Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 07.04.1994, Qupperneq 8

Eintak - 07.04.1994, Qupperneq 8
£INTAK Geflð út af Nokkrum íslendingum hf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Framkvæmdastjóri: Níels Hafsteinsson Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI Andrés Magnússon, Árni E. Bjarnason, Bonni, Davíð Alexander, Einar Örn Benediktsson, Finnur Jóhannsson, Gerður Kristný, Guðbergur Bergsson, Guðmundur Andri Thorsson, Hallgrímur Helgason, Hilmar Örn Hilmarsson, Jói Dungal, Jón Óskar Hafsteinsson, Jón Kaldai, Jón Magnússon, Jón Proppé, Júlíus Kemp, Loftur Atli Eiríksson, Óttarr Proppé, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Sigurður Pálsson.Sigurjón Kjartansson, Styrmir Guðlaugsson og Þorvaldur Þorsteinsson. Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf. Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 700 á mánuði. Guðmundar- og Geirfinnsmál í EINTAKI í dag er birt viðtal við Sævar Ciesielski. Það þarf ekki að segja neinum hver sá er. Fyrir tuttugu árum þegar rann- sókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum stóð sem hæst var hann mest hataður íslendinga. Hann sat í gæsluvarðhaldi ásamt öðrum sakborningum í þessum málum í þau tvö ár sem rannsókn þeirra stóð. Sú rannsókn fór í nokkra hringi, sakborningar bentu hver á annan og allt aðra menn, játuðu og drógu síðan játningar sínar til baka. Á meðan voru þessi mál í stöðugri umræðu manna á með- al. Og mynd almennings af þessari rannsókn og sakborningum hennar varð magnaðri og magnaðri eftir því sem á leið. Rannsókn Guðmundar- og Geirfmnsmála hófst stuttu eftir að lögreglan fór að rannsaka fíkniefnamisferli hér á landi. Fáir ís- lendingar vissu yfirleitt hvað fíkniefni voru. Fréttir af rannsókn tvöfalds morðmáls féll því í frjóa jörð ímyndunarafls almennings. Fólk taldi sér trú um að hér væri komin fram ný tegund manna; glæpamenn sem virtu mannslíf einskis og lifðu utan við öll lög og lögmál. Það fylltist hatri á þeim mönnum sem rannsókn lögregl- unnar beindist að hverju sinni. Fólk leit á það sem skepnur frek- ar en menn. í þessu andrúmslofti kepptist lögreglan við að finna einhverja niðurstöðu í þessum málum sem virtust annars næsta óleysanleg. Engin lík fundust, engin morðvopn og það eina sem lögreglan gat reynt að byggja á voru misvísandi játningar gæsluvarðhaldsfang- anna sem þeir gáfu, oft eftir langar og strangar yfirheyrslur. Játn- ingar sem þeir síðan drógu til baka jafnóðum. Á endanum setti lögreglan saman líklega atburðarás úr þessum játningum og mál var höfðað gegn sakborningunum. Héraðsdómur dæmdi þá til allt að ævilangs fangelsis. Hann hafnaði afturköllun játninganna og byggði dóm sinn á þeim. Og aðeins þeim því þrátt fyrir tveggja ára rannsókn fundust engin áþreifanleg sönnunargögn í málinu. Hæstiréttur mildaði síðar dóminn en eftir sem áður hlutu tveir sakborninga þyngstu dóma sem þá höfðu verið felldir á íslandi á þessari öld, sautján ára fang- elsi. Við rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálanna komu skýrt fram gallarnir á íslensku réttarkerfi. Við upphaf þessara mála var sakadómari í raun yfirmaður rannsóknar sakamála. Það er sama fyrirkomulag og Mannréttindadómstóll Evrópu taldi ótækt við rannsókn og dóm í umferðarlagabroti. Vegna augljósra ágalla við rannsókn þessara mála var Rannsóknarlögregla ríkisins stofnuð og gerð óháð sakadómi. Líklega efast enginn sem kynnir sér málið að hægt er að gagn- rýna rannsókn þessara mála frá mörgum hliðum. Við rannsókn á harðræði sem sakborningar ásökuðu lögregluna um kom fram að þær ásakanir áttu við rök að styðjast þótt ekki tækist að sanna all- ar þær ásakanir. Öll rannsókn málsins frá upphafi var með ólík- indum og undir lokin virtist það eitt vaka fyrir rannsóknaraðil- um að setja saman eitthvað sem gat litið út eins og niðurstaða fremur en að leiða hið sanna í Ijós. Lögreglan vann að þessu máli undir miklum þrýstingi frá almenningi sem heimtaði niðurstöðu — og þá niðurstöðu sem hann var þegar kominn að. Þegar málið kom fyrir Sakadóm og síðar Hæstarétt var það löngu hætt að vera venjulegt sakamál sem snerist um sannanlega sekt sakborninga. Ef sakborningar hefðu fengið að njóta þess mikla vafa sem leikur á sekt þeirra og skort á sönnunum hefðu dómarnir í raun fellt ægi þungan dóm yfir íslensku réttarkerfi. Miðað við afstöðu íslenskra dómara í öðrum málum, litla virð- ingu þeirra fýrir grundvallarmannréttindum og þær ákúrur sem þeir hafa fengið frá dómstólum ytra er ekki erfitt að ímynda sér að sú staðreynd hafi vegið þyngra í huga dómaranna en raun- veruleg efnisatriði málsins. Það er svo fjölmörgum spurningum ósvarað í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum að það er nauðsynlegt að einhver rannsókn fari fram á þeim. Og það áður en allir aðstandendur þeirra falla frá. © Ritstjórn og skrifstofur Vatnsstíg 4, 101 Reykjavík sími 1 68 88 og fax 1 68 83. LETTVIQT Hagkaup hefur boðið starfsmönnum sínum að hringja nafnlaust í símsvara og segja til félaga sinna sem þeir gruna um að vinna að rýrnun á lager fyrirtækisins. O c/) 00 < •o “3 © HUN SEQIR HANN SEQIR Loksins friður Á hverjum páskum upphefst söngur skemmtanasjúklinga og sjálfskipaðra frelsispostula: Hvers vegna eru skemmtistaðir, kvik- myndahús og barir ekki opnir yfir hátíðina? Á biskupinn að ráða því hvort ég fer út að skemmta mér eða ekki? Páskarnir eru svo leiðin- legir vegna þess að ekkert er opið og því ekkert hægt að gera. Þessi söngur er sennilega bein afleiðing þess hve fólkið sjálft er leiðinlegt. Það virðist vera algjör- lega óhæít til að hafa ofan af fyrir sér sjálft. Burtséð frá því hvort menn hafa helgi páskanna í heiðri eða ekki, finnst mér jákvætt að hafa einhverja daga ársins þannig að allir séu í fríi, nema þeir sem þurfa að sinna neyðar- og bráða- þjónustu. Nú eru þeir eflaust til sem svo langt eru leiddir í þjónk- un sinni við Bakkus að þeir telji að vínveitingahús eigi að hafa opna bráðamóttöku fyrir langt leiddar fyllibyttur og vissulega væri það dálítið fyndið að sjá barþjóna meta það hversu kúnnar þeirra eru langt leiddir í fíkn sinni og veita þeim lágmarks líkn. Mér finnst þetta umkvörtunar- efni bera vott um fádæma hug- myndafátækt og andlega örbirgð. Er fólk virkilega svo langt leitt, að það geti ekkert gert sér annað til skemmtunar, en að sitja á reyk- mettuðum knæpum og drekka brennivín? Páskarnir veita kær- komið tækifæri til að gera eitthvað annað, til dæmis að bjóða heim vinum, án þess að eiga það á hættu að fólk fari að ókyrrast skömmu eftir miðnættið og rjúki út á bar í leit að einhverju sem sjaldnast finnst þar. Það er líka hægt að liggja í leti, lesa bækur, skrifa bréf, raða í myndaalbúmið, fara í göngutúra, hitta fiölskylduna og fleira sem lítill tími vinnst til' venjulega, eða sitja bara uppi með sjálfan sig sem er hverjum manni hollt, þó það sé ekki jafn skemmti- legt fyrir alla. Menn geta þá velt því fyrir sér hvernig öðrum finnist þeir, fyrst þeim sjálfum finnst þeir svona leiðinlegir. Mér finnst að menn mættu banna fleira á páskum. Þegar tryggt er að menn glatist ekki í hringiðu skemmtanalífsins, held- ur hafi eilíft líf í hugskoti sínu heima við, þarf að tryggja að þeir noti ekki tæki- færið og týnist á fiöllum. Það ætti að loka miðhálendinu um páskana, því enda þótt komið sé vor í Vatikaninu er vetur á Vatna- jökli og þó að menn séu þrautþjálfaðir í að týnast, er það engin trygging fyrir því að þeir séu neitt sérstak- * lega flinkir í að finnast aftur. Nú munu menn sjálfsagt reka upp ramakvein og fara að jarma um frelsi. Frelsi er einskis virði fyrir þann sem bundinn er í viðjar vanans og frelsi okkar takmarkast alltaf af einhverju, hvort sem það erum við sjálf, aðrir eða heimur- inn. Og hvað með frelsi þeirra sem vinna á knæpunum, eiga þeir aldr- ei að fá frí? Örfáir barlausir dagar eru ekki mikil fórn, en geta þeir verið drjúgir séu þeir rétt notaðir. Og hver veit nema að menn rísi upp óþunnir á þriðja degi og hafi átt góða og uppbyggilega helgi. © Guði það sem guðs er og annað ekki Helgi páskanna Ekki svo að skilja að mér sé. eitthvað sér- staklega upp- sigað við krist- inn sið, en mér er gersamlega fyrirmunað að skilja hvers vegna kross- festing og upp- risa Krists þarf að lama alla starfsemi á Is- landi tæplega 2000 árum síð- ar. * Nú er ég þó þannig gerður að mér finnst endi- lega að menn eigi að gera sér daga- mun þegar ástæða er tO, því lífið yrði afar lítils virði ef hver dagur Íiði öðrum líkur. Þegar ég held upp á afmælið mitt býð ég fólki til veislu og verð kannski örlítið fúll ef einhver gestanna kemur ekki. En því fer fiarri að ég setji upp skeifu þó að allir aðrir þegnar landsins leggi ekki niður vinnu og hylli afmælisbarnið. Á sama tíma og engum fmnst ofangreint skrýtið er landslögum svo háttað að hérlendis er öllum skylt að hafa sig hæga á föstudag- inn langa og páskasunnudag, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Hvort sem þeir eru kristnir eða ekki. Hvort sem þeir eru Is- lendingar eða ekki. Finnst mönn- um ekkert sérkennilegt við það? Ég vil alls ekki mæla gegn því að kristnir menn hafi helgi páska, hvítasunnu eða jóla í hávegum, en mér finnst það skrýtin heígi, sem þarf að troða upp á fólk, hvort sem það vill eða ekki. Nú heyrist ekki nokkur maður minnast á nauðsyn þess að menn játi kristna trú hvort sem þeir vilji eða ekki. Það stafar ekki einungis af kristi- legu umburðarlyndi og virðingu fyrir trúfrelsi, heldur er það bein- línis gildur þáttur Iútersks evang- elískrar trúar að hver og einn verði að opna hjarta sitt fyrir Kristi á eigin forsendum. En samt sem áður standa þessi fornaldarákvæði eftir óhögguð. Eins og löggjafanum komi það eitthvað við hvort og hvernig ég kýs að halda páskana. Ekki svo að skilja að ég megi búast við heim- sókn hinna mætu lögregluþjóna Reykjavíkur ef til mín sést inn um glugga hamrandi þessar línur á tölvuna á föstudaginn langa. En ef mér dytti í hug að opna dyr mínar og selja kaffi og með því er ansi hætt við því að laganna verðir gerðu athugasemdir, þó svo mað- ur yrði tæpast krossfestur. Hluta af vitleysu þessari má rekja til þeirrar staðreyndar að hér er kirkja og ríki eitt og hið sama og kirkjunnar menn hafa lengst af ráðið því sem þeir vilja í þessum efnum. Það sem þó veldur senni- legast meiru er landlægur leið- indahugsanagangur, sem annars vegar byggist á áráttu hins opin- bera til þess að hafa vit fyrir þegn- um landsins og hins vegar sér- kennilegri afskiptasemi þeirra, sem ekki festa svefn af tilhugsun um það að einhverjir aðrir kunni að vera að skemmta sér. Rökin gegn þessari fásinnu eru ótalmörg. Það sem mér finnst þó mestu máli skipta er sú ókurteisi, sem í banninu felst. öðrum kent- ur það einfaldlega ekki við hvernig ég kýs að verja deginum, hvort sem hann er 28. apríl, 17. júní, jóladagur eða gamlárskvöld. Hvort sem ég vil liggja á bæn alla daga, liggja í leti, liggja í því eða sinna vinnu minni í friði fyrir af- skiptum annarra. © 8 FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1994

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.