24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 13

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 13
24stundir FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 13 Forseti vor, Ólafur RagnarGrímsson, lagði áherslu áað 1. desem- ber verði almennur frídagur við setn- ingu Alþingis í gær. Frumlegt hjá manni sem er í öruggu embætti næstu fjög- ur árin með tæpar tvær milljónir á mánuði. Almenningur sem þarf að þola mikla kjaraskerðingu, ok- urvexti og bullandi verðbólgu hef- ur ekki áhuga á frídögum. Fólk vill bara halda vinnunni, eiga fyrir mat ofan í sig og afborgunum af skuldunum. Enginn hugsar um frídaga nú þegar mestu hörm- ungar í efnhagssögu landsins skella á fólkinu í landinu með til- heyrandi harmsögu og gjalþrotum heimili og fyrirtækja. Áárum áður þegar verðbólg-an var að sliga fólk og hallivar á ríkissjóði þótti stjórnvöldum alltaf þægilegt að hækka gjöld á áfengi og tóbaki til að fá peninga í ríkiskass- ann. Auðveldasta leiðin til að ná meiri peningum af fólki því alltaf eru menn til í að kaupa sér brennivín og tóbak. Í nýju fjárlagafrumvarpi er boðuð enn frekari skattheimta af þessum vörutegundum. Það er til marks um að stjórnendur þessa lands eru gamaldags í hugs- unarhætti og hugmyndalausir. Alltaf gott að fara auðveldu leið- ina. Hvað segja þeir Guðlaugur Þór og Sigurður Kári við þessu, mennirnir sem vildu taka vínið úr höndum ríkisins og setja í mat- vörubúðir? Þorgerður Katrín Gunn-arsdóttir mennta-málaráðherra sagði 25. júlí að hugmyndir hagfræðingsins Richards Thomas um að aðgerðaleysi stjórnvalda gæti leitt til þjóðnýtingar á ís- lenskum banka, væru makalaus. „Mér finnst þetta makalaus ummæli hjá svona virt- um fjárfestingarbanka og það hvarflaði að mér um tíma hvaða annarlegu sjónarmið búa þarna að baki því þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég spyr sem mennta- málaráðherra hvort þessi maður þurfi á endurmenntun að halda?“ Eftir að íslenska ríkið þjóðnýtti Glitni hlýtur Thomas að spyrja hvort Þorgerður Katrín þurfi ekki sárlega á endurmenntun að halda. elin/magnush@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Fjárlög voru kynnt í gær. Þar er að finna útgjaldalið upp á einn og hálfan milljarð til nýrrar „varn- armálastofnunar“. Ríkisstjórnin segist staðráðin í því að standa vörð um öryggi þjóðarinnar. Hún vilji meira að segja láta til sín taka á heimsvísu. Þess vegna sé til kom- inn þessi nýi peningagleypir og þess vegna hafi hún sett nokkur hundruð milljónir í áróður og kaup á velvilja til að tryggja okkur setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Næst á dagskrá virðist vera íslensk leyniþjónusta og nýtt bákn í kringum hana á meðan al- menn löggæsla er látin veslast upp. Reyndar eru öryggismálin þjóðinni ofarlega í huga um þessar mundir. En ekki beinlínis í þess- um farvegi. Fjármálakerfi landsins riðar eftir að við höfum verið „veðsett upp í rjáfur“ eins og það var orðað svo myndrænt í frétta- tíma. Við höfum fylgst með at- ganginum undanfarinn áratug eða svo. Þotur og milljarðatugir í eigin vasa. Þeir sem þannig fóru að ráði sínu voru fjárhirðarnir sem fengu ríkisbankana afhenta fyrir nokkr- um árum þegar fjármálakerfi landsins var einkavætt á einu bretti án þess að reistir væru múr- ar til varnar hagsmunum almenn- ings. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem mest hef- ur gagnrýnt það ráðslag að hafa peninga „án hirðis“ fagnaði því mjög þegar ríkisbankarnir voru einkavæddir og fengnir í hendur „alvöru fjárhirðum“. Í umræðu á Alþingi sagði hann að markmiðið með sölu ríkisfyr- irtækja og einkavæðingu væri að „auka samkeppni á markaðnum vegna þess að fyrirtæki sem er ekki í ríkiseigu þarf að standa sig á eig- in forsendum. Það getur ekki alltaf hlaupið í skjól hjá ríkinu. Þetta er meginmarkmiðið. Það er nefnilega það. Ekki orð um það meir. Eða hvað? Eigum við kannski að reyna að læra af reynslunni? Á ríkisstjórnin að hætta við áform um að færa fjöregg þjóðarinnar, auðlindirnar, heilbrigðisþjón- ustuna og aðra grunnþjónustu samfélagsins út á fallvalt markaðs- torgið? Gætu menn fallist á að fjárfestar héldu sig þar sem þeir ættu heima, þar sem við viljum að samkeppn- islögmál gildi en fái ekki dýrmætar almannaeignir til að braska með? Nú hefur það gerst að fjármála- kerfið hefur þurft að leita „skjóls hjá ríkinu“, gagnstætt því sem lagt var upp með. Verður þetta Sjálf- stæðisflokknum tilefni til að end- urskoða afstöðu sína og stefnu? Og hvað um Samfylkinguna? Hvort telur hún mikilvægara að koma íbúðaskuldurum til hjálpar í þeirri óðaverðbólgu sem nú geisar og efla varnir fyrir launafólk með því að þéttríða öryggisnet velferð- arþjónustunnar, eða pumpa millj- örðum inn í nýja hermálastofnun og setja heilbrigðisþjónustu lands- manna í hendur peningaaflanna? Það er sannarlega áríðandi að efla varnir samfélagins. Þær varnir eru hins vegar af allt öðrum toga en þær sem ráðamenn eyða nú fjármunum, tíma og mannafla rík- isins í. Staðreyndin er sú að hug- myndafræði Péturs H. Blöndals og félaga er hrunin og hún tekur okkur öll með í fallinu ef við orkum ekki að byggja upp hinar raunverulegu varnir sem samfélag- ið þarf á að halda. Þær varnir snú- ast hvorki um Varnarmálastofnun, öryggisráð né leyniþjónustu held- ur um réttlátt samfélag jafnaðar sem gefur ekki dýrmætustu eigur sínar á silfurfat græðginnar. Höfundur er alþingismaður. Eflum varnirnar VIÐHORF aÖgmundur Jónasson Og hvað um Samfylk- inguna? Hvort telur hún mik- ilvægara að koma íbúða- skuldurum til hjálpar í þeirri óðaverðbólgu sem nú geisar og efla varnir fyrir launafólk með því að þéttríða öryggisnet velferðarþjónustunnar, eða pumpa milljörðum inn í nýja hermálastofnun og setja heilbrigðisþjón- ustu landsmanna í hend- ur peningaaflanna? www.nora.is Dalve opið: má-fö. 11-18, laugard. 11-16 opið: má-fö. 12-18, lau.11-16 Dalvegi 16a, Kóp. 201 rauðu múrsteinshúsunum www.nora.is Smiðjuvegi 5 Höfðabakka 3 Borgartúni 29 Glerárgötu 34 sala@a4.is Flakkari 250GB 2,5“ 5400rPM Nettur og handhægur flakkari sem ekki þarf að stinga í samband við rafmagn. Taktu öryggisafrit af ljósmyndunum þínum. Vörunúmer: MAXTOR250BMINI OKtÓBEr Tilboðin gilda út október 2008 Sími 515 5100 + Fax 515 5101 + sala@a4.is +www.a4.is Pantanasími 515 5100 tIlBOÐ 13.990 kr. Verð áður 16.990 kr. Dagbækur 2009 laserpappír Color Copy hágæða mjallhvítur pappír fyrir laserprentara. 90 gr. 500 blöð í pk. Vörunúmer: NEU 625211 1.499 kr. Verð áður 2.529 kr. Sölumappa Svört fjögurra hringja mappa með stóru renndu hólfi og mörgum smærri hólfum. Vasi fyrir nafnspjöld og hulstur fyrir penna. Stærð: 27 x 36,5 x 5 sm. (Innihald fylgir ekki.) Vörunúmer: FI6500 2.897 kr. Verð áður 4.829 kr. 40% AFSláttur 27% AFSláttur 41% AFSláttur Allar hefðbundnu dagbækurnar sem áður voru gefnar út af Odda eru komnar í hús. Hægt er að fá allar bækurnar merktar með fyrirtækismerki og/eða nafni starfsmanns eða viðskiptavinar. Vegleg og persónuleg gjöf sem vekur athygli á þínu fyrirtæki allt árið. leitið magntilboða í síma 515 5100 Verð pr. búnt af öllum blek- og dufthylkjum 20% AFSláttur Líttu við áa4.is Mánaðartilboð A4 eru komin út. Þar finnur þú vandaðar vörur á frábæru verði! Fundarsalur Þjóðminjasafnsins fimmtudaginn 2. október kl. 12 á hádegi Henri Lepage er höfundur bókarinnar Demain le capitalisme eða Á morgun kapítalismi, sem kom út 1978 og hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Þar veitir hann yfirlit um helstu hugsuði frjálshyg- gjunnar. Í bókinni Bréfi til Maríu deildi Einar Már Jónsson harkalega á bók Lepage. Henri Lepage Franski rithöfundurinn Henri Lepage Í DAG KAPÍTALISMI Öllum opið – ókeypis aðgangur Nánari upplýsingar á www.rse.is Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands RSE Rannsóknamiðstöð í samfélags- og efnahagsmálum - kemur þér við AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 íþróttir útivist pólitík heilsa fréttir fé&frami golf 24fólk veiði neytendavaktin golf dagskrá menning viðtöl ferðalög viðskipti garðurinn grill 24lífið bílar neytendur umræða

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.