24 stundir - 23.09.2008, Qupperneq 32
24stundir
? Ég ætla ekki að þykjast skilja hvað er ígangi á fjármálamörkuðum heimsins.Hugtök eins og skuldatryggingarálag ogstýrivextir eru óskiljanleg orðskrípi ímínum eyrum og gætu alveg eins verið áeinhverju illskiljanlegu tungumáli.Eitt veit ég þó, að hingað til hefur ekkimikið farið fyrir aðgerðum til að sporna
við kreppunni á Íslandi, en erlendir
seðlabankar hafa tekið við sér og dæla
nú milljörðum inn í hagkerfin.
Ríkisstjórn Íslands virðist þó sjá, nú
þegar nokkur risavaxin fyrirtæki erlendis
eru farin á hliðina, að ástandið er ekkert
sérstaklega gott. Aðgerðir ættu því að
vera í startholunum, en það væri of seint
ef að vinur minn hefði ekki hafið björg-
unaraðgerðir fyrir löngu.
Þegar allir hópuðust í Bónus fór vinur
minn í 10-11 og borgaði helmingi meira
fyrir matvöru en hann þurfti. Þegar fólk
hætti að keyra bílana sína vegna síhækk-
andi eldsneytiskostnaðar keyrði vinur
minn helmingi meira en hann þurfti –
hann byrjaði líka að rúnta og fór alltaf
lengri leiðina. Eldsneytiskostnaðurinn
jókst jafnt og þétt og nú eyðir hann tug-
um þúsunda bensín á mánuði. Loks hóf
hann að drekka óhóflegt magn af sterku
áfengi á öldurhúsum – bara vegna þess
að það er svo ógeðslega dýrt.
Þetta gerði vinur minn í viðleitni til
að dæla peningum inn í hagkerfið og
bæta lausafjárstöðu íslenskra fyrirtækja.
Fyrir vikið er hann í dag fátæk fitubolla
með áfengisvandamál – en það er ekki
tekið út með sældinni að vera písl-
arvottur kreppunnar.
Píslarvottur kreppunnar
Atli Fannar Bjarkason
skrifar um hetju.
YFIR STRIKIÐ
Er einhver að
sporna við
kreppunni?
24 LÍFIÐ
„90’s“-teymið Curver og Kiki-Ow
flytja inn Haddaway er sló í gegn
með laginu What is
Love? fyrir 15 árum.
Haddaway spilar á
Íslandi í október
»26
Ný hljómsveit Heiðars Arnar
Kristjánssonar úr Botnleðju, The
Viking Giant Show, var
að klára nýja plötu.
Söngvari Botnleðju
fer út í kántrípopp
»30
Gamanmyndin Pineapple Express
fær þrjár stjörnur frá gagnrýnanda
blaðsins er hafði gam-
an af myndinni.
Fyndnir þriggja
stjarna hasshausar
»29
● Hjátrúarverk
„Jú það er rétt, ég
er að leika í skoska
leikritinu eftir
William Shake-
spere,“ segir Edda
Björg Eyjólfs-
dóttir leikkona, en
sú hjátrú ríkir í
leikarastéttinni, að ekki mega nefna
nafnið Macbeth á nafn. „Það má
heldur ekki blístra í leikhúsi, eða
óska leikurum góðs gengis,“ ítrekar
Edda sem lofar þó uppfærsluna,
sem frumsýnd verður fimmta
október. „Þetta er ný leikgerð, sem
miðar meira af gjörðum en hinum
talaða texta, sem við berum þó
auðvitað mikla virðingu fyrir.“
● Vilja kjósa
„Það er ekkert
bindandi þó svo
allir íbúar skrifi
undir áskorun til
bæjarstjórnar.
Hún getur hunds-
að það, þó það sé
auðvitað ekki góð
pólitík,“ segir Inga Sigrún Atla-
dóttir oddviti minnihlutans í
sveitarstjórn Voga um ákvörðun
meirihlutans um að efna ekki til
íbúakosningar um það hvort raf-
línur vegna álvers í Helguvík verði
lagðar ofan- eða neðanjarðar í
gegnum bæjarlandið. 354 af 1.227
íbúum Voga hafa skrifað undir
áskorun til bæjarstjórnar um að
halda íbúakosningar um málið.
● Greip gæsina
„Við vorum á
veiðum og skut-
um tvær gæsir,
önnur datt niður
dauð en hin flögr-
aði áfram og út á
veg. Þar stoppaði
jeppi, bílstjórinn
vatt sér út, sneri hana úr háls-
liðnum og henti henni aftur í
skott,“ segir Bjarki Borgþórsson
veiðimaður. Hann og félagi hans
hlupu á eftir veiðiþjófnum, hróp-
uðu og kölluðu en hann þóttist
ekki sjá þá. Ástæðan var þó ekki
felugallar félaganna því þeir voru
bara í venjulegum flíspeysum.
Ritstjórn
Sími: 510 3700
ritstjorn@24stundir.is
Auglýsingar
Sími: 510 3700
auglysingar@24stundir.is
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við