24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 38

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 38
vinsældalista Rásar 2 og hefur Matthías setið sveittur yfir göml- um vinsældalistum til að geta varpað ljósi á liðna tíma. „Ég er búinn að finna alla vin- sældalista Rásar 2 frá 1984 til síð- asta dags. Í hverjum þætti mun ég fara yfir gamlan lista þannig að það verður kíkt aftur í tímann líka,“ segir Matthías og fræðir blaða- mann um að 2.-8. janúar 1986 hafi íslenska Hjálparsveitin setið á toppi íslenska vinsældalistans með lagið Hjálpum þeim. Vonast eftir klíkuskap Aðspurður segir Matthías að hann óttist ekki að aðdáendur hljómsveita taki sig saman um að koma tilteknu lagi á topp vin- sældalistans. „Það er náttúrlega allt hægt á netinu í dag og við verðum með IP-tölulæsingu en þá fer fólk bara í aðra tölvu.“ Hann bætir þó við að hann von- ast eftir stífri kosningabaráttu hljómsveita. „Ég er að vona að ís- lenskar hljómsveitir myndi klíkur og fái alla til að kjósa. Það væri náttúrlega bara frábært að mynda smá stemningu,“ segir Matthías Már. Rás 2 hefur puttann á tónlistarpúlsi landsmanna Vinsældalisti allra landsmanna Á laugardaginn verður vinsældalisti Rásar 2 af- hjúpaður. Matthías Már verður umsjónarmaður listans en mörg ár eru síðan Rás 2 hélt úti álíka vinsældalista. 24stundir/Valdís Thor Með puttann á púlsinum Matthías mun sjá um vinsælda- lista Rásar 2. Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Fyrsti þátturinn er á laugardag- inn. Þá kynni ég þennan lista, hvernig fyrirkomulagið verður og kynni svo kannski einhver ný lög. Vikuna eftir verður síðan fyrsti vinsældalistinn,“ segir Matthías Már, útvarpsmaður á Rás 2, en stöðin mun á laugardaginn hleypa af stokkunum vinsældalista Rásar 2. Langt er síðan Rás 2, útvarps- stöð allra landsmanna, hefur ráðist í gerð álíka vinsældalista en ljóst er að þessi listi mun verða vinsælda- listi allra landsmanna og því jafn- vel eini marktæki vinsældalisti landsins. Matthías segir að við vinnslu listans verði hugað að bæði uppá- haldslögum hlustenda sem og hvaða lög komast í spilun á stöð- inni. „Hann verður unninn upp úr spilunarlista Rásar 2 og svo kjósa hlutsendur líka þannig að þetta er alvöru vinsældalisti. Hlustendur fara inn á heimasíðu Rásar 2 og velja þar sín uppáhaldslög. Ég ber það svo saman við spilunarlistann. Og það er bara 50/50 vægi.“ Litið um öxl Mikil vinna hefur verið lögð í 38 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 24stundir „Mest spennandi sem getur gerst á morgun. 1. Lárus Welding lætur lita hár- ið á sér svart, og allir fatta að hann er bara þrítugur. 2. Lárus Welding lætur lita hár- ið á sér svart, og allir fatta að hann er bara þrítugur … nema Geir.“ Einar Ben Þorsteinsson einar.eyjan.is „…þá sér maður ekki betur en að „gömlu peningarnir“ séu í offorsi að takast á við „nýju peningana“ og venjulega fólkið sem á enga peninga er það sem borgar fyrir bardagann. Þarf ekki einhvern ferskan blæ þar sem hlutirnir snúast um meira en peninga, pissukeppni og pungspörk?“ Helga Sigrún Harðardóttir helgasigrun.blog.is „Stundum er verkaskiptingin dálítið óljós innan Baugsveld- isins. Nú er Sindri Sindrason, sem til skamms tíma var tals- maður Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, að taka viðtal við Jón Ásgeir Jóhannesson – að þessu sinni í hlutverki fréttamanns á Stöð 2.“ Egill Helgason eyjan.is/silfuregils BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Íslenska leikkonan Anita Briem hefur svo sann- arlega vakið athygli í Bandaríkjunum vegna leik- hæfileika sinna en nú hefur opnast fyrir þann möguleika að faðir hennar Gunnlaugur Briem geri slíkt hið sama. Heyrst hafa raddir um að ónefndur upptökustjóri vestanhafs sitji við handritsskriftir að nýrri Hollywood-mynd þar sem feðginin Gulli og Anita eiga bæði að koma við sögu. vij Þeim Curver og Kiki-Ow hefur gengið erfiðlega að sannfæra Haddaway, söngstjörnu tíunda áratug- arins sem kemur fram á 90́s-kvöldi þeirra á Nasa á laugardag, um að samþykkja viðtal við íslenska fjöl- miðla. Haddaway er ennþá stjarna í Þýskalandi og Austurríki og hefur þeim verið sagt að hann sé svo upptekinn á viðskiptaferðum að hann geti ómögu- lega gefið sér tíma í símaspjall. bös Lag Péturs Ben, You Woke Me, af einu sólóplötu hans, Wine for my Weakness, er leikið í kvikmynd- inni Adoration eftir leikstjórann Atom Egoyan sem nú er sýnd á RIFF. Tónlistarmaðurinn skellti sér í Regnbogann í fyrrakvöld til þess að sjá myndina í fyrsta sinn en þetta mun vera í fyrsta skipti sem myndin er sýnd í Evrópu. Pétur á að hafa verið af- skaplega ánægður með útkomuna. bös „Jú, ég var eitthvað búinn að heyra af því!“ svaraði söng- og gít- arleikarinn síhressi Kristján Krist- jánsson, eða KK, aðspurður hvort hann væri ekki að byrja með nýjan útvarpsþátt á gömlu Gufunni, Rás 1. Ljúfir tónar í morgunsárið Þættirnir verða á virkum dögum milli klukkan átta og níu og mun KK spila ljúfa og þægilega tónlist, ásamt því að fá góða gesti í heim- sókn til sín. „Það verður vonandi lítið mál fyrir mig að vakna, kom- inn á þennan aldur. Nú fæ ég líka tækifæri til að hlusta á vínyl- plötusafnið mitt, en þar á ég mikið af suðuramerískri tónlist, tangó og flamenco. Svo spila ég kannski líka eitt- hvað af dægurtónlist sem heyrist lítið í útvarpi, einsog Greatful Deaf og Stanley Brothers,“ segir KK sem hefur örlitla reynslu af útvarps- hljóðnemanum. „Venjulega hef ég nú verið hinum megin hljóðnem- ans, en við Einar Kárason vorum þó með þætti í fyrrasumar á laug- ardögum, sem hétu Á vængjum yf- ir flóann,“ segir KK, sem hlýtur að finna til öryggistilfinningar að vera kominn í vinnu hjá ríkinu á þess- um síðustu og verstu krepputím- um. „Ja, ég hafði nú ekki leitt hug- ann að því! Ég veit ekki einu sinni hvort ég er fastráðinn þarna hjá þeim. En erum við ekki öll í vinnu hjá ríkinu, þannig séð?“ spyr KK og leiða má líkur að því að skatt- urinn sé einskonar greiðsla í starfs- mannasjóðinn. Þættirnir hefjast mánudaginn þriðja nóvember. traustis@24stundir.is Enn fjölgar stjörnunum á RÚV KK með morgun- þátt á Gufunni KK Kominn á RÚV, líkt og Bubbi Mort- hens. Spurning hvort Bylgjan fái Megas? Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 3 5 9 4 8 1 6 7 2 1 6 7 2 5 9 3 4 8 8 2 4 6 3 7 9 5 1 4 8 1 5 6 2 7 9 3 6 9 2 7 1 3 4 8 5 5 7 3 9 4 8 1 2 6 9 1 5 8 7 6 2 3 4 2 3 8 1 9 4 5 6 7 7 4 6 3 2 5 8 1 9 Það er svona sem ég vil hafa stólinn. a Jú, en vonandi hitnar eitthvað í kolunum. Sölvi, kemur þetta ekki allt með kalda vatninu? Sölvi R. Sólbergsson er forstöðumaður orkusviðs Orku- bús Vestfjarða, sem borar nú eftir heitu vatni í Tungudal í Skutulsfirði. Hitinn í berginu þar er um 50 gráður. Látum ekki kuldabola bíta börnin okkar Útifötin færðu hjá okkur Laugavegi 51 - sími 552 2201 FÓLK 24@24stundir.is fréttir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.