Eintak

Útgáva

Eintak - 07.04.1994, Síða 35

Eintak - 07.04.1994, Síða 35
Máls- háttur- inn í páska- egginu Sigriður Beinteinsdóttir söngkona: „Misjafn sauður í mörgu fé. “ Sólveig Arnars- dóttir leikkona: „Atlotin góð eru úlátum betri." Tómas Tómasson veitingamaður: „Enginn verður óbarinn biskup. “ Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi: „Betra er autt rúm en iila skipað. “ Friðrik Páll Ágústsson dáleiðslumeðferðaraðili: „Eftir hlátur kemur grátur. “ Steinunn Valdis Óskarsdóttir sagnfræðingur: „Engu spillir hægðin. “ Felix Bergsson leikari: „Þeim skal úrgarði fylgja sem maður vill að aftur komi. “ Snorri Sturluson þáttagerðarmaður: „Á morgun segir sá lati.“ Þeir sem sögðust ekki hafa fengið páskaegg voru meðal annars: Sigurður Pálsson skáld Sigurður Valgeirsson, ritstjóri Dagsljóss ■-------—m^hfjalti Úrsus Árnason kraftamaður ( f Þorfinnur f Ómarsson Dagsljóssmaður Steingrimur J. Sigfússon alþingismaður Einar Örn Bene- diktsson maður Bjarni Þórarinsson listamaður O Enn dúsar meintur höfuðpaur í gœsluvarðhaldi O Pálmi Guðmundsson leysir Ingibjörgu afá meðan hún bregður sér í víkingamynd O Bubbleflies og Bong saman á plötu Stóra fíkni- efnamálið svokallaða verður þingfest hjá Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun, föstu- dag. Guðjón Marteinsson hefur verið skipaður dómari í málinu. Hann og lögmenn ákærðu eiga langar setur fyrir höndum því gert er ráð fyrir að málflutningur komi til með að standa vikum saman. Málsgögnin eru óhemju umfangs- mikil og svo hjálpar ekki upp á sakirnar að verjendur sakborning- anna átján eru hvorki fleiri né færri en sextán talsins. Gæsluvarðhald- ið yfir meintum höfuðpaur, Ólafi Gunnarssyni, hefur endurtekið verið framlengt frá því hann var fyrst úrskurðaður í varðhald í byrj- un september á síðasta ári. Ósk lögreglunnar og rikissaksóknara er sú að hann sitji áfram í varð- haldi þar til dómur gengur og hann getur afplánað refsingu sína ef einhver verður. Eftir þingfest- ingu líður nokkur tími þar til málið verður tekið því við að í Síðu- múlafangelsinu langt fram eftir sumri. Það byggir þó á því að Hæstiréttur samþykki beitingu gæsluvarðhalds mánuðum saman án þess að nokkrir rannsóknar- hagsmunir séu í húfi. Slíkir gæslu- varðhaldsúrskurðir sæta æ meiri gagnrýni... Nú þegar Ingibjörg StefAns- dóttir er að fara að leika í víkingamynd Michael Chapmans hefur hún ekki tíma til að sjá um dægurlagaþáttinn Popp og kók á Stöð tvö áfram. Sá sem mun leysa hana af hólmi heitir Pálmi Guðmundsson en hann hef- ur meðal annars verið dagskrár- gerðarmaður á Bylgjunni í tæp þrjú ár. Pálmi hyggst gera ein- hverjar breytingar á efnistökum þáttarins, sinna bíóunum betur en Ingibjörg hefur gert, segja stuttar fréttir af poppurum og leikurum og einnig mun útlit þáttarins verða með öðru sniði en áður... Einhvern tímann á næstu vik- um ætla hljómsveitirnar Bong og Bubbleflies að renna saman í eina sæng og halda í hljóðver. Þar er ætlunin að slá upp veislu og djamma saman nokkur lög sem verða tekin upp. Ef vel tekst til er ætlunin að gefa þetta efni út undir nafninu Bobb... - : . ' ÉQ VEIT PAÐ EKKI EFTIR HALLGRÍM HELGASON Stuttmyndir - Ijóð kvikmyndanna Þrjátíu stuttmyndir frumsýndará þremur dögum í næstu viku. „Stuttmynd er eins og ljóð og getur verið stökkpallur yfir í lengri kvikmyndir fyrir unga menn,“ segir Jóhann Sigmarsson, fram- kvæmdastjóri Stuttmyndadaga í Reykjavík, sem heQast næsta þriðjudag. Það er Kvikmyndafélag Islands sem stendur fyrir Stutt- myndadögum þriðja árið í röð. Að þessu sinni er hátíðin haldin á efri hæð Sólon Islandus en þar verður tjaldað fyrir alla glugga og útbúinn góður sýningarsalur. Verður því stutt í ljúfar veitingar sem er eitt af þeim skilyrðum sem Jóhann segir að verði að prýða húsakynni þau sem hýsa Stuttmyndadaga hverju sinni. „Ég setti upp þessa hátíð með því frumskilyrði að hún yrði ekki haldin í kvikmyndahúsi. Ég vil að fólk geti fengið sér veitingar á milli mynda og fyrirlestra en það er nauðsynlegt til að skapa rétta stemmningu að mínu mati.“ Þrjátíu stuttmyndir verða frum- sýndar á hátíðinni og eru þær mjög misjafhar að lengd, allt frá tveimur til þremur mínútum til þrjátíu mínútna. Einnig verða fluttir fyrir- lestrar um ýmsa þætti sem tengjast kvikmyndagerð. Til dæmis mun Friðrik Erlingsson fjalla um handritsgerð, Þráinn Bertelsson um sjónvarpsþáttagerð, Kjartan Kjartansson um eftirvinnslu hljóðs, Sigurður Sigurjónsson og Eggert Þorleifsson segja frá kvik- myndaleik og svo mun einn erlend- ur kvikmyndagerðarmaður taka til máls en sá heitir Paui R. Gurian og flytur hann erindi um framleiðslu kvikmynda í Hollywood. Jóhann segir að Stuttmyndadag- ar séu komnir til að vera og sér hann ýmsa möguleika á að gera há- tíðina fjölbreytilegri. „Við erum að vonast til að geta stofhað til hand- ritasamkeppni einhvern tímann í framtíðinni sem yrði á því formi að menn myndu skila inn handritum mánuði áður en Stuttmyndadag- arnir hefjast, síðan yrðu þrjú hand- rit valin og höfundum þeirra út- hlutaðir framleiðslustyrkir. Einnig er í bígerð að taka inn erlendar stuttmyndir þegar fram líða stundir og helga þeim sérstakan dag á há- tíðinni.“ Peningaverðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu myndirnar á Stutt- myndadögunum en þær velur dómnefhd sem í eiga sæti: Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleik- stjóri, Guðrún Erla Geirsdóttir (Gerla), myndlistarmaður, fulltrúi Reykjavíkurborgar, og Egill Helgason kvikmyndagagnrýnandi. Verðlaunin eru gefin af Reykja- víkurborg og eru samtals 350.000 krónur. Mun Árni Sigfússon borgarstjóíi afhenda þau á loka- kvöldi Stuttmyndadaga þann 14. apríl. Að auki munu valdar myndir verða sýndar í Ríkissjónvarpinu síðar á árinu. © JOHANN SlGMARSSON á efri hæð Sólon íslandus sem verður breytt íbíósal á næstunni. TÆKI VIKUNNAR Stuðboltinn T æ k i ,, þessarar viku er vægast sagt ekki b a r n a m e ð færi, því hér er á ferðinni straurn- gjafi sem sérstak- lega er til þess ætiaður að stuða fólk. Eins og mörg fyrri tækja er apparat þetta ættað frá Bandaríkjunum og er hugsað til þess að setja rummunga út af laginu. Ef ráðist er á eiganda tækisins getur hann beitt þvf fyrir sig, smellt takka á hlið þess og gefið árás- armanninum 80.000 volta straum. Viðkomandi verður gjörsamlega úr leik næstu mín- útur og reyndar ekki samur maður dágóðan tíma í viðbót. Straumurinn er hins vegar afar vægur í amperum talið, sem er ástæða þess að fómariambið liggur ekki eftir sem hvert ann- að beikonhrúgald. Aftur á móti er ekki tekin ábyrgð á lífi fólks með gangráða eða sjúklinga, ungra barna, gamalmenna og smærri húsdýra, sem aftur gef- ur ýmsar hugmyndir um nota- gildi tækisins. Þess ber að geta að efasemdir rikja um lögmæti tækisins hérlendis og vafamál að það stæðist toilskoðun, en vestra er hægt að fá græjuna fyrir 99 Bandaríkjadali eða ríf- lega 7.000 (slenskar krónur. Líftð er súpermarkaður Ég veit það ekki. (Þið afsakið, en ég er nauðbeygður til að hefja pist- ilinn á þessum orðum. Til að halda stíl.) Ég veit það ekki. Hvenær segir fólk „lífið er leikhús"? Er það ekki þegar lífið hefur leikið fólk svo grátt að það þorir ekld lengur að fara með línurnar sínar og er komið í felur á bak við leikmyndina? Húkir þar hnípið með græna hárkollu og lekandi augnskugga, muldrandi með sjálfu sér að lífið sé farsi og það ekki neinn Shakespeare heldur íslenskt samtímaleikrit með léttum absúrdblæ. (Titilh „Engispretturn- ar.“ Söguþráður í stuttu máli: Tvær systur utan af landi gera sér ferð til höfuðborgarinnar til að vitja arfs en lævís lögfræðingur (Gísli Al- freðsson) hefur hins vegar komið honum undan. Inn í atburðarásina fléttast engisprettufaraldur.) Eða segir fólk ef til vill frekar að lífið sé leikhús þegar það er dottið út úr sínu hlutverki og liggur á leiksvið- inu afvelta af hlátri yfir glappaskoti mótleikara síns? Man ekki lengur hvað persónan heitir sem það er að leika, en fær hressilegt hóstakast yf- ir því hvað lífið sé nú skemmtilegt. Eins og „Fló á skinni“. Og svo stendur það upp og klórar sér í bakinu, dæsir og afsakar sig áður en það hverfur aftur „í rullu“. Hvort sem heldur, þá segir fólk stundum að „lífið sé leikhús". Þetta er hins vegar rangt. Lífið er ekki leikhús. Eða hver er þá í salnum? Hver er að horfa á? Eru allir upp á sviði? („þrjár milljónir kínverja koma inn frá hægri.“) Það gefur auga leið. Þessi líking gengur alls ekki upp. Lífið er ekki leikhús. Nee- ei. Það er súpermarkaður. „1 því markaðsþjóðfélagi sem við lifum í í dag“ er lífið ekkert annað en súpermarkaður. Því þar eru allir þátttakendur og þar kostar ekkert inn og þar er ekkert handrit fyrir hendi. Þar fara fram frjáls viðskipti. Það gefur auga leið að þessi líking gengur mun betur upp. Allir þurfa jú til hnífs og skeiðar. Og byrjar þetta ekki allt saman á því að pabbi opnar búð...? „Lífið er dýrt og dauðinn þess borgun“ sagði skáldiö (man ekki alveg hvaða skáld, þetta var á Mannakornsplötu) og í súp- ermarkaðnum borgar maður við kassann. Endar þetta ekki allt sam- an við kassann? I kassa. Og frá kass- anum rölta herrarnir og frúrnar svo út (allt svo inn) um gullna hliðið sem ég leyfi mér að kalla svo, með sálirnar hans Jóns síns og hennar Jónu sinnar í hvítum plastpoka. (Sbr. orðtakið: „Sálarlaus er svang- ur maður.“) Þá höfum við það. Og sé lífið súpermarkaður þá er það skýrast í súpermarkaði hér í París. Á föstudaginn langa ferðast ég þar um í hjólakörfu (eins og barn í vagni, til að halda líking- unni) og vel mér mat. 1 symbólískri stillingu ráfa menn á milli hillur- aða. Mannkynið á vegferð sinni. Þungstígir og beygðir bera menn sinn níðþunga kross sem hungrið er. Allar heimsins þjóðir. (Ferða- mannatíminn er hafinn hér í borg og ekki enn búið að setja útgöngu- bann á innflytjendur frá Afríku- og Arabalöndunum.) Ég hinkra með Könum í biðröð- inni við kjötborðið og hlera tyggj- óknúið tal þeirra: „Edna, are you sure they don’t have anything ffoz- en? I mean, I’m not sure about this...it’s like totally raw...“ Frammi fyrir ostunum er stugg- að við mér af þýsku eðalpari frá Munster, bæði í munstruðum drögtum úr kanínuterlíni. Hótel- svipur í andlitum þeirra (sýnileg óánægja með herbergið, einkum baðið) en samt eru þau hér að nesta sig upp fyrir helgina „...und dann muB man noch etwas fur mittag- sessen ubermorgen, nicht?“ Og í sjampódeildinni tveir gjör- samlega aflitaðir og samkynja Svíar, mjög Ace of Base á svipinn (fýrir eldri borgara, þá þýðir það það sama og ef ég myndi segja að þeir væru mjög Abba-legir á svipinn) að velja sér hárnæringu. Hár þeirra snjóhvítt af ofþvotti og ofnotkun, líkt og þau taki alla sína næringu í gegnum hárið. „Sælir, snjóþvegnu grannar í norðri! Haldið áfram að safna! Hej!“ hrópa ég eins og sól- brúnn spámaður í biblíudragt en laga svo bara hattinn og held inn í aðra deild. Held inn í „þurrmat“. Fimmtugur Japani stendur þar með Og sé lífið súpermarkaður þá er það skýr- ast í súpermarkaði hér í París. Áföstudag- inn langa ferðast ég þar um í hjólakörfu (eins og barn í vagni, til að halda líking- unni) ogvel mér mat. vídeóvél að filma 67 tegundir af kexi. Þegar ég kem loks að kassan- um situr þar indversk smámey sem mér finnst mér geta fundið tO með, á bak við blettinn á enni hennar, en sé svo að allar eru þær kassadöm- urnar ffá Kúrdistan, Irak og Nepal. (I súpermarkaði lífsins er reglan sú að þeir sem eru sorgarlitir á hörund eru á kassanum.) Fyrir affan mig í röðinni eru þrír pólskir iðnaðar- menn á málningarbuxum með eina mayonesdollu sem í höndum þeirra virkar eins og málningar- dolla. Ekkert frí hjá þeim í dag, föstudaginn langa, ég finn það bara á lyktinni. Þessari ógurlegu pólsku svitalykt sem ein svitalykta getur drepið mann. Ég riða til falls við kassann. Opinn kassann. © FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1994 35

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.