Eintak

Eksemplar

Eintak - 07.04.1994, Side 20

Eintak - 07.04.1994, Side 20
Guðmundur Andrí Thorsson skrífaði grein um ímynd karímannsins í eintak fyrir nokkrum vikum. Hann átti í einhverjum erfiðleikum með hana. Nú hafa vandræði Andra aukist. Hann skilur ekki köttinn sinn. ömlKisu Kötturinn minn skilur mig ekki. Og það sem verra er: ég verð þess aldrei áskynja að hann reyni að skilja mig. Stundum horfi ég stranglega á hann og veifa vísifmgr- inum og segi sittu eða stattu eða farðu út í búð fyrir mig og hann er þá alls ekki á svipinn eins og hann skilji mig. Hann er ekki einu sinni á svipinn eins og hann sé að reyna að skilja mig. Svipur hans lýsir hinu algera tómlæti, hinu algera skeyt- ingarleysi, hinu algera áhugaleysi um mig, sem gef honum þó að éta og klappa honum þegar hann vælir um það. Hann bara liggur þarna með þessi augu sem hvíla kannski á mér en gætu allt eins hvílt á kakt- usi, og sterkustu hugsanlegu við- brögðin við sanngjörnum tilmæl- um mínum um að létta undir með heimilisrekstrinum eru þau að hann fer kannski að sleikja á sér aðra loppuna af vandvirkni og alúð sem lýsir svo megnri fýrirlitningu á þessum manni með vísifmgurinn að ég spyr mig hvað það er sem bærist í höfði kattarins. Ekki neitt? Hann veit ekkert. Hann skilur mig ekki. Hann veit ekkert um afl mitt. Hann gerir sér enga grein fyr- ir yfirburðum mínum. Ekki hefúr hann lesið neinar bækur, ekki kann hann að hnoða snjóbolta, hann kann ekki að blístra. Fyrirlitning hans á mér er algjörlega ómakleg. Hann veit til dæmis ekki að mér væri í lófa lagið að dáleiða hann, ef ég aðeins kærði mig um. Þá myndi ég fara nær honum með vísifmgur- inn og snúa honum og snúa og láta kattarpíslina fylgja snúningunum með augunum þar til hann væri orðinn svo ringlaður að hann héldi að hann væri lóa eða borðfótur. Hann veit ekki að ég gæti hætt þessu öllu, sagt þessum samningi upp einhliða með engum fýrirvara, sagt sem svo að ég væri orðinn leið- ur á því að veita honum húsaskjól og mat og fá ekkert annað í staðinn, fá ekki einu sinni að láta hann sitja og standa og sækja spýtur, að ekki sé talað um að elda af og til mat. Sá grunur hvarflar aldrei að honum, ég er ekki til fýrir honum sem slík- ur, heldur einungis athafnir mínar, þær athafhir mínar sem varða hann beinlínis — hann heldur að tilvera mín sé einungis þessar athafnir, að opna fyrir honum hurðir og þjón- usta á alla lund, hann veit ekki að ég hef mína vinnu út í bæ. Hann veit ekki að ég get tekið ákvarðanir, til dæmis þá ákvörðun að opna alls ekkert þessa hurð sem honum þóknast að segja mér að opna. Það er vegna þess að hann er hrekklaus. Hann á sér einskis ills von af mér. Kötturinn er nefnilega sneyddur skopskyni, og húmorinn og græskan eru systkin og því er hann græskulaus. Hann er vissu- lega grimmur fjendum sínum úr hópi annarra katta og þeim dýrum sem hann hefur gaman af að leika sér að, en gagnvart mér er hann græskulaus. Hann veit nefnilega ekki að hann er mér háður og und- ir mér komið að hann geti farið sín- ar eigin leiðir — hann er í sömu að- stöðu gagnvart mér og íslenska þjóðin gagnvart Evrópubandalag- inu og öðrum alþjóðlegum stofn- unum sem hún vill einungis hafa gott af en ekki leggja sinn skerf til. Hún er hrekklaus hún kisa og það er þess vegna og ekki út af neinu öðru sem ég opna ævinlega dyrnar, tek fram dósahnífinn og strýk loð- inn haus þegar farið er fram á það: í samskiptum okkar er ég veikari að- ilinn vegna þess að ég er sterkari aðilinn. Kisa skilur mig alveg. Hún vefur mér um kló sér. Hún situr þarna á miðju eldhúsgólfinu, bústin og þrifleg með spegilgljáandi feld og sælleg kampahár og þegar ég birtist tekur hún skyndilega að syngja þau átakanlegustu harmaljóð sem get- ur; öll sú eymd sem henni tekst að fýlla kveinstafi sína af gæti brætt Sighvat Björgvinsson og hvað þá kveif eins og mig, sem stekk ævin- lega til fullur sektarkenndar og munda dósahnífinn. Þegar innvols dósarinnar er svo komið á dallinn hennar og síðan ofan í hana lallar hún makráð út úr eldhúsinu, sleikj- andi út um og næstum eins og pínulítið hróðug og ég er henni al- gjörlega gleymdur. Þar til hún heyrir að ég er farinn að vinna — þá kemur hún til að labba svolítið fram og aftur á lyklaborðinu beint fyrir framan skjáinn. Það er ég sem skil ekki kisu. Ég er stundum að bauka eitthvað og gjóa á hana auga af og til ef ske kynni að mér myndi vitrast eitthvað og stundum hætti ég baukinu og fer að horfa á hana ef ske kynni að eitt- hvað myndi uppljúkast fýrir mér og stundum stend ég hreinlega á fætur og geng upp að henni og horfi djúpt í augu henni ef ske kynni að ég myndi fá einhver botn í hana. Ég sé bara hyldjúpan leyndardóm. Bara loppu og trýni og eyru sem snúast örlitið og augu sem geyma grængolandi leyndardóm. Og þó ég hugsi stundum beisklega um að hún hafi haft mig að fífli í þessari samningagerð um húsnæðisskil- málana, skyldurnar séu mín megin, kostnaðurinn og armæðan, en makræðið skuli hún sjá um á móti, þá veit ég í raun betur. Hún skilur bara samninginn sínum skilningi. Á sinn hátt færir hún nefnilega björg í bú — alveg á sinn sérstaka hátt. Hún veiðir. Og það er best að taka það strax fram áður en lengra er haldið að það eru ekki fuglar sem hún kemur með og leggur á sæng- ina glöð og stolt yfir sínu litla fram- lagi. Það eru heldur ekki rottur, ekíci einu sinni mýs — ekki einu sinni hamstur drengsins úr næsta húsi. Með ærnu erfiði dröslar hún hins vegar heim feng sínum og kemur með inn í stofu, kumrandi af æsingi og veiðigleði og villidýrs- eðli og sá fengur er ævinlega sá sami: kattarskömmin virðist sem sé hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sem þetta heimili vanhagi helst um séu gamlar og blautar dag- blaðadræsur. Dagblöð — ekki tuskur eða þaðan af ókennilegri dræsur: dagblöð. Og þó ég stæði til eilífðarnóns og góndi í græn djúp augna hennar yrði ég aldrei neinu nær um það hvað veldur. Kannski er eitthvert efni í prentsvertunni sem hún er háð; kannski heldur hún að hún sé að gleðja okkur hjónin með því að færa okkur les- efni, eins og það sé ekki alltof mikið af því fýrir — sennilegasta skýring- in er þó þessi: Á hverjum morgni sér hún detta inn um lúguna þessar ókennilegu hrúgur og líklega hefur hún dregið þá nærtæku ályktun að hér sé einhver að færa okkur mat- inn okkar, hún heldur sem sé að við borðum dagblöð, og auðvitað er það rétt hjá henni í vissum skiln- ingi. Dagblöð eru okkar andlegi kostur sem er svo næringarlítill að við hugsum ekki einu sinni út í það hvort um fæðu sé að ræða heldur maulum bara hugsunarlítið. Dag- blöð eru hrökkbrauð andans. Og þarna er hún kisa sem sé óþreyt- andi á þönum við að útvega okkur hrökkbrauð. Hvers vegna heldur fólk í bæjum og borgum dýr? Sumir eiga hund og gagnkvæmur trúnaður myndast vegna þess að augu hundsins eru ekki grængolandi og hyldjúp held- ur raunamædd og fúll af visku og skilningi — seppi skilur. Aðrir halda hunda sökum þess unaðar sem þeir hafa af því að láta dýrið hlaupa á eftir spýtum og sitja og standa og hoppa í gegnum gjarðir. Sumir hafa ketti og masa við þá daginn út og inn og gæða dýrið mannlegum eigindum, láta það vera uppbót þess sem saknað er úr mannheimum, hvort heldur það er foreldri, vinur, maki eða afkvæmi. Og enn aðrir eru bara allt í einu komnir með kött inn á heimilið án þess að hafa tekið um það nokkra ákvörðun. En það myndast aldrei gagnkvæmur trúnaður þar. Maður- inn skilur aldrei köttinn — köttur- inn skilur eflaust aldrei manninn. Sambandið geymir ótal skilaboð fram og aftur, en lesturinn á þ'ess- um skilaboðum er algerlega frjáls; kötturinn getur túlkað manninn að vild sinni, sem nokkurs konar apa til að hafa að fífli eða félaga og vin og maðurinn getur túlkað köttinn hvort heldur sem tígrisdýr eða dúkku; báðum er sama, manninum er sama þegar hann strýkur um kverk og leikur á mal kattarins eins og hljóðfæri — kettinum er hjart- anlega sama svo framarlega sem hann fær sinn mat og sitt mjúka og dökka horn. Fólk sem býr í bæjum og borgum hleypir dýrum inn á heimili sín til þess að geta myndað samband við aðra lífveru sem er öðruvísi en þau sambönd sem það myndar við aðra menn. Þetta er skilmálalaust samband, þetta er orðalaust samband, það snýst þegar öllu er á botninn hvolft ekki um merkingu, meiningu, túlkun — heldur um eitthvað allt annað. í samskiptum okkar við köttinn erum við skrýtið dýr, þetta elsku- lega og blíða dýr sem er svo kjána- legt að laðast að öðrum dýrum án undirhyggju; án þess að hugsa út í hvað gott við getum haft af því. Sambandið við köttinn er nefnilega sambandið við okkur sjálf óspillt af skynseminni. Samband okkar við köttinn er algerlega tilfinningalegt og óskynsamlegt og skilmálalaust, og það sem mest er um vert: það er algerlega tilgangslaust. Þess vegna skjátlaðist mér áðan þegar ég sagði að fólk í borgum og bæjum héldi dýr til þess að bæta sér það upp sem á vantaði í mannlegum samskipt- um — köttur kemur aldrei í stað- inn fyrir mannlegt samneyti vegna þess að samband við hann er í grundvallaratriðum allt annars eðl- is. Við ölum kött ekki upp, við kennum honum ekki að lesa eða ganga, okkur stendur hjartanlega á sama um þroska hans og gáfur. Við hlutumst ekki til um tilveru hans, nema hvað við hendum honum af borðinu þegar hann gerist of nær- göngull við matinn okkar. Sá sem fær sér kött sem mannsígildi hlýtur að verða fýrir vonbrigðum vegna þess að kötturinn kemur og fer eins og honum sýnist, hann fer sínar eigin Ieiðir. Hvað er það sem laðar okkur að honum? Ég spyr aftur: hvers vegna heldur fólk í bæjum og borgum ketti? Svarið felst í því að neita að svara. Það er ekki út af neinu, það hefur engan tilgang eins og ég sagði áðan; það er ómeðvituð aðferð okkar við að ná sambandi við sjálf okkur eins og við erum þegar við buslum í vatni, rótumst í heyi, stöndum á fjallsbrún; þegar við gleymum þessari fáránlegu yrðingu Descartesar — cogito ergo sum, ég hugsa og því er ég; áttum okkur á því að þessu er einmitt öfúgt farið: við erum þá aðeins þegar við gleymum að hugsa. Ég skil alveg köttinn og kisa skil- ur mig. Hún talar við mig á sinn einhæfa máta, hún heilsar þegar ég kem heim og gefur sterklega í skyn að hún hafi verið alein og yfirgefxn og hraklega með hana farið, það er einhver mild ásökun ævinlega í mjálmi hennar, hversu aumt sem það verður. Þegar hún ræðst á handarbakið á mér uppfull af stundarórum um að hún sé villidýr, herðir hún ævinlega malið um all- an helming, svo sem til að gefa til kynna að allt sé þetta til skemmtun- ar gert. Og þegar ég hneigi trýni mitt að trýni hennar teygir hún það fram og hnusar, rétt eins og þegar hún heilsar vinum sínum, þeim fressköttum hverfisins sem eru henni svo eftirlátir og óáreitnir að mér virðast þeir vera samkyn- hneigðir. Og þegar kvöldin loga og golan er svo þýð að hún er andar- dráttur þá drögum við hjónin fram skóna okkar og förum í peysurnar okkar hlýju og frakkana okkar víðu og göngum þegjandi út á vit logans í vestri. Hún kemur þá alltaf undan einhverjum bílnum eða út úr ein- hverjum garðinum; jafnvel þótt hún sé einhvers staðar langt í burtu að leita gamalla dagblaða þá finnur hún lyktina sem berst með golu- nefnunni og hún veit hvað stendur til og hleypur af stað og finnur okk- ur; og saman göngum við þrjú, við tvö hægt og samtaka í víðu ffökk- unum hlýju, hún með stórum sveigum inn í hvern garð þar sem dagblað kann að leynast, saman höldum við hópinn í áttina vestur, á vit sólarlagsins. 20 FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.