Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 07.04.1994, Qupperneq 12

Eintak - 07.04.1994, Qupperneq 12
Vitnisburður þriggja fangavarða um harðræði að engu hafður Öllu hafnað nema einum kinnhesti Sævar Ciesielski hefur reynt að fá Guðmundar- og Geirfinnsmálin tekin fyrir aft- ur frá þvíhann var látinn laus úr fangelsi fyrir tíu árum. „Skuggi þessa máls hvíliryfir mörgum sem urðu fyrir miklum sárindum, bæði sakþorningum og aðstandendum þeirra. Þetta situr í fóiki enn í dag og það vill réttlæti. Svo má ekki gleyma sárindum aðstandenda þeirra sem hurfu. Allt þetta fólk á rétt á því að sannleikurinn komi fram. “ Mannvonskan ein er varla nægileg skýring? „Mitt persónulega álit er að Hall- varður hafi alltaf ætlað sér að taka við af Þórði Björnssyni ríkissak- sóknara. Hjá honum og fleirum skipti miklu máli fyrir starfsfram- ann að loka málinu, hvernig sem þeir færu að því. Ef maður skoðar söguna og hvernig sakamál hafa verið rekin í gegnum aldirnar þá sést samlíking með þessu máli og til dæmis því hvernig kirkjuvaldið gekk fram. Biskuparnir réðu yfir mannafla og gátu handtekið menn og pyntað til játninga sem þóttu henta. Síðan skipuðu þeir dóm þar sem tilkvaddir voru menn úr prestastétt. Þessi tækni er kunn. Málatilbúnaðurinn gegn okkur byggðist ekki á neinu því það voru engin efnisleg gögn, einungis var dæmt eftir játningum okkar. Þá verður að hafa í huga hvernig þær voru fengnar og við hvaða aðstæð- ur. Það verður að gera greinarmun á orsök og afleiðingu. Upphaf málsins var það að borið var á okk- ur að við værum viðriðin þessi tvö mannshvörf en rannsóknarmenn- irnir gátu aldrei svarað því hvaðan þeir hefðu það þrátt fyrir að vera spurðir um það fyrir sakadómi. Játningarnar fylgdu í kjölfarið en voru ekki upphafið.“ Fólk á rétt á því að sannleikurinn komi fram Hefurðu fengið einhver við- brögð við greinargerðinni sem þú sendir yfirvöldum síðastliðið haust? „Nei, ég hef ekki fengið nein við- brögð frá yfirvöldum frá því ég byrjaði að vinna að því að fá málið tekið upp aftur.“ Þú ert ungur enn. Hvers vegna gleymirðu þessu ekki bara og heldur áfram að lifa lífinu? „Heldurðu að ég hefði ekkert annað við líf mitt að gera en að berjast ef ég væri sekur? Og ég er ekki einn um það að vilja fá fram sannleikann. Skuggi þessa máls hvílir yfir mörgum sem urðu fyrir miklum sárindum, bæði sakborn- ingum og aðstandendum þeirra. Þetta situr í fólki enn í dag og það vill réttlæti. Svo má ekki gleyma sárindum aðstandenda þeirra sem hurfu. Allt þetta fólk á rétt á því að sannleikurinn komi fram. Ég á líka rétt á því að fá mínar skaðabætur. íslendingar hafa skilið frelsi ein- staklingsins á svo einkennilegan hátt og sett samasemmerki milli þess og athafnafrelsis, annað hefur vart komist að. Mannréttindi eru Hinn n. október 1979 lauk rann- sókn á meintu harðræði sem Sæv- ar M. Ciesielski taldi sig hafa ver- ið beittan í Síðumúlafangelsinu við rannsókn Geirfmns- og Guðmund- armálanna. Þórir Oddsson vara- rannsóknarlögreglustjóri var feng- inn til að annast rannsókn málsins með bréfí dagsettu 30. maí sem undirritað var af Ólafi W. Stef- ánssyni ráðuneytisstjóra í dóms- málaráðuneytinu. Þá var hann jafn- framt skipaður rannsóknarlög- reglustjóri ríkisins um tíma í stað Hallvarðar Einvarðssonar, sem var vararíkissaksóknari á meðan á rannsókn málanna stóð og tengdist þeim verulega. Þórir var því fenginn til að rann- saka áburð Sævars á hendur raun- verulegum yfirmanni Þóris og und- irmönnum hans í rannsóknarlög- regluliðinu. Rökin fyrir því að Þór- ir var talinn hæfur til að takast á hendur þessa rannsókn voru þau að hann hafði dvalist erlendis og ekki komið nálægt rannsókn máls- ins. Horft var framhjá tengslum hans við þá sem lágu undir sök Sævars. Fróðlegt er að fletta í gegnum gögn þau sem safnað var vegna harðræðisrannsóknarinnar. Þar er að finna skýrslur sem teknar voru, greinargerðir Sævars, bréfaskipti milli manna og fleira. Hér á eftir er staldrað við þá staði í gögnunum þar sem aðrir en sakborningar vitna um harðræði. Dekrað við sökunaut- ana, að mati rannsókn- ardómarans Örn Höskuldsson, rannsóknar- dómari í málinu, lagði fram skýrslu við harðræðisrannsóknina. Þar kemst hann einkennilega að orði: „Sævar Marinó reyndi í þinghaldi hinn 11. janúar að bera fyrir sig að hann hefði verið þvingaður til þess að játa á sig sakir í „Guðmundar- málinu“. Ég tók ekkert mark á framburði hans þar sem ég vissi betur, en ég var viðstaddur þegar hann skýrði fyrst frá og svo var einnig hans réttargæslumaður Jón hins vegar hornsteinn frelsisins og þau eru fótum troðin hér á landi. Við erum ekki aðilar að Mannrétt- indasáttmála Evrópu og lögin eru fremur sniðin að því hvað hentar kerfinu en einstaklingnum. Það er Oddsson hrl. og á honum að vera manna best kunnugt um að ffam- burður Sævars var rangur." Burtséð fá því hvort Sævar hafi einhvern tíma játað á sig sakir að viðstöddum Erni afsannar það ekki að hann hafi verið beittur harðræði áður sem gæti hafa orðið þess vald- andi að hann játaði á sig sakir í þessu tilviki. Sævar rekur einmitt eitt slíkt dæmi í viðtalinu. örn seg- ist bera fullkomið traust til lög- reglumannanna. En: „Ef ég hefði eitthvað átt að finna að störfum þeirra í sambandi við málsrann- sóknir þessar þá var það helst að þeir dekruðu of mikið við söku- nauta...“ Svo mörg voru þau orð. Yfirfangavörðurinn svín- beygir Sævar Kjartan Kjartansson var fanga- vörður um tíma í Síðumúlafangels- inu. Hann sagði orðrétt þegar hann var kallaður fyrir vegna rannsókn- arinnar: „Ég var þarna ásamt fleiri fangavörðum staddur í milliher- bergi milli varðstofu og yfirheyrslu- sals fangelsisins, sem er fyrst til hægri, er inn í fangelsið kemur. Að yfirheyrslu þeirra Eggerts Bjarna- sonar og Sigurbjörns Víðis yfir Sævari Marinó liðinni, fannst mér, að yfirheyrslunni ætti að vera lokið. Svo var þó ekki. Gekk Gunnar Guðmundsson, yfirfangavörður, þá mjög berserkslega inn í yfir- heyrsluherbergið og upphófst væg- ast sagt allmikill hávaði og ég leit í augu nærstaddra fangavarða. Ég var ekki viss um, hverjum bæri skylda til að opna hurðina og at- huga hvað þarna færi fram. Þegar ég sá ekki, að neinn hefði kjark til að athuga hvað væri að gerast, opn- aði ég hurðina. Ég sá ekki, að Gunnar væri í hættu staddur, en mér virtist sem Sævar Marinó hefði verið svínbeygður, enda hefði hann ella ekki kallað: „Stilltu þig, stilltu þig, Gunnar, Gunnar." Gunnar Guðmundsson skipaði mér að loka tafarlaust. Ekki heyrði ég að fleira gerðist þarna inni.“ eins og lögin séu fyrir kerfið en ekki fólkið. Nú eru tuttugu ár síðan þessir menn hurfu og sem betur fer hefur margt breyst. Aðskilnaður dóms- og framkvæmdavalds er orðinn gleggri og vegna lýðveldisaf- mælisins er líka meiri umræða um mannréttindi og rétt einstaklings- ins í þjóðfélaginu. Því tel ég að það hafi skapast grundvöllur fyrir því að skoða þetta mál. Fólki er að verða ljóst að við erum tuttugu ár- um á eftir mörgum öðrum þjófé- lögum þegar mannréttindi eru annars vegar. Gunnar bar hins vegar við rann- sóknina að hann hafi aðeins brýnt raustina. Fangaverðir yfirheyra sakborninga samkvæmt fyrirmælum Fangavörðum er óheimilt að yf- irheyra fanga og Gunnar neitar að hann eða aðrir hafi gefið fanga- vörðum skipun um slíkt. Skúli Steinsson fangavörður sagði hins vegar þegar hann var kallaður fyrir sem vitni: „Ég man ekki hvort það var Gunnar Guðmundsson eða rann- sóknaraðilar þessara mála sem sögðu mér að taka það sem Sævar segði niður á blað og afhenda þeim það. Það var tekið fram við mig að láta engan sjá þetta sem kæmi frá Sævari nema Gunnari Guðmunds- syni eða rannsóknaraðilunum. Það kom síðan að ég afhenti rannsókn- araðilunum slíka upplýsingamiða.“ Eggert N. Bjarnason, rann- sóknarlögreglumaður, sagðist minnast þess að hafa fengið minn- ismiða frá fangavörðum en staðið í þeirri trú að það hafi verið að ósk fanganna. Jóna Sigurjónsdóttir hafði aðra sögu að segja: „Ég veit til þess að ákveðnir fangaverðir voru að yf- irheyra framangreinda gæslufanga. Er þar um að ræða Skúla Steins- son, Högna Einarsson og Örn Ármann Sigurðsson. Ég held að yfirheyrslur fangavarðanna hafi að- allega beinst að Sævari Ciesielski og hefur það verið að undirlagi, Arnar Höskuldssonar, Eggerts Bjarnason- ar og Sigurbjörns Víðis, eða alla- vega með vitund þeirra. Eins var Gunnar Guðmundsson, forstöðu- maður að yfirheyra. Ég var ekki sjálf vitni að þessum yfirheyrslum en byggi þetta á tali samstarfs- manna minna.“ Haldið vakandi og tusk- aður til Guðrún Óskarsdóttir, fanga- vörður, sagði meðal annars þegar hún var kölluð fyrir: „Það eina sem ég get borið um er að í tvö skipti heyrði ég, þegar verið var að yfirheyra Sævar Ciesielski, einhverja „pústra". Ekki get ég sagt til um hvenær þetta var eða hverjir það voru sem voru að yfirheyra Sævar Ciesielski. Þegar þetta var þá voru einhverjir - að ég tel rann- sóknarlögreglumenn - að yfirheyra Sævar í yfírheyrsluherberginu (hornherberginu). Mér virtust þessir „pústrar“ vera þannig að ver- ið væri að slá einhvern - heyrði ég eins og hálfgerðar stympingar og eins og einhver kveinkaði sér. ... Viðbrögð mín við þessu voru þau að mér líkaði þetta ekki og talaði ég um þetta við Jónu Sigurjónsdóttur, samstarfskonu mína.“ Umrædd Jóna var einnig kvödd til sem vitni. Hún sagði meðal annars: „Með mér á vaktinni var Skúli Steinsson og að mig minnir Erling- ur Guðmundsson, en ekki man ég hvor þeirra stjórnaði vaktinni. Þeg- Mér finnst því fáránlegt að yfir- ,völd skuli ekki kanna það þegar maður er búinn að berjast fyrir því árum saman að fá mál tekið upp aftur og segist vera saklaus. Það er mergurinn málsins. Þrískipting valdsins var upphaflega hugsað til þess að ríkisvaldið gæti ekki náð sér niðri á einstaklingi án þess að ein- hver hluti þess gætti réttar hans. 1 þessu máli lögðust allir angar valds- ins á eitt. Ég held að þetta mál sé ekki skoðað vegna þess að þeir sem ráða eru hræddir um að eitthvað annað komi í ljós, eitthvað meira ar við mættum þarna á vaktina þá var Gunnar Guðmundsson, sem var að ljúka vakt, að ræða við Örn Höskuldsson í síma, að ég heyrði. Ég get ekki sagt til um hvað þeim fór á milli. Eftir þetta símtal tjáði Gunnar Guðmundsson þeim Skúla og Erlingi, að það ætti að halda þeim Sævari Marinó Ciesielski og Tryggva Rúnari Leifssyni vak- andi um nóttina og var það gert. Skúli og Erlingur fóru í mörg skipti um nóttina inn í klefa til þeirra Sævars og Tryggva Rúnars, að ástæðulausu þ.e. án beiðni Sævars og Tryggva og eingöngu í þeim til- gangi að vekja þá.“ Síðan segir Jóna frá því að Skúli hafi gert sér það að leik „að hlaupa með stól framan á sér á vegginn milli varðstofunnar og klefans sem Sævar var í. Af þessu kom mikill hávaði. Þeir Skúli og Erlingur fóru inn í kefann til Sævars og Skúli „tuskaði" Sævar til og varnaði hon- um að hafa ábreiðu (prjónahúfu) yfir ljóskúplinum í loftinu, en slökkvarinn hafði þá löngu áður verið gerður óvirkur þannig að ávallt logaði ljós í klefanum.11 Jóna sagði ennfremur frá því að Tryggvi Rúnar hefði verið angraður af Skúla og Erlingi. Þeir hafi sífellt verið að bera á hann að hann kall- aði upp úr svefni nafn stúlku sem fannst látin í Vík í Mýrdal. „Þetta var þó ekki rétt hjá þeim, því Tryggvi hafði ekki verið að kalla upp úr svefni, heldur lugu þeir þessu að honum og virtist Tryggvi trúa þessu. ... Undir morgun talaði Skúli um það við Tryggva Rúnar að heppilegast myndi vera að líma heftiplástur fyrir munninn á Tryggva svo köllin heyrðust ekki í honum. Með samþykki Tryggva Rúnars límdu þeir Skúli og Erling- ur grisju fyrir munninn á Tryggva. Notuðu þeir heftiplástur til að festa grisjuna. Þegar Gunnar Guð- mundsson kom á vaktina kl. 08:00 sögðu þeir Skúli og Erlingur hon- um frá þessu með plástrunina." örn, Gunnar, Skúli og Erlingur vís- uðu framburði Jónu á bug sem fjar- stæðu, allir sem einn. Fram kom misræmi í dagbókum fangelsisins varðandi hvaða fangaverðir voru á vakt saman um það leyti sem Jóna segir að þessir atburðir hafi átt sér stað. Þótti það rýra framburð hennar. Fangapresturínn ekki tekinn trúanlegur Séra Jón Bjarman, þáverandi fangaprestur, sendi dómsmálaráð- herra bréf í maí 1978 þar sem hann fór fram á rannsókn á meintu harð- ræði við yfirheyrslur sakborninga. Hann nefnir sérstaklega atvik sem eiga að hafa átt sér stað þegar Sæv- ar, Erla Bolladóttir og Kristján Viðar Viðarsson voru leidd til samprófunar snemma í maí 1976. „Tilefni beiðnar minnar er ekki það, að ofangreindir sakborningar hafi farið þess á leit við mig að ég hlutaðist til um eitt eða annað, sem að rannsókninni snýr, heldur hitt, að þau hafa öll í sálgæzluviðtölum og alvarlegra." Hvert er næsta skref hjá þér? „Ég mun fara fram á að skipaður verði setudómari til að rannsaka málið. Ég á fullan rétt á því.“ Áfellistu réttarkerfið? „Nei, ég áfellist menn. Ég er ekki að ráðast á kerfið, lögregluna og dómstóla, í heild sinni. I þessu máli gerðust nokkrir menn brotlegir í starfi af einhverjum hvötum sem ég skil ekki og vil fá það rannsakað. Ég er ekki að ráðast á dómsmálaráðu- neytið en mér finnst því skylt að gæta réttarstöðu einstaklingsins í við mig greint mér frá, hvað gerðist í þetta umrædda sinn, án þess að ég fitjaði upp á málinu eða legði fyrir þau spurningar,“ segir orðrétt í bréfinu. „Frásaga þeirra er í megin- atriðum samhljóða. Erla Bolladótt- ir greindi mér frá þessu í maí 1976, Sævar Marinó í janúar 1978 og Kristján Viðar nú fýrir skömmu. Þessir sakborningar hafa ekki verið samvistum nema í samprófunum og í réttarsal frá því í desember 1975-“ Séra Jón rekur síðan kjarnann í frásögn þremenninganna og segir: „í samprófuninnni var lagt hart að Sævari að játa lýsingu Erlu á atvik- um en hann virtist ringlaður og miður sín og ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið. Meðan að þessu fór fram greip Eggert í hár Sævars, kippti honum og hrinti til og frá svo hann var nærri fallinn á gólfið og ógnaði honum. Seinna, þegar Sævar mótmælti einhverju, gekk Gunnar yfirfangavörður að honum og löðrungaði hann. Samprófunin endaði í upplausn við það að Erla fór að æpa í móðursýkiskasti, var þá kallað á tvo fangaverði, sem drógu Sævar til klefa síns.“ Þremenningarnir sögðu svo svipaða sögu þegar þau voru kölluð fyrir. Njörður Snæhólm, rann- sóknarlögreglumaður, og Hallvarð- ur Einvarðsson, ríkissaksóknari, mundu eftir kinnhestinum en aðrir viðstaddra ekki. Að öðru leyti höfnuðu allir að Sævar hefði verið beittur harðræði. Gunnar sagði hins vegar sjálfur: „Ég finn það á mér að ég hef ekki slegið Sævar Ciesielski og tel mig vera saklausan af þessum áburði. Hins vegar tel ég mig ekki hafa efni á því að segja, eða rengja, framburð þeirra Hallvarðs Einvarðssonar og Njarðar Snæhólm. Hins vegar þá veit ég, að ég gerði þetta ekki.“ Tveimur dögum síðar mætti Gunnar aftur og bókað var eftir honum: „Þegar ég hef nú heyrt framburð Hallvarðs Einvarðssonar og Njarð- ar Snæhólm og þar sem mér er ómögulegt að trúa, að þeir fari með rangt mál, þá harma ég, að þetta at- vik skyldi eiga sér stað þó mér sé það með öllu hulið svo og tilurð þess, að umrætt atvik átti sér stað. Fleira hef ég ekki um þetta að segja.“ Hæstiréttur hafnaði því með þögninni að Sævar Ciesielski hefði verið beittur harðræði, utan kinn- hestsins frá Gunnar Guðmunds- syni, forstöðumanni Síðumúla- fangelsisins. Um leið voru þrír fangaverðir gerðir að ósanninda- mönnum. I dómsorðum segir að- eins: „Það er ámælisvert, að fanga- vörður laust einn hinna ákærðu kinnhest við yfirheyrslu, en ráðið verður af gögnum máls, að fram- koma fangans við rannsóknarmenn í umrætt skipti hafi verið víta- verð.“© þjóðfélaginu. Ég vona að þetta mál verði tekið upp aftur og við getum lært eitthvað af því.“ Muntu eyða ævinni í að berjast fyrir því? „Já, ef því er að skipta. Ég er reiðubúinn til að mæta Hallvarði Einvarðssyni og öðrum þeim sem komu nálægt rannsókn málsins hvenær sem er fyrir dómi. Ég hef engu að tapa. Segi þeir mig ljúga þá verða þeir að sanna það. Eg vil ein- mitt að þeir opni á sér munninn því þá get ég rekið ofan í þá fullyrðing- arnar.“Q „Ég er ekki að ráðast á kerfið, lögregluna og dómstóla, í heild sinni. I þessu máli gerðust nokkrir menn brotlegir í starfi af einhverjum hvötum sem ég skil ekki og vil fá það rannsakað.“ Gæsluvarðhaldsfangelsið við SfÐUMÚLA. Sævar var hafður þar í haldi í um það bil tvö ár. „Það sem sat í mér var reynsian úr einangrunarvistinni og mannvonskan sem ég varð fyrir af hendi rannsóknaraðila og fangavarða. Mér var alltaf stillt uþþ við vegg eins og ég væri eitthvert skrímsli. “ 12 FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.