24 stundir - 23.09.2008, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 24stundir
„Af því að lagið hans What is
Love var í 52 vikur á vinsældalist-
um á tíunda áratugnum,“ útskýrir
Kiki-Ow sem stendur fyrir inn-
flutningi danspopparans Had-
daways frá eyjunni Trínídad í Kar-
íbahafinu. Hann átti örstuttan en
farsælan tónlistarferil eftir að hafa
slegið í gegn árið 1993. Núna,
fimmtán árum síðar, er hann á leið
til Íslands að spila á næsta 90’s-
kvöldi Curvers og Kiki-Ow á Nasa
þarnæstu helgi. „Þetta lag er eins
og táknmynd tíunda áratugarins
og þetta er mest umbeðna lagið
þegar við höldum 90’s-kvöld.“
Kiki-Ow bendir líka á að lagið sé
sígilt eins og sjáist best þegar hún
spilar lagið fyrir menntskælinga.
„Ég spilaði á menntaskólaballi um
daginn og það má ekki gleyma því
að flestir krakkarnir þar voru ný-
fæddir þegar lagið var vinsælt en
það var samt öskrað með því. Það
verður alltaf allt brjálað!“
Haddaway hefur haldið áfram
að gefa út plötur fram á okkar ára-
tug en aldrei náð sömu vinsæld-
um. „Þetta lag var svo vinsælt að
allt annað efni hjá honum féll í
skuggann. Ég veit ekki alveg af
hverju þetta lag sló svona rækilega
í gegn, – kannski vegna þess að það
fjallar um ást og er líka partíslag-
ari.“
Haddaway spilar í minna en
klukkustund og aðeins lög frá tí-
unda áratugnum. Curver og Kiki-
Ow sjá svo um nostalgíuna þess á
milli.
90’s-tvíeykið flytur inn stærstu klúbbastjörnu síðasta áratugar
Af hverju Haddaway?
Morgunblaðið/ÞÖK
Curver og Kiki-Ow
Alltaf með eitthvað á
pönnunni.
Ef það er einhver slagara-
mælistika til hér á landi þá hlýtur
það að vera vinsældalisti tónlist.is,
sem gefur upp mest seldu lögin þá
vikuna. Nú í lok sumars hlýtur sú
staðreynd að lagið Þú komst við
hjartað í mér er bæði í fyrsta og
þriðja sæti listans að veita því
formlega nafnbótina „sumarslagari
ársins 2008“. Útgáfa Hjaltalíns er í
fyrsta sæti en eldri útgáfa Páls Ósk-
ars er í því þriðja. Höfundurinn
Toggi, réttu nafni Þorgrímur Har-
aldsson, er ekkert hissa.
„Ég var alveg harður á því við
Palla að þetta yrði massífur slagari
ef hann hleypti þessu í útvarps-
spilun en hann var eitthvað treg-
ur,“ segir Toggi en lagið kom fyrst
út á metsöluplötu Páls Óskars í
fyrra.
Toggi segir eftirspurn eftir lög-
um frá öðrum poppurum ekkert
hafa aukist þrátt fyrir vinsældir
lagsins í sumar. Hann ætlar ekki að
hljóðrita sína eigin útgáfu af laginu
en vinnur þess í stað, hægt og bít-
andi, að fylgifiski frumraunar
sinnar Puppy er kom út fyrir
tveimur árum. biggi@24stundir.is
Bæði í 1. og 3. sæti á tónlist.is
Toggi Höfundur lagsins Þú komst við hjartað í mér, sem situr nú í 1. og 3.
sæti Netlistans, sölulista tónlist.is.
Aðþrengdur Afsakið að ég er til!
NEI , ÞÚ ERT EKKI FYRST I NEMANDINN
SEM LENDIR Í ÓHAPPI VIÐ ÖKUPRÓF. EN ÞÚ
ERT FYRST I NEMANDINN SEM VERÐUR FYRIR
ÞVÍ Í BÓKLEGA HLUTANUM.
DÓMARI, LEYFI TIL AÐ KOMA
FRAM VIÐ VITNIÐ SEM GÍSL.
Bizzaró
Má ég taka
diskinn þinn eða
ertu enn að leika
þér að matnum?
MYNDASÖGUR
FÓLK
24@24stundir.is poppmenning
Það er meira
í Mogganum
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800
í dag
Þriðjudagur 23. september 2008
Fimm tjá sig um Svarta
engla og Dagvaktina.
» Meira í Morgunblaðinu
Hvernig tókst til?
Eru allir búnir undir það
að ala upp börn?
» Meira í Morgunblaðinu
Mikilvægt starf
Eftir Hveravallavist er
hann kallaður Ísbjörninn.
» Meira í Morgunblaðinu
Skjótti björninn
Á þrjár konur og fjöldann
allan af veðhlaupahestum.
» Meira í Morgunblaðinu
Sjeik í Kaupþing
Eru góðir tímar í vænd-
um í uppsjávarveiðinni?
» Meira í Morgunblaðinu
Loðnan og makríll