Eintak

Issue

Eintak - 05.05.1994, Page 19

Eintak - 05.05.1994, Page 19
,Svo hleyp ég að miðjunni og aftur út á kant. Nema hvað Stjáni misskilur mig eitthvað og heldur að ég œtli að koma svífandi inn í teig og hendir boltanum þangað ... Hvernig var að koma í Fjörðinn til Haukanna? Það var mjög gaman. Þetta er þriðja tímabilið sem ég er hjá Haukum og þetta hefur verið góð- ur tími. Það er mikill uppgangur í íþróttamálum í Firðinum. Þar sem ég þekki best til hjá Haukunum eru menn mjög heitir og vinnusamir og starfa geysilega vel að málefnum félagsins. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að starfið í kringum Hauka er með því besta á landinu. Það er allt á hreinu og öll vanda- mál leyst um leið og þau koma upp. Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir leikmennina. Ég kynntist því fyrst í Þýskalandi að það væri hugsað fyrir öllu. Þar voru læknar og sjúkraþjálfarar alltaf til staðar í kringum liðið og allur nauðsynleg- ur útbúnaður. Handboltinn er að komast á meira „prófessjónal“ stig hérna en verið hefur. Handboltinn er ekki eina íþróttin setn þú hefur komið nálœgt. Þú varst vel liðtœkur ífótbolta. Jú, jú, það er rétt. Ég spilaði all- an fótboltaferilinn með Þrótti, bæði í fyrstu og annarri deild. Ég var sautján ára þegar ég byrjaði í meistaraflokki en þá vorum við í annarri deild. Við unnum hana það árið og ég varð markahæstur í deildinni. Svo vorum við þrjú ár í þeirri fyrstu, féllum og komum upp aftur. Þú varst alltaf iðinn við að koma boltanum í netið. Maður laumaði inn einu og einu. Ég spilaði síðast með Þrótti sumarið 1986. Ég var búinn að vera í Þýskalandi um veturinn og kom heim og var með í tveimur leikj- um. Við unnum annan eitt núll og ég skoraði markið. Hinn unnum við stórt og þá gerði ég þrjú. Það var lokahnykkurinn á knattspyrnu- ferlinum. Þér hefur aldrei dottið í hug að einbeita þér að fótboltanum? Nei, maður var bara í þessu báðu. Handboltinn var á veturna og fótboltinn á sumrin svo þetta fór ágætlega saman. Ég valdi ekki fyrr en ég fór til Þýskalands í at- vinnumennskuna. Hvað er þér minnisstœðast frá ferlinum þegar þú lítur um öxl? Fyrsta árið með Þrótti í fyrstu deild var mjög skemmtilegt. Að koma beint upp úr annarri deild- inni og vinna bikarinn og lenda í öðru sæti í deildinni stendur upp úr. Síðasta árið með Dusseldorf er mér líka mjög minnisstætt. Maður hefur líka lent í ýmsu „spaugilegu" á þessum árum. Ég man til dæmis eftir því að við vor- um einhvern tíma að leika með landsliðinu á móti í Frakldandi. Við vorum að spila lokaleikinn gegn Tékkum, það var jafnt, við vorum með boltann, það var búið að dænia aukakast og bara sjö sek- úndur eftir. Þá var stillt upp fýrir Kristján Ara og ég kalla til Stjána: „Kíktu á mig hérna til vinstri, ég get trúað að ég verði frír.“ Svo hleyp ég að miðjunni og aftur út á kant. Nema hvað Stjáni misskilur mig eitthvað og heldur að ég ætli að koma svífanai inn í teig og hendir boltanum þangað. Á meðan stend ég aleinn úti á kanti og eng- inn varn. rmaður nálægt mér, en sendingin misheppnaðist svo rosa- lega að markvörðurinn hjá Tékk- um náði strax boltanum og grýtti honum yfir allan völlinn, beint í markið hjá okkur og við töpuðum. Eftir leikinn komust við síðan að því að jafntefli hefði nægt okkur til sigurs. Við hefðum ekkert þurft að reyna að skora. Ég get sagt þér að Bogdan Kowalzik var ekki par ánægður með okkur eftir þennan leik. Já, Bogdan var soldið svakalegur hefur maður heyrt. Hann var gífurlega strangur og með mjög erfiðar æfingar. Menn voru alltaf á milljón á æfingum og fengu aldrei að slaka á. Þegar ég lít aftur verð ég að segja að maður skilur ekkert í því að hafa látið hafa sig útí þetta. Núna veit maður að það er hægt að komast í jafngott form á einfaldari og þægilegri hátt og þessi aðferð að hálfdrepa menn alltaf á æfingum er ekki mjög snið- ug. Hún skapar bara leiða og gerir menn svekkta og pirraða. Áður en við fórum á Ólympíuleikana í Seo- ul höfðum við æft tvisvar á dag í fjóra mánuði - menn ekki aðeins orðnir dauðþreyttir á handbolta heldur líka á hver öðrum enda gekk okkur heldur ekki nógu vel. Hvernig leggjast leikirnir sem eru framundan við Val íþig? Þeir leggjast mjög vel í mig, eins og allir leikir reyndar. Við höfúm unnið báða leikina við Val í vetur en það hefur verið naumt — við unnurn á Hlíðarenda með einu og heima með einu. Þetta voru tvísýn- ir leikir og það má segja að við höf- um haft heppnina með okkur í þeim báðum, en það þarf oft til að klára dæmið. Hefur Valsliðið ekki komið á óvart í vetur? Áður en tímabilið hófst misstu þeir þrjá af sínum sterk- ustu mönnum: Jakob Sigurðsson hœtti, Geir Sveinsson fór til Spán- arog Valdimar Grímsson til KA, Flestum liðum hefði munað um minna. Já, og nei, þeir misstu náttúrlega mjög sterka leikmenn sem hafa verið kjarninn í liðinu hjá þeint. En svo verður maður að líta á það að elckert lið hefur fengið jafn góðan unglingamannskap upp undanfar- in ár og Valsmenn. Dagur Sig- urðsson og Ólafur Stefánsson eru í þessum hópi og þeir eru farn- ir að leika þannig í dag að þeir eru hættir að vera bara efnilegir og eru einfaldlega orðnir mjög góðir handboltamenn og þetta eru strák- arnir sem eru að taka við í lands- liðinu. Það kom mér í sjálfu sér ekki á óvart að Valsliðið færi þetta langt. Þeir eru með besta markvörð á landinu, mjög góðan þjálfara, reynslumikla leikmenn eins og Jón Kristjánsson og stóran hóp af ungum og sterkum strákum. Á hvað þurfið þið að leggja áherslu i leikjunum við Val? Sóknarlega held ég að liðin séu mjög svipuð svo eins og í mörgum öðrum leikjum er þetta spurning um varnarleik. Það kemur til með að skipta miklu máli hvort lið nær að spila betri vörn. Rétta hugarfar- ið á réttum degi kemur líka til með að vega þungt. Menn verða að leggja sig hundrað og tíu prósent fram, eins og rnaður segir, til að vinna leik. Þú sagðir hérnafyrr að þið hefðuð ekki tapað á heimavelli í allan vetur. Lítur þetta þá ekki vel út á tnóti Val? Ef reglan helst þurfum við ekkert að óttast, en það hefst náttúrlega ekkert með svona einfaldri reglu. Maður verður að hafa fyrir hlutun- um og heimavöllurinn vinnur þetta ekki fyrir okkur. Viltu spá einhverju um úrslitin; verða þettafímm leikir? Nei, ég held ég spái engu. Við stefnum að sigri í hverjum einasta leik sem við tökum þátt í þannig að við ætlum að klára þetta í þremur leikjum. Það gengur þó kannski ekki upp og leikirnir gætu orðið fleiri, en við ætlum að vinna hvort sem þeir verða þá fjórir eða fimm. Nú hefur þú átt tnjöggott tímabil. Ertu nokkuð að hugsa um að hœtta? Ég hef ekki hingað til gefið nein- ar yfirlýsingar út, bara sagt við sjá- um til hvernig haustar. En ég reikna fastlega með því, ef heilsan leyfir, að verða með næsta vetur. Liðið er komið í Evrópukeppni og það verður gaman að vera með. Það er að segja ef maður kemst í lið.© Feríllinn Handbolti 1974 Páll byrjar að æfa hand- bolta með Þrótti fjórtán ára gam- all. 1979- 1980 Þróttur lendir í öðru sæti og vinnur sér rétt til að leika í fyrstu deild. 1980- 1981 Þróttur verður bikar- meistari og lendir í öðru sæti fyrstu deildarinnar. 1981- 1982 Þróttur kemst í und- anúrslit í Evrópukeppni bikarhafa og tapar þar naumlega gegn Dukla Prag. Liðið lendir í þriðja sætí fyrstu deildarinnar. 1985- 1986 Páll gerist atvinnu- maður og leikur með Dankersen í Bundesiigunni í Þýskalandi. 1986- 1987 Páll gengur til liðs við Dusseldorf. Liðið leikur til úrslita í bikarkeppninni. 1987- 1988 Dusseldorf missir naumlega af þýska meistartitlin- um og lendir í öðru sæti. 1988- 1989 Páll snýr aftur til l’s- lands og gengur til liðs við KR. 1989- 1990 KR lendir í öðru sæti fyrstu deildar. 1990- 1991 KRfelluríaðradeild. 1991- 1992 Páll gengur til liðs við Hauka. 1993-1994 Haukar tryggja sér sæti í Evrópukeppni og leika til úrslita um íslandsmeistartitilinn. Páll lék 173 landsleiki á árun- um 1980-1988 og skoraði í þeim 416 mörk. Páll á markamet í fyrstu deildinni ásamt Alfreð Gísla- syni; báðir hafa skorað tutt- ugu og eitt mark í einum leik. Fótbolti 1972 Páll byrjar að æfa fótbolta með Þrótti tólf ára gamall. 1977 Byrjar að leika með meistaraflokki Þróttar sem þá var í annarri deild. Liðið sigrar deildina og Páll verður markakóngur hennar. 1978-1985 Páll leikur með Þrótti í fyrstu og annarri deild. 1986 Páll leikur tvo síðusti knatt- spyrnuleiki sína og skorar fjögur mörk í þeim. Páll lék tvo A-landsleiki, gegn Grænlandi og Noregi 1980, og skoraði eitt mark. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ1994 19

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.