Eintak - 07.04.1994, Qupperneq 28
Fimmtudagur
P O P P
Strip Show er á Bóhem. Tónleikar sveitarinnar
eru yfirleitt mikið fyrir augu jafnt sem eyru því
hljómsveitarmeölimir eru einstaklega líflegir á
sviði.
StálfélagiA er risið upp frá dauðum og er með
kombakk á Tveimur vinum í kvöld. Hljómsveitin
leikur rokk, rokk og aftur rokk. Það er frítt inn.
SSSól, Quicksand Jesus og Vinir vors og
blóma halda tónleika á Hressó í tilefni þess að
safnplatan Heyrðu þrjú var að koma út. Ætla
sveitirnar að leyfa gestum að heyra þau lög sem
þær eiga á plötunni auk annarra nýrra laga. Það
kostar 200 krónur inn.
BAKGRUNNSTÓNUST
Papar eru gleðisveit sem leikur slagara af öll-
um gerðum og þjóðernum. Þeir eru á Café
Amsterdam.
Hermann Arason trúbador raular fyrir gesti á
neðri hæð Fógetans. Uppi er hins vegar boðið
upp á Ijúfan djass.
Ólafur B. Ólafsson þenur nikkunna á Krínglu-
kránni.
Ég skil ekki alveg þessa
auglýsingaherferð heil-
brigðisráðuneytisins.
Mér sýnist hún einna
helst vera til þess ætluð
að kveða niður auglýs-
ingar einhverra lyfja-
framleiðenda sem þeir
hafa birt I læknablaðinu.
(Sem er eina blaðið sem
maður getur lesið þegar
maður er með hausverk.
Annars staðar mega
framleiðendur höfuð-
verkjataflna ekki segja
manni hvernig hægt er
losna við hausverkinn.)
Það sem ég skil ekki er
hvers vegna heilbrigðis-
ráðuneytið auglýsir ekki
i Læknablaðinu. Hvað
hef ég sem lesandi DV
að gera með eitthvert
andsvar við auglýsingu
sem hef aldrei séð? Og
hvað hef ég sem skatt-
borgari að gera með
herferð heilbrigðisráðu-
neytisins og kostnaðinn
afhenni? Ég nota stund-
um lyf ef mér er illt og
vil feginn fá að vita
hvaða lyf eru í boði. Ef
lyfjaframleiðendur
mættu auglýsa fengi ég
þessar upplýsingar
ókeypis. En úr þvi þeir
mega ekki auglýsa þarf
ég að borga einhverja
herferð sem snýst um
að kveða niöur auglýs-
ingar sem mega ekki
birtast. Er von þó ég
skilji ekki.
L E I K H Ú S
Gauragangur á Stóra sviði Þjóðleikhússins kl.
20:00. Vaðandi skemmtilegheit.
Eva Luna á Stóra sviði Borgarleikhússins kl.
20:00. Það stefnir í að það verði uppselt en að-
sóknin er enn þá góö miðað við að það stefnir í
40 sýningar.
Vörulyftan eftir Harold Pinter kl. 20:00 í Hinu
húsinu sem áður hét Þórscalé. íslenska leikhús-
ið hefur fengiö ágætis dóma fyrir sýninguna.
F U N P I R
Aðalfundur sænsk-íslenska félagsins i
Norræna húsinu kl. 18:00.
í Þ R Ó T T I R
Körfuboltl Fyrsti leikurinn um Islandsmeist-
aratitilinn í körfuknattleik fer fram í Grindavík í
kvöld þegar Njarðvíkingar koma þangað i heim-
sókn. Það lið tryggir sér titilinn sem fyrr vinnur
þrjá leiki, þannig ef leikið verður til þrautar geta
leikirnir í mesta lagi orðið fimm. Grindvíkingar
urðu deildarmeistarar og hafa því heimavöllinn
til góða í þessum harða slag sem er framundan.
Það er vel við hæfi að tvö liö úr B-riðli úrvals-
deildarinnar skuli leika um titilinn en sá riðill
var mun sterkari en A-riðillinn. Leikurinn hefst
klukkan 20.00 og verður húsið pottþétt troðlullt
vel fyrir þann tíma.
Handbolti Víkingur og Stjarnan leika í úrslita-
keppni fyrstu deildar kvenna í Víkinni, hefst
leikurinn klukkan 20.00.
SJÓNVARP
RIKISSJONVARP 17.50Táknmálsfréttir 18.00
Tómas og Tim Sænsk teiknimynd um tvo vini.
18.10 Matarhlé Hildibrands Sænskur súrmjólk-
urmaðurað leikasér 18.25 Flauel Eilurgóður
tónlistarþáttur fyrir fólk sem hetur gaman al tón-
listen ekki kynningum. 18.55 Fréttaskeyti
19.00 Viðburðarríkið Voða leiðinleg upptalning
á menningarviðburðum. Engin ástæða til llösu-
þeytingar. 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir 20.30
Veður 20.40 Syrpan íþróttir, íþróttir, íþróttir.
21.00 Fimm stúlkur og reipi Tævönsk verð-
launamynd um limm konur í sveitaþorpi sem
búa við karlrembu. Karlremban Hrafn Gunn-
laugsson talar við leikstjórann tyrir myndina.
23.15 Ellefufréttir 23.30 Þingsjá 23.30 Körfu-
bolti Svipmyndir úr fyrsta leik Grindvíkinga og
Njarðvikinga í úrslitum Islandsmótsins 23.50
Dagskrárlok.
STÖÐ TVÖ 16.45 Nágrannar 17.30 Með afa
19.1919.19 20.15 Eiríkur 20.40 Systurnar
Reed-systurnar og fjölskyldur þeirra í sorg og
gleði. 21.35 Sekt og sakleysi Framhaldsþáttur í
dómssal 22.25 í beinni frá dauðadeild
Sjónvarpsfréttakona tekur viðtal við tjöldamorð-
ingja rétt áður en hann á að fara í ratmagnsstól-
inn. Viðtalið fer úr böndunum og fangarnir taka
hana og .krúið" íyíslingu. Stranglega bönnuð
börnum. 23.55 A faraldsfæti Man einhver
eftir Leif Garrett? Hann leikur aðalhlutverkið í
þessari mynd um stráka sem keppa í fótbolta-
spili. Áfram Leibbi. 01.35 Heiður að veði
Bandarískur gervihnöttur klikkar og nokkrir kan-
ar eru sendir til Austur-Þýskalands að tékka á
því. Stranglega bönnuð börnum. 03.15 Dag-
skrárlok, sjúkk.
Föstudagur
P O P P
Yrja er með ball á Tveimur vinum. Hljómsveitin
vakti nokkra athygli á haustmánuðum og vann
sér það meðal annars til frægðar að hita upp
fyrir Megas á tónleikum í hátíðarsal MH í nóv-
ember. Hún hefur látið fara frekar hægt fyrir sér
síðustu vikur og er þetta tilvalið tækifæri til að
berja hana augum við prýðis aðstæður.
Alvaran er á Bóhem. Þetta er hljómsveit sem
hefur meðal annarra þau Grétar Örvarsson og
Rut Reginalds innanborðs. Alvaran er sjald-
séður gestur á höfuðborgarsvæöinu, en (kvöld
skemmtir sveitin (annað sinn hér í Reykjavík.
BAKGRUNNSTÓNUST
Tríóið er i stærri salnum á Kringlukránni og
leikur kráartónlist að sínum hætti. Trúbadorinn
Hermann Arason er í minni salnum með gít-
arinn sinn.
Fánar vekja alitaf jafn mikla lukku á Feita
dvergnum þar sem þeir eru (kvöld.
Papar eru á Café Amsterdam og í myljandi
stuði að venju.
Jói Baldurs er trúbador sem ætlar að stýra
fjöldasöng á Fógetanum.
Sin er ekki samband íslenskra námsmanna
heldur hljómsveit sem er á Rauða Ijóninu (
kvöld. Sveitin leikur óskalög fyrir gesti og ýmis
velþekkt lög úr poppsögunni.
Dúó Kristjáns Albertssonar er á Sólon ís-
landus sem þýðir að Ijútir píanóhljómar í bland
við angurværa tóna munu gæla við hlustir
þeirra sem sækja staðinn í kvöld.
Hjörtur Howser leikur á pfanó á Sólon fsland-
usfrákl. 23:00-2:00.
L E I K H Ú S
Ifígenía leiklesin (Borgarleikhúsinu kl. 19:30.
Þýðing Helga Háldanarsonar sem dúkkar alltaf
af og til upp í Mogganum til að minna á sig.
Gauragangur á Stóra sviði Þjóðleikhússins kl.
20:00. Þeir sem ekki nenna (leikhús geta keypt
geisladiskinn.
Gleðigjafar kl. 20:00 á Stóra sviði Borgarleik-
hússins. Árni Tryggva og Bessi halda stykkinu
uppi.
F U N P I R
Málþing félags þýskukennara I Norræna
húsinu kl. 13:30.
í Þ R Ó T T » R
Handbolti KR og Fram leika (úrslitakeppni
fyrstu deildar kvenna (íþróttahúsinu Austur-
bergi, hetst leikurinn klukkan 20.15.
SJÓNVARP
RIKISSJONVARPIÐ 17.10 Körfubolti Svip-
myndir úr fyrstaleik Grindvlkinga og Njarðvík-
inga í úrslitum íslandsmótsins. 17.30 Þingsjá
„Bókin er eins og meðal
Eastwood-mynd. það deyja
dálrtið margirfi
Nú í vikunni kom út fyrsta ljóðabók ungs
skálds, Gerðar Kristnýjar, sem hún kaliar Is-
frétt. Þar er að fínna tuttugu ljóð sem ort eru á
síðustu fjórum árum. „Þau fjalla dálítið um
dauða og dálítið um ást,“ segir Gerður. „Bók-
in er eins og meðal Eastwood-mynd, það
deyja dálítið margir. Eitt ljóðanna í bókinni
heitir Isfrétt og hún dregur nafh sitt af þvi.
Hugmyndin að því kom þegar ég var að skrifa
alvöru ísfrétt fyrir bændablaðið Tírnann."
Þegar að er gáð fjallar þetta ljóð um ástina og
hve köld hún getur verið. Ástinni er líkt við
hafís sem siglir að landi.
Eti afhverju köld?
„Það eru ekki öll ljóðin svona köld. Ferlið í
bókinni er þannig að fyrst koma sorglegu
ljóðin, síðan millikafli og í lokin eru eilítið
gleðilegri ljóð þannig að lesandinn fær
„happy ending."
Er ástin og dauðinn skáldum eilíft yrkisefni?
„Já, ég sker mig ekkert úr hvað það varðar.“
Gerður samdi sitt fyrsta ljóð tíu, ellefú ára.
Á menntaskólaárunum fylgdi hún hefð-
bundnum bragarháttum og spreytti sig meðal
annars á fornyrðislagi og ljóðahætti. „Mér
fannst nútímakveðskapur óskaplega leiðin-
legur og las varia þannig ljóð.“ Sá arfúr hefúr
enn áhrif á kveðskap Gerðar því eitt rímað og
stuðlað ljóð er að finna í bókinni sem fjallar
um Hallgerði langbrók. „Ég veit eiginlega ekki
hvað gerðist en ég fór að fikra mig áfram í
frjálsari ljóðform. Ég held mig þó enn stíff við
stuðlana.“
Gerður er 23 ára gömul og það er ekki á
hverjum degi sem virt forlag eins og Mál og
menning gefur út bækur svo ungra höfunda,
hvað þá ljóðabækur. Dreifing Isfréttar er líka
tryggð með því að félagsmenn í ljóðaklúbbi
forlagsins fá hana senda.
En afhverju bók núna?
„Ég ætlaði ekkert endilega að gefa út. Ég var
bara að yrkja og átti svolítið af ljóðum. Ég
ákvað að sýna Halldóri Guðmundssyni, út-
gáfústjóra, hvað ég væri að fást við til að fá álit
hans. Eftir nokkurn aðdraganda var svo af-
ráðið að ráðast í útgáfú.“
Þótt ísfrétt sé fyrsta bók Gerðar hefur hún
birt ljóð sín í blöðum og tímaritum og lesið
þau upp á samkomum og í útvarpi og sjón-
varpi. Þá hefur hún borið sigur úr býtum í
nokkrum keppnum.
Hvað knýrþig til þess að yrkja?
„Leiðinlegir sjónvarpsþættir. Ég yrki fyrir
framan sjónvarpið og raða þá saman hug-
myndum.“
Fá ungskáld einhvern hljómgrunn t dag?
„Ef þau vilja koma sér á framfæri verða þau
að gera það sjálf eins og aðrir listamenn. Þetta
er eins og í Litlu gulu hænunni, maður borð-
ar ekki brauðið nema baka það sjálfúr.“©
Gerður Kristný
„Ég yrki fyrir framan sjónvarpið og raða þá saman
hugmyndum."
íslenski boltinn rúllar af stað
Stærsta tímarit sem komið hefur út á íslandi.
„Með þessu fyrsta tölublaði má segja að við séum að núllstilla okkur gagnvart viðfangs-
efninu sem er íslenski fótboltinn, og gefa tóninn um það hvernig við hyggjumst taka á þess-
um málum í næstu blöðum," segir Hallvarður E. Þórsson, annar ritstjóri Islenska bolt-
ans, sem er glænýtt tímarit sem fjallar eingöngu um fótbolta; fótbolta á Islandi og fótbolta
út í heimi. Hallvarður hefur unnið að útgáfu blaðsins ásamt Arnari Steinþórssyni, sem
ritstýrir því með honum, í tæplega eitt ár. Hafa þeir félagar viðað að sér geysimiklum fróð-
leik um íslenska knattspymu. Þessi fróðleikur hefúr verið notaður til að byggja upp mikinn
gagnagrunn sem verður nýttur við áframhaldandi útgáfú en fyrirhugað er að tímaritið
komi út fjórum sinnum á ári. Fyrsta tölublað íslenska boltans er tvöfalt eintak, upp á
hundrað sextíu og fiórar síður, og er fýrir vikið stærsta tímarit sem hefur
komið út á Islandi.
Meðal efúis má nefúa viðtal við Arnar og Bjarka
* ... Gunnlaugssyni, viðtal við Eyjólf Sverrisson,
saga íslenskra hða í Evrópukeppni er rakin
*
©
frá upphafi, sagt er frá úrvalsdeild-
unum á Italíu og Englandi,
HM í Bandaríkjunum er
kynnt og sagt er frá meistara-
flokkum allra liða á landinu,
allt frá þeim liðum sem leika í
fýrstu deild íslandsmótsins nið-
. ur í þau sem leika í þeirri fjórðu,
og er kvennaknattspyrnan ekki
undan skilin. Eins og gefúr að skilja
fá fyrstudeildarliðin mesta plássið í
þessari umfjöllun en þó er birt lit-
mynd af öllum liðum úr öllum deild-
um íslandsmótsins í knattspymu og ít-
arlegar upplýsingar gefnar um hvert félag og leikmenn þess.
Meðal annars sagt hversu háir og þungir þeir eru, hve marga leiki
hafa spilað og hve mörg mörk skorað. Segir Hallvarður að
átt í tuttugu þúsund manns séu nefndir á nafn í blaðinu og gefúr
,ð nokkra hugmynd um hve massívar upplýsingar er þar að finna.
Unnur
Arngrímsdóttir
framkvæmdastjóri
Ofnæmið
mitt...
óstundvísi
Ég sé ekki betur en að íslenska samfé-
lagið sé á góðri leið til andskotans.
Það er varla hægt að ganga svo um
götur án þess að rekast utan í áfengis-
auglýsingar hangandi utan á öldurhús-
um, sumar duldar aðrar hreinar og
klárar. í sjónvarpinu keppast kokkar
og meintir smekkmenn á mat og drykk
í að auglýsa áfengi og jafnvel drekka
það 1 beinni útsendingu. í blöðum er
sífellt verið að hvertja fólk til aukinnar
áfengisdrykkju undir yfirskini snobbs
og sýndarmennsku. Hvers vegna er
ekki farið eftir íslenskum iögum?
Hvers vegna eru þessir hvatninga-
menn til drykkja, dauðsfalla í umferö-
inni, heimilsupplausnar og dauða ekki
dregnir til saka? Af hverju látum við
þetta viðgangast?
Endurtekið Irá timmtudagskvöldi. 17.50 Tákn-
málsfréttir 18.00 Gulleyjan Sigilt ævintýri.
18.25 Úr ríki náttúrunnar Leðurblökurí regn-
skógunumM.Sð Fréttaskeyti 19.00 Popp-
heimurinn Dóra Takelusa með hendur fyriraltan
bak og smellir í góm milli öndunarlota 19.30
Vistaskipti Dwayne Wayne er nú alllal dálílið
lyndinn. 20.00 Fréttir 20.35 Veöur 20.40 Um-
skipti atvinnulífsins Þælt I hvað sé nýsköpun I
þessum lyrsta þætti al sex. 21.10 Kæri kort-
haf i Áströlsk blómynd um starfsmann á skatt-
stofu sem krílarylir sig. 22.45 Hinir vamm-
lausu Chicagolöggan Eliiot Ness dílar við Al
Capone á bannárunum, 1:18.23.35 Sögubrot
af Jimi Hendrix Heimildarmynd um gamla goð-
ið og kjaftað um hann við gömul gltargoð.
01.05 Dagskrárlok.
STÖO TVÖ 16.45 Nágrannar 17.30 Myrk-
fælnu draugarnir 17.50 Listaspegill 18.15
NBA Tilþril fyrir drengi með kiwi-klippingu.
18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.1919.19
20.15 Eiríkur 20.35 Saga McGregor- fjölskyld-
unnar Myndaflokkur sem gerisl f villta vestrinu.
21.30 Robin Crusoe Sixtís útgála afævintýr-
inu um Robba Krúsó sem er hér I gervi orrustu-
flugmanns sem hrapar og lendir á eyðieyju.
Hvar væru svona myndir án Dick Van Dyke?
23.20 Ameríkaninn Raunsæ lýsing á sögu
Mexíkönsku mallunnar í L os Angeles. Edward
James Olmos leikur aðalhlutverkið og leikstýrir
myndinni sem atlaði honum Ijölda morðhót-
anna. Heví stött sem er stranglega bannað börn-
um. 01.20 Stál í stál Þriller um löggukonu I
New York sem kemst I hann krappan. Aðalhlul-
verk: Jamie Lee Curtis og Ron Silver. Strang-
legab.b. 03.00 Samneyti Rithölundur heldur
því Iram að Ijölskyldu sinni sé rænt al geimver-
um en jafnan skilað attur. Við skiljum það. Með
Christopher Walken og bönnuð börnum. 04.45
Dagskrárlok.
Laugardagur
P O P P
Black Out er á Tveimur vinum meö söngkon-
una efnilegu Jónu De Groot í fararbroddi.
Páll Öskar og milljónamæringarnir eru á
Bóhem. Ball með þeim svíkur engan.
BAKGRUNNSTÓNUST
Fánar hafa fært sig um set í úlhverfum höfuö-
borgarsvæðisins, í kvöld eru þeir meö sitt gleði-
prógramm á Café Royale í Hafnarfiröi.
Smuraparnir er ný hljómsveit sem Björn
Thoroddsen stýrir. Ef kaflelninn er eins og
hann á að sér er það væntanlega djass sem
sveitin ætlar að leika á Sólon Islandus.
Sín er á Rauða Ijóninu í kvöld. Sveitin leikur
óskalög fyrir gesti og ýmis velþekkt lög úr
poppsögunni.
Jði Baldurs er trúbador sem ætlar að stýra
fjöldasöng á Fógetanum.
Papar eru á Café Amsterdam, I myljandi stuði
að venju.
Tríóið er I stærri salnum á Kringlukránni og
leikur kráartónlist að sínum hætti. Trúbadorinn
Hermann Arason er f minni salnum með gít-
arinn sinn.
Smuraparnir leika jass á Sólon íslandus.
Meðal þeirra sem innanborðs eru er Björn
Thoroddsen. Smuraparnir hefja leikinn kl.
23:00.
28
FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994