangandi.“
Öskubuskusagan
Adolf segir fréttateymið hafa
Allt á hvolfi Vinnu-
dagarnir voru langir
en skemmtilegir.
Adolf Ingi heillaðist af gömlum hverfum í Peking
Ævintýrið í Kína
Adolf Ingi Erlingsson
íþróttafréttamaður lagði
af stað til Kína þann 1.
ágúst síðastliðinn og var
ekki kominn aftur til Ís-
lands fyrr en sjö vikum
seinna. Veran í Kína
reyndist ein mest spenn-
andi fréttavertíð sem
Adolf minnist og reis
hæst velgengni íslenska
landsliðsins í handbolta.
Hús í ríkislitnum
Gamall maður í Hutong.
Múrinn Adolf heimsótti
múrinn og myndaði útsýnið.
fundið verulega fyrir áhuga ann-
arra fjölmiðla á Íslandi eftir sigur-
inn gegn Pólverjum. „Auðvitað
varð allt vitlaust,“ segir Adolf.
„Gengi liðsins var orðið að svolítilli
öskubuskusögu, hvernig gat lítil
þjóð eins og Ísland unnið sigra á
ólympíuleikunun í liðsíþrótt eins
og handbolta?“
Adolf Ingi fór í viðtöl og svaraði
ótal fyrirspurnum erlendra fjöl-
miðlamanna um íslenska liðið.
„Síðustu dagana var ég í viðtölum
hjá írska útvarpinu, sænska sjón-
varpinu, danska útvarpinu og fleiri
fjölmiðlum, blaðamenn héðan og
þaðan, þar á meðal frá bandarísk-
um stórum dagblöðum, höfðu
samband við okkur til að leita eftir
upplýsingum um landsliðið og til
þess að reyna að komast í samband
við íslenska liðið og forráðamenn
þess. Stemningunni er varla hægt
að lýsa. Þetta var rússíbani.“
Erfiðar fjarvistir
Eftir Ólympíuleikana urðu
Adolf Ingi og Óskar Þór eftir í Kína
enda beið þeirra önnur vinnutörn
vegna Ólympíumóts fatlaðra. Þeir
fengu þó 12 daga frí og konur
þeirra beggja komu til að heim-
sækja þá út til Kína.
„Það bjargaði því sem bjargað
varð af geðheilsunni að fá konuna
mína til mín. Án hennar komu veit
ég ekki í hvernig ástandi ég hefði
orðið því mín beið önnur vinnu-
törn skömmu síðar við ólympíu-
leika fatlaðra sem hefði þýtt sjö
vikna fjarvist frá konu minni og
börnum. Meðan ég var að vinna
við ólympíuleikana reyndi ég að
vera eins mikið í sambandi og ég
gat en vegna tímamismunarins gat
það verið erfitt. Það var helst að
reyna að fara snemma á fætur og
ná að tala við konuna mína áður en
hún fór að sofa, í gegnum Skype.
Börnin gat ég hitt með því að vaka
lengur og ná þeim þegar þau voru
nývöknuð á morgnana.“
Gömlu Hutang hverfin
Í fríinu gat Adolf loks litast um í
Kína en ekkert færi gafst til þess í
vinnutörninni við ólympíuleikana.
„Ég fór til Forboðnu borgarinn-
ar og heimsótti múrinn, fór á þessa
dæmigerðu ferðamannastaði sem
svo margir fara og heimsækja. Ég
verð þó að segja að langhrifnastur
varð ég af því að heimsækja gömlu
Hutong hverfin í Peking.
Þar hefur tíminn staðið kyrr og
forvitnilegt að ganga um þröngar
götur og sund sem er varla metri á
breidd. Húsin voru öll máluð í rík-
islitnum, gráu.
Þá var skemmtilegt að fara á litla
og skemmtilega veitingastaði.
Maður fer bara inn og bendir á það
sem mann langar til, bendir jafnvel
á máltíðir þeirra sem sitja á næsta
borði. Ég og kona mín brögðuðum
á alls kyns lystisemdum. Þá bragð-
aði ég á sæhesti og sporðdreka sem
ég kalla reyndar ekki máltíð heldur
manndómsraun.“
„Við fórum svo auðvitað á
markaði ýmiskonar en Kínverjar
eru duglegir við að selja eftirlík-
ingar af merkjavöru sem var
áhugavert að sjá. Ég keypti annars
kínversk listaverk, muni til minn-
ingar um veru mína þar og ým-
islegt smálegt.“
a
Þá bragðaði ég á
sæhesti og sporð-
dreka sem ég kalla
reyndar ekki máltíð held-
ur manndómsraun.
22 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 24stundir
Harpa Einarsdóttir fatahönnuð-
ur flytur til Boston á næstunni og
tekur við starfi hönnuðar og
teiknara í fyrirtækinu Harmonix
sem er í eigu MTV games. Þar
mun hún hafa yfirumsjón með
hönnun á búningum tölvuleiksins
Rockband.
„Ég fór í fyrsta sinn til Boston
nýverið þegar mér var boðið þang-
að af fyrirtækinu í atvinnuviðtal,“
segir Harpa um hvort hún kunni
vel við sig í borginni. „Mér leist
afar vel á borgina og það er mikill
kostur hversu stutt er að fara til
New York.“
Harpa segist ekki enn vera búin
að finna sér íbúð þar ytra. „Ég
ætla að byrja á því að finna mér
lítið en hentugt húsnæði nálægt
vinnunni. Þegar börnin mín koma
út næsta vor þá verð ég búin að
finna mér góða íbúð aðeins lengra
frá miðborginni í rólegra um-
hverfi. Ég er aðeins búin að vera
að skoða og hægt er að fá fínt ein-
býlishús fyrir sömu upphæð og
íbúð hér á Íslandi.“
Fyrir þá sem vilja gera hagstæð
og góð kaup á húsgögnum og
skemmtilegum hlutum má benda
á vefsíðu Hörpu á Facebook þar
sem hún ætlar að selja stóran
hluta búslóðar sinnar hér á landi.
dista@24stundir.is
Harpa Einarsdóttir selur búslóðina á netinu
Líst vel á Boston
Harpa Einarsdóttir Selur
búslóð sína á Facebook.
Að þessu sinni er birt brot af
bloggsíðu Jóns Sigurðarsonar, eig-
anda og forstjóra Löðurs. Hann er
á ferðalagi um Mið- og Suður-Am-
eríku og sendir færslur af ferðum
sínum á jonhaukur.blog.is.
Ég kom inn á bar á ströndinni rétt
hjá aðaltorginu og er þá spurður af
nokkrum Kanadamönnum hvort ég
sé búinn að kaupa miða í lottóinu.
Nei, hvaða lottó? spyr ég. Nú, Chic-
ken Shit lottóinu, segja þeir. Hvað er
það??? Þá benda þeir mér á svona pall
sem er á ströndinni fyrir framan bar-
inn. Pallurinn er svona 3 x 3m á kant
med neti umhverfis sem er svona 1 m
á hæð.
Pallurinn er allur alsettur reitum
með tölum fra 0 til 99. Þeir segja mér
að númerið kosti 1Belize$ sem eru 50
kr. og verðlaunin séu 100 Belize$. Ok.
Ég kaupi 5 númer. Þá kemur maður
med stóra körfu á staðinn og býður
einni konu að taka hænu upp úr körf-
unni, hún eigi síðan að sveifla hæn-
unni í þrjá hringi og upp og niður
þrisvar sinnum og sleppa henni svo
inn i hringinn. Það númer sem hæn-
an skítur á er vinningshafinn.
dista@24stundir.is
Ferðadagbókarbrot Jóns Sigurðarsonar
Kjúklingaskítslottó
„Þetta er matar- og menning-
arferð þar sem hápunkturinn er
vegleg þakkargjörðarmáltíð,“
segir Sólveig Baldursdóttir, rit-
stjóri Gestgjafans, um helgarferð
á vegum Ice-
landair til Bost-
on þann 28.
nóvember þar
sem hún hefur
tekið að sér far-
arstjórn.
„Boston er
dásamleg
borg,“ bætir
hún við. „Ég bjó þar í þrjú ár og
lærði tungumál og bókmenntir
við háskólann í Boston.“
Sólveig segir dæmigerða þakk-
argjörðarmáltíð vera kalkún með
vel útilátnu meðlæti. Meðlætið er
oft vel útilátið og í sætara lagi,
sætar kartöflur og grasker til
dæmis.
Hún nefnir að auki að útsölurnar
í Boston byrji daginn eftir þakk-
argjörðina, 28. nóvember, og séu
flestar verslanir opnaðar mun
fyrr en venjulega, sumar kl. 5 að
morgni! „Það verður enginn svik-
inn af þessari borg,“ segir Sól-
veig. „Við ætlum að borða góðan
mat, njóta menningar og þess að
versla á góðum kjörum.“
kg
Lystisemdir
í Boston
Nú geta ferðamenn sem stefna til
Bandaríkjanna sótt um tíma-
bundið dvalarleyfi rafrænt á vef
bandaríska sendiráðsins. Áður
þurfti að fylla út I-94 eyðublað
um borð. Vanafastir þurfa ekki að
hafa áhyggjur því áfram verður
tekið við I-94 eyðublöðunum til
12. janúar 2009. Veitt leyfi gildir í
2 ár frá útgáfu. kg
Dvalarleyfi
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Það bjargaði því sem bjarg-
að varð af geðheilsunni að
fá konuna mína til mín.
útlönd