Eintak - 21.04.1994, Qupperneq 32
Sýning á verkum Þóreyjar Magnúsdóttur
veröur opnuð á laugardag í Gallerí Sævars Karls
að Bankastræti 9. Æja, eins og hún er kölluð,
sýnir skúlptúra unna í leir, járn, stein, rekaviö
og gips sem málaöir eru með jarpiktmentlitum.
I grund och botten er farandsýning í kjaliara
Norræna hússins þar sem sýndar eru teikningar
eftir börn á Norðurlöndum. Sýningin opnar á
sunnudag.
Þrjár sýningar standa yfir (Nýlistasafninu.
Listahreyfingin The Guerilla Girls frá New
Vork sýnir veggspjöld. Þetta er hópur lista-
kvenna sem kemur gjarnan fram í þröngum
kjólum og með górillugrímur. Þær Svala Sig-
urleifsdóttir og Inga Svala Þórsdóttir
sýna jalnframt eigin verk í Nýló. Eitt verka Ingu
Svölu er reyndar gert með Kínverjanum Wu
Shan Zhuan i efri salnum eru svo verk úr eigu
satnsins.
Síöasta sýningarhelgi Drafnar Friöfinnsdótt-
ur í Listasafni ASÍ þar sem hún sýnir stórar tré-
ristur.
Margrét Sveinsdóttir sýnir olíumálverk (
Gallerí 11 á Skólavörðustíg. Þetta er fyrsta
einkasýning hennar hér í bæ.
Hulda Hákon sýnir málverk og skúlptúra á
Kjarvalsstöðum. Það má alveg rekast í bfáu,
blómin á gólfinu því að þau eru úr steypu. Ól-
afur Gíslason heldur sömuleiðis sýningu að
Kjarvalsstöðum og er yfirskrift hennar Vernis-
sage. Seölabankinn er hér með hvattur til að
kaupa óþvegnu rauðvínsglösin hans Ólafs.
Helst einn á hvern startsmann. Svo hanga verk
Kjarvals sjálfs að sjálfsögðu uppi líka.
Listasafn Háskóla íslands er með sýn-
ingu á nýjum verkum í eigu safnsins á
öllum hæðum í Odda.
Jóhann Sigmarsson Veggfóörari sýnir myndir á
Mokka. Verk Jóhanns hanga...tja...ekki víða en
alla vega er eitt í Plús film.
Anton Einarsson sýnir málverk á Veitinga-
staðnum að Laugavegi 22. Nokkuð glúrinn
bara.
Lýsingar Barböru Árnason við Passíusálma
Hallgríms Péturssonar hanga upp (Listasafni
íslands. Býsna góðar hugmyndir tærrar listak-
onu. Yfirlitssýningin á verkum Jóns Gunnars
Árnasonar stendur líka yfir í Listasafninu.
Guðbergur Bergsson kallar Jón Gunnar galdra-
dreng og segir sýninguna einstæða. Sýningarn-
ar í Listasafninu standa til 8. maí.
Hugmynd-Höggmynd heitir sýning í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þar sem er
úrval verka frá ólíkum tímabilum í list Sigurjóns.
Safninu var nýlega gefið olíumálverk eftir Sigur-
jón af bæjarhúsunum á Kolviðarhóli sem hann
málaði á termingaraldri. Sýningin stendur alveg
fram á vor.
í Listhúsinu Ófeigi stendur ennþá yfir
samsýningin Stefnumót. Listamennirnir
sem þar sýna eru þeir Þorri Hringsson,
Finninn Jouni Jappinen Helga Magnós-
dóttir, Bandaríkjamaðurinn Robert Bell, Sig-
urður Þórir og Hringur Jóhannesson
Sýningu Óskar Vilhjálmsdóttur í Gerðubergi
lýkur á sunnudaginn.
B í Ó I N
BIOBORGIN
Óttalaus Fearless ★** Myndum elnisem
fáir leikstjórar komast líls Irá, sjállan daudann.
Weir lekst þó að búa til slerka mynd og sleppur
smjo
heimsborgir og heimsborgarar,
draumar og dægurþras og allt verð-
ur þetta svo manneskjulegt í með-
förum Thors þó hann geti verið
meinfyndinn á köflum.
Þetta er bók sem á engan sinn
líka hér á landi og enn og aftur hef-
ur Thor auðgað íslenskar listir og
listasögu með framlagi sínu.
Ég er vonandi ekki eini maður-
inn sem er kominn með upp í kok
af suður-amerísku töfraraunsæi,
bókmenntagrein sem ég kýs mikið
frekar að lesa í þeirri íslensku frum-
útgáfu sem Borges sótti í.
Samt sem áður verður að segjast
að Isabel Allende kann að skrifa,
þó það vanti í mig Gee-Whizvið-
brögðin sem hún virðist kalla fram
um víða veröld. Og Thor Vil-
hjálmsson kann að þýða.
Pólstjarnan er einn af þessum vel
skrifiiðu reyfurum sem hafa verið
að dúkka upp á undanförnum ár-
um og má flokka sem Alistair
MacLeanDesmondBagleyHamm-
ondlnnes með listrænan metnað.
Sagan gerist um borð í sovésku
verksmiðjuskipi sem er á veiðum
undir stjórn Bandaríkjamanna í
Beringshafi. Um borð er fýrrum
rannsóknarlögregluþjónninn Ark-
adí Renko (þess sama og gerði
Gorkí-garðinn frægan), sem hefur
fallið úr hæstu hæðum kommún-
istaflokksins sakir „pólítísks
ábyrgðarleysis“ ofan í það að flaka
fisk í illa lyktandi skuggaveröld
skipsins innan um glæpamenn,
flokksbullur og dularfulla Banda-
ríkjamenn. Hér eru eiturlyf, njósn-
ir, kynlíf og morð og bókin er skrif-
uð í þessum stíl sem blandar saman
staðreyndum og skáldskap á svo
fyrirhafnarlausan hátt að manni
finnst maður vera orðinn sérfræð-
ingur í alþjóðastjórnmálum og sov-
ésku þjóðskipulagi meðan á lestrin-
um stendur. Fléttan er samt frekar
ódýr á köflum og ég stóð mig að því
að bera höfundinn saman við Mi-
chael Dibdin sem hefúr með bók-
um sínum um ítölsku rannsóknar-
lögguna Aurelio Zen (sem féll einn-
ig í ónáð hjá kommunum, yfirboð-
EFTIR ÞORVALD ÞORSTEINSSON
urum sínum, en endaði við síma-
laust skrifborð í stað færibands)
gert mig að átoríteti í ítölskum inn-
anríkismálum og það var ekki allt
of hagstæður samanburður fyrir
Mr. Smith. En sem sagt í það heila
fínn reyfari með öðruvísi umhverfi
og í ágætri þýðingu Matthíasar
Magnússonar.
Popp
ÓTTARR PROPPÉ
Texas krakkbar
Pantera
Far Beyond Driven
★★★★
ZZTop
Antenna
★★★★
Bandarískir poppsalar hljóta að
vera langt komnir með neglurnar
og hársvörðinn þessa dagana. Ofan
á það að þurfa að afgreiða bílfarma
af meistaraverkum skítuga pönkar-
ans sem skaut af sér hausinn þurfa
þeir að horfa upp á hljómsveit eins
og Pantera fara beint á topp vin-
sældalistans. Og það þó það standi
augljóslega borvél upp úr höfðinu
sem prýðir umslagið. Athyglisverð-
ur hausverkur fyrir bransann vestra
það! Pantera gæti verið prótótýpan
að grimmasta þungarokksbandi í
heimi sem þá guðhræddu dreymir
illa um. Þetta eru síðhærðir subbu-
strákar (og feitir, minnstu ekki á
það) frá Texas sem spila eyrna-
skemmandi graðhestarokk af drasl-
gerð. Fyrri plötur þeirra, Cowboys
from Hell og Vnlgar Display of Po-
wer (kúrekar helvítis & vaidníðsla
af verstu sort) gáfu góð fyrirheit, en
nú er Pantera endanlega orðin að
hörðustu þungarokkssveit vestan
Mississippi. Far Beyond Driven er
platan sem MctaUica dreymir um
að gefa út. Hér ræður thrashið ferð-
inni, bláeygð keyrslan í algleymingi
mínus þreytandi tæknisýningin.
Pantera eru alveg til í að djamma
aðeins til að ná upp betra stuði. Hér
skal óhikað mælt með þessari af-
urð, ef þú kaupir hana er hætt við
að fasteignaverð lækki í hverfmu.
Húseigendur í rokkaðri kantin-
um þurfa þó ekki að leita út fyrir
Texas til að vernda fjárfestinguna
því ZZ TOP tríóið gagnlega var að
gefa út nýja plötu. Það eru þessir
vinalegu afar sem komu Texas á
rokkkortið, hversu hratt sem Pant-
era fá gargað um annað. Þegar ZZ
TOP lenti upp á kant við rokkskrif-
ræðið skelltu þeir Gibbons, Hill og
Beard sér bara út í óbyggðir að
veiða krókódíla. Komu ári síðar
fúlskeggjaðir aftur til byggða og
tóku völdin í bandaríska rokk-
heiminum. Á Antenna leita þeir aft-
ur til gömlu búlludaganna og dusta
rykið af einfalda þungabúgíinu sem
þeir eiga einkarétt á. Það er ekki
aukahljóðfæri á þessari plötu enda
ekki þörf fýrir önnur en þau sem
þremenningarnir fá sjálfir annað.
ZZ TOP eru, ásamt upptökusjóran-
um Bill Ham, konungar Suðurr-
íkjarokksins. Að hlusta á sveitina í
góðu stuði er eins og að spítta á ká-
dílják um eyðimörkina. Gamla
Suðurríkjafánann dregur fyrir sólu,
maður sveiflar ósjálfrátt skottinu
og spangólar til mánans. Þeir sem
komast hjá því að dilla sér í takt við
þessa tónlist hafa að voru viti unnið
allt of lengi á loftpressu! ©
Sjónvarp
SIGURJÓN KJARTANSSON
Góðlegur hundur
Dagsuós
Ríkissjónvarpinu
★★★
Það verður að segjast að Dagsljós
sem hóf göngu sína í haust hafi ver-
ið langbesta uppfmning fráfarandi
framkvæmdastjóra. Þessi rösklega
fjörutíu og fimm mínútna langi
jráttur var hugsaður í upphafí til að
gegna svipuðu hlutverki í Sjón-
varpinu og dægurmálaútvarpið á
Rás 2 og rná finna margt í samlík-
ingunni hvað varðar uppbyggingu
þessara tveggja þátta, þó svo að um
tvo ólíka miðla sé að ræða. Þættin-
um er stjórnað af tveimur stelpum,
tveimur strákum og einum ritstjóra
sem öll sinna sínu hlutverki ágæt-
lega, þó að mér finnist þau nú vera
full meinlaus og sakleysisleg og þar
af leiðandi ekkert sérstaklega
skemmtileg. Fjalar getur þó átt
góða spretti þegar hann fær gesti í
sófann og rnaður hefur stundum
séð hann fara illa með viðmælend-
ur og þá eiga þeir það líka skilið
(helvítis svínin!). Það er hins vegar
annað hljóð í strokknum hjá rit-
stjóranum því þegar hann er með
sófann er hann off eins og góðlegur
hundur sem bíður eftir því að gest-
urinn klappi sér. Stelpurnar rninna
hvor fyrir sig á Mary Poppins
og/eða Dallasmömmuna Miss Elly
FYRIR ÞRAUTSEIGA
Veljið ykkur verðug verkefni.
Berjist fyrir að tónleikahöllin
verði nefnd Árna Johnsens-
höllin þegar hún loks verður
reist. Stingið upp á að þjóðfán-
anum verði breytt í tilefni 50
ára afmælis lýöveldisins og
hann gerður úr fslenskum lopa.
Leggið til að þingmenn verði
staðsettir hver í sínu kjördæmi
og ræði sín á milli með hjálp
nýjustu fjarskipta-
tækni. Krefjist þess að
pusluvagnarnir niður í
bæ standi fyrir út-
rýmingu dúfnanna sem
eru ekkert ann-
að en fijúg-
andi rottur.
næstum óskaddaður. fíosie Perez leikur Irábær-
lega.
Pelikanaskjalið The Pelican Brief •kkÞráll
lyrir ágætt etni kemst þessi mynd aldrei á llug.
Bókin er betri. í það minnsta lyrir þá sem hala
þokkalegt ímyndunarall og eilítið skárra en Pak-
ula.
Hús andanna The House of the Spirits
**** Frábær leikur. Myndin veröuraldrei
leiðinleg þrátt lyrirþriggja tima setu.
BÍÓHÖLLIN
Hetjan hann pabbi My Father The Hero
*★★ Huggulegasta gamanmynd
með ágælum leik Depardieu.
Pelikanaskjalið The
Pelican Brief ** Þrátt
lyrir einvala lið er þessi
mynd háll andvana. Hvorki persón-
urnar né sagan ná að litna við.
Ágæt afþreying.
Á dauðaslóð On Deadly Ground
* Steven Seagal lær málið og
heldur barnalegar einlægar
ræður um umhverfis-
vernd á milli þess sem
hann drepur umhverfiss-
óða. í næslu mynd ler
hann á hvalaslóðir og kviðristir Halldór Ás-
grímsson og Kristján Loltsson.
Leikur hlæjandi láns The Joy Luck Club
*★★ Indæl mynd um kínverskar konur.
Beethoven 2 * Annar þáttur með lleirihund-
um en iærri og þynnri bröndurum.
Mrs. Doubtfire **** Gasalega fyndin
mynd.
Rokna Túli ★** Það erkomið íslenskttal
við þessa mynd sem helur lengisl nokkuð lengi
á vídeóleigunum. Börnin mæla með henni.
HÁSKÓLABÍÓ
Leitin að Bofaby Fischer Searching for Bob-
by Fischer ** Vandvirknislega gerð myndum
dreng sem á erlitt með að standa undir þeim
miklu krölum sem geröar eru til hans.
Eins konar ást The Thing Called Love **
Glöð mynd um ungt lólk ÍAmeríku, léttylir-
bragð og lallegir leikarar.
Litli Búdda Litle Buddha ** Þráttfyrir
glæsilegan búning vanlar einhvern neista í
þessa lilraun Bertoluccis til að búa til mikla ep-
iska sögu.
Blár Blue ** Kieslowski-myndirnar verða
þynnri og þynnri eltir því sem þær verða lleiri
og lleiri.
Listi Schindlers Schindler’s List
**** Verðskutduð Óskarsverðtaunamynd
Spielbergs. Allir skila slnu besta og úr verður
hetjarinnar mynd. Meira að segja Polanski braut
odd af ollæti sínu og lór á amerlska mynd (en
hann er nú reyndar gyðingur og missti mömmu
sína íhellörinni).
Beethoven 2 * Meira gelten hiátur.
Líf mítt My Lile *★ Hugguleg tilraun til að
búa tii mynd um venjulegt lólk.
í nafni föðurins In the Narne ol the Falher
* * * * Mögnuð mynd um réttarmorð I Eng-
iandi. Umdeild lyrir tillærslur á smáum alriðum
sögunnar en isköld og sönn engu að síður.
LAUGARÁSBÍÓ
Tombstone * Myndin er lengi Igang en svo
loks þegar þeir byrja að skjóta þá verður hún
eins og verið sé að sýna úr limm vestrum I einu.
Leiftursýn Blink * Ágæt tæknivinna en engin
hugsun.
Dómsdagur Judgement Night * Heiðarlegir
og velmeinandi Ameríkanar villast I Irumskógi
eigin heimaborgar. Og hitla óþjóðalýð sem
undir það síðasta óskar sér að hann helði ekki
abbasl upp á þá.
REGNBOGINN
Hetjan Toto Toto Le Heros *** Velgerð
stríðsárasaga Irá Belgíu.
Lævís leikur Malice * Sérdeilis bjánaleg
mynd. /Ellarað gabba áhorfandann með því aö
byggja upp söguþráð en hendahonum svo
skyndilega og taka upp nýjan. Áhorlandinn
gabbastekki, heldur móögast.
Píanó *★★ Óskarsverðlaunaður leikur Iað-
al- og aukahlutverkum. Þykk og góð saga.
Far vel, frilla mín Farwell My Concubine
*** Glæsilegmynd.
Kryddlegin hjörtu Como Aqua Para Chocol-
ate **★ Ástir undir mexíkóskum mána.
STJÖRNUBÍÓ
Fíladelfía Philadelphia **** Frábærlega
leikin. Það hala allir gotl al að sjá þessa mynd
og ekki kæmi á óvart þó hún væri notuð sem
kennsluelni I alnæmisvörnum þar til annað
betra býðst.
Dreggjar dagsins Remains ol the Day
**** Magnað verk.
Morðgáta á Manhattan Manhattan Murder
Mystery * * * Allen er lyndinn Iþessari mynd.
Hún er ekki ein al hans bestu en sannar að það
er skemmtilegra að tlmanum undir Allen-mynd
en annars konar myndum.
SÖGUBÍÓ
Himinn og jörð Heaven and Earth ** Síðasti
hlutinn aftrílógiu Olivers Stone um Vietnam.
Hér reynir hann að segja mikta sögu en nær
atdrei tökum á henni.
Sister Act 2 * Nunnurnar hafa skipt úl al lyrir
krakka á glapstigum. Söngurinn er enn poppað-
urgospel. Sagan enn þunn og Whoopi enn með
ot fáar línur þannig og reynir að segja eitlhvað
með svipnum sem enginn skilur. En börnum
finnst gaman al þessari mynd. Það helur eitt-
hvað með nunnurnarað gera. Svipað og I
myndasögu SÖB um árið; Prestarnir gera það
líka.
32
FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994