Eintak - 21.04.1994, Side 20
Míiím/...4í
7Ser»;
rfMðul- O/
Ingibjörg Magnadótfir lagðist ung í ferðalög
og hefur víða þvælst þrátt fyrir ungan aldur.
Gerður Kristný fékk sögu hennar.
Ingibjörg Magnadóttir er 19 ára
stúlka sem hefur einsett sér að eign-
ast sem allra minnst til að eiga sem
auðveldast með að flakka um víða
veröld. „Mvað ætlar fólk að gera við
allt þetta drasl sem það sankar að
sér?“ spyr hún. Hún hefur ferðast
til flestra landa Evrópu og byrjaði
ferðalagið strax eftir grunnskóla.
Ekki er enn séð fyrir endann á því.
„Ég fór ásamt vinkonu sinni til
Danmerkur strax eftir grunnskóla
upp á von og óvon um að fá
vinnu,“ segir Ingibjörg. „Fjölskyld-
an var búin að spá því að ég kæmi
aftur eftir tvær vikur en það liðu
þrír mánuðir þangað til ég sneri
aftur. Ég vann fyrst á hóteli í Kaup-
mannahöfn en svo skelltum við
vinkonumar okkur í Interrail.
I lest á leið til Berlínar hittum við
söngkonurnar í Yrju, þær Margréti
Sigurðardóttur og Kristbjörgu
Sólmundardóttur. I Prag bættist
Sólveig Arnardóttir leikkona
ásamt vinkonu sinni, Grétu í hóp-
inn.“
Stelpurnar þvældust saman um
Evrópu og þegar fjárskortur tók að
segja til sín í París settist Ingibjörg á
gangstétt og bjó til skartgripi sem
hún seldi. Svo var snúið heim með
haustinu.
Inn-liðið í Nordkjöping
Sumarið eftir fór Ingibjörg með
Kristbjörgu til Nordkjöping í Sví-
þjóð þar sem sú síðarnefnda hafði
fengið vinnu.
„Við kynntumst öllu inn-liðinu í
Nordkjöping sem er náttúrlega eins
og að þekkja inn-liðið á Seyðisfirði.
Þetta voru krakkar sem ætluðu sér
allir að verða rosalega frægir. Sumir
voru í hljómsveitum en aðrir voru
til dæmis í fatahönnun, ljósmynd-
un eða tölvupoppi. Nokkra af
hljómsveitarstrákunum langaði til
að stofna hljómsveit með Krist-
björgu og var ætlunin að halda
mikið reif.“
Ingibjörgu tókst ekki að fá fasta
vinnu í Nordkjöping og ákváðu
þær stöllur að flytja sig yfir til
Stokkhólms. Þar vann Ingibjörg á
spagettímatsölustað. Eina helgi leit
hún þó upp frá spagettíinu og fór á
Hróarskelduhátíðina í Danmörku.
„Ég átti ekki fyrir aðgangseyrin-
um en vissi að ég gæti reddað hon-
um þegar á hólminn væri komið.
Ég byrjaði á því að skriða undir
girðingu til að komast á tjaldstæð-
ið. Þegar þangað var komið sagði ég
starfskonu að ég hefði „drepist" og
á meðan hefði armbandið sem
maður þarf að sýna til að komast
inn á svæðið verið klippt af mér.
Henni fannst það greinilega ekki
ólíklegt og ég fékk armband. Svo
safnaði ég glerjum alla helgina og
seldi til að eiga fyrir mat.“
Tveggja vikna
gömul táfýla
Næsta stopp voru Álandseyjar
þar sem Ingibjörg vílaði ekki fyrir
sér að vinna I fiski.
„Þar ríkti sami andinn og á ís-
landi þar sem slumpast er áfram og
bara hugsað um næsta fyllerí," segir
Ingibjörg. „Þetta endaði með því að
við Kristbjörg og önnur íslensk
stelpa, Unnur að nafni sem einnig
hafði unnið á Álandseyjum, keypt-
um okkur Interrail-kort og ákváð-
um að fara niður austurblokkina."
Og það gerðu þær. Engin ferða-
átlun var gerð og áfangastaðirnir
þess í stað valdir af handahófi. I
einhverri lestarferðinni kynntust
þær stelpu frá Belgrad í Serbíu og
ákváðu að þiggja heimboð.
„Fjölskylda hennar stjanaði við
okkur á allan hugsanlegan hátt.
Hún var hissa yfir því að við skyld-
um vilja leggja Ieið okkar til þeirra
og mjög þakklát. „Við héldum að
allir Evrópubúar hötuðu okkur,“
var sagt. Við gátum ekki skoðað
okkur um á vissum stöðum úti á
landi vegna stríðsins. Ég man að ég
sendi fjölskyldu minni ekki póst-
kort frá Serbíu til að vekja ekki
óþarfa áhyggjur hjá þeim.“
Þótt stríðið hafi ekki vakið ugg
hjá Ingibjörgu og vinkonum tókst
tveimur Tyrkjum sem sátu í sama
klefa í lest á leið til Búlgaríu að
skjóta þeim skelk í bringu.
„Þeir gláptu stöðugt á okkur svo
að við tókum það til bragðs að fara
úr skónum og leyfa þeim að finna
tveggja vikna gamla táfylu. Það
hreif þó ekki. Þeir vildu endilega að
við kæmum með þeim til Istanbúl.
Við höfðum engan áhuga á því. Við
höfðum hitt marga krakka í lestun-
um sem voru á leið þangað til að
komast í ódýrt hass. Sumir þeirra
snúa ekki aftur heim til sín.“
Á flótta undan
löggunni í Sofiu
„Sofia er þunglyndisleg borg sem
leit út eins og hún hefði orðið fýrir
sprengjuárás daginn áður. Við sett-
„Ég varð að venj-
ast því að hlusta
á þungarokk dag-
inn út og inn.“
„Við Tamy gátum ekki farið
tvær saman út að skemmta
okkur því þá var talið að við
værum að leita uppi karlmenn."
umst á kaffihús og tókum eftir því
að við næsta borð sátu lögreglu-
þjónar sem gáfu okkur gætur. Þeg-
ar við stóðum upp til að skoða okk-
ur um stóðu þeir líka upp, stigu
upp í Löduna sína -allar löggur aka
Lödum þarna- og eltu okkur þeyt-
andi bílflautunni. Það var sama
hvar við reyndum að fela okkur,
þeir voru þar líka. Á endanum flúð-
um við aftur inn í lestarstöðina. Þar
beið annar okkar tyrknesku „vina“
eftir lestinni til Istanbúl og hafði
greinilega ekki gleymt okkur. Þegar
hann stillti sér upp við hliðina á
okkur og lét taka mynd af sér feng-
um við nóg. Okkur langaði til að
koma okkur burt sem fyrst. Við
þóttumst vera á leiðinni til Istan-
búl, bentum á töfluna þar sem lest-
artíminn stóð og svo á úrin okkar.
Svo gengum við í rólegheitum í átt
að viðeigandi brautarpalli en tók-
um þá á rás á allt annan. Þar biðu
tvær lestir. önnur var að fara til
Þýskalands en hin átti að fara til
Grikklands eftir 8 mínútur. Vin-
konur mínar sögðust vilja fara til
lands þar sem væru fleiri ljóshærð-
ar stelpur og ætluðu að taka stefn-
una til Þýskalands. Ég var á hinn
bóginn orðin staðráðin í að sjá
Grikkland. Því varð ég að sannfæra
vinkonur mínar á þeim stutta tíma
sem til stefnu var um ágæti lands og
þjóðar. Það tókst.“
Zorba uppi á
borðum
Nokkrum dögum síðar
voru Ingibjörg, Unnur og
Kristbjörg komnar til
gríska sjávarþorpsins Plat-
amona. Þar var Ingibjörg
orðin peningalaus og
ákvað að fá sér vinnu. Það
gekk illa enda komið fram í
lok ágúst og flestir ferða-
mannanna farnir. Þó dvöldust
þær þar í nokkra daga.
„Við kynntumst áströlskum
strák sem bauð okkur einn
daginn upp í fjallakofa ásamt
vini sínum sem reyndist vera
um sextugt. Okkur leist
fyrstu ekkert á þetta en ákváð
um að slá til enda upplifir maður
ekki neitt ef maður þorir ekki að
taka neina áhættu. Það var ekið í
hálftíma og svo blasti lítið tréhús
við. Þar beið okkar annar
eldri maður. Karlmenn-
irnir tóku til við að elda
mat og allt í einu barst
okkur þessi líka sterka
hasslykt. Við komumst þá
að raun um að grískir
karlmenn fara gjarnan
saman upp í fjöllin, reykja
þar hass, elda góðan mat
og skemmta sér ærlega.
Þetta endaði í miklu fyller-
íi þar sem við dönsuðum
zorba uppi á borði. Eftir
veisluna bauðst Kristbjörg
til að aka heim því hún
hafði ekkert drukkið en annar eldri
mannanna tók það ekki í mál: „Það
ekur okkur engin kona niður fjall-
ið.“ Svo ók Ástralinn heim drukk-
inn og reyktur eins og ekkert væri.
Fólk vílar ekki fýrir sér að keyra
drukkið í Grikklandi enda er flaut-
an notuð meira en bremsan. Ef
löggan stoppar einhvern er hún ör-
ugglega drukkin líka.“
Horfin í þrjár vikur
„Vinkonur mínar þurftu að snúa
aftur heim til að byrja í skólanum
og í fýrstu ætlaði ég með þeim. Á
brautarstöðinni snerist mér svo
snögglega hugur. Mér fannst ég
ekki eiga neitt erindi til baka. Vin-
konur mína héldu að ég væri að
grínast þegar ég tilkynnti þeim það.
Það var eflaust ekki fýrr en í vélinni
heim sem þær áttuðu sig á því að ég
kæmi ekki á eftir þeim.
Ég man að fýrstu nóttunni, sem
ég var orðin ein eftir, eyddi ég upp
við kirkjuvegg á ströndinni með
stein í hendi til að bægja frá mér
rottunum sem fóru á kreik þegar
dimmdi.“
Þar eð enga vinnu var að fá í
Platamona færði Ingibjörg sig yfir
til borgarinnar Larissa þar sem búa
um 200.000 manns. Svo illa vildi til
að þriggja vikna verkfall skall á hjá
grískum póststarfsmönnum og
ekki var beint símsamband á milli
Islands og Giikklands.
„Einn daginn dúkkuðu Krist-
björg og Unnur upp í verslun
pabba míns sem rak upp stór augu
þegar þær sögðu að ég hefði orðið
eftir. Foreldrar mínir héldu að eitt-
hvað alvarlegt hefði komið fýrir
þegar engin skilaboð bárust lengur
frá mér. Sundfélagar mömmu voru
farnir að biðja fýrir mér í Laugar-
dalslauginni," segir Ingibjörg sem
A-L
'ÉL-K
"JL
Ingibjörg Magnadóttir
Á ferðalögum tem ég mér annan og betri
hugsunarhátt en heima. Hér festist ég í
sama munstri og allir aðrir.“
skrifaði í dagbókina
meðan á einangruninni
stóð: „Ég er hræðflega
óörugg þessa dagana. Eg
kemst yfir það þegar ég
fæ vinnu og íbúð.“
Hún fékk vinnu á
rokkarabarnum Legend.
„Ég hafði aldrei unnið
á bar, kunni ekki grísku,
var ekki orðin 18 ára svo ég mátti
ekki vinna á bar, en starfið fékk ég
og varð að venjast því að hlusta á
þungarokk daginn út og inn,“ segir
Ingibjörg. „Ég hafði orðalista með
helstu frösunum við höndina til að
geta tekið niður pantanir. Hjónin
Tamy og Harry áttu barinn. Allir
virtust eiga sér ensk gælunöfn á
staðnum. Það fyrsta sem ég tók eft-
ir þegar ég fór að umgangast fólkið
í Larissa var hvað konur eru kúgað-
ar þar. Við Tamy gátum ekki farið
tvær út að skemmta okkur saman
því þá var talið að við værum að
leita uppi karlmenn. Konurnar
voru bara að punta sig upp fýrir
karlana allan liðlangan daginn.
Meðan þær ræddu um kjóla, hand-
snyrtingu og hárgreiðslur töluðu
karlarnir um pólitík og fótbolta.
Konum var ekki ætlað að blanda
sér í þær umræður.
Ég var eins og álfúr út úr hól í
þessu samfélagi. Fólki fannst ég
hljóta að eiga alveg ægilega vonda
foreldra að hleypa mér einni út, svo
ekki sé talað um alla ieið út í Evr-
ópu.
Ég reyndi að ræða um kvenfrelsi
við fólk en það spurði bara forviða:
„Lemur pabbi þinn þá ekki
mömmu þína? Getur hann talað
hana til?“ Þegar ég sagði að forset-
inn væri kona var hlegið. Það var
erfitt að búa við svona hugsunar-
hátt og ég reyndi að breyta honum.
Ég sá að það gekk ekki að breyta
slíku á einum degi og hætti að
hugsa um það. Ég hætti líka að láta
það fara í taugarnar á mér hvað
karlmenn glápa mikið á mig úti á
götu. Mér fannst það svo niður-
lægjandi. Ég lærði að brynja mig
íýrir glápinu eins og grískar konur
gera. Þegar þetta tvennt var að baki
fór ég að njóta þess að vera í La-
rissu.
Einn dag fýrir jólin
1992, sem ekki var
ósvipaður þeim sem
Ingibjörg ákvað að
verða eftir í Grikk-
landi, ákvað hún að fara heim. Hún
var komin með heimþrá.
Barin í Þýskalandi
Síðasta sumar pakkaði hún svo
aftur ofan í bakpokann og hélt til
meginlandsins ásamt vinkonu
sinni. í Þýskalandi lenti Ingibjörg í
árás. „Það stóð þarna maður úti á
götu og las dagblað. Þegar hann
kom auga á mig, rúllaði hann blað-
inu saman, óð að mér og byrjaði að
berja á mér. Svo fór hann. Ég
meiddi mig ekkert en verð að við-
urkenna að ég varð nokkuð undr-
andi. Ætli maðurinn hafi ekki hald-
ið mig Tyrkja því ég er nokkuð
dökk yfirlitum og svo er maður
ekki ailtof vel til hafður á löngum
ferðalögum. Þýskaland er eitt af
þeim löndum sem ég hefði ekki geð
í mér að setjast að f.
Næst héldum við til Prag þar sem
við bjuggum í „skvotti", þ.e.a.s.
húsi sem hústökufólk hafði tekið
yfir. Því bar þannig við að við hitt-
um allsérkennilegan Dana um þrí-
tugt ofan í bæ þar sem hann var að
selja boli. Hann var nakinn fyrir ut-
an indverskt sjal sem hann vafði
um sig miðjan. Hann hafði dvalið á
hippanýlendu á Indlandi og talaði
um hana með mikilli nostalgíu.
Þegar hann komst að því að við
vorum blankar tók hann okkur
með til vina sinna sem voru Tékkar
og bjuggu saman í „skvotti". Þetta
var allsérstakur hópur og nokkur
börn innan um. Einn eftirminni-
legasti karakterinn var maður sem
kallaður var Lúní því hann var ótta-
legt „lúní“. Hann fór út á morgn-
ana og rændi í matinn fýrir hópinn.
Annað heimilisfólk fékkst við að
selja eitthvað dót eða gerði ekki
neitt. Við héldum aðeins til í
skvottinu í fimm daga. Þá vorum
við orðnar svo veikar vegna kuld-
ans þar inni en húsið var varla fok-
helt. Eftir mánaðarflakk fórum við
heim.“
„í lest á leið til Berlínar hittum
við söngkonurnar í Yrju, þær
Margréti Sigurðardóttur og
Kristbjörgu Sólmundardóttur. í
Prag bættist Sólveig Arnardótt-
ir leikkona ásamt vínkonu
sinni, Grétu, í hópinn.“
Á leiðinni til ísrael
„Ef til vill hefði ég ekki átt að
byrja að flakka um heiminn eins
ung og ég var. Maður temur sér
eitthvert rótleysi með því. Ég held
að það hafi verið einskær forvitni
sem kom mér af stað. Mig langaði
að kynnast fleiri sjónarmiðum og
lífsháttum,“ segir Ingibjörg. „Mað-
ur verður svo þröngsýnn og
heimskur af að vera alltaf heima hjá
sér. Á ferðalögum tem ég mér ann-
an og betri hugsunargang og leyfi
mér að dreyma meira en heima.
Hér festist ég í sama munstri og all-
ir aðrir. Allt gengur út á að fara í
lögfræði og sanka að sér einhverju
drasli. Fólk veltir því ekki fýrir sér
hvað það í raun og veru vill. Það er
svo auðvelt að láta beina sér inn á
einhverja leið sem þykir svo örugg.
Ég vil ekki eitrast eins og allir hin-
ir.“
Til að fjárfesta næstu ferð selur
Ingibjörg nú bækur í gegnum síma.
Stúlku sem tókst að tæla örvinglað-
ar og ferðalúnar vinkonur sínar
með sér til Grikklands fýrir fáein-
um árum getur eflaust komið bók-
um inn á hvern sem er.
I maí ætlar hún aftur af stað.
Stefhan er aftur tekin á Grikkland
þar sem hún ætlar að dvelja í 3
mánuði ásamt vinkonu sinni. Síðan
ætla þær að halda til ísrael til að
vinna á samyrkjubúi í ár.
„Ef okkur líkar ekki vistin getum
við alltaf flutt okkur um set,“ segir
Ingibjörg.
Einhverra hluta vegna efast mað-
ur ekki um það. ©
20
FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994