24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 2
börn, öryrkjar og þeir sem eru frá vinnu vegna tímabundinna veik- inda. Það er líka farið að bera meira á fólki sem hefur misst vinnuna. Ég óttast að atvinnulausum sem koma hingað eigi eftir að fjölga.“ Að sögn Aðalheiðar fær Mæðra- styrksnefnd enn reglulega aðstoð frá birgjum vegna matarúthlutun- ar. Ásgerður Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir starfið eftir sumarfrí hafa byrjað með miklum þunga. „Síðasta mið- vikudag fyrir mánaðamót komu 135 fjölskyldur til að fá mat og þeim hefur fjölgað um 10 prósent í hverri viku frá því að opnað var eft- ir sumarleyfi.“ Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Fjölskyldunum sem koma á hverj- um miðvikudegi til Fjölskyldu- hjálpar Íslands og Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur til að fá úthlutaðan mat hefur fjölgað um marga tugi frá því um áramót. Fjöl- skyldur sem sótt hafa um aðstoð til Hjálparstarfs kirkjunnar vegna kaupa á skólafatnaði og öðru vegna skólabarna eru um 20 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Erfitt við upphaf skóla „Frá 1. júlí höfum við afgreitt 362 fjölskyldur og hefur stækkun hópsins fyrst og fremst verið vegna umsókna um aðstoð vegna skóla- byrjunar,“ segir Vilborg Oddsdótt- ir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hjálparstarf kirkjunnar veitir einnig aðstoð vegna lyfjakaupa auk þess sem stofnunin úthlutar styrkj- um til tómstundastarfs barna á sumrin og veturna í samvinnu við Velferðarsjóð barna. „Fólk getur komið til okkar til að fá matargjafir en við erum ekki með vikulegar út- hlutanir eins og Fjölskylduhjálpin og Mæðrastyrksnefnd,“ greinir Vil- borg frá. Lág laun og atvinnuleysi Aðalheiður Franzdóttir, fram- kvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, segir um 200 fjöl- skyldur hafa fengið mat við síðustu úthlutun fyrir mánaðamótin. Upp úr áramótum hafi um 160 til 170 fengið mat í hverri viku. „Það búa margir við mikla erfiðleika. Hingað kemur fólk sem er með lág laun, einstæðar mæður með allt að fimm Fleiri koma og biðja um mat  Á fjórða hundrað fjölskyldna fá matargjafir í hverri viku á höf- uðborgarsvæðinu  Hefur fjölgað um marga tugi frá áramótum Matarúthlutun Það er í nógu að snúast hjá Mæðrastyrks- nefnd á miðvikudögum. ➤ Hjálparstofnanir fá aðstoð frábirgjum vegna vikulegra mat- argjafa. ➤ Hjálparstofnanir sækja umsérstaka styrki vegna úthlut- unar fyrir jólin. AÐSTOÐIN 2 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 24stundir Er mikið álag í vinnunni? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Oft koma fyrstu einkenni streitu fram sem stöðug þreyta og óþægindi í maganum og ónæmiskerfið starfar af minni krafti en áður. Rannsóknir sýna að LGG+ vinnur gegn þessum neikvæðu áhrifum og dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA VÍÐA UM HEIM Algarve 21 Amsterdam 14 Alicante 24 Barcelona 23 Berlín 15 Las Palmas 23 Dublin 9 Frankfurt 15 Glasgow 11 Brussel 10 Hamborg 13 Helsinki 10 Kaupmannahöfn 12 London 13 Madrid 23 Mílanó 19 Montreal 8 Lúxemborg 12 New York 16 Nuuk 1 Orlando 25 Osló 10 Genf 9 París 18 Mallorca 25 Stokkhólmur 11 Þórshöfn 7 Norðvestan 5-13 m/s, en hægviðri vestantil. Bjart veður syðra, annars stöku él. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig að deginum, en víða næturfrost. VEÐRIÐ Í DAG 1 3 -1 2 0 Bjart syðra Norðan og norðvestan 5-10 m/s, en hvassara NV-lands. Él norðvestantil á landinu, en bjart- viðri S- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig við ströndina, annars vægt frost. VEÐRIÐ Á MORGUN 2 2 -3 2 0 Él norðvestantil Rannsókn lögreglu á hrottalegu ofbeldi föður gagnvart þremur börnum sínum hefur verið sent til ríkissaksóknara sem tekur ákvörð- un um framhaldið. Maðurinn er grunaður um að hafa um þriggja ára skeið beitt þrjú börn sín hrottalegu andlegu og lík- amlegu ofbeldi. Upp komst um málið í febrúar þegar eitt barna hans brotnaði saman og sagði ætt- ingjum frá ofbeldinu. Rannsókn málsins lauk í síðustu viku og var þaðan sent til ákærusviðs lögregl- unnar. Ákærusviðið hefur heimild til að gefa út ákæru í minniháttar líkamsárásarmálum en þegar grun- ur leikur á að um alvarlega líkams- árás hafi verið að ræða er málið sent til ríkissaksóknara. Faðirinn er meðal annars grunaður um að hafa notað eitt barna sinna sem hnífa- skotskífu. lom@24stundir.is Mál ofbeldisföður til saksóknara Sent til saksóknara „Við erum ekki að tala við þá, þeir eru að tala við okkur,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra um viðræður við stjórnendur og eigendur Landsbankans undanfarna daga. Hann vísar því á bug að um- ræðurnar snúist um að nú eigi að slá saman Glitni og Landsbankanum. Ráðherra segir liggja fyrir að ríkið vilji losna við Glitni sem allra fyrst, en það þýði ekki að verið sé að semja um slíkt við Landsbankann. „Auðvitað vildum við helst að ríkið gæti selt Glitni sem fyrst.“ En eru þá einhverjar hugmyndir uppi um að það gæti orðið á næstu dögum eða vikum? „Nei, því miður er það ólík- legt, “ segir Árni. Yfirtaka ríkisins á 75% hlut í Glitni kom ekki inn í fjárlagagerð. Nánar um fjárlaga- frumvarpið á bls. 16. bee@24stundir.is Landsbankinn biður um samtölin við ríkið Ríkið vill losa sig við Glitni sem fyrst Einu færanlegu húsi fyrir heim- ilislausa hefur þegar verið komið fyrir á Granda og koma á þremur til viðbótar fyrir þar á næstu dög- um. Sigurður Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða sem séð hafa um smíði húsanna, vonast til að heimilislausir geti fengið skjól í húsunum þegar í næstu viku. „Það tekur tíma að tengja í þau raf- magn og skólp og snurfusa í kringum þau. Svo á eftir að koma fyrir húsbúnaði og öðru í húsunum til að gera þetta manneskjulegt,“ segir Sigurður Húsin, sem eru 25 fm að stærð, verða nálægt verbúðunum á Granda, að sögn Sigurðar. Um er að ræða bæði einstaklingsíbúðir og íbúðir fyr- ir pör. Húsunum verður ekki úthlutað til tveggja einstaklinga. ibs Flytja inn í næstu viku dráttinn í sjónvarpinu og sá töl- urnar sínar birtast á skjánum. Þau áttu erfitt með að trúa því að þetta væru þeirra tölur og helgin var því lengi að líða þar til þau gátu fengið það staðfest hjá starfsmönnum Getspár að þau væru orðin rúmlega 14 millj- ónum króna ríkari. Vinningurinn er skattfrjáls. Vinningshafinn vill ekki láta nafns síns getið. mbl.is Vinningshafinn í þrefalda pott- inum í Lottóinu um síðustu helgi er ung kona í sambúð sem á von á sínu fyrsta barni. Hún er búin að vera með tíu raða lottóseðil í áskrift í nokkurn tíma og voru tölurnar sem dregnar voru út á laugardaginn í efstu röðinni á seðlinum hennar. Er vinnings- fjárhæðin 14 milljónir króna. Fjölskyldan var að horfa á út- Vann 14 milljónir í Lottóinu Bæjarráð Kópavogs fundar í dag og er meðal annars á dagskrá að skoða hvort stöðva eigi fram- kvæmdir á landfyllingarsvæði á Kársnesi. Í ályktun sem umhverfis- og sam- göngusvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér fyrir skemmstu segir að framkvæmdirnar geti haft nei- kvæð áhrif á lífríki Skerjafjarðar og aukið mengun. Íbúasamtökin Betri byggð á Kársnesi hafa einnig gagnrýnt landfyllingarnar og telja þær ólögmætar. Rúmlega 200 manns komu á kynningarfund um breytingu á svæðisskipulagi á Kársnesi í síðustu viku. áb Munu ræða stöðvun landfyllinga STUTT ● Stýrir Strætó bs. Jórunn Frí- mannsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, er nýr stjórnar- formaður Strætó bs. Jórunn tekur við af Ármanni Kr. Ólafs- syni, bæjarfulltrúa í Kópavogi, sem gegnt hefur embættinu frá júlí 2006. Ármann hefur setið í stjórn Strætó síðustu tíu ár, þar af tvö ár sem formaður stjórn- ar. Hann gengur nú úr stjórn Strætó. ● Leiðrétt Vegna mistaka við vinnslu blaðsins í gær víxl- uðust myndatextar við mynd- ir af málverkum eftir Eyborgu Guðmundsdóttur og Georg Guðna Hauksson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Mánudagsins verður lengi minnst í útibúi Wells Fargo- bankans í La Mesa í Kali- forníu, þó ekki vegna óróa á fjármálamarkaði. Klukkan 15 og 17.45 voru framin bankarán í útibúinu – af tveimur ótengdum ræn- ingjum. Mennirnir eru hvor um sig grunaðir um fjölda bankarána. aij Hrakfallabanki Tvö rán á dag SKONDIÐ

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.