Eintak - 05.05.1994, Síða 9
í kjölfar úrskurðar yfirskattanefndar um ólöglega innheimtu tryggingagjalda af sjálfstæðum atvinnu-
rekendum hafa fjármálaráðuneytið og skattayfirvöld tekið þá ákvörðun að endungreiða ekki þau gjöld
sem innheimt voru með ólöglegum hætti nema gjaldendur hafi kært innheimtuna áður en úrskurður féll.
Ælfla ekki að skila
innheinrvtum
af sjátfstæðum
aftyinnurekstri
Skattayfirvöld og ftármálaráðu-
neytið hafa ákveðið að ofgreitt
tryggingagjald hjá sjálfstæðum at-
vinnurekendum eða einyrkjum á
undanförnum þremur árum sé ekki
endurkræft. Um er að ræða veru-
legar upphæðir þar sem sjálfstætt
starfandi atvinnurekendur eru nær
20 þúsund hérlendis. Lögum um
tryggingagjaldið var breytt um síð-
ustu áramót í kjölfar úrskurðar yf-
irskattanefndar þess efnis að skatta-
yfirvöldum bæri að taka gjaldið af
raunverulegum skattstofni en ekki
áætluðum, eins og ætíð var gert áð-
ur. Garðar Valdimarsson ríkis-
skattstjóri segir að þeir sem hafi
kært oftalið tryggingagjald sitt fyrir
lagabreytinguna muni fá leiðrétt-
ingu en aðrir ekki. Garðar segir að
það byggist á því að almenna reglan
í sambandi við skattheimtu sé sú að
ef skattur er greiddur án athuga-
semda er réttur viðkomandi skatt-
greiðenda á endurgreiðslu ekki
mjög mikill. Snorri Olsen deildar-
stjóri hjá fjármálaráðuneytinu segir
að nokkrir tugir milljóna króna hafi
verið í húfi fyrir ríkissjóð og til
greina hafi komið að fara með mál-
ið fyrir dómstóla ef lagabreytingin
hefði ekki komið til.
Málavextir í máli því sem yfir-
skattanefnd úrskurðaði um voru á
þá leið að rafvirki tilgreindi á launa-
framtali fyrir árið 1991 að reiknað
endurgjald hans, það er laun til
greiðslu á sköttum, vegna sjálf-
stæðrar starfsemi við rafvirkjun
næmu 211.832 krónum. Sömu fjár-
hæð tilfærði hann á skattaframtali
1992 og í rekstrarreikning fyrir 1991.
Hinsvegar hafði rafvirkinn áætlað
fyrirfram að þessi upphæð næmi
446.880 kr. í upphafi ársins 1991 og
hafði hann greitt gjöld af þeirri
upphæð, þar með talið trygginga-
gjald. Skattstjóri óskaði skýringa á
þessum mismun og að þeim fengn-
um gaf hann út úrskurð um að
lækkunin næði ekki til álagðs trygg-
ingagjalds. Rafvirkinn mótmælti
þeirri niðurstöðu og vísaði til þess
tryggingagjaldsstofns sem tilgreind-
ur væri í skattaframtali. f kæruúr-
skurði seint á árinu 1992 hafnaði
skattstjóri kröfúm rafvirkjans með
svofelldum rökstuðningi: „Sam-
kvæmt greinargerð í staðgreiðslu er
reiknað endurgjald yðar kr. 446.880
vegna tekjuársins 1991. Trygginga-
gjaldsstofn manns sem vinnur við
eigin atvinnurekstur skal vera jafn
fjárhæð reiknaðs endurgjalds sem
hann telur sér til tekna eða bar að
telja sér til tekna samkvæmt 6. grein
laga ... um staðgreiðslu opinherra
gjalda. Gefi afkoma ársins tilefni til
lækkunar þannig að reiknað endur-
gjald ... á skattframtali verði lægra
en ... samkvæmt greinargerð á
staðgreiðsluári stendur áður
ákvarðaður tryggingagjaldsstofn
áfram óbreyttur."
Úrskurður
yfirskattanefndar
Þessarí niðurstöðu vísaði rafvirk-
inn til yfirskattanefndar. f október í
fyrra úrskurðaði yfirskattanefnd i
málinu og féll úrskurður nefndar-
innar á þann veg að fallist var á
kröfu kæranda í málinu. í úrskurð-
inurn er rætt um það hvernig
ákvörðun um fjárhæð reiknaðs
endurgjalds sem skattstofns til
tryggingagjalds er háttað og hvort
efnisákvæði laga um endurgjaldið
frá 1990 gefi tilefni til athugunar á
því hvort tengsl fjárhæðar reiknaðs
endurgjalds í staðgreiðslu og við
álagningu séu með öðrum hætti
hvað tryggingagjaldið varðar en
tekjuskatt og útsvar. I athugasemd-
um með fyrrgreindum lögum kem-
ur meðal annars fram að í ákvæð-
inu felist frávik frá því sem gildi um
tengsl milli staðgreiðslu opinberra
gjalda við álagningu skatta á reikn-
að endurgjald en frávikið sé þó
óverulegt.
Yfirskattanefnd segir að það beri
að ganga út frá því að tengsl íjár-
hæðar reiknaðs endurgjaids sem
skattstofns til tryggingagjalds í stað-
greiðslu og við endanlega álagningu
í staðgreiðslu séu í öllum meginat-
riðum með svipuðum hætti og
varðandi tekjuskatt og útsvar. Síðan
segir: „Ekki kemur fram af hálfu
löggjafans í hverju hið óverulega
frávik felist. Sú tilhögun sem skatt-
stjóri hefur lagt tif grundvaffar við
álagningu tryggingagjalds á kær-
anda, að byggja undantekningar-
laust á sömu íjárhæð reiknaðs end-
urgjalds sem skattstofns til trygg-
ingagjalds í staðgreiðslu og við
álagningu, getur ekki talist óveru-
legt frávik heldur varðar hún meg-
inatriði varðandi ákvörðun skatt-
stofnsins.“
Lögunum breytt
Lög um tryggingagjald voru sett
árið 1991 en gjaldinu er ætlað að
standa undir greiðslum í atvinnu-
leysistryggingarsjóð, til Vinnueftir-
lits og til Tryggingarstofnunar. Ein-
yrkjar áætluðu tekjur sínar í upp-
hafi árs og voru þær lagðar til
grundvallar við útreikninga á stað-
greiðslu og öðrum sköttum, þar
með töldu tryggingagjaldi. Væru
tekjurnar lægri en áætlunin gerði
ráð fyrir fékk viðkomandi leiðrétt-
ingu á sköttunum utan trygginga-
gjaldsins. Það var látið halda sér
óbreytt.
í kjölfar úrskurðar yfirskatta-
nefndar var lögunum um trygg-
ingagjaldið breytt á þann veg að sett
var ákveðin lágmarkupphæð fyrir
hverja starfsstétt sem viðkomandi
bar að greiða tryggingagjald af. Til
dæmis greiðir húsasmiður gjaldið
af 100 þúsund króna mánaðartekj-
um, læknir af 250 þúsund króna
mánaðartekjum og svo framvegis.
Jafnframt var gjaldið hækkað og
gjaldstofninn breikkaður. Nú er
gjaldið um þrjú prósent fyrir menn
í sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði
en 6,55 prósent fyrir aðrar starfs-
stéttir. Gjaldstofninn var breikkað-
ur þannig að tryggingagjaldið er nú
einnig tekið af bílastyrkjum, dag-
peningum og umframgreiðslum í
lífeyri.
Fjölmörg mál
Tryggvi Jónsson varaformaður
Félags endurskoðenda segir að
hann dragi í efa að yfirvöldum sé
stætt á því að leiðrétta ekki ofgreitt
tryggingagjald hjá þeim sem hafa
lent í slíku þótt viðkomandi hafi
ekki gert athugasemdir á sínum
tíma eða greitt skattinn með fyrir-
vara.
Ragnar Gíslason endurskoð-
andi hjá Hagskilum hefur haft
nokkur slík mál til umíjöllunnar.
Hann segir að þótt erfitt sé að áætla
fjölda þeirra sem hafi borgað of
mikið í tryggingagjald hljóti það að
vera margir. „í flestum tilfellum er
ekki um stórar upphæðir að ræða
en þær safnast þegar saman kem-
ur,“ segir Ragnar.
Hann tekur sem dæmi að sjálf-
stæður atvinnurekandi hafi áætlað
sér um 200 þúsund króna mánað-
artekjur í upphafi árs. Af þeim
greiddi hann um 12 þúsund krónur
í tryggingagjald eða samtals 144
þúsund krónur á árinu. Síðan lenti
hann í erfiðleikum eða veikindum
þannig að tekjur hans urðu helm-
ingi minni. Hann þurfti effir sem
áður að borga fyrrgreinda upphæð í
tryggingagjald. Ragnar telur ólík-
legt að hægt sé að standa á því að
leiðrétta ekki ofgreitt tryggingagjald
hjá þeim sem ekki gerðu athuga-
semdir fyrir lagabreytinguna, eða
greiddu með fyrirvara. Urskurður
Vítflaus Friðrik á stuðningslista
Ingibjargar Sólrúnar
Sá sem skrífaðisig á listann eralnafni Fríðríks Þórs Fríðríkssonar kvikmyndagerðarmanns
Reykjavíkurlistinn hefur undan-
farnar vikur birt í dagblöðum
nafnalista fólks sem styður Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur í borg-
arstjórnarkosningunum í vor undir
yfirskriftinni „Við viljum breyta“.
Á þessum listum hafa verið nöfn
margra mætra manna og síðasta
laugardag birtist nafn Friðriks
Þórs Friðrikssonar kvikmynda-
gerðarmanns á einum slíkum í
heilsíðuauglýsingu í Morgunblað-
inu. Þetta vakti nokkra athygli
glöggra manna því Friðrik Þór
skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu
við Davíð Oddsson þegar hann
var á sínum tíma í framboði í borg-
inni. Þegar EINTAK fór að grennsl-
ast fyrir um málið kom í ljós að vit-
laus Friðrik Þór Friðriksson haíði
verið notaður í auglýsingunni.
Sá Friðrik Þór Friðriksson
sem skrifaði nafn sitt á lista R-list-
ans er nítján ára gamall ög er hann
alls óskyldur nafna sínum. Þegar
EINTAK ræddi við hann í gær
höfðu fulltrúar R-listans nýverið
sett sig í samband við hann og beð-
ið hann afsökunar á mistökunum.
Hann segist reyndar hafa komið af
fjöllum og ekki átt von á neinni af-
sökunarbeiðni. „Þetta hafði nú far-
ið alveg fram hjá mér þannig að
þegar þau hringdu þurfti að byrja á
því að útskýra málið fyrir mér.“
Friðrik segir að hann hafi ekki lent
áður í því að vera ruglað saman við
nafna sinn en fólk mæli hann þó
stundum vel út þegar hann fram-
selur ávísanir.
Friðrik Þór kvikmyndagerðar-
maður sagði í samtali við blaða-
mann að það væri búið að greiða úr
þessu máli og biðja hann afsökunar
á mistökunum. Aðspurður segist
Friðrik hafa tekið þá ákvörðun eftir
að hafa lánað nafn sitt á viðlíka
stuðningslista á árum áður að gera
yfirskattanefndar hljóti að vega þar
þungt.
Rætt um að senda
málið til dómstóla
Snorri Olsen segir að þegar úr-
skurður yfirskattanefndar lá fyrir
hafi ríkisvaldið staðið frammi fyrir
tveimur valkostum, að breyta lög-
unum eins og gert var eða fara með
málið fyrir dómstóla og láta héraðs-
dóm og síðar Hæstarétt skera úr
um ágreininginn. „Þessi síðar-
nefhda leið kom til umræðu þar
sem úrskurður yfirskattanefndar
var í andstöðu við skilning skattayf-
irvalda í málinu," segir Snorri.
„Menn töldu hins vegar að ekki
væri um slíka fjárhagslega hags-
muni ríkissjóðs að ræða í málinu að
vísa bæri því til dómstóla eftir að
löggjafinn hafði ákveðið að breyta
lögunum í þessum efnum.“
Snorri segir að ef lagabreytingin
hefði ekki komið til væri öruggt að
málinu hefði verið vísað til dóm-
stóla og látið fara alla leið til að fá
niðurstöðu. 0
slíkt ekki aftur vegna fjaðrafoksins
sem það olli. „Ég hef líka verið svo
upptekinn við kvikmyndagerð að
ég hef ekki haft tíma til að kynna
mér málefni borgarinnar,“ bætti
Friðrik við. ©
Stefán Guðmundsson þing-
maður Framsóknarflokksins í
Norðurlandskjördæmi vestra
hefur lagt fram nýstárlega tillögu til
að draga úr at-
vinnuleysinu. Stef-
án vill að stjórn-
völd stuðli að inn-
flutningi á 25 þús-
und tonnum af
Rússaþorski í
sumar en sá inn-
flutningur myndi veita ríflega tvö
þúsund manns atvinnu. Þar að auki
myndi þessi fiskur skaþa um 1',5
milljarða króna virðisauka fyrir
þjóðarþúið...
Iikil reiði er nú innan verka-
lýðsfélagsins í Keflavík
sökum málalykta í máli
þeirra tveggja starfsmanna á þif-
reiðaverkstæði Varnarliðsins sem
reknir voru fyrir meintan þjófnað á
verkstæðinu. Sem kunnugt er af
fréttum voru mennirnir settir á
þiðlaun meðan Rannsóknarlögregl-
an í Keflavík rannsakaðl mál þeirra.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru á
þá leið að mennirnir voru úrskurð-
aðir saklausir en samt sem áður
voru þeir reknir úr starfi um leið og
þessi niðurstaða lá fyrir. Mun
verkalýðsfélagið ætla að beita sér (
málinu og er nú að kanna mögu-
leikana á að höfða skaðabótamál á
hendur Varnarliðinu...
FIMMTUDAGUR 5. MAÍ1994
9