Eintak

Útgáva

Eintak - 07.04.1994, Síða 29

Eintak - 07.04.1994, Síða 29
StáJfélagið endurvakið Með kombakk á Tveimur vinum í kvöld. kvöld er allt frá fullorðins gcd- rokki til flóknari tónverka í ætt við það sem Metallica hefur verið að spila. Að loknum frumflutningi okkar laga ætlum við síðan að halda áfrant með erlent efni og rokka húsið í tætlur." Tónleikarnir í kvöld eru í boði Stálfélagsins og því frítt inn. 0 „Annað gigg Stálfélagsins var sögulegt. Við vorum að fara að spila í kjallara Tunglsins, sem nú kallast Rósenbergkjallarinn, og höíðum tekið á leigu hljómkerfi Reykjavíkurborgar sem er upp á 4000 wött. Við áttuðum okkur ekki á því að þetta kerfi dugar vel fyrir hljómleika í stórum sölum á borð við Laugardalshöllina, stillt- um því öllu upp í kjailaranum, töldum í og byrjuðum að spila. Og þvílíkur hávaði, hitablásturinn út úr hátölurunum var á við áflmikla hárþurrku. Til samanburðar er þetta kerfi helmingi stærra en það sem var notað á rokkhátíðinni í Þjórsárdal síðasta sumar.“ Það er Sigurjón Skæringsson, söngvari rokksveitarinnar Stálfélagsins, sem hefur orðið og minnist frumdaga hljómsveitarinnar með þessari sögu, það er ekki laust við að gæti hlýju í rödd hans. Þetta var árið 1992. Þá um sumarið varð Stálfé- lagið húshljómsveit rokkbúllunnar Grjótsins en þangað komu menn helst ekki öðruvísi klæddir en í leðri eða gallafatnaði, ef einhverjir freistuðu inngöngu með hálstau var það miskunnarlaust klippt af þeim af dyra- vörðum stað- \ arins. Þetta sumar urðu meðlimir Stálfélagsins svo frægir að spila fyrir kollega sína úr Iron Maiden í einkasamkvæmi sem var haldið í Grjótinu til heiðurs ensku þungarokkssveitinni að loknum stórtónleikum í Laugar- dalshöll. Stuttu síðar lagðist Stálfélagið í dvala en meðlimir sveitarinnar sögðu þó ekki skilið við tónlistina. Guðlaugur Falk sem er einn há- værasti gítarleikari Islands og þó víðar væri leitað, Jón Richter Guðjónsson bassaleikari og trommarinn Sigurður Reynisson tóku sæti í rokksveitinni góðkunnu Exist sem hélt til Bandaríkjanna í leit að frægð og frama. Þeir eru nú allir snúnir heim úr víkingnum og Stálfélagið hefur verið endurvakið. Fyrstu tónleikar sveitarinnar eftir hléið eru í kvöld á Tveimur vinum. Áður lék Stálfélagið eingöngu lög eftir fyrrirrennara sína í rokkinu, lög sem hljómsveitir eins og Black Sabbath og Nazaret gerðu fræg. Sigurjón segir að í kvöld verði nýtt skref stigið í sögu hljómsveitarinn- ar því þá á að frumflytja sjö spánný lög eftir hljómsveitarmeðiimina sjálfa og er meginhluti þeirra með íslenskum textum. „Það hefúr ein- hvern veginn loðað við íslenska dægurtónlist síðustu ára að ef sungið er á íslensku er það annað hvort dísætt píkupopp eða hryðju- verkaárás á hljóðhimnurnar úr neðanjarðargeiranum. Við viljum núna láta á það reyna hvort al- menningur hafi yfirhöfuð áhuga á aggresívu, melódísku rokki með ís- lenskum textum. Á efnisskránni í Égelska... fjölskylduna mína og maí; mánuð birtUy yls og afmœlisins rníns Blóm og eldar Blóm og eldur eru helstu umfjöllunarefni Huldu HAkon á sýningunni sem hún opnar að Kjarvals- stöðum á laugardaginn. Þar sýnir hún málverk og skúlptúra. „Blómin byrjuðu sem krot þegar ég var einhverju sinni ísímanum en eldana hef ég aftur á móti fengist lengi við. Fyrsta myndin var gerð með bláum kúlupenna og varsend íMail-art sýn- inguna í Sarajevo. Ég teikna blá blóm sem er bókmenntaleg klisja. Blómin eru andstæða við eldinn, “ segir Hulda og vill ekkert fara nánar út í fyrir hvað hann stendur. Hún segir það augljóst. Að venju er texti stór hluti af verkum Huldu. „Textarnir eru mikilvægir fyrir mig til að vísa áhorfandanum lengra en inn íþessa sjónrænu upplifun. Ég lít alls ekki á mig sem skáld. Ég fæ hugmyndir héðan og þaðan og meðal annars af því að lesa auglýsingatexta. Ég reyni að hafa textana mismunandi og fá þá til að vísa íallarátt- ir,“ segir Hulda. Hún hefur verið að huga að sýningunni að Kjarvalsstöðum síðan hún hlaut þriggja ára starfslaun Reykjavíkur- borgar árið 1992. Þó hún kunni vel við sýningarhúsnæðið er það ekki al- veg að hennar skapi. „Þetta ergott hús en hefurþann van- kanta að þar er afskaplega stórt loft. Mér finnst ég vera að sýna með lofti og er reið þvi'að myndlistarmenn þurfi að lúta lögmál- um þess, “ segir Hulda. L E I K H Ú S flgamemnon leiklesin kl. 16:00 í Borgarleik- húsinu. Leikarar eru I búningum þótt þeir haldi á handritunum í hendinni svo þetta er nú ekki svo slæmt. flllir synir mínir á Stóra sviði Þjóðleikhúss- ins. 23. sýning af þessu frábæra leikriti Millers. Kristbjörg Kjeld stendur tyrir sínu. Blóðbrullaup eltir Lorca í Smíðaverkstasði Þjóðleikhússins kl. 20:30. Býsna góð sýning. Eva Luna á Stóra sviði Borgarleikhússins kl. 20:00. Hlýtur að vera heilmikil skemmtun, alla vega ter fólk á þetta vilde væk. Vörulyftan sýnd af íslenska leikhúsinu kl. 20:00 (Hinu húsinu sem eitt sinn var Þórscafé. Þetta ersíðasta sýningin. F U N P I R Steinn Kárason heldur fyrirlestur í Norræna húsinu um ekkert annað en trjáklippingu. Hann hefst kl. 14:00. Ekki úr vegi að kynna sér meðferð trjáklippa áður en snjóa leysir (görð- um. O P N A N I R Þrjár sýningar verða opnar í Nýlistasatninu ( dag. Listahreytingin The Guerilla Girls frá New York sýnir veggspjöld. Þetta er hópur kvenna sem ekki vill láta naln slns getið og kemur fram í þröngum kjólum og með górillugrfmur. Þær Svala Sigurleifsdóttir og Inga Svala Þórs- dóttir sýna jafnframt eigin verk í Nýló. Eitt verka Ingu Svölu er reyndar gert með Kínverjan- um Wu Shan Zhuan I efri salnum eru svo verk úr eigu safnsins. Hulda Hákon og Ólafur Gíslason opna sýn- ingar á Kjarvalsstöðum í dag. Hulda (vestur- salnum, Ölafur í miösal. Hulda sýnir málverk og skúlptúra en Ólafur rauðvínsglös sem hann drakk úr á síðasta ári. Dröfn Friðfinnsdóttir opnar sýningu í AS(. Þar sýnir hún stórar tréristur. Margrét Sveinsdóttir opnar sýningu I Gallerí 11 á Skólavörðustíg. í Þ R Ó T T I R Körfubolti Annar leikur suðurnesjaliðanna Njarðvíkur og Grindavíkur fer Iram í dag þegar leikið verður (Ijónagryfjunni í Njarðvík. Grind- víkingar eru (fyrsta skipti (sögu félagsins komnir alla leið í úrslitin og er spurning hvort Guðmundi Bragasyni hinum unga þjállara liðsins, takist að stýra mönnum slnum til sigurs gegn hinu reynslumikla liði Njarðvíkur. Auk þess að þjálta liðið leikur Guðmundur einnig með því, og það ekki Ktið hlutverk, það sama gerir reyndar þjálfari Njarðvfkurliðsins, Valur Ingimundarson. Leikurinn helst klukkan 16.00. Handbolti Stjarnan leikur við Víking (úrslita- keppni fyrstu deildar kvenna á heimavelli sfnum (Garðahæ. Hefst leikurinn klukkan 14.00. Fótbolti Reykjavíkurmótið (knattspyrnu hefst aftur að loknu páskalríi (kvöld með leik ÍR og Vals. Þessi leika bæði (efri deild Reykjavíkur- mótsins sem kallast A-deild. Leikurinn er á gervigrasvellinum í Laugardal og hefst klukkan 17.00. SJÓNVARP RIKISSJONVARPIÐ 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.50 Er vandinn óleysanlegur? Um- ræðuþátlurum íslenskt atvinnulíl, endursýndur 11.45 Staður og stund SigmarB. Hauksson brá sér til Brussel og reyndi að átta sig á borginni. Hvernig væri að átta sig fyrst á hvernig gera á sjónvarpsþætti, Sigmar? 12.20 Póstverslun - auglýsingar Fyrir þá sem hala ekki elni á að lara tilAmerlku. 12.15 Hemmi Gunn endursýndur. 13.30 Syrpan 14.40 Einn-x-tveir Áðurá dag- skrá á miðvikudaginn. 13.55 Enska knattspyrn- an 16.50 íþróttir 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Völundur Teiknimyndallokkur um hetju íallra kvikinda //If/18.25 Veruleikinn Flóra íslands, endursýning. 18.40 Eldhúsið 18.55 Frétta- skeyti 19.00 Strandverðir Þátturum blondínur og brúnapilta. 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Lottó 20.45 Simpson- Ijölskyldan Besti þátturinn I sjónvarpinu að sögn Hómers. 21.15 Upp, upp mín sál - breyttir tímar Bíómynd um einhverja Bedlord-ljúlskyldu sem lólk á að kannast við úr framhaldsþáttum. Þættirnir gerð- ust um 1960 en myndin um /99022.55 Svipugöngin Spennumynd um löggu sem fer með konu sem á að bera vitni I Las Vegas frá Phoenix. Clint Eastwood leikur aðalhlutverkiö og leikstýrir. 00.40 Dagskrárlok. STÖÐ TVÖ 09.00 Með afa 10.30 Skot og mark 10.55 Jarðarvinir 11.20 Simmi og Sammi 11.40 Fimm og furöudýrið 1:6.12.05 Lfkamsrækt Stofuleikfimi frá Stúdió Jónínu og Hrafns. Einnig er Glódís Gunnarsdóttir með en hún vílaði ekki fyrir sér að mæta í aðskorna æl- ingagallanum i stúdló þegar hún var með popp- korn f fyrra. 12.20 NBA tilþrif 12.45 Evrópski vinsældalistinn Topp20fráMTV.1ZM Heimsmeistarabridge Landsbréfa 13.50 Er- nest í sumarbúðum Ernest gerist umsjónar- maður í sumarbúðum og þá er tjandinn laus. 15.103-BlC. Draugasögur Teiknimyndeftir sögum Cbarles Dickens. 16.00 Gerð Shindlers List 16.30 Gerö Heaven and Earth, nýjustu myndar Oliver Stone 17.00 Ástarórar 32 ára mamma vill meira stuð og fer að halda framhjá. 18.00 Popp og kók Ég fæ mér trekar Prins Pótó 19.19.19.19. 20.00 Falin myndavél 20.25 Imbakassinn 20.50 Á norðurslóðum 21. þáttur al25 21.50 Örlagavaidurinn Galdrakarlinn Michael Cane getur látið draumana rætasl. End- ar öruggtega á þvíað örlagaþolandinn fattar að heimaerbest. 23.25 Hyldýpið Þriggjastjörnu- mynd með mögnuðum neðansjávartökum um katara sem leita að löskuðum kjarnorkukafbáti. Endirinn er algjört Hollívúddgubb. Stranglega bönnuð. 01.50 Flugsveitin Hetjur Iháloftun- um sem töpuðu Víetnamstríðinu. Með William Daloe, Brad Johnson og Danny Glover. 03.40 ó n I i s t Gauksins n s t u v 1 7NGN FIMMTUDAGUR 7.apríl FÖSTUDAGUR 8. apríl LAUGARDAGUR 9. apríl SUNNUDAGUR 10. april MANUDAGUR 11. april ÞRIÐJUDAGUR 12. apríl RASK UNDIR TUNGLINU UNDIR TUNGLINU ALVARA ALVARA PLÁHNETAN k u MIÐVIKUDAGUR 13 apríl PLÁHNETAN FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 29

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.