24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 02.10.2008, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Það hefur aðeins verið minnst á silfrið frá ÓL þegar við höfum verið að kynna liðið. Mér hefur verið stillt upp við mark og fólki leyft að kasta á mig bolta eða þá að mér er skipað að brosa við mynda- tökur, en annars eru menn hér bara slakir yfir þessu öllu saman. Eftir Ívar Benediktsson iben@24stundir.is Hreiðar, sem er 28 ára gamall, er að hefja sitt þriðja keppnistímabil með Sävehof. Hann endurnýjaði samn- ing sinn við félagið í vor til ársins 2010. Engum vafa er undirorpið að Hreiðar hefur tekið miklum fram- förum á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan hann flutti út enda hefur hann á þeim tíma fest sig í sessi hjá landsliðinu auk þess að vera á góðri leið með að verða einn besti markvörður sænsku úrvals- deildarinnar. Hreiðari og félögum hans í Säve- hof er spáð sænska meistaratitlin- um í vor og virðist það vera nokkuð eindregin skoðun flestra hand- knattleikssérfræðinga í Svíþjóð. Hreiðar segir liðið vera mjög svipað og á síðasta keppnistímabili þegar það hafnaði í öðru sæti. Helsti munurinn sé e.t.v. sá að önnur lið, s.s. meistaraliðið Hammarby, hefur veikst frá síðasta keppnistímabili eftir að hafa séð á bak þremur leik- mönnum sem réru á önnur mið. Sænska leiðin Sävehof hefur unnið þrjá fyrstu leikina í deildinni og hefur Hreiðar tekið þátt í tveimur þeirra. „Ég sat á varamannabekknum í fyrsta leikn- um. Góður markvörður gekk til liðs við okkur í sumar, Thomas Fors- berg frá Viborg í Danmörku. Eftir að hann kom þá hefur verið tekin upp sænska aðferðin hjá okk- ur, markverðirnir skipta leikjunum á milli sín. Thomas lék allan fyrsta leikinn, ég spilaði síðan annan leik- inn frá upphafi til enda. Þegar við mættum Guif í vikunni þá skiptum við Thomas leiknum jafnt á milli okkar. Þetta er skrýtið fyrirkomulag og hálfeinkennilegt að eftir að hafa varið vel þá er manni skipað á bekk- inn í hálfleik. Við þessu er ekkert að gera, þjálfarinn vill hafa þetta svona. Þetta er hluti af leikskipulag- inu og maður gengur að því. Vænt- anlega venst þetta allt saman þegar á leiktíðina líður,“ segir Hreiðar sem var með 48% markvörslu í síð- ari hálfleik gegn Guif á mánudags- kvöldið. „Sumir þeirra sem ég hef rætt við um þetta fyrirkomulag segja að það sé auðveldara að halda einbeitingu í 30 mínútur en í 60 mínútur. Fyrir vikið verði markvarsla liðanna sem beita þessari aðferð jafnari. Það á eftir að koma meiri reynsla á þetta fyrirkomulag hjá okkur í Sävehöf en ég trúi ekki öðru en að það eigi að geta gengið úr því að það hefur virkað vel hjá sænska landsliðinu með snillingana Thomas Svensson og Peter Gentzel,“ segir Hreiðar í léttum dúr. Lengi að jafna sig eftir sýkingu „Ég er orðinn fínn aftur en það er ekki langt síðan ég jafnaði mig að fullu í fætinum,“ segir Hreiðar um húðsýkingu sem hann fékk í ökkla og rist á heimleið frá Ólympíuleik- unum Peking og varð þess valdandi að hann studdist við hækjur þegar hann tók við riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu hjá forseta Ís- lands daginn sem íslenska landslið- ið kom heim. „Ég var miklu lengur að jafna mig en talið var í fyrstu. Ég fékk sýklalyf af og til í æð í um vikutíma og síðan þurfti ég að gleypa pens- ilíntöflur í tæpar tvær vikur til við- bótar. Ég missti af æfingaferð Sävehof til Spánar fyrir keppnistímabilið og komst ekki almennilega í gang við æfingar fyrr en rétt áður en sænska deildin hófst í kringum 10. septem- ber. Eitthvað kom þetta allt saman niður á forminu, einkum vantaði mig meiri leikæfingu þegar deild- arkeppnin hófst. En það er allt að koma með æfingunni og síðan höf- um við leikið þrjá leiki í deildinni. Ég er allur að komast í betra form á síðustu viku til tíu dögum. Æfing- arnar að verða betri hjá mér auk þess sem ég átti fínan leik gegn Guif á mánudagskvöldið í Eksilstuna.“ Ekkert stórmál hjá Sävehof Hreiðar segir að sjúkrahúsvisin hafi kippt sér niður á jörðina eftir stutta sælu eftir að hafa unnið silf- urverðlaunin með landsliðinu í handknattleik á Ólympíuleikunum í Peking. Eftir að komið var til Sví- þjóðar tók alvaran við um leið og hann þurfti að ná heilsu á nýjan leik eftir sýkingu sem fyrr er nefnd. Í nærri hvert sinn sem minnst er á Hreiðar í sænskum fjölmiðlum er tekið fram að hann sé silfurverð- launahafi frá Ólympíuleikunum. „Hjá Sävehof hafa menn ekkert sér- staklega verið að flagga þeirri stað- reynd að ég vann til verðlauna með íslenska landsliðinu á Ólympíuleik- unum. Það hefur aðeins verið minnst á það þegar við höfum verið að kynna liðið. Mér hefur verið stillt upp við mark og fólki leyft að kasta á mig bolta eða þá að mér er skipað að brosa við myndatökur, en annars eru menn hér bara slakir yfir þessu öllu saman. Síðan var heil- síðuviðtal við mig í dagblaði í Gautaborg.“ Hreiðar er klár í slaginn með ís- lenska landsliðinu þegar þátttaka þess hefst í undankeppni Evrópu- mótsins í lok þessa mánaðar með landsleik við Belga hér heima 29. október nk. „Ég er klár í slaginn með íslenska landsliðinu ef kallað verður eftir kröftum mínum í landsleikina í lok október og í byrjun nóvember við Belga og Norðmenn. Það er alltaf gaman að taka þátt í landsleikjum,“ segir Hreiðar sem vonast til þess að Guðmundur Þórður Guðmunds- son gefi HSÍ sem jákvætt svar um að halda áfram þjálfun landsliðsins. Silfur og gull Hreiðar Levý Guðmundsson hress með silfrið i Peking. Hann er bjartsýnn á að bæta gullverðlaunapeningi í safn sitt á komandi vori. Við erum með topplið  „Silfurdrengurinn“ Hreiðar Guðmundsson hefur loksins jafnað sig á sýkingu í fæti  Kominn á fulla ferð með sænska liðinu Sävehof  Markvörðurinn er klár í næstu verkefni íslenska landsliðsins í handknattleik „Við erum með frekar ungt lið en þeir eru orðn- ir ári eldri og reynslunni ríkari frá síðasta keppnis- tímabili. Nú eigum við bara að einbeita okkur að því að vinna meistaratit- ilinn. Annað kemur ekki til greina. Vissulega er ekkert gefið en eigum að vera á toppnum. Árangur okkar í fyrstu leikjunum staðfestir að við erum með topplið,“ segir landsliðsmarkvörðurinn í handknattleik, Hreiðar Levý Guðmundsson, leik- maður Sävehof í Gauta- borg í Svíþjóð. ➤ Sävehof hefur unnið þrjáfyrstu leikina í deildinni og hefur Hreiðar tekið þátt í tveimur þeirra. ➤ Hreiðar fékk húðsýkingu íökkla og rist á heimleið frá Ólympíuleikunum Peking sem varð þess valdandi að hann studdist við hækjur þegar hann tók við ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu hjá forseta Íslands daginn sem íslenska lands- liðið kom heim. Á BATAVEGI 24stundir/Brynjar Gauti N1-deildirnar í hand- bolta karla og kvenna fara vel af stað og kannski hefur silfrið hjá landsliðinu á ÓL í Peking kveikt ein- hvern neista hjá leik- mönnum og áhuga- fólki. Þrír leikir fara fram í karlaflokki í kvöld, Valur - Fram, Akureyri - Stjarnan, Víkingur - FH. Handbolti og harpix á fjölunum í íþróttahúsum landsins

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.