24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 40
24stundir ? Það er ekki einungis nýfrjálshyggju-módelið sem hlýtur vandræðalega útreiðþessa daga. Það gera leikmenn þess sömu-leiðis: Íslensku súpermódelin – ofur-módel á ofurlaunum með ofurframtíð-arsýn. Keppnin um titilinn Iceland‘s Next TopModel hefur verið geysihörð. Við sjón- varpsskjáinn hefur þjóðin setið og gapað yfir glamúrnum. Þusað yfir lífsstílnum en þráð hann um leið. Eðalvagnar og einka- þotur – ekkert hefur verið keppendum í Iceland‘s Next Top Model um megn. Þegar Hannes Smárason datt úr keppni æstist leikurinn til muna. Hver myndi standa uppi með gullpálmann – gull- flatskjáinn? Að endingu ákvað þátta- stjórnandinn Tyra Banks, ég meina David Sedla-Banks, að láta til sín taka. Myndir bárust af brúnaþungum módelum í svört- um bíl síðla kvölds. „Hefnd Davíðs!“ heyrðist öskrað. „Nei, ykkar klúður – skipbrot nýfrjálshyggjunnar!“ hrópuðu aðrir. Og skyndilega varð veruleiki ís- lensku ofurmódelanna ofur- raunverulegur. Meikið kámað, maskarinn klesstur. Lúxusinn á lánum, eignir á yf- irdrætti. Bíddu, höfðu íslensku módelin verið „fótósjoppuð“ allan tímann? Voru þau fyrst og fremst gott sjónvarpsefni? Þjóðin varð vandræðaleg. Muldraði að í allri spennunni hefði hún bara alveg gleymt því að módel eru mannleg. Að myndir í glanstímaritum eru ekki ekta. Að allt getur litið vel út á pappír – mann- eskjur sem og myndarleg ársfjórðungs- uppgjör. Önnur þáttaröð er vitanlega væntanleg. Hvert verður næsta súper- módel Íslands? Súpermódel Íslands Sigríður Víðis Jónsdóttir veltir fyrir sér maskara sem máðist af. Hver fær gullflatskjáinn? YFIR STRIKIÐ 24 LÍFIÐ Embla Grétarsdóttir úr KR mælir með hinu og þessu en þolir ekki tær á öðrum eða skít- uga nafla. Emblu finnst nafla- pot viðbjóður »32 Fyrst var Bubbi ráðinn á Rás 2 og nú hefur KK verið ráðinn á Rás 1, en blúsarinn verður með morgunþátt. KK byrjar með morgunþátt á Rás 1 »38 Sveinn Birkir Björnsson er á leið úr ritstjórastól götublaðsins Reykjavík Grapevine. Ekki er búið að ráða eftirmann enn. Ritstjóraskipti hjá Grapevine »35 ● Góður andi „Þetta er vand- ræðaleg spurn- ing!“ segir Guð- jón Davíð Karlsson að- spurður hvort það sé honum og meðleikurum hans í Fló á skinni að þakka að leikhúsmiðar í Borgarleikhúsinu rokseljast. „Er það ekki bara Glitni að þakka? Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ segir Guðjón sem oftast er kallaður Gói af félögum sínum. „Mér finnst þó að það sé góður mórall og stemning í Borgarleik- húsinu og allir hlakka til að mæta í vinnuna.“ ● Fallbyssuskot „Við eigum gamla fallbyssu sem smíðuð var fyrir Dani árið 1870 í Svíþjóð. Við gerð- um hana upp og settum á vagn og hefur hún oft ver- ið notuð en hún hefur staðið und- anfarin ár á Akranesi,“ segir Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxa- flóahafna, sem opnar sjávarútvegs- sýninguna í Smáranum í dag með fallbyssuskoti. „Við ætlum að fá Einar Kristin sjávarútvegsráðherra til að hleypa af þó að ég sé ekki viss um að hann sé með byssuleyfi, eða lundaveiðileyfi,“ sagði Gústi glett- inn. ● Sjávarútvegs- sýning „Hér verða hvorki meira né minna en 500 sýnendur frá 33 löndum,“ segir Hulda Gunn- arsdóttir upplýs- ingafulltrúi um íslensku sjáv- arútvegssýninguna sem hefst í Fífunni í dag. „Menn ætla ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir efnahagsástandið, heldur ætla sýnendur að kynna það sem er spennandi og skemmtilegt í sjáv- arútveginum,“ segir hún. Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við H E I L S U R Ú M Þrýstijöfnunar- svampsrúm (King size 193x203) á aðeins 98.900 kr. Heilsukoddar við þitt hæfi 20% AFSLÁTTUR REKKJAN 15 ÁRA! Rekkjan heilsurúm var stofnað 9. september 1993 og fagnar því 15 ára afmæli um þessar mundir. Rekkjan hefur frá upphafi selt bandarísku heilsurúmin frá King Koil sem þykja með þeim allra bestu í heiminum í dag. Sem dæmi má nefna að dýnurnar frá King Koil eru þær einu á markaðnum í dag sem eru með vottun frá FCER (Alþjóða rannsóknarsamtök kíropraktora) og Good housekeeping sem eru stærstu neytendasamtök í Bandaríkjunum. KING KOIL heilsurúm (Queen size 153x203) á aðeins 99.900 kr. Rekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.