Eintak

Issue

Eintak - 21.04.1994, Page 14

Eintak - 21.04.1994, Page 14
I. Ciesielski krefst þess að Guðmundar- og Geirfinnsmálin verði endurupptekin fyrir hæstarétti. Styrmir Guðlaugsson rýndi í lagabókstafinn og kannaði hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fallist verði á þá kröfu. Hann komst að þeirri niðurstöðu að erfitt yrði fyrir dómarana að hafna henni án undangenginnar rannsóknar, ekki síst vegna frásagnar Hlyns Þórs Magnússonar, fynverandi fangavarðar, í eintaki í síðustu viku. Sævar M. Ciesielski lýsti því yfir í viðtali við EINTAK fyrr í mán- uðinum að hann hygðist fara fram á það formlega á næstunni að hæstiréttur taki upp aftur tii dóms- meðferðar Guðmundar- og Geir- finnsmálin. Til að það verði gert þarf beiðnin að fara ákveðna leið í dómskerfínu en það er hæstaréttar að taka ákvörðun um hvort fallist verði á hana. í lögum finnast ýmis ákvæði, sem rétturinn á að styðjast við þegar sakfelldur maður óskar eftir endurupptöku dómsmáls. Hallvarður fær beiðnina til sín Þegar Sævar leggur fram form- lega Seiðni sína kemur upp vægast sagt sérkennileg staða. Ríkissak- sóknari er nefnilega hæstarétti til ráðgjafar þegar óskað er eftir end- urupptöku mála. Það þýðir að Hallvarður Einvarðsson, sem stjórnaði rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálanna, gerir tillögur til réttarins um hvernig afgreiða eigi beiðnina. I 193- grein laga um endurupp- töku dæmdra opinberra mála segir að hæstiréttur taki ákvörðun um endurupptöku máls og skuli beiðni um hana stfluð til hæstaréttar og send ríkissaksóknara. Síðan segir í 194. grein: „Ríkis- saksóknari sendir beiðnina til hæstaréttar ásamt skjölum málsins og tillögum sínum..." Nú mun beiðni Sævars að öllum líkindum grundvallast á því að Hallvarður og hans menn hafi klúðrað rannsókninni og knúið fram rangar játningar með harð- ræði. Það væri því meðal annars verið að biðja um rannsókn á Hall- varði sjálfum og framgöngu hans við stjórn rannsóknarinnar. Varla er við því að búast að hann leggi það til við réttinn að málið verði tekið upp aftur. Dómararnir eru að sjálfsögðu ekki bundnir af því að fara að tillögum hans en þó hlýtur það að teljast eðlileg krafa að skip- aður verði sérstakur saksóknari til að íjalla um beiðnina. Harðræði við rann- sókn nægjanlegt til- efni til endurupptöku Samkvæmt 199. grein er endur- upptaka máls heimil þótt sakborn- ingur hafi að fullu þolað refsingu samkvæmt dómi. Þannig að þó að tuttugu ár séu síðan Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einars- son hurfu og allir sakborningarnir hafi tekið út sína refsingu eiga þeir rétt á að fá málið tekið fyrir aftur að fullnægðum ákveðnum skilyrðum. Þessi skilyrði er að finna í nokkr- um lagagreinum. I 192. grein segir að taka skuli upp mál að nýju eftir kröfu dóm- fellds manns ef fram hafa komið ný gögn, „sem ljóst eða líklegt gera, að dómfelldi hefði verið sýkn dæmdur eða dæmdur fyrir mun minna brot, ef þau gögn hefðu komið fyrir dómendur, áður en dómur gekk.“ í sömu grein er talað um fals- gögn og refsivert athæfi sem hafi valdið refsidómi að einhverju leyti eða öllu. Ef síðar komi í ljós að um slíkt hafi verið að ræða sé það full- nægjandi ástæða til endurupptöku máls. Vísað er til annarrar greinar þar sem segir að skilyrði til endur- upptöku séu fyrir hendi „ef ákærði eða aðrir hafa haft í frammi refsi- verða hegðun í því skyni að fá þau málalok, sem orðin eru, svo sem ef falsvitna er aflað, fölsuð skjöl eru látin fram koma, vitni, mats- eða skoðunarmenn gefa vísvitandi rangar skýrslur, enda megi ætla, að slík skjöl eða hegðun hafi orkað málalokum að öllu eða nokkru leyti.“ Stór orð hafa fallið opinberlega um rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálanna sem snerta þess- ar lagagreinar. Hæstiréttur hlýtur að taka það til athugunar þegar beiðnin verður tekin fyrir. Vitnisburður Hlyns um harðræði gæti vegið þungt Sakborningarnir halda því fram að játningar hafi verið knúnar fram Hæstiréttur kvað upp sinn dóm í febrúarmánuði árið 1980 og hafnaði því þá að játningar hefðu verið knúnar fram með harðræði. Nú þarf rétturinn meðal annars að meta hvort frásögn Hlyns Þórs Magnússonar, fyrrverandi fangavarðar, kalli á frekari rannsókn á meintu harðræði rannsóknarmannanna. með harðræði og tóku þær aftur fýrir dómi. Hvorki sakadómur né hæstiréttur tóku hins vegar mark á þeim afturköllunum. Harðræðis- rannsókn fór fram og að mati hæstaréttar þótti hún ekki sýna fram á að Sævar hefði verið beittur þvingunum eða óeðlilegu harð- ræði, ef undan er skilinn einn kinn- hestur. Ekki var tekið mark á full- yrðingum, Guðrúnar Jónu Sigur- jónsdóttur og fleiri fangavarða um hið gagnstæða. Hlynur Pór Magnússon fúllyrti í viðtali, sem birtist í EINTAKI í síð- ustu viku, að sakborningarnir hefðu verið beittir miklu harðræði, en hann var fangavörður meðan á rannsókninni stóð. Hlynur tók þannig til orða að rannsóknar- mennirnir hefðu sigað fangavörð- unum á sakborningana eins og hundum. Ef vitnisburður hans er réttur er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að Sævar og fleiri sakborningar hafi nánast verið pyntaðir til sagna. Annar fangavörður, sem haft var samband við, haíði svipaða sögu að segja og tók þó heldur dýpra í ár- ina. f viðtalinu eru einnig lýsingar á því hvernig sakborningarnir voru mataðir á röngum upplýsingum sem Hlynur segir hafa verið í þeim tilgangi að fá þá til að játa á sig sak- ir. Við harðræðisrannsóknina var Hlynur ekki kallaður til vitnis og því hlýtur þessi frásögn hans að teljast til nýrra gagna sem hefðu getað breytt niðurstöðu dómstóla. Þá fellur slíkt harðræði sem hann lýsir án nokkurs vafa undir refsivert athæfi. Vísa má til fjölmargra lagagreina sem styðja það að ekki hafi verið farið að lögum við rannsókn máls- ins, ef marka má orð Hlyns. I 38. grein V. kafla laga um með- ferð opinberra mála segir meðal annars að lögreglumenn megi ekki beita sakaðan mann neins konar harðræði fram yfir það sem nauð- synlegt er til þess að vinna bug á mótþróa hans gegn lögmætum að- gerðum, né á annan hátt beita hann ólögmætri þvingun í orði eða verki, svo sem með hótunum. Og í 70. grein IX. kafla um gæsluvarðhald segir: „Gæslufangar sæta þeirri með- ferð, sem nauðsynleg er til þess að gæslan komi að gagni og góð regla haldist í varðhaldinu, en varast skal, svo sem kostur er, að beita þá hörku eða harðýðgi.“ Raunar er óþarft að tíunda þetta því allir sjá að ekki er með nokkru móti hægt að réttlæta það að sak- Vr ■' borningar séu beittir harðræði við rannsókn sakamála. Við mat á beiðni um endurupp- töku málsins hlýtur að verða að rannsaka fúllyrðingar Hlyns ofan í kjölinn. Ef þær reynast réttar eru þær einar og sér meira en nægjan- leg ástæða til að taka málið upp aft- ur samkvæmt þeim lagagreinum sem fyrr er vitnað til. Það getur heldur ekki verið ásættanlegt fyrir fólk sem telur sig búa í réttarríki að samborgarar þeirra dúsi í fangelsi árum saman ef sá dómur er byggð- ur á játningum sem þvingaðir hafa verið fram. Hlynur ber einnig svo alvarlegar sakir á þá sem fóru með rannsókn málsins að ef þær eru 14 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.