Eintak - 05.05.1994, Blaðsíða 18
Á morgun hefst lokaslagurinn um íslandsmeistaratitilinn með leik
Hauka og Valsmanna í íþróttahúsinu í Kaplakrika.
Páll Ólafsson er leikstjómandi Hauka og þeirra reyndasti maður.
Frammistaða hans kemur til með að vega þungt um hvort
Haukar nái titlinum. Jón Kaldal ræddi við Pál um feril hans
og leikina sem eru framundan.
við höfum ekki tapað ieik á
heimavelli í allan
vetur.
Hvernig gekk þér í
þýska boltanum?
Síðasta árið með
Dusseldorf í Þýska-
landi er mér mjög
minnisstætt.
Þvert ofaní allar
spár náðum
við öðru sæti
í deildinni
og áttum
möguleika á
nieistaratitlin-
um fram á síð-
asta leik. Við
vorum mjög
fáliðaðir í
Dusseldorf
— aðeins
með tólf
manna
hóp á
ligunni litu hins vegar
þannig á að það væri ekki
séns að vinna á sumum
völlum. Það var erfitt að
spila með mönnum sem
hugsuðu svona enda
þekkti maður ekki þennan hugs-
anahátt sjálfur. Þetta hefur síðan
breyst mjög mikið hérna heima.
Núna eru heimavellir farnir að
virka mjög vel. Við erum til dæmis
eina liðið sem hefur unnið leik á
útivelli í þessari úrslitakeppni og
í leik með Þrótti gegn Kristiansand í
Evrópukeppni bikarhafa 1981. Þróttur
sigraði 18-16 og komst í undaúrslit
keppninnar þar sem liðið tapaði naum-
lega fyrir Dukla Prag.
meðan hin liðin voru með þetta
sextán til átján manns. Félags-
myndin af Dusseldorf fyrir tíma-
bilið var af tólf mönnum og það
var mannskapurinn sem var keyrt
á allan veturinn. Ef einn meiddist
þá voru bara ellefu á skýrslu fýrir
leik. Okkur var ekki spáð góðu
gengi fýrir tímabilið en það náðist
upp geysilega skemmtileg stemmn-
ing í liðinu og við lékum mjög vei.
Við vorum óheppnir eða bara
klaufar undir lokin og töpuðum
síðasta leiknum á móti Alfreð
Gíslasyni vini mínum og félögum
hans í Essen á meðan Kristján
Arason og hans menn í Dortmund
gerðu jafntefli sem dugði þeim til
sigurs. Þessi síðasti dagur Bund-
esligunnar var mikill Islendinga-
dagur. Þetta var eitt mitt besta ár í
handboltanum.
Þegar þú kornst aftur heitn 1988
gekkstu svo í KR.
Já, það var búið að leggja deild-
ina niður hjá Þrótti og maður varð
að finna sér nýtt lið. Alfreð Gísla-
son var að koma heim frá Þýska-
landi á sama tíma og hafði ákveð-
ið að ganga í KR og Jóhann Ingi
ætlaði að taka að sér að þjálfa lið-
ið þannig að ég sló til og ákvað að
fara með þeim. Mér fannst vera
mikill áhugi á því að gera eitt-
hvað fyrir handboltadeildina hjá
KR og mig langaði að taka þátt í
því. En það gekk ekki alveg eftir. Ég
var í þrjú ár hjá KR, þar til liðið féll
í aðra deild en þá var komin mikil
upplausn á deildina. Löngu áður
en tímabilið var búið höfðu sumir
leikmenn ákveðið að fara frá liðinu
og það var mikil óreiða á stjórn-
inni. KR er stórt félag og það var
leiðinlegt að sjá hvernig ein deild
þess klúðraði málunum með
stjórnleysi og endirinn á KR ferlin-
um var hálf-dapurlegur.
Páll Ólafsson er einn besti og
reyndasti handboltamaður lands-
ins. Hann var leikstjórnandi ís-
lenska landsliðsins í átta ár og lék
hátt í tvöhundruð landsleiki á
þeim tíma. Páll hefur leikið með
fimm liðum um dagana, þremur
hér heima og tveimur í Þýskalandi,
en hann hefur ekki enn náð að
hampa meistaratitli þótt oft hafi
munað mjóu. Möguleikar hans
hafa sjaldan verið jafn góðir og
núna. Haukar hafa leikið best allra
í vetur og urðu á dögunum deild-
armeistarar.
Páli hóf handboltaferil sinn í
meistaraflokki hjá Þrótti fyrir
sautján árum og lék þá með einu
skemmtilegasta liði handboltasögu
íslands þar sem hann og Sigurður
Sveinsson voru í aðalhlutverkum.
Sérstök leikgleði einkenndi liðið
og Þróttararnir tóku hlutunum
ávallt af passlegri alvöru. Einhverju
sinni átti Sigurður Sveinsson til að
mynda möguleika á því að verða
markakóngur deildarinnar þegar
einn leikur var eftir í mótinu.
Þróttarar gripu þá til þess ráðs að
láta Sigurð ekki spila í vörninni
heldur beið hann alltaf á miðjunni.
í hvert skipti sem Þróttur náði
boltanum var honum hent fram á
Sigurð. Þetta dugði til og Siggi varð
markakóngur.
Voru þessi ár í Þrótti ekki
skemmtileg, Páll?
Þetta var oft ansi fjörugt, eins og
það vill reyndar gjarnan vera í
kringum Sigurð Sveinsson. Óli H.
Jónsson þjálfaði okkur og hann
byggði upp mjög skemmtilegan
móral í hópnum.
Við vorum algjörlega óþekkt
stærð þegar við komum upp úr
annarri deildinni. Fyrsti veturinn
gekk þó heldur betur framar von-
um. Við urðum bikarmeistarar og
lentum í öðru sæti í deildinni. Það
var mjög gaman að vinna bikarinn
því þar náðum við að stöðva sigur-
göngu Víkinga sem voru þá með
svo til ósigrandi lið. Það var mikill
uppgangurhjá félaginu á þessum
árum bæði innan vallar og utan.
Þróttur átti sterka yngri flokka og
mikið af góðu fólki starfaði að
málefnum félagsins. Það myndað-
ist ákaflega skemmtileg stemmning
í kringum liðið og við fengum
mikið af fólki á leikina hjá okkur.
Og flestir voru að sjálfsögðu
m wt&
?*£’* S "l?-
ýSlífsJiJ
;vK-v
komnir til að horfa á Sigga.
Þetta var mjög skémmtileg-
ur tími.
Keyrðuð þið félagarnir
ekki saman kókbíl á þessum
tíma?
Jú, jú, einhvern tíma á
þessum árum gerðum við
það. Við eyddum miklum
tíma saman og það var ým-
islegt brallað. Við erum
báðir úr Vogahverfinu eins
og allt Þróttarliðið var.
Þetta voru svo til eingöngu
strákar úr Vogaskóla og
Langholtsskóla. Eitt árið
villtust reyndar til okkar
menn eins og Gunni Gunn
Víkingur, en Þróttur var
fyrst og fremst hverfislið.
Þú og Siggi Sveitts sögðuð
einhvern tíma að þið cetluð-
uð að enda ferilinn á að gera
Þrótt að íslandsmeisturum.
Og núna er búið
að leggja hand-
knattleiks-
deildfélags-
ins niður.
Aðal-
hvatamað-
urinn að
því að gera
Þrótt að
stórveldi
að nýju
var Oli Kr.
Sigurðs-
son heit-
inn. Því
miður er
hann fall-
inn frá núna
og það er spurning
hvort einhver nógu
kraftmikill geti tekið
upp merki hans í þess-
um efnum. Þá væri hægt að endur-
reisa handboltadeildina og byrja
frá grunni. Þar sem deildirnar eru
bara tvær ætti það ekki að taka
mörg ár að ná þessu markmiði.
Þið eruð sem sagt ekki búnir að
afskrifa þennan möguleika?
Nei, nei, ég segi ekki að við séum
neitt voðalega brattir á því en við
erum ekki heldur búnir að gefa
möguleikann frá okkur.
Svofórstu til Þýskalands oggerð-
ist atvinnumaður í íþróttinni.
Já, það var 1985 að ég gekk til liðs
við Dankersen í Bundesligunni og
Páll í leik með landsliðinu í Laugardals-
höll. Hann lék 173 landsleiki á árunum
1980-1988 og skoraði í þeim 416 mörk.
lék með því liði eitt tímabil. Síðan
skipti ég um félag og fór í Dussel-
dorf. Það var mjög gaman að fara
og kynnast nýju landi og fólki. Það
skólaði mig mjög mikið til sem
leikmann og kenndi mér ýmislegt.
Þarna fékk maður tækifæri til að
glíma við aðra leikmenn en maður
hafði verið að spila við í mörg ár
hérna heima. 1 Þýskalandi kynntist
ég því líka í íýrsta skipti að spila á
alvöru útivöllum. Hérna heima
léku flest liðin í Höllinni og það
skipti ekki svo miklu máli hvort
maður átti heimaleik eða útileik.
Margir félaga minna í Bundes-
Páll yngri og léttari á sér á fleygiferð í fót-
boltanum í leik með Þrótti gegn Víkingi 1979.
Örfáum augnablikum eftir að myndin var tek-
in fá boltinn í marki Víkings.
18
FIMMTUDAGUR 5. MAÍ1994