Eintak

Útgáva

Eintak - 05.05.1994, Síða 28

Eintak - 05.05.1994, Síða 28
K L A S S í K Nemendatónleikar frá Tónlistarskóla Reykjavíkur kl. 17.00 í Norræna húsinu. L E I K H Ú S Skilaboðaskjóðan sýnd kl. 14.00 í Þjóöleik- húsinu. Sýningum ter fækkandi og verður síö- asta sýningin um miðjan mat. Sumargestir sýndir af Nemendaleikhúsinu í Lindarbæ kl. 20.30. Þetta er mjög góð sýning með mjög fallegri sviðsmynd en eilítið sfðri búningum. Hugleikur sýnir Hafnsögur kl. 20.30 í Hafn- arhúsinu. Tekið skal fram að Sævar Sigurgeirs- son er einn af höfundum leikritsins. Gauragangur á Stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 20.00. Bókin var frábær og leikritið er ekki siðra. Gleðigjafarnir á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins kl. 20.00. Verkið fjallar um gamlar revíu- stjörnur sem í fyrstu eru f fýlu hvor út í aðra en svo tekst meö þeim góð vinátta. DANSSTADIR Express er stórskemmtileg hljómsveit sem leikur fyrir dansi á Ömmu Lú. Orn Árnson skemmtir matargestum. UPPÁKOMUR Hin árlega Elvis Presleykeppni er á Tveimur vinum meö búningum og öllu tilheyrandi. í kvöld er sjálft úrslitakvöldið og fólk er eindregið hvatt til að mæta á þennan einstaka menningar- viðburð. O P N A N I R Tinna Gunnarsdóttir opnar sýningu í Gallerí Greip á Hvertisgötunni á 40 karlmannsnælum og fimm veggnælum. Sýningin stendur til 18. maí. Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir opnar sýningu á pastelmyndum f Gallerí Fold. Sýning á verkum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal opnar í dag í Listhúsinu. Par eru sýnd verk frá tveimur fyrstu áratug- unum í lífi hans sem listamanns, meðal annars höggmyndir og málverk.. Sendiherra Noregs, hr. Nils Dietz opnar sýningu í Hafnarborg en þar eru verk lista- mannahóps sem kallar sig Gruppe 5 til sýnis. Hann skipa þeir Hákon Bleken, Ramon Is- ern. Halvdan Ljosne Lars Tiller og Roar Wold. Þrjátíu ár eru liðin sfðan þessi hópur sýndi fyrst undir heitinu Gruppe 5 og er þaö yl- irskrift sýningarinnar nú. Hún er framlag Noregs til lýðveldisafmælisins og stendur út þennan mánuð. Tryggvi Ólafsson opnar sýningu í Listasafni ASl. Helga Rún Pálsdóttir og Bergdís Guðna- FYRIR KVARTGJARNA Pantið viðtal við Árna Sigfússon borgarstjóra og kvartið yfir hverju því sem hefur plagað ykkur undanfarin ár. Það er hreint með ólíkindum hvað sá maður tekur vel undir flest það sem fyrir hann er lagt þessa dag- ana. Þið getið kvartað undan ónógum bílastæð- um nálægt leiði forfeðra ykkar, þið getið kvart- að undan skorti á félagsað- stöðu fyrir dúfnaræktendur eða þið getið kvartað undan frygð- arstunum í nágrönnunum ef ykkur dettur ekkert annað í hug. Árni mun taka undir þetta allt. Tveir stórtónleikar í júní Það þarf að fara allt affur til ársins 1986 til að finna sambærilega við- burði á sviði dægurlagatónlistar og verða á Listahátíð í sumar. Árið 1986 voru haldnir tónleikar tvö kvöld í röð í Laugardalshöll. Hljómsveitirn- ar sem léku voru Simply Red, Fine Young Cannibals, Lloyd Cole and the Commotions og Madness. Þrjár fyrstnefndu hljómsveitirnar voru aliar á þröskuldi heimsfrægðar þeg- ar þær komu hingað og er það mál þeirra sem voru í Höllinni 17. og 18. júní að sjaldan hafi betur tekist til með tónleika á Listahátíð. Það var fullt hús bæði kvöldin og áhorfend- ur skemmtu sér konunglega. í júní verða aftur tveir popptón- leikar á Listahátíð. Fyrst ber að nefna að loksins eftir langa bið kem- ur Björk til landsins til tónleika- halds. Enginn vafi er á því að mjög margir eru búnir að bíða þessa við- burðar með óþreyju og eru orðnir langeygir eftir því að sjá hana flytja tónlistina af Debut á sviði með hljómsveit. Björk og hljómsveit hennar verða aldeilis ekki ein á ferð því með þeim kemur hljómsveitin Underworld sem er ein ferskasta og efnilegasta sveit Breta. Underworld gaf út sína fyrstu breiðskífu í upphafi þessa árs, dubno- ■ basswithmyhead- f man, en á síðasta ári \ sendi sveitin frá sér | þrjár smáskífur sem íj allar fóru inn á lista j bresku popppress- unnar yfir bestu g smáskífur síðasta | árs. Sveitin leikur 1 danstónlist og ef á K að líkja henni við einhverjar aðrar sveitir má helst greina áhrif frá New | Order og Depeche | Mode. Underworld i á þó sína tónlist sjálf } með húð og hári. Björk og Und- erworld verða í Höllinni 19. júní og það er eins gott að vera í viðbragðs- stöðu þegar miðasalan fer í gang því það er ekki ólíklegt að uppselt verði á tónleikana. Hinir tónleikarnir á Listahátið verða þriðja júní í húsnæði toll- stöðvarinnar við Reykjavíkurhöfn. Þar eru heldur engir aukvisar á ferð. Saint Etienne heitir hljómsveitin en henni hefur verið hampað sem popphljómsveit tíunda áratugarins í tónlistarblöðum víða um Evrópu. Saint Etienna hefúr sent frá sér þrjár nni Það eru margir óþreyjufullir að sjá og heyra hana á tónleik- um. Það verður að veruleika 19.júníþegar hún treður upp i Höll- plötur sem allar hafa fengið mikið lof gagnrýnenda og afbragðs viðtök- ur kaupenda. Sveitin leikur sann- kallað glassúrpopp í anda Abba og The Carpenters að viðbættum nú- tíma tækniáhrifum. Sveitin mun vera einstaldega skemmtileg á tón- leikum. Áður en Saint Etienne stígur á svið munu íslensku sveitirnar Bong og Bubbleflies hita upp í tón- Saint Etienne hefur verið kölluð popp- hljómsveit tíunda ára- tugarins. Hún leikur á tónleikum þriðja júnl. leikagestum. Það er því dagljóst að tónleika- þyrstir hafa ríka ástæðu til að hlakka til.Q Helga Rún og Bergdís „Frumraun okkar við að gera það sem við viljum." Ísten^kur fatnaður Jákvæður íslenskur fatnaður er aðalsmerki þeirra Helgu Rúnar Pálsdóttur og Bergdísar Guðnadóttur sem opna sýningu á fatalist á laugardaginn i Portinu í Hafnarfirði. „Þetta er fatnaður fyrir fólk sem enn er jákvætt í þeirri svartsýni sem ríkir nú í þjóðfélaginu og þorir að klæða sig dálítið öðruvísi en aðrir,“ segir Helga Rún. Þær stöllur sýna hvor um sig 30 alklæðnaði fyrir konur en báðar reka þær saumastofur. „Á sýningunni sést frumraun okkar við það að gera það sem við viljum gera í stað þess að gera það sem aðrir vilja að við gerum,“ segir Bergdís. Hún hefur aðeins einu sinni áður haldið sýningu opinber- lega en Helga Rún hefur aftur á móti gert búninga fyrir ýmsar leik- sýningar. Síðast hannaði hún bún- inga og hatta fyrir myndina um Jón Sigurðsson. Helga Rún er ein þeirra hönnuða sem farin er að vinna með roð. „Það er mjög svipað leðrinu í vinnslu en aðeins slitsterkara. Helsti gallinn er aftur á móti sá að það er í mjög iitlum bútum því fiskurinn er svo lítill," segir Helga Rún. Sumt fatanna sem hún og Berg- dís sýna má nota en annað eru listaverk. „Ég sýni til dæmis fatnað sem ég kalla „Islenskt veður" en hann er að hálfu leyti regnkápa og að hálfu ieyti sumarklæðnaður og er ætlað- ur þeim sem ekki vita í hverju þeir eiga að fara út,“ segir Bergdís. Klukkan 16.00 á laugardag og sunnudag gefst gestum sýningar- innar kostur á að sjá dansara sýna fatnað þeirra Bergdísar og Helgu Rúnar svo ekki er úr vegi að skella sér í Portið um helgina. © dóttir opna sýningu á fatahönnun sinni í Port- inu í Hafnarfirði. Þetta er sölusýning og fara fram sérstakar sýningar i umsjón Helenu Jónsdóttur dansara kl. 16.00 laugardag og sunnudag. í Þ R Ó T T I R Fótbolti Víkingur og IR mætast í A-deild Reykjavíkurmótsins klukkan 17.00 á gervigras- inu í Laugardal. SJÓNVARP RIKISSJONVARPIO 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.30 Hlé 12.25 Staöur og stund: Sex borgir Sigmar B. Hauksson fór til Lissabon að skoða sig um. 12.40 Mótor- sport endursýningtZ.10 íþróttahornið end- urtekinn þátturWAO Einn-x-tveir 13.55 Enska knattspyrnan Bein útsending frá leik Everton og Wimbledon, Bjarni Fel lýsir. 16.00 (þróttaþátturinn Sýnt verður trá úrslit- um Islandsmótsins í pílukasti, í alvöru. 18.25 Flauel 18.50 Táknmálsfréttir 18.00 19.00 Strandverðir 20.00 Fréttir 20.30 Lottó 20.35 Simpson- fjölskyldan Traustustu þættir sjónvarpsins. 21.05 Ragnarokkur Inspector Morse: Twi- light of the Gods Seinasta myndin um Morse í bili. 22.50 Gestirnir Besökarna Sænsk draugasaga fyrir fullorðna um draugagang á sveitabýli. 00.20 Dagskrárlok STÖÐ TVÖ 09.00 Með afa 10.30 Skot og mark 10.55 Jarðarvinir 11.20 Simmi og Sammi 11.40 Fimm og furðudýrið 12.00 Lík- amsrækt Hopp og hí frá Stúdíó Jónínu og Hrafns fyrirþá sem vilja sprikla heima í stofu. 12.15 NBA tilþrif 12.40 Evrópski vin- sældalistinn Topp 20 frá MTV. 13.30 Kaup- hallarbrask Working Trash Hreingerningar- menn á Wall Street finna haldgóðar upp- lýsingar í ruslinu og fara að braska sjálfir. 15.00 3-Bíó: Blettatígurinn Cheetah Disn- eymynd um ameríska krakka I Afríku sem taka ungan blettatígurí fóstur. 18.05 Popp og kók Það er orðið illhorfandi á þáttinn eftirað Pálmi Guðmundsson, hinn nýi kynnir, tók við af tngibjörgu. Hann er einn afþessum þrautleiðinlegu þáttagerðar- mönnum sem eralinn upp á frjálsu út- varpsstöðvunum og heldur að hann sé góður fjölmiðlamaður af því að hann get- ur talað sæmilega skýrt. Pálmi ætti frekar að blaðra minna og sýna fleiri myndbönd. 19.19 19.19 20.00 Falin myndavél 20.25 Á norðurslóðum Uppáhaldsþáttur Kristjáns í sjónvarpinu. 21.15 Kiri Þáttur með söng- konunni Kiri Te Kanawa. 22.40 Friðhelgin rofin Unlawful Entry Ágætis þriller um lög- regluþjóni sem er kallaður á innbrotsstað og verður ástfanginn af húsmóðurinni Hann er einmana og vingjarnlegur en er ekki ailur þar sem hann er séður Aðalhlut- verk: Kurt Russell, Ray Liotta og Made- leine Stove. 00.35 Dauðakossinn A Kiss Before Dying Frekar tæp spennumynd um siðblindan mann í túlkun Matt Dillon sem erjafn heillandi og hann er hættulegur. Sean Young leikur tviburasystur og er jafn ósannfærandi í hlutverkum þeirra beggja. 02.05 Samferðarmaður Fellow Traveler Breskur tryllir um æskuvini sem ienda á svarta listanum á McCarthy- tímanum í Bandaríkjunum. 03.25 Dagskrárlok SÝN 17.00 Amertska atvinnumannakeilan Hryllilega leiðinleg og bjálfaleg iþrótt, að minnsta kosti að horfa á. 18.30 Neðanjarð- arlestir stórborga Undirheimar stórborga heimsins skoðaðir. SUNNUDAGUR P O P P Bubbi Morthens er nú kominn á Hvamms- tanga. Synir Raspútíns eru öflugir rokkarar, snjallir,

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.