Eintak

Útgáva

Eintak - 05.05.1994, Síða 16

Eintak - 05.05.1994, Síða 16
- Það er sorglegt en satt að það skuli vera útbreiddari kenning að við séum það sem við étum en að við verðum það sem við litum upp til. En samt ætti það að segja eitthvað um okkur. Ef ekki hvernig við lítum út í augum annarra þá íþað minnsta örlítið um hvernig við lítum á okkur sjálf. Gerður Kristný bað nokkra íslendinga að segja frá fyrirmyndum sínum og Andrés Magnússon lét drauma þeirra rætast í einu frosnu andartaki. ■ : ' ■ Ómarsson” á hér hörð skoö- anaskipti við Voitaire, sjnn úpþáhams y andstæding. Magnús Skarphéðinsson er hér í þeim búnihgi sem hann er kunnastur fyrir. bún- ingi hinnar líknandi hjúkrun- arkonu. SV Arna Steinsen skorar hér tvö stig íeinum ieikja sinna árið 1987 þeg- ar henni tókst að skora hvorki fleiri né færri en 3041 stig á einu keppnis- tímabili. Arna Steinsen íþróttakennari \ Michael Jordan körfuknatt- leiksmaður er stórkostlegitr íþróttamaður og eflaust dreyrti marga um að vera jafn færir o: hann. Ég hef dáð Jordan frá því fór fyrst að fylgjast með körfubolU anum á Stöð 2. Hann hefur allt sem góður körfuknattleiksmaður þarf . að hafa til að bera, líkamlega jafnt sem andlega. Sævar Karl Ólason kaupmaður Kjartan Ólafsson finnst mér vera djarfur og mikill ævintýra- maður. Það væri gaman að líkjast honum bæði líkamlega og andlega. Ég er nýbúinn að lesa Laxdælu og það afrek Kjartans sem mér er einna minnisstæðast er sundið við Niðarós þar sem hann kaffærði konunginn. Þar sýndi hann afar skemmtilega snerpu. Tómas A. Tómasson veitingamaður \ Af því-venjulega fólki sem un getur í mannkynssögunni er Benj- amin Franklin sá sem ég lít hvað mest upp til. Benjánjin náði svo góðum tökum á sjálfurn sér að hann réði fullkomlega við.sínar veraldlegu og holdlegu hlið Hann lét margt gott af sér leiða óg hugsaði ekki um hvað hann fengi í staðinn jafnvel þótt hann hefði get- að orðið forríkur. Benjamín var dáðasti maður síns tíma bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hann náði 84 ára aldri og eftir hann liggur óhemjumikil speki. Benjamin skrifaði mikið um dyggðina og margt af því er meðal annars líka hægt að finna í Biblí- unni. En hann einfaldaði hana og setti í samhengi við nútíma sinn. Benjamin Franklin stuðlaði að miklum framförum og hafi maður slíka fyrirmynd gerir maður sér betri grein fyrir því hverju hægt er að koma í verk. Magnús Skarphéðinsson baráttumaður fyrir dýraréttindum 'Aðdáunarverðustu persónur sögunnar í mínum huga eru þær tugþúsundir þekktra eða nafn- lausrá manna og kvenna í to þús- und áiþ gamalli sögu siðmenning- arinnansem lögðu hart að sér fyrir . meiri jnannúð á jörðu hér, eða hörðust fyrir raunverulegum breytingum á samfélagi hvers tíma til að milda þennan kalda og hranalegáfheim sem okkur hefur verið komiþ fyrir í. Flest þetta fólk lét líf sitt fyrir sánnfæringu sína. af eftirnijnnilegri nöfnunum í stöífum fyrir aukinni ntannúð er Florence Nightengale. Hún vann ótrúlég hjcnarstörf á styrjald- arsvæðinu fórðum við aðstæður sem fáum geta'kbmið í hug hér 1 hinum náttúrulausa^vesturlanda- velsældarklúþbi hert) ins. Gunnar Hjálmarsson tónlistarmaður \ Ég lít mjög upp til Jóhanns risa. Ég hef kynnt mér ævi hans dálítið og hún hefur verið bæði skrautleg og skemmtileg. Hann ferðaðist með flokki vanskaplinga og sýndi sig fyrir peninga. Það var ákveðinn ævintýrablær yfir þessum bandarísku viðundurssýningum og Jóhann hlýtur að hafa kynnst afar skrautlegu fólki í þeim. Hann varð brátt svo vinsæll að hann fór af stað með eigin sýningu og gekk mjög vel. Þetta er auðvitað hin ákjósanlegasta vinna: Maður er bara maður sjálfur, stendur kyrr og lætur fólk borga fyrir að fá að horfa á sig. Reyndar seldi Jóhann líka sérsmíðaða hringa sem voru eins og armbönd á venjulegu fólki. Svo lék hann í bíó. Þetta er ekki aðeins frábært starf heldur er líka skemmtilegt að vera svona stór. Nú þykja svona viðundurssýningar ómannlegar og mun mannlegra að loka þetta fólk inni á stofnunum. En Jóhann væri líklega bara í körfuboltanum. Þorfinnur Ómarsson dagskrárgerðarmaður / ---------TTT-------- / Franski heimspekingurinln og rithöfundurinn Jean-Jacques Rousseau var einn af lærifedrum frönsku byltingarinnar serþ haíði mikil áhrif í hinum vest/-æna heimi. Auk þess var hanrj mikifl fræðimaður og setti fram kenning- ar varðandi barnauppeldi/sem enn eru notaðar í dag. Sú sething sem hefur aftur á móti heillað' mig mest í mannkynssöguni er sú/sem Kató sagði: „Auk þess legg ég/til að Kar- þagó verði lögð í eyði.“/ Ungur að árum pældi ég mikið í Rómarveldi og helsta niðurstaðan/sem ég hef dregið af því er sú ao þetta hafi verið ansi gott/svall. 1 16 FIMMTUDAGUR 5. MAl 1994

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.