24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 15
24stundir FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 15 Flestir foreldrar á Íslandi búa við þá gæfu að vita flestum stundum hvar börnin þeirra eru niðurkomin. Margir kannast þó við þá reynslu að hafa misst sjónar af börnum sínum í mann- mergð og vita ekki eitt augnablik hvar þau eru. Það andartak getur verið óendanlega lengi að líða og óvissan óbærileg þar til barnið kemur aftur í leitirnar. Fjölskyldur sem hafa tvístrast vegna átaka búa oft árum, jafnvel áratugum, saman við óttann sem fylgir óvissunni um að vita ekki um afdrif ástvina. Í þeirri ring- ulreið sem ríkir á vígvöllum og hamfarasvæðum verður fólk oft- ar en ekki viðskila við sína nán- ustu og eyða jafnvel því sem eftir er ævinni við leit að þeim. Af öllum þeim þjáningum sem átök og náttúruhamfarir valda er óvissan um afdrif ættingja ef til vill með þeim verstu. Börnin verst úti Þegar átök brjótast út brotna innviðir samfélagsins niður, símasamband og samgöngur rofna og oft eru hömlur á ferða- frelsi einstaklinga. Í þeirri ring- ulreið sem skapast á átakasvæð- um verða börnin oft verst úti, og árlega verða tugþúsundir barna viðskila við foreldra sína við slík- ar aðstæður. Mörg eru ómálga eða svo lítil að þau geta ekki sagt frá nöfnum foreldra sinna eða hvaðan þau eru upprunnin. Rauði krossinn hefur unnið að sameiningu fjölskyldna í kjölfar átaka og náttúruhamfara í meira en hundrað ár, og er það eitt elsta verkefni samtakanna. Sam- an mynda öll landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans ásamt Alþjóða Rauða krossinum þéttriðið net leitarþjónustu sem allir þeir sem hafa misst sam- band við ástvini í kjölfar átaka geta sett sig í samband við. Þannig hefur Rauði kross Íslands aðstoðað flóttafólk og hælisleit- endur hér á landi við að leita ættingja, sem samband hefur rofnað við, og hefur tekist að koma á samskiptum að nýju. Göngum til góðs Þar sem Alþjóða Rauði kross- inn starfar á átakasvæðum er leitarþjónustan sérstakt verkefni þar sem unnið er gagngert að því að leita að og koma á tengslum milli sundraðra fjölskyldna. Leit að upplýsingum um horfna aðila getur jafnvel tekið mörg ár áður en hún ber árangur, og erfitt get- ur reynst að finna vísbendingar um viðkomandi, sérstaklega þeg- ar um börn er að ræða. Að sama skapi er ólýsanlegt að verða vitni að því þegar fjölskylda sameinast á ný. Landssöfnunin Göngum til góðs er að þessu sinni helguð leitarþjónustu Alþjóða Rauða krossins í Kongó. Þar geisaði borgarastyrjöld 1998–2003 og enn eru átök milli stríðandi aðila í austurhluta landsins. Talið er að um 1,3 milljónir manna séu á flótta innan eigin landamæra, og árlega berast hundruð nýrra beiðna um aðstoð við að sam- eina sundraðar fjölskyldur á ný. Til Kongó Á stríðsárunum 1998–2003 skráði Rauði krossinn rúmlega 6.000 börn sem orðið höfðu við- skila við foreldra sína. Um 4.400 börn voru sameinuð fjölskyldum sínum á þessu tímabili. Í fyrra voru hátt í 500 börn sameinuð fjölskyldum sínum í Kongó en hundruð bíða enn í þeirri von að fjölskyldur þeirra finnist. Á þessu ári hefur Rauði krossinn sam- einað um 200 börn og fjölskyld- ur þeirra í Kongó. Leitarþjónusta Rauða krossins teygir anga sína um allan heim. Verkefnið er sérlega vel til þess fallið að vekja íslenskar fjölskyld- ur til umhugsunar um það neyð- arástand sem fylgir vopnuðum átökum, um sundrungu fjöl- skyldna. Rauði kross Íslands fer þess á leit að sem flestir nýti tækifærið til að sameinast um að taka þátt í landssöfnuninni Göngum til góðs laugardaginn 4. október og leggja sitt af mörkum til að sameina fjölskyldur á átakasvæðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. Veist þú hvar barnið þitt er? UMRÆÐAN aKristján Sturluson Talið er að um 1,3 milljónir manna séu á flótta innan eigin landa- mæra, og ár- lega berast hundruð nýrra beiðna um aðstoð við að sameina sundraðar fjölskyldur á ný. Innco | Sími/fax: 586 9200 | innco@simnet.is Fæst í apótekum og söluturnum Stórkostlegt tækifæri - kemur þér við Ókeypis - heim til þín

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.