24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 24stundir Tilboð á myndatökum til 18. október. Mynd - Ljósmyndastofa í 25 ár a Þetta er þjóðarsáttarplan, vettvangur lykilmanna samfélagsins til að stilla saman strengi. Þar eiga að koma saman for- menn og varaformenn flokka … Hluthaf- ar og eig- endur Glitnis hafa átt sviðið í vik- unni, en þeir eiga ekki lengur eignirnar sem þeir áður áttu. Jón Ásgeir Jóhannesson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Sigurður G. Guðjónsson láta dæluna ganga í fjölmiðlum og bera ríkisstjórn og Seðlabanka þungum sökum. Og litlir hluthafar harma hlutinn sinn. Davíð Oddsson og Geir H. Haarde svara fæstum spurningum, þó sumum út í hött. Stjórnmála- menn Samfylkingar og stjórnar- andstöðuflokka viðurkenna afar takmarkaða vitneskju um hvað er að gerast. En hvort sem hér fór fram um helgina stærsta bankarán Íslandssögunnar eða máttvana til- raun til að bjarga efnahagskerfinu, blasa óþægilegustu vandamálin við, algjörlega óleyst. Ótrausta tilveran Hvaða aðgerðir eru líklegastar til forða almenningi frá bráðu gjaldþroti? Lífskjörum flestra er nú þannig háttað að í besta falli er hægt að búast við ónýtum krón- um inn á reikning í ótraustum banka frá illa stöddum atvinnu- rekenda um næstu mánaðamót. Þeir skipta svo hundruðum og lík- lega bráðum þúsundum sem standa enn verr, því uppsagnir þeirra eru að taka gildi. Það borg- ar enginn niður erlent íbúðalán með atvinnuleysisbótum. Víða yfir þolmörkum BSRB telur sig ekki hafa for- sendur til að meta hvort stjórn- völd gerðu rétt með Glitni. „Trú- lega er jákvætt fyrir sparifjáreigendur að svona var tek- ið á og að ríkið grípi inn í meti það stöðuna svo. Vonandi er mat- ið rétt,“ segir Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB. „Okkur finnst vanta umræðu um hvernig hinum almenna launamanni reiðir af. Enginn átti von á að geng- isvísitalan færi yfir 200. Mikil óvissa er framundan og stéttar- félög hljóta að ræða við stjórnvöld. Samráðsnefnd ríkisstjórnar og að- ila vinnumarkaðarins hélt tvo fundi í vor og síðan ekki söguna meir. Nú þarf viðræður,“ segir Helga. Og það heyrist á fleirum að breiðu bökin séu að brotna. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að þessa daga fylgist menn með atburðarásinni með nokkurri skelfingu og bíði átekta. Laun hafa ekki við skuldum Tíu milljóna erlent lán sem tek- ið var í október 2007 er komið í 17 milljónir. Laun hefðu þurft að hækka um 60 þúsund til að standa undir aukinni greiðslubyrði þess láns, laun BSRB-fólks hafa hækk- að um minna en helminginn af því. Verðtryggð innlend lán eru þung líka og þeir sem teygðu fjár- haginn og tóku hátt íbúðarlán standa illa hvar sem lánið var fengið. Björg Eva Erlendsdóttir: Skrifar um ótrausta tilveru Hversu breið bök hafa venjulegir krónuþrælar? SKÝRING a Í besta falli er hægt að búast við ónýt- um krónum inn á launa- reikning í ótraustum banka frá illa stöddum atvinnurekenda um næstu mánaðamót. Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Ríkissjóður verður rekinn með halla fram til ársins 2012, sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í fyrsta sinn hafa verið lögð fram rammafjárlög til fjögurra ára, þar sem verkefnum er raðað í samræmi við áherslur ríkisstjórnar. Þar eru líka viðmið um útgjöld og tekju- öflun ríkissjóðs og markmið um aðhald í ríkisrekstri. Tölur úreldast hratt Þegar Árni Mathiesen kynnti blaðamönnum fjárlagafrumvarpið á fundi í Hafnarfirði í gær viður- kenndi hann að ekki hefði verið tekið tillit til stóráfalla í efnahagslíf- inu sem dunið hafa á síðustu daga. Frumvarpið var til dæmis komið í prentun áður en ljóst varð um af- drif Glitnis, hvað þá um örlög krónunnar síðustu daga. Ráðherra sagði að kaup í Glitni kostuðu ríkið 3 milljarða í tapaðar vaxtatekjur. Fjármálaráðuneytið metur horf- urnar í efnahags- og ríkisfjármál- um næstu fjögur ár þannig að hag- vöxtur verði hóflegur og vaxandi árin 2010 til 2012. Spáð er að verð- lag hækki um 5,7% á næsta ári, kaupmáttur ráðstöfunartekna dragist saman um 1,4% og at- vinnuleysi verði 2,7 prósent. Þjóð- hagsspá telur verðbólgu hjaðna hratt og verða á bilinu 2,5-2,8% 2010-2012. Kaupmáttur ráðstöfun- artekna á að vaxa frá árinu 2010 og hagkerfið að komast í jafnvægi. Ómark og hreinn skáldskapur „Fjárlagafrumvarpið ber með sér ringulreið, gamlir óðaverðbólgu- tímar sem maður hélt að væru liðnir eru komnir aftur,“ segir Guðni Ágústsson og bætir því við að ekkert sé að marka þessa útgáfu. Hún sé skot út í loftið og óþarfi að ræða einstaka liði frumvarpsins. Steingrímur J. Sigfússon tekur í sama streng og segir að hafi ein- hvern tíma verið óvissa um for- sendur fjárlagafrumvarps þá sé það núna. „Þetta er nánast ágiskun út í loftið og þeim sem mest mærðu góðærið hlýtur að bregða við halla sem er 5% af landsframleiðslu. Öllu alvarlegri eru svo horfurnar sem þrátt fyrir allt er viðurkennt að eru dökkar,“ segir formaður Vinstri grænna. Frumvarp eða hrein ágiskun í kreppunni  Halli á ríkisrekstri fram til 2012  Framkvæmdum upp á 7,5 milljarða frestað  Mála- myndaplagg og ómark, segir stjórnarandstaða  Ráðuneytin hagræði um 2 milljarða ➤ Atburðir síðustu viku höfðuekki áhrif á gerð fjárlaga- frumvarps, en munu hafa það síðar. ➤ Tekjur minnka og útgjöldaukast hratt vegna ástands- ins í efnahagslífinu. BREYTTAR FORSENDUR 24stundir/Golli Forseti Íslands sagði við þing- setningu Alþingis að erfitt væri fyrir unga kynslóð sem aðeins þekkti allsnægtir og alþjóða- hyggju að gera sér í hugarlund baráttu fyrir fullveldinu. Með hana í huga gæfi vandinn nú hvorki tilefni til uppgjafar né ör- þrifaráða. Forsetinn vill að full- veldisdagurinn 1. desember verði hafinn til vegs og virðingar á ný. 1. desember dagur þjóðar málið rækilega og telur þörf á hlutlausri stofnun Al- þingis. Framsókn leggur í dag fram þingsályktun um samvinnu og efnahagsráð Íslands. „Þetta er þjóðarsáttarplan, vettvangur lykilmanna samfélags- ins til að stilla saman strengi. Þar eiga að koma saman formenn og varaformenn flokka og lyk- ilmenn frá aðilum vinnumarkaðarins og úr fjár- málalífinu,“ segir Guðni Ágústsson. beva@24stundir.is Lagafrumvarp um óháða efnahagsstofnun á veg- um Alþingis, frá þingmönnum VG, kemur fram á Alþingi í dag. Stofnunin á að koma í stað Þjóðhags- stofnunar sem síðasta ríkisstjórn lagði niður og hefja starfsemi 1. janúar. Stjórnmálamenn flestra flokka hafa harmað að Þjóðhagsstofnun sé ekki til nú í ölduróti efnahagsmála. Stofnun þessi á að fylgj- ast með árferði og afkomu þjóðarbúsins, vinna að hagrannsóknum, vera Alþingi og ríkisstjórn til ráðuneytis og einnig sveitarfélögum, aðilum vinnu- markaðarins, fræðimönnum, fagstofnunum og fleirum. Stofnunin á að færa þjóðhagsreikninga, semja þjóðhagsspár, birta yfirlit um þróun og horf- ur í þjóðarbúskapnum, semja hagfræðiathuganir og skýrslur fyrir Alþingi og vera þingi og fjárveiting- arvaldi almennt til ráðgjafar. Stofnunin á að veita aðilum vinnumarkaðarins upplýsingar um efna- hagsmál. „Það þarf að drífa í þessu og sjálfgefið að stofnunin starfi í skjóli Alþingis,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sem býst við stuðningi flestra ef ekki allra þingflokka við málið. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar, ætlar að skoða Efnahagsstofnun, efnahagsráð og þjóðarsáttarplan Vilja óháða stofnun þingsins Kristinn H. Gunnarsson læt- ur ófrið Frjáls- lyndra lönd og leið en segir: „Rúmar þrjár vikur eru síðan viðskiptaráð- herra sagði í blaðagrein að íslensk fjármálafyr- irtæki hefðu staðið af sér storm- inn með ágætum. Það mætti þakka þrautseigju og útsjón- arsemi þeirra við fjármögnun. Jæja, þetta var þá og kannski er- um við Íslendingar ekki bestir í heimi í útrás. Hún endar á herð- um skattgreiðenda, sem bera líka kostnað af verðbólgu vegna geng- ishruns. Það gleymdust gömlu sannindin að ganga hægt um gleðinnar dyr. Og allir tapa.“ Gömul sannindi gleymdust STÓRA MÁLIÐ PÓLITÍSKA SKOTIÐ beva@24stundir.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.