Eintak

Issue

Eintak - 21.04.1994, Page 11

Eintak - 21.04.1994, Page 11
fjöldi stofnfélaga það.“ Fulltrúar á flokksþingi eru ná- lægt 280 talsins. Hver um sig hefur að baki sér tuttugu manns í ein- hverju þeirra félaga sem eiga aðild að Alþýðuflokknum. Ekki er við því að búast að Jafnaðarmannafélagið eigi þar mörgum fulltrúum á að skipa. Útilokað er að félagaijöldinn margfaldist fyrir þingið og svo er á það að líta að meirihluti félags- manna í dag eru þegar í öðrum al- þýðuflokksfélögum og teljast til þeirra þegar fúlltrúar á flokksþingið verða valdir. Því er erfitt að sjá að stofnun þessa félags breyti ein- hverju um valdahlutföllin á þing- inu, Jóhönnu í vil. Forsvarsmenn félagsins hafa hins vegar fuUan hug á því að koma því til áhrifa innan flokksins ef marka má orð eins þeirra: „Þetta félag gæti bjargað Jóni sem formanni ef hann sér mögu- leikana í stöðunni og ber gæfu til að hlusta á flokksmennina og taka undir með okkur. Þá gæti hann átt sex til átta ár eftir sem formaður. Ég hef trú á grasrótinni og að hug- myndirnar eigi að leita upp en ekki að koma ofan frá. Ef Jón Baldvin tekur ekki mark á henni flosnar hann upp.“ Sighvatur kannar jarðveginn Þrátt fyrir að svo virðist vera að Jón njóti umtalsvert meiri stuðn- ings innan flokksins en Jóhanna verða þær raddir sífellt háværari að hann einangrist æ meir. „Jón er að einangrast með nokkrum mönnum sem vaxa eins og illgresi í kringum hann þannig að það kemst ekkert súrefni að honum,“ sagði áhrifa- maður í flokknum. „Hann virðist ekki eiga marga ráðholla ráðgjafa enda eru viðhlæjendur ekki alltaf vinir.“ Það er mál manna að Jón halli sér helst að Sighvati Björgvinssyni, iðnaðar- ráðherra, eftir að Jón Sigurðsson hætti af- skiptum af stjórnmálum. Samband þeirra Össurar Skarphéðinssonar er einnig sagt gott. Að öðru leyti safnast að honum minni spámenn sem sum- ir kalla varðhundana hans. Rannveig Gumunds- dóttir var gagnrýnd af sumum stuðningsmanna Jóhönnu þegar hún gaf kost á sér sem varafor- maður eftir að Jóhanna sagði af sér til að mót- mæla því að Rannveig fékk ekki ráðherrastól við hrókeringarnar í fyrra. „Það er sorglegt að horfa upp á hana ganga í gegnum nákvæmlega það sama og Jóhanna,“ sagði einn þeirra. „Jón virðir hana ekki við- lits.“ Stuðningsmaður Jóns sagði þetta tóman þvætting og annar sagði Jó- hönnu síst vera minni einfara en Jón. Fram hafa komið vangaveltur í fjölmiðlum um að Sighvatur Björg- vinsson væri hugsanlegur kandídat í formannsembættið ef Jón Baldvin kysi að víkja af vettvangi. Og nú heyrast þær raddir að Jón myndi frekar víkja af vettvangi og styðja Sighvat ef hann teldi að hann sjálf- ur myndi bíða lægri hlut fyrir Jó- hönnu í formannsslag. Heimildir innan flokksins herma að Sighvatur sé farinn að undirbúa jarðveginn ef þessi staða kæmi upp. „Jón kýs allt fremur en að Jó- hanna verði formaður," sagði stuðningsmaður Jóhönnu. „Hann myndi frekar tefla fram Sighvati sem einhvers konar málamiðlun og draga sig í hlé ef hann teldi að það kæmi í veg fyrir að Jóhanna yrði kjörin.“ Þessi kenning þykir þó afar langsótt. Yfirgnæfandi líkur eru á því að flokksstjórn Alþýðuflokksins verði við beiðni Jóns Baldvins um að flokksþingið verði haldið í sumar en ekki haust. Armarnir tveir í flokknum, hægrikratarnir sem flestir eru á bandi Jóns og þeir til vinstri sem Jóhanna sækir sitt fýlgi til, reyna á meðan að styrkja stöðu sína og gera liðskönnun. Og allir bíðá eftir Jóhönnu. © Atök í uppsiglingu á aðalfundi Islandsbanka Pétur H. Btöndal í baráttu wið Orra Vjgfússon um bankaráðssæti að sinni Vérð hefur hækkað um 50 prósent Hörpuskelsmarkaðurinn í Frakklandi hefur rétt úr kútnum eftir að hann hrundi fyrir ári síðan. Um 90% af allri hörpuskel héðan, eða um 1.000 tonn, fór á þennan markað en hrunið kom í kjölfar þess að Kínverjar settu mikið magn af ódýrri hörpuskel á markaðinn með þeim afleiðingum að verðið hrapaði úr tæplega 60 frönkum kílóið, fyrir meðalstærð af hörpu- skel, niður í 30-35 franka. I dag er verðið komið upp í tæplega 50 franka og hefur því hækkað um 50 prósént. Þótt Kínverjar haldi sínu verði áfram eru gæði íslensku fram- leiðslunnar það mikil að Frakkar vilja frekar kaupa hann á þetta hærra verði. Jóhann Þorsteinsson hjá SH segir að verðhrunið í fyrra hafi þýtt að þeir voru um tíma aftur á upp- hafspunkti á Frakklandsmarkaðin- um, þ.e. verðið datt niður í hið sama og það var á árunum 1988-89. „Nú hefur þessi verðsveifla jafnast út og Frakkar kaupa ekki kínversku framleiðsluna á því verði sem hún er nú. Þeir telja að verð á kínversku hörpuskelinni verði að vera enn lægra sökum þess hve gæði hennar eru minni,“ segir Jóhann. Er Frakklandsmarkaðurinn hrundi, beindu íslensku framleið- endurnir vöru sinni í auknum mæli inn á Bandaríkjamarkað þar sem verð var hagstæðara. Þar hefur það rokkað á milli 3-4 dollara fyrir kíló- ið en Jóhann segir að Kínverjar hafi einnig dælt töluverðu magni inn á þann markað á síðustu mánuðum þannig að verð hafi lækkað. Hins vegar er hið sama uppi á teningn- um þar og í Frakklandi, Banda- ríkjamenn vilja frekar kaúpa ís- lensku hörpuskelina sökum þess hve gæði hennar eru meiri og hún því hagstæðari í vinnslu. Hvað varðar nánustu framtíð segir Jóhann að erfitt sé að spá fyrir um þróunina á þessum tveimur mörkuðum, Frakldandi og Banda- ríkjunum. Veiðar hérlendis hefjast ekki aftur fyrr en á seinni hluta árs- ins og sem stendur séu engar birgð- ir til í landinu, öll framleiðslan sé seld og raunar hafi ekki allir kaup- endur fengið það magn sem þeir vildu héðan. © Ríkisendurskoðun mun ekki birta skýrslu sína um söluna á SR-mjöli fyrr en að loknum mál- flutningi í einkamáli Haraldar A. Haraldssonar fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur. Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoð- andi, átti fund með fjárlaga- nefnd Alþingis í hádeginu í gær- dag og varð þetta niðurstaða fundarins. Eins og kunnugt er hefúr mál þetta verið mjög til umræðu í fjölmiðlum að undanförnu enda hefur ríkisendurskoðandi staðið fast á þeirri skoðun sinni að ekki beri að birta skýrsluna strax þrátt fýrir mikinn þrýsting frá Alþingi. Þingmenn munu ekki hafa kveikt á perunni með að skýrslan væri tilbúin frá Ríkis- endurskoðun fyrr en EINTAK birti frétt þess efnis í síðasta tölublaði. © ÍSLANDSBANKI Búast má við átakafundi er hluthafar íslandsbanka koma saman á aðalfundi í næstu viku. Átök eru í uppsiglingu á aðal- fundi íslandsbanka í næstu viku þar sem Pétur H. Blöndal hefur ákveðið að gefa kost á sér til setu í bankaráði bankans. Pétur segir að hann vilji að hluthafar hafi eitthvað um kosningar í bankaráðið að segja og ótækt sé að sjálfkjörið verði í ráðið miðað við núverandi stöðu í rekstri bankans. Hann mun berjast við Orra Vigfússon um þetta sæti en Orri var kosinn með stuðningi ýmissa almennra hluthafa á síðasta aðalfúndi. Samkvæmt heimildum EINTAKS mun Bent Sch. Thor- steinsson, einn stærsti hluthafinn sem studdi Orra á síðasta aðal- fundi, hafa hvatt til þess að þeir tveir, Orri og Pétur, fýndu grund- völl til samstarfs fyrir aðalfundinn. Þannig að annar yrði aðalmaður en hinn varamaður í bankaráðinu. Hópur smærri hluthafa sem áður studdu Orra, aðallega kaupmenn úr Verslunarbankagreiranum, munu styðja Pétur á fúndinum en Magnús Finnsson framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna er í forsvari fýrir þann hóp. Aðrir bankaráðsmenn óttast nú að sæti þeirra séu í hættu og þannig hefúr EINTAK heimildir fyrir því að Sveinn Valfells hafi sent öðrum stórum hluthöfum bréf þar sem hann óskar eftir stuðningi þeirra til áffamhaldandi stjórnarsetu. Orri Vigfússon hefur fundað reglulega með stuðningsmönnum sínum. Reglulegir fundir Orri Vigfússon hefur haldið reglulega fundi með stuðnings- mannahópi sínum frá því að hann tók sæti í bankaráði íslandsbanka. Á síðasta fundi sem haldinn var nú í vikunni greindi hann þessum hópi frá framboði Péturs og mun framboðið hafa komið öllum sem á fundinum voru verulega á óvart. Einn úr hópnum segir í samtali við EINTAK að framboð Péturs hafi komið þeim í opna skjöldu þar sem stefna Péturs í málefnum bankans sé nær sú sama og stefna Orra hefúr verið, það er að fækka silkihúfúm í stjórn bankans og gera rekstur hans skilvirkari. „Menn áttuðu sig ekki alveg á hvað til bragðs skyldi taka, né hvaða stuðning Pétur hefði á bak við sig í þetta framboð.“ Meðal þeirra sem mynda stuðn- ingsmannahóp Orra eru Bent Sch. Thorsteinsson, Gísli V. Einarsson í Mata og Helgi Magnússon í Hörpu, Ulfur Sigurmundsson fýrrum framkvæmdastjóri Útflutn- ingsráðs, Steinar J. Lúðvíksson auk nokkurs fjölda manna af lands- byggðinni sem kynnst hafa Orra í gegnum vinnu hans í laxveiðimál- um. Þá mun Víglundur Þor- steinsson, BM Vallá, einnig hafa setið á nokkrum fundum. Meðal þeirra hugmynda sem til umræðu komu á síðasta fundi þessa hóps var að Orri myndi styðja Pétur í bankaráðskosningu á næsta ári ef hann á móti hlyti stuðning Péturs í ár. Orri efstur í síðustu kosningum Staða Orra Vigfússonar í síðustu bankaráðskosningum var mjög sterk og hlaut hann þá flest atkvæði þeirra sem í kjöri voru eða 13,6 pró- sent. Næstur honum kom Sveinn Valfells með 11,17% atkvæða og í þriðja sæti varð Magnús Geirsson með 11,16% atkvæða. Bankaráðið er að öðru leyti skipað þeim Guð- mundi H. Garðarssyni, Einari Sveinssyni, Kristjáni Ragnars- syni og Erni Friðrikssyni. Mæting á fundinn var mjög góð, fulltrúar fýrir 90 prósenta hlutafjár mættu. Ekki sjálfkjörið Pétur H. Blöndal segir í samtali við EINTAK að framboð sitt til bankaráðsins sé aðallega til komið svo ekki verði sjálfkjörið í ráðið. „Ég vil að hluthafarnir hafi eitthvað um kjör bankaráðsins að segja. Það er alveg ótækt að sjálfkjörið verði í ráðið miðað við þá stöðu sem bankinn er í og rekstur hans á síð- asta ári,“ segir Pétur. „Ég tel óeðli- legt að bankinn sé rekinn með tapi og sem hluthafi tel ég að bankinn ætti að skila 500 milljóna króna hagnaði á ári sem er um 10% arð- semi af eiginfé. Að mínu mati er það hið minnsta sem hægt er að sætta sig við. Það er fyrir neðan all- ar hellur að gengi hlutabréfa í bankanum er fallið niður í 0,80.“ © SR-mjöl skýrslan ekki birt Pétur Blöndal býður sig fram í bankaráðið svo ekki verði sjálfkjörið í ráðið. Hörpuskelsmarkaðurinn í Frakklandi réttir úr kútnum FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 11

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.