24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 35

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 35
24stundir FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 35 8.999,- Komið í BT FIFA09 • 250 breytingar frá síðustu útgáfu • Besti FIFA leikurinn til þessa Aðal-orðrómurinn á Ölstof- unni þessa dagana, sem er eins- konar félagsmiðstöð blaðamanna, er sá að hinn skeleggi ritstjóri Reykjavík Grapevine, Sveinn Birkir Björnsson, muni brátt láta af störfum hjá blaðinu, sem hann hefur ritstýrt síðastliðin tvö ár. Ástríðan ekki til staðar „Ég get alveg staðfest þennan orðróm, þó ekki sé vitað hvenær nákvæmlega, eða hvernig þessu verður háttað,“ segir Sveinn Birkir, sem ætlar að leita á önnur mið. „Það er engin kergja í þessu, en kannski má segja að ástríðan fyrir þessu hafi aðeins dofnað. Ég ákvað þetta strax í vor, en síðan þá hefur nú ýmislegt gerst í þjóð- félaginu, en ég vona bara að ég fái einhvers staðar vinnu!“ sagði Sveinn, sem treystir sér þó ekki í fjármálageirann. „Nei, varla, en er ekki lag að sækja um hjá 24 stundum núna?“ segir Sveinn með góðlátlegum hæðnistón. Enginn eftirmaður ákveðinn Eftirmaður Sveins Birkis hefur ekki verið ákveðinn ennþá, en nafni Hauks Magnússonar, gít- arleikara Reykjavíkur! og blaða- manns Grapevine, hefur verið klínt við starfið. „Haukur er góð- ur maður og hefur fulla burði í þetta, enda hef ég alið hann vel upp á blaðinu, en það hefur ekk- ert verið ákveðið ennþá hvað þetta varðar. Þetta ætti allt saman að skýrast betur á næstunni, en sjálfur mun ég stýra blaðinu í gegnum Iceland Airwaves- hátíðina sem er á næsta leiti,“ sagði Sveinn Birkir að lokum. traustis@24stundir.is Mannabreytingar á Reykjavík Grapevine Sveinn Birkir stígur úr ritstjórastólnum Þó svo að Mezzoforte muni loka sig inni meðan á upptökum stendur þýðir það ekki að með- limir fái ekki að kíkja aðeins út fyrir hússins dyr. Sveitin mun halda tónleika í Höllinni í Vest- mannaeyjum 9. október og hafa Mezzoforte-menn fengið Flugfélag Íslands í lið með sér fyrir tón- leikana. „Þeir koma að þessu með okkur og ætla að bjóða fólki í landi að fljúga á mjög góðum prís. Fólk fær miða á tónleikana og flug á eitt- hvað í kringum 9.000 krónur. Það er gjafprís myndi ég segja.“ Forsala aðgöngumiða hefst í dag í Sparisjóði Vestmannaeyja en fyrir þá sem eru ekki svo lánsamir að búa í Eyjum er hægt að nálgast allar upplýsingar um tónleikana á heimaey.is/mezzoforte. Í einangrunarvist Gunnlaugur og félagar munu loka sig inni við vinnslu næstu plötu. MYND/ Sjöfn Ólafsdóttir Mezzoforte tekur upp nýja plötu Í einangrunarvist í Vestmannaeyjum Hljómsveitin Mezzoforte mun á næstu dögum verða sett í sjálfskipaða einangrunarvist í Vest- mannaeyjum. Tilgang- urinn er að taka upp nýja plötu en einnig mun sveitin leika á stór- tónleikum í Eyjum. ➤ Hljómsveitin Mezzoforte hef-ur verið starfrækt í 31 ár, allt frá árinu 1977. ➤ Eitt vinsælasta lag sveit-arinnar, Garden Party, kom út árið 1983. MEZZOFORTE Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Við ætlum að fara í nýja stúdíóið í Eyjum og taka upp nýtt efni sem var unnið núna í vor,“ segir Gunn- laugur Briem, liðsmaður Mezzo- forte, en hljómsveitarmeðlimir hyggjast loka sig inni í heila viku í Vestmannaeyjum á meðan upp- tökur á nýju plötunni standa yfir. Fjögur ár eru liðin síðan síðasta hljómplata Mezzoforte kom út og þetta ætti því að vera mikið fagn- aðaefni fyrir fjölmarga aðdáendur sveitarinnar. „Við erum búnir að vera að túra með þá plötu núna non-stop í fjögur ár,“ segir Gunn- laugur. Upptökur munu fara fram í nýju hljóðveri eyjarskeggja, Island Studios, en það er gömul kirkja sem hefur verið breytt í fyrsta flokks hljóðver.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.