24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 24stundir FÉ OG FRAMI frettir24stundir.is a Ástandið í efnahagsmálum er alveg hrikalegt. Það er allt fros- ið á meðan skuldir fyrirtækja og ein- staklinga hækka stöðugt. SALA JPY 1,0463 4,00% EUR 156,11 4,19% GVT 205,77 4,26% SALA USD 111,08 4,42% GBP 197,45 4,13% DKK 20,926 4,22% Eftir Magnús Halldórsson magnush@24stundir.is „Ástandið í efnahagsmálum er al- veg hrikalegt. Það er allt frosið á meðan skuldir fyrirtækja og ein- staklinga hækka stöðugt. Það er skelfilegt að þurfa grípa til þess að segja upp starfsfólki en það er óum- flýjanlegt,“ segir Gunnar Þorláks- son, annar tveggja eigenda Bygg- ingafélags Gunnars og Gylfa (BYGG). BYGG sagði í gær upp um tutt- ugu manns vegna þrenginga í efna- hagslífinu. Gunnar sagði þær ekki tilkomnar vegna taps félagsins á þjóðnýtingu á 75 prósent hluta í Glitni en BYGG var meðal stórra eigenda og tapaði um sjö milljörð- um á aðkomu ríkisins. Reyna að gera vel Gunnar segir flesta þeirra sem sagt hefur verið upp vera með þriggja til fimm mánaða uppsagn- arfrest. „Við höfum alltaf reynt að gera vel við starfsfólkið. Það er fyr- irtækið og heldur starfsemi þess uppi. Við munum endurskoða stöðuna þegar eitthvað breytist.“ Ómar Garð- arsson, bygg- ingastjóri BYGG í Sjá- landshverfinu í Garðabæ, er einn þeirra sem sagt hefur verið upp. Hann seg- ist ekki hafa miklar áhyggjur af sjálfum sér, þar sem hann hafi verið lengi að, en öðru máli gegni um unga fólkið. „Ég hef áhyggjur af því að ungt fólk, sem skuldar vegna íbúðakaupa, geti lent í verulegum vandræðum vegna þeirra stöðu sem upp er komin þegar það missir vinnuna,“ segir Ómar. „Nú er bara að vona það besta. Fasteignamarkaðurinn þarf á lífi að halda því frostið á honum gerir ekkert annað en að hraða gjaldþrotum og auka atvinnuleysi.“ Veiking krónunnar hefur valdið mörgum einstaklingum og fyrir- tækjum miklum vandamálum að undanförnu. Krónan hefur aldrei verið veikari en við lok dags í gær. Fór í fyrsta skipti yfir 200 stig. Gunnar segir stöðu margra verk- taka afleita. „Ég veit til þess að mörg verktakafyrirtæki standa skelfilega þessa dagana. Þau geta ekki lifað lengi ef framhald verður á stöðunni eins og hún er núna. Það þolir það enginn að gengisvísitala krónunnar sé meira en 200 og stýri- vextirnir meira en 15. Á endanum deyr atvinnulíf í landinu. Ég vona að menn séu ekki tilbúnir til þess að bíða eftir því.“ Óttast frekari uppsagnir Að mati Árna Jóhannssonar, for- stöðumanns mannvirkjasviðs Sam- taka iðnaðarins, eru uppsagnirnar að undanförnu aðeins forsmekkur- inn að því sem koma skal. Nokkur verktakafyrirtæki sögðu í gær upp rúmlega 100 starfsmönnum sam- kvæmt upplýsingum frá Vinnu- málastofnun Íslands. „Öll átján þúsund störfin í byggingaiðnaðin- um eru í bráðri hættu. Líklega munu þúsundir starfa tapast á næstunni vegna gengisfalls krón- unnar undanfarna mánuði. Menn verða bara að fara með bænirnar.“ Gjaldþrotahrina framundan  Stórfelldar uppsagnir eru framundan  Byggingafyrirtæki sögðu upp meira en hundrað manns í gær  Óumflýjanlegt Sjáland Hægt hefur verið á vinnu við uppbyggingu í Sjá- landshverfi í Garðabæ, þar sem BYGG hefur verið að störfum vegna þrenginga. ➤ Erfið staða orsakast öðrufremur af algjöru frosti á fasteignamarkaði, háum fjármagnskostnaði og veik- ingu krónunnar. ➤ Útlendir byggingastarfs-menn hafa margir hverjir farið af landinu vegna þess hve mikil veiking krónunnar hefur verið. SVÖRT STAÐA Árni Jóhannsson MARKAÐURINN Í GÆR               !""#                      !   " #  $    % &'()* &   + ,- ./-  0        12    '    '3.   .4 2  *5 / 62 7  ,      8 2    8     ,/  !  "                                                        7,   6 , 9   " & ;< <== <>= ;; ?@> >A? <A >>< BBC ;A@ >A< B>? ; ;?B B>@ ;AA + CD ;>> >>> C BB? ;AB C?> D =<D CB? B>> ;?C =CA <<; ; DB? AD= @BB ;>> AD@ =D B=? D?C > =B B=@ ;BC ; CB? DB> ;= DA? >C? + + + =C <A> >>> + ; ;D> >>> ?EC= <EAA ;BE@A AEC> <E?= + ;@E>> ?@?E>> ;BEBA @?E>> =E?> DE@= B=E<> ;@BE>> ;;@>E>> ;?CE>> ;D>E>> + + + =@@AE>> + <EA> ?ECA <E?; =>E;> AECA <E?D CEB> ;@E=> ?@DE>> =>E>> @?EC> CE>> DE@C BCE>> ;BDE>> ;A>>E>> ;@>E>> ;D>EA> =;ED> ;E?> + =@B>E>> + <EA> ./  ,  A ? =C @> =?; + < =@@ =A; =? ;; ;<= ;> + ;; D C< + + + C + A F  , , ; ;> =>>@ ; ;> =>>@ ; ;> =>>@ ; ;> =>>@ ; ;> =>>@ C> B =>>@ ; ;> =>>@ ; ;> =>>@ ; ;> =>>@ ; ;> =>>@ ; ;> =>>@ ; ;> =>>@ ; ;> =>>@ =B B =>>@ ; ;> =>>@ ; ;> =>>@ ; ;> =>>@ ;? D =>>@ =< B =>>@ C ? =>>@ ; ;> =>>@ =B B =>>@ D C =>>@ ● Veiking Krónan féll um 2,6 pró- sent í gær. Gengisvísitalan var 202 stig í lok dags en hún fór hæst í 207 stig en upphafsgildi hennar var 196,7 stig. ● Veltan Veltan á millibanka- markaði nam 34,6 stigum. Gengi dollara jafngildir 109 krónum, pundsins 194 krónum og evr- unnar 153 krónum. ● Lækkun Hlutabréf lækkuðu Kauphöll Íslands í gær og nam lækkunin tæplega tveimur pró- sentum. Úrvalsvísitalan var 3.328 stig í lok dags en hún fór hæst yfir 9.000 stig um mitt ár í fyrra. Bréf í Existu lækkuðu um 10,83 prósent og í Straumi um 6,35 prósent. ● Hækkun Gengi bréfa í Century Aluminum hækkaði mest allra, eða um 5,25 prósent og gengi bréfa í Glitni um 2,64 prósent. Seðlabanki Íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem því er al- farið hafnað að bankinn hafi boð- að til blaðamannafundar áður en samþykki hefði fengist frá stærstu hluthöfum Glitnis fyrir því að til- kynna um kaup ríkisins á 75 pró- senta hlut í bankanum. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórn- arformaður Glitnis, hélt því fram í viðtali við Helga Seljan, fréttamann Kastljóssins, að Seðlabankinn hefði boðað til blaðamannafundarins án þess að stærstu hluthafar Glitnis hefðu verið búnir að samþykkja þá leið að þjóðnýta 75 pró- senta hluta Glitnis. Björn Ingi Sveinsson, forstjóri Saxbyggs og stjórnarmaður í Glitni, sagði Þorstein Má ekki fara með fleipur. Þorsteinn Már sendi síðdegis í gær frá sér tilkynningu þar sem hann ítrekaði fyrri orð sín um gang at- burðarásarinnar. mh Ósammála um atburði Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, hvatti í gær rík- isstjórnir landa innan Evrópu- sambandsins til þess að standa saman um að koma fjár- málakerfinu í samt lag á ný í kjölfar þeirrar fjármálakreppu sem ríkir víðast hvar í heim- inum. Barroso lagði ríka áherslu á mikilvægi þess að bjarga bönkum frá gjaldþroti og að efla fjármálakerfið með inn- spýtingu fjár. Neelie Kroes, yfirmaður sam- keppnismála hjá Evrópusam- bandinu, sagði nauðsynlegt að eftirlitsstofnanir brygðust fljótt við stöðunni sem upp er komin og flýttu fyrir sameiningum á markaði og þjóðnýtingu á bönkum. Þær hafa verið algeng- ar undanfarin misseri. mh Hvetur alla til að standa saman Verð á eldsneyti hækkaði umtals- vert í gær. Algengt verð á bens- ínlítra í sjálfsafgreiðslu var 173,7 krónur en áður kostaði lítrinn 169,7 krónur. Dísillítrinn hækk- aði um allt að níu krónur. Fór úr 185 í 194 krónur. Gera má ráð fyrir því að eldsneyti hækki enn meira á næstu misserum. mh Olía hækkaði mikið í gær Krónan á eftir að veikjast áfram og verðbólgan fer yfir sextán prósent fyrir áramót að því er segir í hagspá Kaupþings, sem kynnt var í gær. Greiningardeildin er svartsýn á efnahagshorfur hér á landi og segir næstu tvö ár verða hagvaxtarlaus. Þá gerir greiningardeildin ekki ráð fyrir því að krónan rétti úr kútnum fyrr en líður á árið 2009. Greiningardeildin gerir ráð fyrir því að lækkunarferli Seðlabankans á stýrivöxtum, sem eru þeir hæstu á meðal ríkja með þróaða fjár- málamarkaði, hefjist í nóvember. Þeir eru nú 15,75 prósent. Greining- ardeildin gagnrýnir Seðlabankann harðlega í Hálffimmfréttum sínum í gær fyrir að sitja aðgerðalaus á meðan gengi krónunnar fellur. mh Vond staða hér næstu árin Gengi krónunnar féll um 2,6 pró- sent í gær og hefur hún aldrei verið veikari. Gengisvísitalan fór hæst í 207 stig í gær en í lok dags var vísitalan 202 stig. Veltan á millibankamarkaði nam 34,6 milljörðum króna. Vísitalan hef- ur nú lækkað um 27 prósent á einum mánuði gagnvart erlend- um gjaldmiðlum. mh Krónan veikist www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafskutlur -umhverfisvænn ferðamáti

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.