Eintak

Útgáva

Eintak - 07.04.1994, Síða 2

Eintak - 07.04.1994, Síða 2
LOF LAST ...fær Steingrímur Her- mannsson, fyrrum stjórn- arformaður Mótvægis, fyrir að halda því fram að allt hafi verið í sóma hjá út- gáfufélögum Tímans. Ann- að hvort stafar það af bí- ræfni eða óskammfeilni. STELLINQ VIKUNNAR Komdu-ef-þú-þorir-stellingin. Komdu-ég-þarf-að eiga-við- þig- orð-vinur-stellingin. Hvor sem er, þá eiga menn að láta aöra höndina hanga, banda hinni fram, standa í annan fótinn og láta hinn hanga máttlítinn í kross og halla höfðinu fram. Og aðalatrið- iö er síðan glottið — gleitt, bælt, lúmskt, ögrandi - - allt eftir smekk. ÞAÐ VÆRI TILC/ANQSLAVST... ...fær Jóhannes í Bónus. Bónus á afmæli á föstu- daginn, verður fimm ára. Bónus hefur tekið við hlut- verki Hagkaups við að halda niðri vöruverði og ná fram þeim kjarabótum sem verkalýðshreyfingunni hef- ur mistekist að ná fram á umliðnum áratugum. Og svo lætur Jóhannes land- búnaðarstefnuna og fram- sóknarmennina aldrei í friði. Fannað puttamir „Ég hef alltaf haft nóg fyrir stafni og verð ekki í nokkrum vandræð- um með að fá aðra vinnu þegar þessu lýkur. “ fóruafog öskraði Hversu lengi hefurðu verið at- vinnustuðningsmaður Sophiu Hansen? „Ég hefstaðið við bakið á Sophiu síðan 15. ágúst 1990 þegar allt þetta byrjaði." Hvað hefurðu fengist við jafn- framt því? „Ég er meðal annars núna að undirbúa Landsmót saumaklúbb- anna á Akureyri. Ef maður nennir að vinna getur maður haft nóg fyrir stafni. “ Sér nú loks fyrir endann á bar- áttunni fyrír börnunum? „Þetta er stór sigur og enn einn sigurinn í viðbót fyrir Sophiu. Við vonum að við komumst að settu marki að lokum." Hvað eru skuldir samtakanna Börnin heim orðnar miklar núna? „Ætli þær nemi nú ekki eitthvað um 14 milljónum." Verðið þið enn þá vör við stuðning íslendinga? „Já, en ekki ríkisstjórnarinnar. Það mætti láta okkur hafa gjaf- sókn en Islendingum er mismun- að í sambandi við gjafsóknir. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir að við þyrftum að standa í þessari baráttu hefðu íslensk stjórnvöld undirritað samninga um brottnám barna. “ Hvað ætlarðu að taka þér fyrir hendur þegar börnin koma hingað til lands? „Ég ætla að fá börnin heim áður en ég ákveð það. En það á eftir að skrá alla þessa sögu og það verður gert. Þá eiga margir eftir að fá verk í magann. “ Hæstiréttur í Ankara, sem saman- stendur af 47 dómurum, hefur fellt úr gildi dóm undirréttar að Halim Al skuli fara með forræði dætra hans og Sophiu Hansen. Ógeðfelldustu fréttir vikunnar eru tvær því þær eru báðar svo ógeðfelldar að vart má á milli sjá hver hefur vinninginn. 1 Ríkisút- varpinu á þriðjudaginn var sagt frá manni sem orðið hafði fyrir því óláni að missa þumalinn af hægri hendi í vinnuslysi. Hann fékk vísi- fingur af sömu hendi græddan þar sem þumallinn hafði verið. Sjáið þetta fyrir ykkur, vísifingur þar sem þumallinn er! Sama dag sagði DV frá stúlkunni Ásdísi sem misst hafði tvo fingur í afhausunarvél en fékk þá grædda á í tólf tíma aðgerð. Hún tekur það sérstaklega fram í viðtalinu að hún hafi fundið puttana fara af og er það auðvitað vel. Svo segir: „Fingur Ásdísar komu ekki fyrr en nokkr- um tímum á eftir henni til Reykja- víkur og komu í lögreglufylgd til hennar.“ Óneitanlega nokkuð myndræn lýsing enda eru fingur- stubbarnir persónugerðir. Það gerir Ásdís reyndar líka þegar hún segir frá því að hún hafi nefnt þá Magn- ús og Jóa! Nokkru síðar stendur skrifað: „Blóðsugur eru notaðar til að losa blóð frá fmgrunum þar sem bláæðar, sem venjulega sjá um slíka starfsemi, eyðilögðust við slysið.“ Á sömu síðu og fréttin af Ásdísi er getur að líta frétt af því hvernig Hagkaup bregst við mikilli vöru- rýrnun og hefur dálítið ógeðfellda fýrirsögn miðað við fréttina af Ás- dísi: „Símsvari gegn fingralöngum starfsmönnum.“ Uppsetningin í DV gæti orðið til þess að Hag- kaupsmenn grípi hreinlega til af- hausunarvéla til að stemma stigu við fingralengdinni. Ógeðfelldheitin í ágræðslufrétt- unum felast í hinum myndrænu lýsingum. Maður sér þetta allt sam- an svo vel fyrir sér og herpir ósjálfr- átt saman hendurnar við lestur fréttanna. PIZZA 67 við Tryggvagötu Pabbamir koma sonum smum til hiálpar í rekstri^— Pizza O/ Ýmsir hafa áhuga á örum vexti pizzakeðjunnar. Uppgangur Pizza 67 hefur verið með ólíkindum. Það voru fjórir ungir menn sem opnuðu fyrsta staðinn í Nethyl í september 1992 en núna einu og hálfu ári síðar eru staðirnir orðnir ellefu víða um land. Upprunalegir stofnendur voru, Einar Kristjánsson, Georg Ge- orgiou, Guðjón Ingvi Gíslason og Árni Björgvinsson sem allir eru ungir að árum. Þrír þeirra voru tuttugu og þriggja ára og sá fjórði tuttugu og átta ára þegar þeir opn- uðu fýrsta stað- inn og stofhuðu ís- fram- tak hf. sem hefur meðal annars þann tilgang að framleiða matvæli. Fjórmenning- arnir eiga og reka tvo af stöðunum ellefu, þann í Nethyl og annan sem var opnaður í ágúst á síðasta ári við Tryggvagötu. Rekstri hinna níu staðanna er hins vegar þannig hátt- að að eigendur þeirra borga vissa prósentu af veltu fyrir afnot af Pizza 67 nafninu til íslensks fram- taks hf. og kaupa auk þess hráefni í gegnum það fyrirtæki. Hinn mikli vöxtur Pizza 67 hefur óneitanlega vakið töluverða athygli, til dæmis fjallaði íslenski markaðs- klúbburinn um uppgang Pizza 67 á sérstökum fundi í febrúar. Mark- aðsklúbburinn er þó ekki eini aðil- inn sem hefur sýnt keðjunni áhuga því skattrannsóknarstjóri hefur síð- ustu vikur farið ítarlega ofan í saumana á rekstri íslensks framtaks hf. sem rak báða staðina í Reykjavík og sá um hráefnissölu til annarra Pizza 67 staða. Skömmu fyrir síðustu áramót var rekstur Pizza 67 í Nethyl og Tryggvagötu aðskilinn og T-67 hf. stofnað um rekstur staðarins við Tryggvagötu. Meirihlutaeigendur og stjórnarmenn þess félags eru feður fjórmenninganna: Kristján Már Sigurjónsson faðir Einars, Þórður Óskarsson faðir Georgs, Gísli Gunnlaugsson faðir Guð- jóns og Björgvin Kjartansson fað- ir Árna. Er það athyglisvert að allir pabbarnir hafa ákveðið að taka þátt í pizz'aævintýrinu með sonum sín- um. Hvernig skyldi hafa staðið á því að þeir komu þarna inn? Georg Ge- orgiou svarar því. „Það var mjög stór biti fyrir okk- ur að opna staðinn við Tryggva- götu, svo stór reyndar að við lögð- Um ekki í það einir heldur ákváð- um að fá fleiri til liðs við okkur og leituðum því til íjölskyldna okkar.“ Var auðsótt múl að fd pabbana inn? „Já, já. Þeir voru búnir að sjá hvernig Pizza 67 fór af stað og voru mjög viljugir í að takast á við þetta með okkur. Þetta eru líka allt menn sem hafa staðið í ýmsum rekstri áð- ur og vita hvað þeir eru að gera.“ Koma þeir þú eitthvað nálœgt daglegum rekstrí fyrirtækisins? „Þeir hafa ekki afskipti af starfs- mannamálum og þvíumlíku. En þeir fara yfir mánaðaruppgjör og aðrar rekstrartölur. Við fundum líka reglulega saman og gerum framtíðarplön." Er ekkert flókið að starfa með svo nákomnum œttingjum? „Við reynum náttúrlega að halda þessu á eins prófessjónal plani og hægt er og það hefur gengið ljóm- andi vel hingað til.“ © að fýra einni feitri OQEÐFELLDASTA FRÉTT VIKWNNAR Verðurðu ekkibráð- umat- vinnulaus, Sigurður Pétur? O Skiptastjórarnir höfða mál í von um að eitthvert vit sé í því © Mágkona eiganda Heimsmyndar ráðin sem ritstjóri 1 kiptastjórar .þrotabús 'Miklagarðs hf., lögmennirnir Jóhann H. NfELSSON og Ástráður Haraldsson, fengu sex- tán riftunarmál þingfest fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Áður höfðu þeir fengið tvö mál þingfest, eitt í Reykjavík og annað fyrir norðan. eintak greindi frá því í síðustu viku að þeir hyggðust höfða fjölda slíkra mála á hendur fyrirtækjum og sjóðum án samráðs við kröfuhafa. Og það sem meira er þá voru skiptastjórarnir í kapp- hlaupi við frestinn til að geta höfðað riftunarmál fyrir hönd þrota- búsins og viðurkenndu að ekki væri víst að málin yrðu dómtekin. Þetta þýðir að mál eru höfðuð á kostnað kröfuhafa sem hafa enga tryggingu fyrir því að fá nokkuð fyrir sinn snúð. Aðferðinni sem skiptastjór- arnir beita má líkja við það ef ein- hver kærði annan mann ef vera kynni að hann fyndi eitthvert kæru- efni... Þá er loksins þúið að ráða nýj- an ritstjóra tímaritsins Heimsmyndar. Fjöldi um- sækjenda sótti um stöðuna en Friðrik Frhqriksson útgefandi leit- aði ekki langt að arftaka Herdísar Þorgeirsdóttur, sem seldi honum tímaritið fyrir skömmu. Fyrir valinu varð mágkona hans, Vilborg Ein- arsdóttir blaðamaður á Morgun- blaðinu, sem gift er Kristjáni Frið- rikssyni auglýsingateiknara hjá Hvíta húsinu. í fjölmiðlaheiminum hefur ráðning Vilborgar vakið nokkra undrun, enda er hún lítt kunn af störfum sínum, en síðustu árin hefur hún séð um föstudag- skálf Moggans sem gengur undir nafninu Daglegt líf. Friðrik þykir meiri bisnessmaður en svo að hann veðji ekki á þann sem hann telji hæfastan til að gegna starfinu. Menn túlka ráðninguna því þannig að ritstjórnarstefna Heimsmyndar breytist í átt að Nýju lífi og Mannlífi verði að mestu eftirlátinn viðtala- markaðurinn. Salvör Nordal, framkvæmdastjóri (slenska dans- flokksins, var inni í myndinni hjá Friðriki en líklegt er að hún hefði fylgt harðari ritstjórnarstefnu en Vil- borg, enda var hún sambýliskona Árna Þórarinssonar sem er í leyfi frá ritstjórn Mannlífs. Sagt er að Friðrik hafi óttast að hún tæki með sér það sem hún lærði á koddanum hjá Árna og hætta væri því á að Heimsmynd yrði of líkt Mannlífi en vonlaust væri að ráðast á sterka stöðu þess. Konurnar sem kaupa Nýtt líf er því markaðurinn sem Heimsmynd verður stefnt á... 2 FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1994 © JÓN ÓSKAR

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.