Eintak - 07.04.1994, Page 23
0 BONNI
fyrir bata. (Ég tek vítamín eins og
extra B complex og zink, það virð-
ist flýta fyrir.)
Á húðflúrinu myndast húð
(hreistur) sem fellur síðan af hægt
og rólega. Þér kemur til með að
klæja en þú mátt alls ekki klóra eða
plokka í það. Haltu höndunum og
öðrum líkamspörtum frá húðflúr-
inu, nema þá til að hreinsa það og
bera á það krern. Það verður full-
gróið á 10-14 dögum. Þú getur farið
í sturtu en haltu flúrinu frá bun-
unni (það er gott að bera vel af
kremi á það áður en farið er í
sturtu). Þú skalt ekki fara í sund í
að minnsta kosti tvær vikur og
farðu ekki í sólböð. Þú verður að
gefa húflúrinu tíma til að gróa og
setjast í skinnið með eins litlu áreiti
og hægt er. Nýtt húðflúr er sem op-
ið sár og hugsaðu um það á heil-
brigðan og skynsaman hátt.
Viltu losna við
húðflúríð?
Ef þú ert með einhverja ógurlega
mynd sem runnið hefur til með ár-
unum eða nafn kærustunnar/kær-
astans sem hljópst á brott með
besta vini þínum, þá ættir þú að
fara að hugsa um að láta fjarlægja
það.
Þá eru nokkrar leiðir færar eins
og að láta flúra yfir gamla verkið
með nýrri mynd. Þá þarft þú að
hafa í huga, eins og svo oft áður, að
láta húðflúrmeistara sem þú treyst-
ir, um verkið. Til er önnur leið og
er það leisermeðferð. Sú meðferð
getur losað þig við næstum öll húð-
flúr án þess að skilja eftir ör og er að
öllu sársaukalaus, en því miður er
þessi meðferð mjög dýr. Eins er
hægt að láta slípa það af, en það er
bæði tímafrekt og sárt.
En að sjálfsögðu skalt þú muna
það að hugsa áður en þú fram-
kvæmir.
Og síðast en ekki sist,
er þetta sárt?
Þessari spurningu er mjög erfitt
að svara, það er mjög persónu-
bundið. Kvenmenn eru þó yfirleitt
harðari af sér en karlmenn. Sárs-
aukaþröskuldurinn er mishár hjá
fólki og það eru sumir staðir sem
eru sárari en aðrir, til dæmis þar
sem grunnt liggur að beini og taug-
um.
Svo að síðustu er sársaukinn ekki
það ógurlegur að ekki sé hægt að
lifa við hann í ákveðna stund. Ég
hefði til dæmis ekki farið aftur og
aftur og affur ef mér þætti þetta svo
ógurlegt. Sársaukinn er hluti af ferl-
inu og gleymist hann fljótt þegar
við tekur stoltið og gleðin sem fylg-
ir nýja húðflúrinu.
Verði ykkur svo að góðu.©
Þýtt og endurbætt af
Finni Jóhannssyni úr „The Best of
Outlaw Biker's Tattoo Revue".
L FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994
23