Eintak

Eksemplar

Eintak - 05.05.1994, Side 14

Eintak - 05.05.1994, Side 14
Ásatrúarsöfnuðurinn kýs sér nýjan allsherjargoða á næstunni. Meðan prestkosningar voru enn leyfðar í þjóðkirkjunni voru þær fjörugastar allra kosninga. En Frðrik Indrbason komst að því á framboðsfundi að fáir í Ásatrúarsöfnuðinum virðast hafa mikinn áhuga á allsherjargoðakosningunum. Og þar með á þessum tveimur mönnum. Ritstjórinn var eitthvað að kvarta hér um daginn að við þessir al- mennu á EINTAKI værum ekki í nægilega góðum tengslum við fólk- ið í landinu. Og ef ég man rétt í nær engum tengslum við meðal-Jón og Gunnu vestur í bæ. Mín yfirbót í þessu máli, og tilraun til að tengj- ast, var að arka á framboðsfimd hjá Ásatrúarsöfnuðinum um síðustu helgi. Fundurinn var haldinn á ein- um af þessum letilegu laugardög- um inni á frekar dimmum Gauki á Stöng. Þegar til kom reyndist fund- urinn það óspennandi að ég hef tekið mér það bessaleyfi að jassa dæmið aðeins upp, eins og við segj- um í bransanum. Þetta þýðir að skrifuð atburðarásin er í litlu sam- ræmi við staðreyndir fundarins og raunar ekki vitnað í fúndarmenn nema brýnustu nauðsyn beri til. Svona rétt svo hægt sé að forðast siðanefndina, lögfræðinga, hand- rukkara og fleiri eitthvað frameftir sumri. Ég taldi fyrirfram að með því að sækja þennan fund og hlusta á hressilegt rifrildi og deilur í stíl Is- lendingasagna, myndi ég komast í tengsl við fólkið. Beinlínutengja mig við þjóðarsálina, eða eitthvað í þá áttina, því hvað er jú þjóðlegra en ásatrú. Þarna gerði maður fast- lega ráð fyrir að Jón Ársæll væri á sveimi, rekandi hljóðnemann upp í hvern skegghýjunginn á fætur öðr- um og segjandi jjess á milli: „Já þetta er ísland nú á dögum.“ Hefðin felst í skeggvexti Tveir menn eru í framboði til allsherjargoða ásatrúarmanna, Jörmundur Ingi settur allsherjar- goði og Haukur Halldórsson auknefndur tröllateiknari. Þetta síðasta er tekið fram sökum þess að ég heyrði ekki betur á fundinum en að menn teldu það sýna hæfni hans í embættið að hann væri listamað- ur. Báðir eru þessir menn með skegg enda vart annað sæmandi ef skapa á einhverjar hefðir um embættið. Væri skeggvöxtur lagður til grund- vallar vali í embættið ætti Jör- mundur Ingi það víst því hans vöxtur er mun goðalegri, ef svo mætti að orði komast. Annars var ekki að heyra að mik- ill munur væri á stefnu þeirra tveggja í málefnum safnaðarins. Jörmundur Ingi flutti sína ræðu skrifaða en Haukur talaði blaða- faust og væri því sennilega betri fulltrúi fjölmiðlalega séð. Helst mátti greina á milli í því að Jör- mundur væri fulltrúi fyrir fornar hefðir en Haukur fulltrúi fyrir líberal-gengið í söfnuðinum, það er fyrir þá sem vilja færa safnaðar- starfið nær nútímanum. Að slátra hrossi Ég vil taka það strax fram að mér hefur ætíð verið mjög hlýtt til Ása- trúarsafnaðarins og stöku sinnum hef ég villst inn á blót hjá þeim. Finna má margt vitlausara í þessu þjóðfélagi en þennan hóp. Ég held að ég hafi einkum hrifist af þeirri geggjun sem felst í að endurlífga þessi trúarbrögð og ætla að stunda þau óbreytt á Islandi nútímans. Slíkt felur meðal annars í sér að fórna hrossi við ákveðnar athafnir og allavega vildi ég sjá framan í þann embættismann sem fyrstu fengi í hendur beiðni um leyfi til að slátra hrossi við opinbera athöfn hér í borg. Á slíkt hefur að vísu ekki reynt ennþá en hinsvegar kom upp úr kafinu á framboðsfundinum að Jörmundur Ingi stjórnar stórum hestabúgarði í Litháen. Þessum bú- garði stjórnar hann nú í gegnum síma en þar ku vera ein 60 hross um þessar mundir og fer þeim fjölgandi — svo það er aldrei að vita. Annað sem mér fmnst álíka geggjað er að þetta eru sennilega einu félagasamtök landsins þar sem Hinni hippi getur staðið upp á að- alfúndi og gefið kost á sér í stöðu gjaldkera. Engin loforð um Valhallarvist Af framboðsræðum þeirra tveggja er það annars að segja að hvorugur gerði mikið í að gefa söfnuðinum loforð um eitt eða annað. Eins og Jörmundur Ingi tók fram í sinni ræðu, þá þýddi lítið að gefa loforð fyrst hann gæti ekki lof- að neinum viðstöddum vist í Val- höll. Fyrirkomulagið á þessum fundi var annars það að fyrst var kastað upp á hvor þeirra talaði á undan og vann Jörmundur hlut- kestið. Þá máttu stuðningsmenn þeirra tveggja fá orðið um stund en síðan svöruðu frambjóðendur íyr- irspurnum utan úr sal. Fremur fámennt var á Gaukn- um, þar voru aðeins tæplega 30 manns. Framboðsræða Jörmundar Inga var fremur bragðdauf og raunar eins og hann væri að messa yfir Lyons-fundi. En enginn við- staddra var með bindi og það reyndist rétt metið hjá mér að mæta í gallabuxum og gallajakka yfir lopapeysu með gamaldags munstri til að skera mig ekkert úr hópnum. Það var helst að hiti kæmi í Jörmund þegar hann fór að ræða um að afnema þyrfti í blótum fífla- læti og drykkjuskap sem eyðilagt hefðu einhver þeirra. Jörmundur taldi þetta ósvinnu mikla og til skaða fyrir ímynd safnaðarins og hét á menn að blótið á Þingvöllum í tíundu viku sumars yrði ekki eyði- lagt með þessum hætti. Kristilegur kosningaáróður I máli Jörmundar kom fram að hann hefði verið andvígur því að efna til kosninga um eftirmann Sveinbjörns heitins Beinteins- sonar. Slíkt minnti um of á val kristinna manna á sínum andlegu leiðtogum og Jörmundur vonaði að þeir tveir yrðu ekki fýrir barðinu á því sem hann kallaði kristilegan kosningaáróður. „Ég vona að eng- inn þurfi að sitja undir slíku,“ sagði Jörmundur. Þá rifaði Jörmundur upp að hann á að baki 22 ára starf í Ásatrúarsöfnuðinum og hann hafi átt þátt í að skapa og móta þá blót- siði og þær athafnir sem tíðkast innan safnaðarins. Hann gerði dræma aðsókn að blótum að um- talsefni og kvað það áhyggjuefni. Söfnuðurinn væri á sífelldum hrak- hólum með húsnæði undir þessar uppákomur og ekki væri fram- koma félaga á blótum alltaf til fýrir- myndar. Sökum þessa væru mörg veitingahús í borginni lítt hrifm af nærveru félaga úr söfnuðinum og þetta setti blett á söfnuðinn. Klofningur í félaginu Haukur ITalldórsson kvað í ræðu sinni að kominn væri upp klofn- ingur í söfnuðinum vegna vals á eftirmanni Sveinbjarnar og slíkt mætti ekki gerast. Hann gerði blót- in einnig að umtalsefni og sagði að á þeim næðist oft ekki sú stemmn- ing sem æskileg væri. Nefndi hann sem dæmi að aðeins hefðu átta manns mætt á síðasta vorblót fé- lagsins. Hvað ölvun og ólæti varð- aði á blótum sagði Haukur að hver safnaðarmeðlimur væri sjálfum sér næstur í þeim efnum og hann taldi þetta ekki vera ástæðuna fyrir dræmri aðsókn á blót. Hann ætlaði sér ekki að deila á þær aðferðir sem fundnar hafa verið upp í tengslum við blótin en spurði hvort nauðsyn- legt væri að hafa blótin svona leið- inleg. Hvað varðar ástæður þess að Haukur gefur kost á sér í embætti allsherjargoða sagðist hann ekki hafa getað hugsað sér að Jörmund- ur Ingi fengi embættið afhent á silf- urfati og hann vildi einnig fá úr því skorið hvort samstaða gæti orðið um að byggja söfnuðinn upp þann- ig að vit væri í. Auga Óðins til umræðu Að loknum ræðum þeirra tveggja tóku stuðningsmenn til máls. Eyvindur Eiríksson mælti með Jörmundi og kvað hann manninn til að koma í veg fyrir að blótum væri hleypt upp með drykkjuskap nokkurra einstaklinga — hann hefði verið staðgengill Sveinbjarnar og væri sá maður sem hægt væri að sameinast um og því eðlilegur kostur. Reynir Harðarson mælti með Hauki og sagði að þótt Jörmundur væri eðlilegur kostur væri hann ekki heppilegur. Reynir taldi að Haukur væri frekar maður sem gæti komið hlutunum í verk. Aðrir sem mæltu með Hauki, eins og Þorri Jóhannsson, voru dramat- ískari í máli og sagði Þorri til dæm- is að Jörmundur svifist einkis í blindum metnaði sínum og kæmi það fram í vafasömum vinnu- brögðum hans. Það var fýrst í fyrirspurnartím- anum að umræður þróuðust á skemmtilegan hátt og meðal annars var töluverðum tíma eytt í að ræða þá brennandi spurningu hvers vegna Óðinn hefði verið eineygður. Eins og þeir sem kunna fræðin vita fórnaði Óðinn auga sínu fýrir aukna visku en Jörmundur taldi einnig að það að Óðinn hefði að- eins eitt auga væri tákn um að hann einbeitti sér að einum ákveðnum hlut. Ekkert trúboð Hvorugur þeirra tveggja, Jör- mundur og Haukur, sá ástæðu til að fjalla í löngu máli um það hvernig þeir ætluðu að efla veg og virðingu Ásatrúarsafnaðarins með því að laða að fleiri meðlimi. Að óreyndu hefði maður talið að slíkt væri grundvallaratriði í hverjum trúarsöfnuði, það að stunda trúboð af krafti og heift. Ásatrúarsöfnuð- urinn hefur það hinsvegar í siða- reglum sínum að slíkt sé óþarft. Þar stendur í þriðju grein: „Félags- mönnum er heimilt að fræða aðra um Ásatrúarfélagið og heiðinn sið en skipulagt trúboð er óþarft.“ Þarna er kannski komin skýringin á því að aðeins tæplega 30 manns sóttu þennan fund. 0 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ'1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.