24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 24
Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Þó að ítalski endurreisnarmaður- inn Leonardo da Vinci sé þekkt- astur sem myndlistarmaður var honum ýmislegt annað til lista lagt. Í minnisbókum hans er til dæmis að finna drög og teikn- ingar að ýmsum tækjum og tólum sem ekki urðu að veruleika á sín- um tíma. Í Orkuveituhúsinu hef- ur nú verið sett upp sýning á tæknigripum sem eru gerðir eftir teikningum þessa þúsundþjala- smiðs. Á undan sinni samtíð Sýningin kemur frá safni um Leonardo í heimabæ hans, Vinci á Ítalíu. Þorbjörg Helga Vigfúsdótt- ir borgarfulltrúi heimsótti safnið þegar hún var á ferð í Vinci fyrir fáeinum árum og hefur ásamt öðrum haft veg og vanda af upp- setningu hennar hér á landi. „Á þessari sýningu er einblínt á Leonardo sem uppfinningamann. Þegar maður gengur í gegnum hana skynjar maður vel hvað hann var langt á undan sinni samtíð í hugmyndum sínum. Þetta voru gríðarlega metnaðar- fullar hugmyndir og uppfinningar sem urðu margar ekki að veru- leika fyrr en á 17. og 18. öld,“ seg- ir Þorbjörg Helga. Dæmi um upp- finningar Leonardos sem er að finna á sýningunni eru sveiflyfta, prentþrykk, hríðskotabyssa og brynvagn sem er eins konar for- veri skriðdreka. Sjálf heldur Þorbjörg Helga sér- staklega upp á kafarabúning sem hún sá í safninu í Vinci. „Mér fannst hann alveg frábær vegna þess að hann endurspeglar nú- tímakafarabúning. Hann var bú- inn til úr einhvers konar segldúk og svo er hausinn allur úr timbri,“ segir Þorbjörg Helga og bætir við að hann minni helst á kafarabún- ing eins og þeir séu í Tinnabók- unum. Fræðsla fyrir skóla Í tengslum við sýninguna hefur verið útbúið fræðsluefni fyrir skólahópa og heimsóknir skipu- lagðar. „Maður sér alveg fyrir sér að skólarnir geti nýtt sér þetta Leonardo-þema og dýpkað um- ræðuna um hann sem listamann, vísindamann og uppfinninga- mann,“ segir Þorbjörg Helga Vig- fúsdóttir að lokum. Leonardo sá fyrir ýmsar tækninýjungar Var langt á undan sínum samtíma Hríðskotabyssa, sveif- lyfta, kafarabúningur og brynvagn voru meðal fjölmargra hugmynda ítalska endurreisnar- mannsins Leonardos da Vinci sem urðu reyndar ekki að veruleika fyrr en löngu eftir hans dag. Nú hefur verið opnuð sýning á þessum gripum. Uppfinningamaðurinn Leonardo da Vinci sá fyrir sér ýmis tæki og tól sem ekki urðu að veruleika fyrr en löngu eftir andlát hans. ➤ Leonardo da Vinci fæddist ár-ið 1452 nálægt bænum Vinci sem hann er kenndur við. ➤ Hann er frægastur sem mynd-listarmaður, ekki síst fyrir verkin Mónu Lísu og Síðustu kvöldmáltíðina. LEONARDO DA VINCI 24stundir/Árni Sæberg 24 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 24stundir Pause Café Jakkar og Kápur stærðir: 36-52 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum Fákafeni) www.gala.is • S:588 9925 Opið 11-18 og 11-16 lau. Tvær íslenskar heimildamyndir um myndlistarmenn eru á dagskrá alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík að þessu sinni. Önnur er mynd Þórs Elísar Pálssonar, Einungis fæðing, en hún fjallar um óvenjulega búferlaflutninga sem Jóhann Eyfells listamaður tókst á hendur á níræðisaldri. Jó- hann starfaði sem prófessor í list- fræði við háskóla í Orlando í fjöl- mörg ár. Eftir andlát eiginkonu hans, Kristínar Halldórsdóttur, pakkaði hann niður ríflega 100 tonnum af listaverkum og búslóð- inni allri. Því næst keypti hann nautgripabýli í Texas til að hefja nýtt líf og endurfæðast. Einungis fæðing er sýnd í Iðnó í dag kl. 17:30. Hin myndin heitir Dieter Roth Puzzle og fjallar um hinn heimsþekkta myndlistar- mann Dieter Roth sem auðgaði ís- lenskt listalíf á sínum tíma. Hilm- ar Oddsson kvikmyndagerðarmaður gerir myndina en hann þekkti Dieter Roth frá barnæsku. Dieter Roth Puzzle verður sýnd í Regnbog- anum föstudaginn 3. október kl. 20:30 og í Norræna húsinu 4. október kl. 22:30 og 5. október kl. 15:30. einarj@24stundir.is Tvær íslenskar heimildamyndir um listamenn Linsunni beint að listamönnum Einungis fæðing Jó- hann Eyfells keypti naut- gripabýli í Texas á gam- alsaldri og hóf nýtt líf. Austurlenskt yfirbragð verður á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld en þá verður flutt tónlist sem á einn eða annan hátt sækir innblástur í Gamelan-tónlist frá Jövu og Balí. Flutt verða verk eftir Claude Debussy, Francis Poulenc, Colin McPhee og Nico Muhly. Tónleikarnir hefjast kl. 19:30. Vinafélag Sinfóníuhljóm- sveitarinnar stendur fyrir súpu- fundi á Hótel Sögu kl. 18. Þar segir Árni Heimir Ingólfsson frá verkunum og Gamelan-tónlistinni sem þau sækja innblásturinn í. Að- gangseyrir á kynninguna er 1.200 kr. Hluti efnisskrárinnar verður endurtekinn á svo kölluðum Heyrðu mig nú tónleikum sem hefjast kl. 21. Þeir hafa óformlegra yfirbragð en hefðbundnir tón- leikar. Stjórnandi kynnir verkin sem verða leikin og að tónleikum loknum fá tónleikagestir tækifæri til að hitta hljóðfæraleikara, stjórn- endur og einleikara í eftirpartíi í anddyri Háskólabíós. einarj@24stundir.is Sinfónían og Gamelan-tónlist Á austrænum nótum Rithöfundurinn Salman Rushdie segist enn vera ánægður með að hafa skrifað skáldsöguna um- deildu Söngvar Satans. Rushdie lét þessi orð falla í viðtali við vef- síðu The Times sem tekið var í tilefni þess að 20 ár eru frá því að bókin kom fyrst út. Söngvar Satans var fjórða skáld- saga Rushdies og kom út haustið 1988. Skömmu eftir útgáfuna var bókin bönnuð á Indlandi og mót- mæli brutust út víða um heim. Í febrúar árið 1989 var Rushdie lýstur réttdræpur af Ayatollah Khomeini, erkiklerk í Íran. ej Sér ekki eftir skrifunum Brasilíski píanó- leikarinn og söngvarinn Paulo Malaguti er staddur hér á landi. Hann kemur fram ásamt íslenskum tónlistarmönn- um á Kaffi Rosenberg við Klapparstíg á föstudag kl. 21. Leikin verður fjölbreytt bras- ilísk tónlist í samba- og bossa nova-stíl. Á sunnudag kl. 20 stjórnar Malaguti síðan kór Tónlistarskóla FÍH. ej Brasilísk tónlist í Reykjavík Bragi Ólafsson rithöfundur held- ur senn í viðamikla upplestrar- og kynningarferð um Bandaríkin í tengslum við útgáfu á skáldsögu hans Gæludýrunum þar í landi. Ferðin hefst með upplestri í bókabúðinni Book Culture í New York fimmtudaginn 9. október. ej Bragi á ferð um Bandaríkin Myrkurlampi er yfirskrift sýn- ingar Haraldar Jónssonar mynd- listarmanns sem opnuð verður í Listasafni ASÍ á laugardag. Á sýn- ingunni eru ný verk úr ýmsum efnum og óefnum eins og það er orðað í tilkynningu frá lista- manninum. Meðal annars eru þar hljóðverk, keramíkhlutir, leiðslu- verk og ljósmyndir. Öll verkin eru unnin sérstaklega út frá bygging- unni sjálfri og vísa til mismun- andi og margbrotinna skynsviða áhorfandans. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 13-17. ej Myrkralampi Haraldar LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Á þessari sýningu er einblínt á Leonardo sem uppfinningamann. Þegar maður gengur í gegnum hana skynjar maður vel hvað hann var langt á undan sinni samtíð í hugmyndum sínum. menning

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.