Eintak

Issue

Eintak - 21.04.1994, Page 24

Eintak - 21.04.1994, Page 24
 og blátt hár og í þannig litum bún- ingum. Svo vorum við með blátt hár og í bláum bún- ingum,“ segir Bergsteinn Björgúlfsson. „Toppurinn á ferlinum var þegar Jonee Jonee hélt á neðaníarðarhljómsveitahátíð í Róm. Aðstandendur hennar höfðu séð Rokk í Reykjavík og báðu um okkur eða Purrkinn sem komst ekki. Okk- ur var ótrúlega vel tekið enda vorum við dálítið öðruvísi. Við tókum upp tvær plötur og aðra þeirra í bílskúr á Ítalíu. Hún er mjög léleg enda tekin upp illa. Ég hef rekist á hana á se- cond hand mörkuðum í nokkrum Evrópulöndum. Hún er nefnilega mjög falleg; öll blá. Jonee Jonee kom aftur saman fyr- ir einu til tveimur árum síðan og tókum við þá upp nokkur lög. Við eigum ef til vill eftir að gefa þau út. Sú tónlist sem við leikum núna er rökrétt framhald af því sem við vor- um að leika á sínum tíma. Það væri fárániegt að staðna.“ Nafn; Þorvar Hafsteinsson söngur Aldur: 33 ára Atvinna: Kvikmyndatökumaður í Kaup- mannahöfn Hjúskaparstaða: Fráskilinn og á tvö börn Hljómsveitarferill: Hljómsveit Ellu Magg, Jonee Jonee, Jisz Menntun: Stúdentspróf frá Flensborg. BS frá School of Audio Ftesearch í New York. Hvað varð um hann? Vann á R íkissjón varpin u og Stöð 2 að námi loknu. Stofnaði Myndbandagerð Reykjavikur með Friðriki Þór Friðrikssyni, Hallgrími Thorsteinssyni og Guðbergi Dav- íðssyni. Flutti ásamt fyrirtækinu til Oslóar en býr nú í Kaupmannahöfn þar sem hann vinn- ur við sjónvarpsstöð og er jafnframt tökumað- ur fyrir Árna Snævarr fréttaritara RÚV. Nafn: Heimir Barðason bassi Aldur: 31 árs Atvinna: Atvinnulaus Hjúskaparstaða: Sambúð Hljómsveitarferill: Jonee Jonee og Dá. Menntun: Hóf fiskeldisnám í Noregi en hætti því og lærði hljóðupptöku í Þýska- landi. Hvað varð um hann? Starfaði sem hljóðupptökumaður hjá Sjónvarpinu og sem leiðsögumaður fyrir laxveiðimenn á sumrin. Heimir er atvinnulaus en nýtir tímann til að möndla með nýja músik. Nafn: Bergsteinn Björgúlfsson trommurAld- ur: 31 árs Atvinna: Kvikmyndatökumaður á Stöð 2 og tónlistarmaður. Hjúskaparstaða: Giftur og á tvö börn Hljómsveitarferill: Panik, Grenj, Jonee Jpnee, Sönghópurinn Emil og Anna Sigga, Óþekkt ánægja, Allir reiðir, Drengjakórinn, Góðkunningjar lögregl- unnar, Fánar og Rask. Menntun: Multi track hljóðupptökur Hvað varð um hann?Tveímur dögum eftir Ítalíuferðina fór Bergsteinn til New Yorí í eins árs hljóðupptökunám. Þegar heim kom hóf hann störf hjá Stúdíó Mjöt og Sýrlandi. Jafnframt fór hann í Söngskólann og var í alls kyns kórum og kvartettum. Berg- steinn hefur unnið á Stöð 2 frá stofnun henn- ar en er nú í sjö mánaða pásu til að leika með Rask. Mogo Homo var eina hljómsveit- in sem átti lag í Rolck í Reyjavík en kom ekki fram í myndinni. „Ég veit ekki af hverju upptakan var ekki sýnd en lagið var spilað á meðan Egó var að stilla upp á Lækjartorgi. Það voru margir sem héldu að þetta væri Bubbi sem væri að spila okkar lag og það var leiðinda- misskilningur," segir Óskar Þóris- son. „Við vorum fyrsta hljómsveitin til að spila tölvu- popp á íslandi og spiluðum í Hollywood og Óðali. Músikin var kannski helst í líkingu við O.M.D og Depeche Mode. Ferill Mogo Homo varð ekki langur því ég fór til Japans að elta stelpu og var þar í hálft ár. Þegar ég kom til baka reyndi ég að endurvekja grúppuna en það varð aldrei nein mynd á því. Þetta var svo mikið hark að ég gafst upp á poppbransanum og fór að vinna í Skífunni.“ Nafn: Óðinn Guðbrandsson bassi Hvar varð um hann? Lítið hefur spurst til Óðins annað en að hann vann í Kassagerð Reykjavíkur um tíma. Nafn: Óskar Þórisson hljómborð, söngur Ald- ur: 34 ára Menntun: Tónlistarnám og bók- menntafræði í HÍ Atvinna: Námsmaður Hjú- skaparstétt: Giftur, eitt barn á leiðinni. HljómsveitarferilkTaugadeildin, Fræbb- blarnir, Mogo Homo, Professor X, Stórhljóm- sveit FÍH. Hvað varð um hann? Óskar vann hjá Skífunni í 10 ár og rekur nú Fornsölu Fornleifs. Síðastliðið haust settist hann á skólabekk og nemur bókmenntafræði við HÍ. Hann spilar einnig á saxafón með stórhljóm- sveit FÍH. PURRKUR PILLNIKK „Á fyrstu æfingu Purrks Pillnikks í Norður-kjallara í menntaskólanum við Hamrahlíð sömdum við bunka af lögum. Skyndilega kemur Þor- gerður Ingólfsdóttir, stjórnandi kórs skólans, askvaðandi og biður okkur um að hætta þessum hávaða því það væri verið að halda Paul Sukovski-námskeið í húsinu. „Vitið þið ekW hver hann er?“ spurði hún okkur. Við vissum það alveg og héldum því áfram æfing- unni og sömdum öll lögin á fyrstu plötuna enda unnum við með Moz- art-hraða,“ segir Bragi Ólafsson. „Ásmundur Jónsson var útgef- andinn okkar. Þegar rætt var um bis- ness sagði hann oft með mikilli hægð: „Hvernig er staðan?“ Þetta var vinsæll frasi hjá honum. Einhverju sinni ferðaðist Purrkurinn um Eng- land með hljómsveitinni The Fall. Eftir einhverja tónleikana fengum við far með sendiferðabíl sem hún hafði til afnota og komum dótinu oldcar fyrir aftur í. Þar var meðal annars nýfengið upplag af þriðju plötunni okkar og hellingur af barmmerkjum sem framleidd höfðu verið í Bretlandi. Við vorum að aka upp hæð þegar farangursrýmið opn- ast og plöturnar og barmmerkin fjúka út á veg. Þá reis Ási upp úr sæti sínu og spurði: „Hvernig er stað- an?“„ Nafn: Einar Örn Benediktsson söngur Aldur: 31 árs Atvinna: Húsfreyr og fyrirsæta Hjú- skaparstaða: Sambúð og eitt barn Hljóm- sveitarferill: Kjöt, skyr og slef, Purrkur Pillnikk ,Jisz, Jssl, Kukl, P.P. jdjöfuls ég, Ornamental, FÍUx of' Pink Indians; Þukl og Sykurmolarnir Menntun: BA í fjöimiðlafræði. 1. gráða í hjáip í viðlögum. Hvað varð um hann? Einar meikaði það með Sykurmolun- um auk þess sem hann sinnir útgáfumálum og hljómleikahaldi á vegum Smekkleysu. Hann er blaðamaður eintaks í undirheimum Reykjavíkur og teiknimyndafígúra f blaðinu. Nafn: Ásgeir Bragason trommur Aldur: 35 ára Atvinna: Eróbikkkennari Hjúskapar- staða: Sambúð, eitt barn Hljómsveitarferill; Grínonions og Purrkur Pillnikk Menntun: MA í dansi og próf í hundatamningu. Hvað varð um hann: Ásgeir siíðraði kjuðana eftir að Purrkur Pillnikk lagði upp laupana og fór erlendis til náms í dansi. Hann starfar nú sem kroppatemjari í eróbikkstúdíói Jónínu Bene- diktsdóttur í Gautaborg. Nafn: Friðrik Erlingsson gitar Aldur: 32 ára Atvinna: Skrifari Hjúskaparstaða: Ógifturog bamlaus Hljómsveitarferill: Bacchus, Stuð- ventlar, Tunglskinstríóið Purrkur Pillnikk og Sykurmolarnir. Menntun: Stúdent og nám í auglýsingateiknun. Hvað varð um hann: Friðrik er helst þekktur fyrir að hafa hlotið fs- lensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Benjamín dúfu og gert kvikmyndahandritið fyrir Stuttan frakka. Hann hefur nýlokið við að semja kvikmyndahandrit upp úr bókinni sem Gísli Snær Erlingsson ætlar að gera kvik- mynd eftir. Nafn: Bragi Ólafsson bassi Aldur: 31 árs At- vinna: Ljóðskáld Hjúskaparstaða: Giftur og á þrjú börn HljómsveitarferilkSkólahljóm- sveitin Bacchus, dansiballahljómsveitin Stuð- ventlar (þar sem óperusöngvarinn Ólafur Árni Bjarnason var söngvari), kassagítartr- íóið Tunglskinstríóið, Purrkur Pillnikk, Ikarus og Sykurmolarnir. Menntun: Verslunarpróf frá VI, stúdent MH og spænskunám í Gran- ada og HÍ. Hvað varð um hann? Bragi bað- aði sig í frægðarsól Sykurmolanna á meðan þeir voru og hétu. Hann sinnir ritstörfum og hefur gefið út þrjár Ijóðabækur sem hafa feng- ið góða dóma. Q4U Ellý söngkona í Q4U vakti athygli fyrir líflega sviðsframkomu og óvenjulegan Jdæðaburð á tónleikum. „Q4U byrjaði sem kvennahljóm- sveit,“ segir hún, „og fyrstu tónleik- arnir voru í Menntaskólanum við Hamrahlíð en við kunnum ekki neitt að spila. Ég ætlaði að vera á trommunum en svo vildi enginn syngja svo það endaði með því að ég tók það að mér. Við vorum klappað- ar upp en þá voru allar hinar farnar og ég stóð eftir ein á sviðinu. Þetta var upphafið að Q4U en fljótlega gengu Kommi, Steinþór og Gunn- þór til liðs við mig. Linda, kærasta Steinþórs, bættist síðan í hópinn því hún var ekkert að gera. Við spiluð- um 11 sinnum án þess að æfa nokk- urn tíma og lögin urðu bara til á tón- leikum. Okkur fannst gaman að uppákomunum sem við lentum í en ég mundi ekki vilja gera það aft- ur. Þetta var rosa- legt sukk og það leið yfir trommar- ann á hljómleikunum á Borginni sem sýndir voru í myndinni. Þetta var alveg hræðilegt. Ég var með eitt- hvað drasl í hárinu og hélt alltaf í hausinn á mér því það var allt að hrynja úr. Allir tónleikar sem við héldum voru hálfgert klúður, sándið var lélegt og þar fram eftir götunum. Einu sinn fórum við og spiluðum á ísafirði á einhverri hátíð en það mættu bara þrír á ballið hjá okkur en þeim hafði ég boðið. Við vorum lát- in spila kl. 9 og fannst það svolítið skrýtið því við áttum að vera aðal hljómsveitin. Löggan handtók mig eftir að við vorum búin að spila því ég hafði verið að þvælast með ein- hverjum strákum og við ætluðum að heimsækja kunningja þeirra. Flann var ekki heima og við fórum bara inn og vorum kærð fyrir innbrot út af þessu. Löggunni á Isafirði fannst ég eitthvað skuggaleg og var búin að fýlgjast með mér hvert fótmál. Síðan er ég tekin föst og stungið í steininn. Það var lán í óláni því flugvélin sent við ætluðum með í bæinn hrapaði í Esjunni. Helgina eftir komu lögg- urnar sem tóku mig fasta til Reykja- víkur, bönkuðu upp á hjá mér og buðu mér í partý. Þetta var á mánu- degi og ég var ekki til í að detta í það, sérstaldega ekki með löggum. Þeir voru með fullt af smygluðu búsi en enduðu síðan í fangelsi sjálfir.“ Nafn: Berglind G.Garðarsdóttir söngur Ald- ur: 33 ára Menntun: Búningahönnuður At- vinna: Búningahönnuður í New Orleans Hjú- skaparstétt: Fráskilin Hljómsveitarferill: Q4U Hvað varð um hana? Linda var aðstoð- arbúningarhönnuður við kvikmyndir og leikrit hérlendis en lærði búningahönnun í Los Angeles. Hún reynir nú fyrir sér í faginu í New Orleans. Nafn: Gunnþór Sigurðsson bassi Aldur: 33 ára Menntun: Sjálfmenntaður Atvinna: At- vinnulaus Hjúskaparstétt: Fráskilinn, eitt barn Hljómsveitarferill: Q4U, Alls konar nafnlausar hljómsveitir, Vin-K, ekki starfandi í hljómsveit. Hvað varð um hann? Gunnþór hefur starfað við hitt og þetta, mest hjá sjón- varpinu sem lausráðinn dagskrárgerðarmað- ur. í dag er hann atvinnulaus og er að jafna sig af bakmeiðslum. Nafn: Steinþór Stefánsson gitar Aldur: Lát- inn Hjúskaparstétt: Fráskilinn, lét eftir sig einn son. Hljómsveitarferill: Fræbbblarnir, Q4U, Vá, Kvöl nágrannans. Hvað varð um hann? Steinþór varð úti fyrir nokkrum árum eftir að hafa verið að skemmta sér. Nafn: Elínborg „Ellý“ Halldórsdóttir, söngur Aldur: 32 ára Menntun: Grunnskólapróf At- vinna: Starfstúlka á skóladagheimili Hjú- skaparstétt: Trúlofuð, tvö börn Hijómsveit- arferill: Q4U, Swinging Zombies, Ósómi, T42, Handan grafar, Sex púkar, Þetta er bara kraftaverk, Purpurarauðir demantar, ekki starfandi í hljómsveit. Hvað varð um hana? Ellý hefur komið víða við í atvinnulifinu og var meðal annars fatafella um tíma. Hún eignað- ist son 7. apríl síðastliðinn og sinnir móður- hlutverkinu um þessar mundir. Nafn: Kormákur Geirharðsson trommur Ald- ur: 30 ára Menntun: Einn bekkur í mennta- skóla Atvinna: Trommari Hjúskaparstétt: Ógiftur Hljómsveitarferill: Taugadeildin, Q4U, Mórall, Oxmá, Tónabræður, Langi Seli og skuggarnir, Júpíters, Risaeðlan, Djass- hljómsveit Konráðs B, Páskar frá Akureyri, spilar í dag með KK bandi. Hvað varð um hann: Kommi hefur haldið tryggð við tromm- urnar og situr enn við settið. SJÁLFSFRÓUN „Það var mikið sukk í kringum Sjálfsfróun og maður man ekki mik- ið eftir þessum tíma, annað en að hann var mjög skemmtilegur,“ segir Jónbjörn Val- Lc&SB geirsson, trym- - bill sveitarinnar. „Lífið var bara J%Up9VjjÆ: leikur og maður /| Inigsaði ekkert um ,ÆB tramtiðina." Æ Hann segir að ■ þegar farið var að sýna Rokk í Reykjavík hafi hann og félagar sínir í hljómsveitinni verið hættir að sniffa lím eins og þeir urðu hvað frægastir fyrir en verið komnir í önnur efni og vinur hans sem var mikið í kringum hljómsveitina hafi látið lífið af of stórum skammti í Amsterdam .“Þetta voru 3-4 ár sem við vorum að spila og einkunnar- orðin voru sex and drugs and rock’n’roll. Það var haldið áfram þangað til menn hreinlega gáfust upp hver á öðrum. Við spiluðum opinberlega svona tvisvar í viku en þetta var allt saman verulega ruglað og rennur mikið saman í eitt. Maður nennir ekki að spá mikið i þennan tíma og mér fmnst myndin ferlega leiðinleg. Við tókum okkur ekki al- varlega sem hljómsveit frekar en nokkrir aðrir og þetta var allt leikur. Það er töluvert síðan maður hætti þessu sukki en við bjuggum á Hlemmi og vorum þar öllum stund- um. Maður sér ekki eftir neinu í þessu sambandi þótt þetta hafi ör- ugglega ekki haft góð áhrif á hausinn á mér. Þegar ég lít til baka þá fmnst mér ég ekki hafa verið neinn alvöru pönkari. Maður klæddi sig kannski svoleiðis en hugsaði ekki eins og pönkarar. Ég er miklu reiðari í dag en ég var þá þótt nú sé töluvert um liðið síðan ég hætti að sukka. Ætli maður sé ekki aðallega reiður út í sjálfan sig en maður uppsker eins og maður sáir. Ég hef aldrei farið í með- ferð en hætti alltaf öðru hvoru upp á eigin spýtur. Mér fmnst ég ekki vera fíkill í neitt nema sígarettur." Nafn: Bjarni Þ. Þórðarson söngur, bassi Ald- ur: 28 ára Menntun: Grunnskólapróf At- vinna: Sjómaður Hjúskaparstétt: Sambúð, eitt barn Hljómsveitarferill: Sjálfsfróun, Garg og Geðveiki Hvað varð um hann? Bjarni hefur tekið sér ýmislegt fyrir hendur og starfaði meðai annars á vegum útideildarinn- ar og skipulagði tónleika. Hann sækir nú sjó- inn frá Eyrarbakka. Nafn: Sigurður Ágústsson gítar Aldur: 30 ára Menntun: Grunnskólapróf Atvinna: Verka- maður Hjúskaparstétt: Eitt barn Hljómsveit- arferill: Sjálfsfróun, Garg og geðveiki Hvað varð um hann? Siggi pönk er hættur að spila og hefur unnið ýmsa verkamannavinnu und- anfarin ár. Hann starfar nú hjá Lopa hf. Nafn: Jónbjöm Valgeirsson trommur Aldur: 28 ára Menntun: Grunnskólapróf Atvinna: Húsaviðgerðir Hjúskaparstétt: Fráskilinn, tvö börn Hljómsveitarferill: Sjálfsfróun, Garg og geðveiki, Dýrið gengur laust, Kaos. Hvað varð um hann? Jónbi er enn að munda kjuðana og tók þátt í músiktilraunum nýlega með hljómsveitinni Kaos. Hann hefur haft atvinnu af margs konar verkamannastörf- um og vinnur nú við húsaviðgerðir. SPILAFIFL „Þegar rokkbylgjan kom opnaðist fyrir manni alveg nýr heimur því hljómsveitir eins og Brimkló og HLH flokkurinn voru allsráðandi í tónlistarlífinu hér- lendis,“ segir Hall- dór Kristinsson. „Ég var farinn að sækja í þessa músik og var for- dæmdur í skólan- um fýrir að hlusta á Stranglers. Síðan skellur þetta tímabil yfir og það kom eins og himnasending fyrir mig. Þeg- ar ég byrjaði í Spilafíflum var það al- gjör kúvending því áður haíði þetta verið svona unglinga- bílskúrsfíling- ur. Daginn eftir að ég hóf störf með hljómsveitinni spiluðum við á tveimur tónleikum annars vegar fyr- ir framan MR og síðan á Annað hljóð í strokkinn í Laugardalshöll um kvöldið. 1 Höllinni voru tvö svið og margar hljómsveitir sem komu fram en þessi mýgrútur hljómsveita einkenndi þennan tíma. Maður ólst upp á Borginni sem tónlistarmaður en það var helsta miðstöð tónlistar- flutningsins. Ég var byrjaður að nota dóp og bransinn varð sem olía á eld- inn á neysluna. Þetta gekk á sukki, daginn út og daginn inn. Spilafífl koksaði síðan á keyrslunni eftir þriggja ára spilamennsku. Ég held að það sé ekki spurning að dópið hafi drepið þessa bylgju að lokum, því þetta snérist svo mikið um lífsstíl. Margir sem voru í hljómsveitunum voru ekki í þeim tónlistarinnar vegna og áttu ekkert erindi í músik. Ég var að horfa á Rokk í Reykjavík fyrir tveimur mánuðum og mikið af þessu eldist mjög illa. Mér finnst Þeysararnir standa upp úr en hljóm- sveitir eins og Sjálfsfróun voru fyrst og fremst unglingar í uppreisn. Mú- siklega voru þeir alveg úti að skíta, en það var allt fyrirgefið því allt var leyfilegt og þótti bara kúl. Það var líka það sem gerði þetta skemmti- legt. Mér finnst ekki hafa komið önnur eins bylgja aftur nema dauða- rokkið sem dó í fæðingu. Við liðum svolítið íyrir það að Sævar og Örn sem voru í bandinu höfðu áður verið í Sirkus og Fimm sem voru kallaðar skallapopps- hljómsveitir og því áttu þeir alltaf erfitt uppdráttar. Þeir tveir voru ekki teknir gjaldgengir pönkarar eins og við Birgir sem vorum 17 ára. Við vorum líka miklu betri spilarar en margir aðrir á þessum tíma og það þótti ekkert fínt.“ Natn: Sævar Sverrisson söngur Aldur: 36 ára Menntun: Grunnskólamenntaður, eitt ár í matreiðslu Atvinna: Sölufulltrúi Hjúskapar- stétt: Sambúð, tvö börn Hljómsveitarferill: Lena, Circus, Reykjavík, Amon Ra, Fimm, Spilafífl, Óþekkt ánægja, Rabbabandið, Galíleó. Hvað varð um hann? Sævar hefur starfað við sölumennsku i 10 ár en flutti um skeið til Ólafsfjarðar. Hann er nú sölufulltrúi fyrir efnagerðina Kötlu og hefur sungið und- anfarin fimm ár með Galíleó. Nafn: Örn Hjálmarsson gitar Aldur: 35 ára Menntun: Sjálfmenntaður Atvinna: Verslun- arstjóri Hjúskaparstétt: Giftur, tvö börn Hljómsveitarferill: Drift, Circus, Fimm, Spilafífl, Galíleó. Hvað varð um hann? Örn tók sér góða pásu frá rokkinu eftir að hann var í Spilafíflum. Hann fór í veiðiskap á fullu og hefur verið verslunarstjóri i Veiðivon und- anfarin ár. Hann spilar núna með Galíleó. Nafn: Birgir Mogensen bassi Aldur: 31 árs Menntun: Grunnskólapróf, tónmenntun At- vinna: Hljóðmaður Hjúskaparstétt: Sam- búð, tvö börn Hljómsveitarferill: Hattimas, Spilafífl, Með nöktum, Kukl, Killing Joke, starfandi með nafnlausri hljómsveit. Hvað varð um hann? Birgir komst í hljómsveitina Killing Joke sem var nokkuð vinsæl í Englandi um tíma. Hann fór síðan í skóla og tók nokkra kúrsa i rafeindavirkjun. Hann starfaði síðar í Flísabúðinni áður en hann fór að vinna hjá Hljóðrita þar sem hann er núna. Nafn: Halldór Kristinsson frommurAldur: 30 ára Menntun: Grunnskólapróf Atvinna: Áfengis- og fíkniefnaráðgjafi á unglingaheim- ilinu Tindum, hljómlistarmaður Hjúskapar- stétt: Sambúð Hljómsveitarferill: Fiaskó, Óli P. og svörtu sveskjurnar, Járnkarlarnir, Spilafífl, Með nöktum, MX-21, Júpíters, Tempotarios. Hvað varð um hann? Halldór hefur gert allt milli himins og jarðar, unnið við fiskvinnslu málningarvinnu og verslunarstörf. Hann hefur verið án vímuefna í sex ár og starfar sem ráðgjafi fyrir unglinga sem eiga við áfengis- og fíkniefnavandamál að stríða. Hann er í nýrri hljómsveit sem heitir Tempot- aríos en hún var stofnuð upp úr gleðisveitinni Júpiters. START Start var starfandi í þrjú ár en lag- ið sem þeir tóku í myndinni var tek- ið upp „live“ á Broadway. „Það var ótal margt fríkað sem við lentum í en fæst af því á heima á prenti," segir Pétur Kristjánsson. „Við Eiríkur Hauksson vorum hvað aðsópsmestir í leikaraskapnum og hlupum um allsberir upp um allar heiðar á ferðalögum hljómsveitarinnar um landið. Mér fannst það mjög gott mál þegar pön- kið og nýbylgjan kom því diskóið var eiginiega búið að ganga af brans- anum dauðum. Þá kom líka upp þungt og gott rokk sem ég hef alltaf fílað mjög vel. Maður tók þann geir- ann og Start var hljómsveit í þeim dúr. Eg minnist þess ekki að hafa lent illa í skallapopparakrítikinni heldur voru það meira kóperingar- bönd eins og Brimkló og HLH og þær hljómsveitir. Start gaf út eina plötu og lagið Sekur eftir Eirík Hauksson var valið lag ársins 1982.“ Nafn: Eiríkur Hauksson gítar, söngur Aldur: 34 ára Menntun: Kennari Atvinna: Tónlist og kennsla Hjúskaparstétt: Giftur, tvö börn Hljómsveitarferill: Pikkaló, Octopus, Amon Ra, Basil fursti, Start, Drýsill, með hljómsveit Gunna Þórðar á Broadway, lcy, Faraldur, Model, Saga Class, Dúndur, Arts, Just for Fun og Wanted. Hvað varð um hann? Eirík- ur er einn mesti alvöru járnari sem þjóðin hef- ur alið. Hann hefur að mestu haft atvinnu af söngnum en stundað kennslu að hluta. Árið 1988 flutti hann til Noregs þar sem hann hef- ur gert það gott í bransanum og unir hag sín- um vel. Hann er búsettur í Gressvik sem áður hét Grettisvik eftir Gretti Ásmundsyni og er stutt frá Osló. Nafn: Pétur W. Kristjánsson söngur Aldur: 42 ára Menntun: Gagnfræðingur Atvinna: Framkvæmdastjóri Hjúskaparstétt: Kvæntur og á þrjú börn HljómsveitarferilhPops, Lords, Náttúra, Svanfríður, Pelican, Póker, Píkasso, Start, Dúndur, ekki starfandi i hljóm- sveit. Hvað varð um hann? Pétur hefur hald- ið tryggð við poppið þótt hann sé hættur að syngja opinberlega í bili. Síðastliðin 15 ár hef- ur hann starfað við hljómplötuútgáfu og hljómplötuverslanir. Hann rekur nú fyrirtækið Paradís sem er heildsala með verslun í Borg- arkringlunni. Nafn: Nikulás Róbertsson hijómborð Aldur: 40 ára Menntun: Tónlistarmenntun Atvinna: Grafiskur hönnuður Hjúskaparstétt: Giftur Hljómsveitarferill: Dögg, Dínamít, Paradís, Start, Kikk, ekki starfandi í hljómsveit. Hvað varð um hann? Þegar Rokk í Reykjavík var gerð var farið að líða á feril Nikulásar í brans- anum. Hann lék um tíma með árshátíðar- bandi og fór síðan að vinna við smíðar. í dag rekur hann hárgreiðslustofu með konu sinni auk þess sem hann hannar bæklinga og aug- lýsingar fyrir ýmis fyrirtæki. Nafn: Jón Ólafsson bassi Aldur: 42 ára Menntun: Gagnfræðingur Atvinna: Tónlist- armaður Hjúskaparstétt: Einhleypur, þrjú börn Hljómsveitarferill: Pelican, Póker, Start, Drýsill, Hljómsveit Rúnars Þórs, Hljóm- sveit Sveins Guðjónssonar, Vinir Dóra o.fl. Hvað varð um hann? Jón hefur verið at- kvæðamikill í tónlistinni og spilar mikið sem session-leikari með ýmsum hljómsveitum og á hljómplötum. Nafn: Davíð Karlsson trommur Menntun: Húsasmiður Hvað varð um hann? Að því er eintak kemst næst er Davíð starfandi sem húsasmiður (Danmörku. Nafn: Kristján Edelstein gitar Aldur: 31 árs Menntun: tónlistarmaður og pizzubakari At- vinna: Tónlistarkennari Hjúskaparstétt: Sambúð Hljómsveitarferill: Skriðjöklar, 24 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.