Eintak - 07.04.1994, Side 18
t
Gunnar Smári Egilsson skrifar hér um tíu aðferðir til að þess að ná aftur skattinum sínum.
Ekki með því að endurheimta peningana heldur með því að nota óspart þá dýrmætu vöru
og þjónustu sem er niðurgreidd fyrir skattinn okkar. Með því að fylgja þessum ráðum
getum við krækt okkur í þjónustu sem er 3,1 milljón króna virði.
Það er skattur af um 710 þúsundum króna mánaðartekjum í heilt ár.
Eða: Hvernig ég hætti að gráta yfir sköttunum og lærði að ná
hverri krónu aftur sem ég borgaði í ríkissjóð.
1. Farðu í messu
Árið 1992 fóru um 467 milljónir
króna af fé skattborgaranna til ís-
lensku þjóðkirkjunnar; prestanna,
biskupsins og kirkn-
fm ^ anna. Það er dá-
góð upphæð
fyrir skattborg-
ara sem fer sjald-
an í kirkju. Hann
borgar fyrir bless-
unina sem hann
aldrei fær.
Sam-
kvæmt könn-
un sem gerð var árið
1982 er kirkjusókn
íslendinga sem
hér segir: Um sex
þúsund íslend-
ingar fara í
kirkju
einu
2. Lærðu að
verða leikari
Leiklistarskóli íslands er dýrasti
sérskólinn í íslensku menntakerfi.
Árið 1992 runnu úr ríkissjóði til
skólans 30 milljónir og 646 þúsund
krónum betur. Eftir hvert inntöku-
próf í skólann er aðeins átta nem-
endum hleypt inn og það er aðeins
gert í þrjú ár af hverjum fjórum. í
skólanum eru því aðeins 24 nem-
endur hverju sinni.
Samkvæmt þessu
kostar hver nemandi
í skólanum 1.277
þúsund krónur
á árí. Maður
sem hefur
fjórar
milljónir í
árstekjur eða
um 325 þúsund
krónur á mánuði
getur því náð öllum
sínum skatti til
baka með því að
komast í Leik-
sinni í
viku
eða oftar. Tæplega tuttugu þúsund
Islendingar fara í kirkju einu sinni í
mánuði eða um það bil. Rúm 92
þúsund íslendingar fara í kirkju á
jólum, páskum eða á öðrum sér-
stökum helgidögum. Um 34 þús-
und íslendingar fara um einu sinni
á ári í kirkju og um 44 þúsund
sjaldnar en það. Það eru síðan rúm
63 þúsund íslendingar sem fara
aldrei í kirkju.
Úr því að ríkið hefur ákveðið að
innheimta af okkur aðgangseyrinn
í kirkjuna er náttúrlega fráleitt að
mæta ekki og nota sér ekki þá
þjónustu sem maður er þegar bú-
inn að borga fyrir. Samkvæmt of-
angreindum upplýsingum má gera
ráð fýrir að kirkjuferðir á íslandi
séu rétt tæplega 800 þúsund á ári.
Það gerir að hver Islendingur fari
að meðaltali þrisvar á ári í kirkju.
Og ef 800 þúsund kirkjuferðum er
deilt upp í kostnaðinn, 467 millj-
ónir, kostar hver ferð í kirkju 587
krónur.
Sú upphæð er ekki innheimt við
innganginn heldur í gegnum skatt-
inn. Skattborgari sem vill fá eitt-
hvað fyrir aurinn sinn ætti því að
fara til messu. Með því að fara einu
sinni í viku nær hann 30 þúsund-
um króna virði af guðsþjónustum
til baka frá ríkissjóði. Á meðan
meðal Islendingurinn fær ekki
nema 1.760 króna virði með sínum
þremur messuferðum.
listarskólann. Við útskrift hefði
hann náð til baka skattgreiðslum
sem nema 5,1 milljónum króna.
Þessi maður hefur greitt fýrir
þessa menntun hvort sem hann
sækir sér hana eða ekki.
3. Eignastu
Barn
Hjón sem
eignast barn fá
barnabætur frá
skattinum. Þær
eru ekki tekju-
tengdar svo
þetta er kostur
sem er jafn
freistandi fyrir
þá sem eru
blankir og þá
sem eru vel
launaðir. Ársfjórðungslega fá hjón-
in 9.608 krónur allt þar til barnið
nær sjö ára aldri. Þá hrapar upp-
hæðin niður í 2.258 krónur.
En í þessi sjö ár fá hjónin 38.432
krónur á ári.
4. Heimtaðu skilnað
Hjón sem eiga tvö börn og ann-
að enn yngra en sjö ára geta sótt
skattinn sinn aftur með því að
skilja. Þessi hjón fá 16.618 krónur
ársfjórðungslega frá skattinum. Ef
þau skilja hækka barnabæturnar
hins vegar upp í 42.341 krónu.
Á einu ári geta þessi hjón því
náð aftur frá skattinum tæplega 103
þúsund krónum.
5. Farðu á
sinfóníutónleika
Á árinu 1992 voru heildartekjur
Sinfóníuhljómsveitar íslands rúm-
ar 23 milljónir. Heildarútgjöldin
voru hins vegar rúmar 204 milljón-
ir. Það var því mikið tap á rekstrin-
um og það tap var fyllt með fram-
lögum úr ríkissjóði og menningar-
sjóði útvarpsstöðva.
Þetta þýðir með öðrum orðum
að áheyrendur að sinfóníutónleik-
um greiddu ekki nema 11 prósent
af verði aðgöngumiðans. Afgang-
urinn kom frá ríkissjóði eða þeim
sem ekki mættu á tónleikana. Þetta
er því annað dæmi um vöru og
þjónustu sem maður greiðir í
gegnum skattinn hvort sem maður
notar hana eða ekki.
Galdurinn er því að mæta á sin-
fóníutónleika og fá þessa þjónustu
sem maður er búinn að greiða fyr-
ir. Ef maður kaupir miða á 900
krónur þá fær maður 8.200 króna
virði af tónleikum. Maður endur-
heimtir 7.300 krónur af skattinum
sínum.
Og ef maður fer á átta tónleika á
ári endurheimtir maður alls 58.400
krónur af því sem maður greiddi í
skatt.
engin
lán heldur
styrkir.
Tökum dæmi:
Maður fer tvítugur
í nám og dvelur við
það í tíu ár. Hann
nýtir sér 31 þúsund
dollara hámarkslán
til skólagjalda. Á námstímanum
hleður hann niður þremur börn-
um og giftist konu sem er ófáanleg
til að vinna utan heimilis. Þegar
þessi maður kemur heim með
doktorsgráðuna sína skuldar hann
Lánasjóðnum 16,6 milljónir.
Þá kemur að endurgreiðslunni.
Fyrstu fimm árin greiðir hann 5
prósent af árslaunum sínum til
baka. Ef maðurinn hefur 250 þús-
und krónur á mánuði dugir það
ekki til að greiða niður.i prósents
vexti sem eru af láninu. Eftir fímm
ár hækkar hlutfallið upp í 7 pró-
sent af árslaunum. Þá saxast örlítið
á lánið en þó ekki hraðar en svo að
þegar maðurinn fer á eftirlaun 67
ára gamall skuldar hann sjóðnum
enn rétt tæpar 15 milljónir.
Þar með verður að líta á þessar
15 milljónir sem styrk. Og þar sem
hann náði honun út á 10 árum þá
má segja að hann hafi endurheimt
1,5 milljónir af skattinum sínum á
hverju þessara tíu ára.
7. Keyptu
Alþýðublaðið
Samkvæmt fjárlögum fá stjórn-
málaflokkarnir samtals 98 milljónir
til að standa í blaðaútgáfu. Auk
þess kaupir ríkissjóður 100 eintök
af öllum dagblöðum eða málgögn-
um flokkanna. (Þetta ákvæði er
reyndar svo illa orðað að Sjálfstæð-
isflokkurinn gæti krafist þess að
ríkið keypti 100 eintök af Flokks-
fréttum af sömu ástæðum og hann
kaupir Veru þar sem Morgunblað-
ið á víst ekki lengur að teljast mál-
6. Taktu doktorinn
í Harvard
Þrátt fyrir að reglur um útlán og
endurgreiðslur til
Lánasjóðs ís-
lenskra náms-
manna hafi
verið hertar
á undan-
förnum árum
er það enn svo að
hluti af þess-
um lán-
um eru
gagn flokksins.)
Þessum 98 milljónum er skipt á
milli flokkanna, að hluta til jafnt
og að hluta til eftir þingstyrk
þeirra. I hlut Alþýðuflokksins, út-
gefanda Alþýðublaðsins, koma rétt
rúmar 16 milljónir króna. Flokkur-
inn fær auk þess 100 áskriftir frá
ríkinu og um 70 frá Alþingi sem
kosta rétt tæpar 2,9 milljónir. Sam-
tals er því styrkur ríkisins til Al-
þýðublaðsins um 18,9 milljónir.
Sem kunnugt er kaupir enginn
Alþýðublaðið nema í neyð eða
flokkshollustu. Almennir áskrif-
endur blaðsins eru rétt rúmlega
eitt þúsund. Tekjur blaðsins af
þeim eru nálægt 17,3 milljónum.
Alþýðublaðið selst ekki í áskrift.
Þetta þýðir að eiginlegar áskrift-
artekjur blaðsins eru rétt aðeins
minni en ríkisstyrkurinn. Alþýðu-
blaðið hefur auglýsingatekjur en
óhætt er að reikna með að
sambærilegt hlutfall sé á
milli ríkisauglýsinga og al-
mennra auglýsinga.
Samkvæmt þessu kostar
áskrift af Alþýðublaðinu
raunverulega 2.917 en ekki
1.400. Áskrifandinn greiðir
1.400 krónurnar en ríkið
sér um 1.516 krónur.
Þetta er það verðmæti
sem skattborgarinn
getur krækt í með því
að gerast áskrifandi að
Álþýðublaðinu. Á árs-
grundvelli eru þetta um
18.200 krónur.
8. Safnaðu
skuldum
Það borgar sig að
skulda. Það er ef til skuldanna
er stofnað vegna húsnæðiskaupa.
Skatturinn verðlaunar nefnilega
fólk sem skuldar vegna íbúða-
kaupa.
Tökum dæmi:
Hjón sem hafa hvort sínar 90
þúsund krónurnar í laun á mánuði
og þurfa að greiða rúmar 650 þús-
und krónur í vexti á ári. Það eru
vextir af um 13 milljónum króna.
Þessi hjón fá rúmar 73 þúsund
krónur í vaxtabætur frá skattinum
ári síðar. Það eru skattar af tekjum
sem nema um 300 þúsund krónum
að teknu tilliti til persónuafsláttar í
einn mánuð frá hvoru hjónanna
um sig.
9. Taktu strætó
Á síðasta ári voru eigin tekjur
Strætisvagna Reykjavíkur um 400
milljónir króna. Heildarútgjöldin
voru hins vegar rúmar 550 milljón-
ir. Mismunurinn, 150 milljónir,
komu úr borgarsjóði.
Þetta þýðir að sá fullorðni mað-
ur sem tekur strætó og borgar 100
krónur fyrir farið fær 30 krónur í
styrk frá borginni. Hann endur-
heimtir þær af útsvarinu.
Og ef hann tekur strætó tvisvar á
hverjum virkum degi í eitt ár nær
hann að krækja í 15 þúsund krónur
af útsvarinu sínu.©
18
FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1994
© JÓN ÓSl