24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 32

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 32
Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Inn um glugga leigubílsins sem flutti mig á fund Baltasars Kor- máks starði sjálfur maðurinn frá hverju strætóskýli er ekið var framhjá. Plaköt um Reykjavík- Rotterdam eru hreinlega alls stað- ar. Það eru fimm ár síðan Balti lék síðast í kvikmynd og tólf ár síðan hann fór með aðalhlutverk, þá sem Baddi í Djöflaeyjunni. Það má því segja að það hafi verið snjallt hjá leikstjóranum Óskari Jónassyni að ráða framleiðanda sinn í aðal- hlutverkið. Þeir félagar unnu fyrst saman þegar Balti leikstýrði galdrasýningu Skara skrípó í Loft- kastalanum fyrir rúmum áratug. Ekki lengur sætur „Skari er skemmtilegur nörd og það er gaman að vinna með hon- um,“ segir Baltasar um kollega sinn en þeir eiga langa sögu saman. „Hann bað mig fyrst um að leika aðalhlutverkið í Sódómu. Hann hálfpartinn skrifaði hlutverkið fyr- ir mig en svo endaði hann á því að neita mér um það á þeim for- sendum að ég væri of sætur. Þá fékk hann þann ófríða mann Björn Jörund. Fimmtán árum síðar, þeg- ar hann kom með handritið að Reykjavík-Rotterdam til mín, er greinilegt að tíminn hefur lagað það vandamál.“ Balti segir að fyrst þegar Óskar fékk honum handrit myndarinnar hafi hann ályktað að leikstjórinn væri aðeins að leita til sín sem kvikmyndaframleiðanda. „Ég hef eiginlega neitað öllu sem mér hefur boðist að leika og var hálfpartinn búinn að draga mig út úr því. Ég hugsaði málið og sam- þykkti svo vegna þess að ég hef leikið svo marga skíthæla í gegnum tíðina. Kristófer er góður gæi sem lendir í slæmum málum. Innst inni er hann fjölskyldumaður sem reynar að standa fyrir sínu. Þetta er það sem maður er sjálfur að reyna að gera í lífinu.“ Frumsýningar í þrjú ár Getur verið að Baltasar sé að reyna að gera upp skugglega fortíð sína með gjörðum sínum í dag? „Mig langar auðvitað bara til að börnin mín alist upp til að verða fallegar og góðar manneskjur. Mig langar til þess að verða eins mikill pabbi og ég mögulega get. Það er ástæðan fyrir því að ég hætti að drekka. Maður kom alltaf hálf- fullur heim og það eina sem mann langaði að gera var að fara á barinn að hitta vini sína. Ég var alltaf viku að jafna mig eftir hvert skipti sem ég kom heim úr vinnutörnum. Það var alltaf verið að frumsýna, skála og halda partíinu gangandi. Leik- stjórar geta frumsýnt bíómyndir í þrjú ár. Þetta er bara eins og tón- leikaferðalag, það var alltaf fundin ástæða til þess að fagna. Ef ég ætla að halda áfram að gera kvikmyndir ætla ég algjörlega að helga hinn helminginn af lífi mínu fjölskyld- unni. Ég átti tvö börn áður en ég gifti mig og gat ekki verið með þeim eins lengi og ég hefði viljað. Aðallega út af því að ég var ungur og vitlaus. Ég er kannski að reyna bæta upp fyrir það með því að breyta fyrri háttum.“ Bransinn og kreppan Þrátt fyrir erfiðar efnahags- aðstæður í landinu segir Baltasar að fyrirtæki hans Sögn standi vel. Það sé aðallega að þakka velgengni Mýrarinnar og Brúðgumans hér- lendis og erlendis. Ekki hafi það heldur skemmt fyrir að hann hafi selt flestar eignir fyrirtækisins áður en hrunið kom. „Ég seldi eignir Sagnar eiginlega á toppnum. Ég seldi húseignina sem við áttum og Kaffibarinn. Það var eitthvað sem sagði mér að selja. Mér fannst þetta vera ótrúverðug þensla. Til þess að geta framleitt myndir og gert það í miklum gæðum þarf maður að hafa svolítið á milli handanna. Menn hafa lent í því að gera allt á síðustu krónunni og eru kannski að taka printin ókláruð og fara með þau í bíó. Það er mjög mikilvægt að það sé sterkt fyrirtæki sem vinnur þetta. Þeir sem skulda eru í mjög vondum málum. Það verður þungt fyrir þá að framleiða á næstunni. Það er engin fyr- irgreiðsla í þessum bransa,“ segir Balti að lokum. Reykjavík-Rotterdam verður frumsýnd á morgun en kvikmynd- in er gerð eftir handriti Arnalds Indriðasonar. Með þessa sig- urformúlu Mýrarinnar leyfa bíó- húsaeigendur sér að vera bjartsýnir um aðsókn, jafnvel á þessum hörðu og erfiðu tímum. 24stundir/Kristinn Baltasar Kormákur leikur aðalhlutverkið og framleiðir kvikmyndina Reykjavík-Rotterdam „Ég hef leikið of marga skíthæla“ Það var ekki á dagskránni hjá Baltasar Kormáki að leika aftur aðalhlutverkið í bíómynd. Við ræddum við kvik- myndagerðarmanninn um það hvernig Óskar Jónasson leikstjóri laðaði hann að hlutverkinu. Spjölluðum um ástæður þess að Balti kvaddi Bakkus og hvernig hann tryggði áframhaldandi kvikmyndaframleiðslu sína með því að selja allar eignir fyrirtækisins á réttum tíma áður en efnahagurinn hér hrundi. a Óskar bað mig fyrst um að leika aðal- hlutverkið í Sódómu. Hann hálfpartinn skrifaði hlutverkið fyrir mig en endaði á því að neita mér um það á þeim forsendum að ég væri of sætur. Baltasar Greinilega ekki svo sætur lengur. 32 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 24stundir FÓLK 24@24stundir.is a Ég seldi eignir Sagnar eiginlega á toppnum. Ég seldi húseignina sem við áttum og Kaffibarinn. Það var eitthvað sem sagði mér að selja. Mér fannst þetta vera ótrúverðug þennsla. viðtal EMBLA GRÉTARSDÓTTIR ...MÆLIR MEÐ Nafn: Embla Sigríður Grétarsdóttir. Aldur: tuttugogsexý. Hjúskaparstaða: í sambúð með heimilsdraugnum Aski. Skóstærð: 37-8. Áttu einhverja fóbíu, ef svo hver er hún? Reyndar hef ég margar fóbíur, naflapot finnst mér hreinn viðbjóður, og tær á öðrum, þær meiga helst ekki koma nálægt mér svo er einn staður á nefinu á mér sem ekki má snerta svo dæmi séu nefnd. Veitingastaður: Argentína, en hver hatar þann stað svo sem? Annars myndi ég kannski nefna Castello, pizzastaðinn minn í Kópavogi, einstaklega ljúffengar pizzur. Kaffihús: Vegamót er örugglega eina kaffihúsið sem ég man eftir að hafa farið á, stunda kaffihúsin ekki mikið. Drykkur (óáfengur): Kók og rauður Kristall plús. Áfengur drykkur: Jarðaberja mojito. Íslensk hljómplata: Sögur diskarnir með Bubba. Hann er einn af fáum íslenskum tónlistarmönnum sem ég virkilega elska að hlusta á. Annars er ég mjög ómússíkölsk, það er eiginlega vandræðalegt. Íslensk bók: Verð eiginlega bara að segja bækurnar hans Arnalds Indriða, er hrifin af þeim. Erlend bók: Las síðast Viltu vinna miljarð og fannst hún mjög góð og Leyndarmálið hefur góða fróðleiksmola. Íslensk kvikmynd: Veðramót , mjög góð mynd. Erlend kvikmynd: Sin City er uppáhalds myndin mín en fór síðast á Step Brothers og skemmti mér konunglega á henni með KR stelpunum. Frí (erlend eða innlent): Alltaf gott að komast á Höfn enda einstaklega fallegur staður. NYC er geðveik borg sem ég myndi vilja skoða aðeins betur en ég var þar í sirka 2 daga á síðasta ári og gerði fáránlega margt á þeim tíma svo það er nóg að gera og skoða. Tæki: Sléttujárn, ómissandi fyrir allar konur og svo yrði ég hálf handalaus án símans og fartölvunnar. Trúarbrögð: Ég trúi á sjálfa mig, KR og íslenska landsliðið. Íþrótt: hmmmmm held ég verði nú bara að segja fótbolti. Hvaða tölvuleik spilarðu síðast? uhhh held það hafi verið Guitar Hero annars eru tölvuleikir fyrir börn og gamalmenni.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.