Eintak

Issue

Eintak - 05.05.1994, Page 31

Eintak - 05.05.1994, Page 31
"A sýningu / Eins oa gerist hjá alvariegu og hæ 'lki eru tónamir þeir sömu og færðir mn a við og fáum litum." an tón. ileikaríku )íen Myndlist GUÐBffiGUR BERGSSON Afmarkaður óendanleiki Ráðhildur Ingadöttir ______Nýlistasafninu______ I verki Friedrich Schellings sem heitir Tengsl málaralistar og náttúru stendur: „Helstu einkenni listaverks eru ... ómeðvitaður óendanleiki." Ráðhildur Inga- dóttir, sem sýnir í Nýlistasafninu, virðist ekki vinna ómeðvitað, held- ur á meðvitaðan hátt. Ég dreg þá ályktun af nafni verks sem heitir „Plan (óendanlegur flötur)“. Listakonan tiltekur aðeins flöt- inn. Ekkert málverk er til án flatar. í málverki er allt á fletinum. Því svip- ar til mannsins, ef það er rétt að hann sé listaverk guðs: maðurinn er í senn afmarkaður og óendanlegur. Við getum mælt líkamann, þyngd okkar, lengd handleggjanna, en líf- ið er óendanlegt og það sem býr í huganum. Svipað viðhorf kom ljósar fram á öðrum sýningum listakonunnar. Á þeim var auðvelt að greina ómeð- vitað viðhorf í notkun lita og drátt- list forma, hvernig þau voru dregin, ýmist með daufum eða björtum lit- um og færð að miðju í sýnilegan kjarna. Líkt og nefndur Schelling virðist Ráðhildur geta fallist á það, að listin felist í því að yfirstíga hvort tveggja, veruleikann og hugmyndina. Vegna þessara eiginleika er listin fullkomnun þekkingar og heim- speki „... sem leiðir til þess að í henni kynnist maðurinn æðstu sviðum.“ Á sýningu Ráðhildar kveður við nýjan tón. Eins og gerist hjá alvar- legu og hæfileikaríku listafólki eru tónarnir þeir sömu og áður, en þeir eru færðir inn á við og til víddar með teikningu og fáum litum. Línan í teikningunni er sam- bland af márafléttu og æðum sem sjá má í gotneskri hvelfmgu. Þetta á við um flest málverkin. Sum breiða yfir innihaldið með litnum — í staðinn fyrir að draga fram formin eru þau falin með lit og áferð. Þá skiptir höfuðmáli hvar áhorfand- inn stendur, á sama hátt og á söfn- um þar sem glampar á málverkin. Standi maður ekki rétt ber fátt fýrir sjónir: Augað sér svart. Hjá suprematistunum fólst listin í því að sjá hvítt. Ráðhildur veit að við lifum á dekkri tímum, áhuga- lausari öðru fremur. Auðvitað er blessað að draga á flöt myndir líkar hvelfingu í got- neskri kirkju eða márahöll, en hitt má ekki gleymast, að engin varan- leg hvelfing stendur án veggja úr hugsun. Það er auðvelt að líta í himininn á vetrarnótt, dást að stjörnum og halda, líkt og Novalis, að vegna tignarinnar hljóti fegurð- in að eiga heinia þar í líki guðs. Listamenn mega ekki feta í fótspor pokapresta sem láta sér nægja að hrífa söfnuðinn en reisa aldrei and- legar súlur undir þá upphafningu sem sprettur af sambúð við náttúr- una. Vegna arfs frá pokaprestum svíf- ur allt á fslandi í lausu lofti, oft er lágskýjað, og landsmenn skýla sér með pokum og pyttlum gegn grenj- andi rigningunni. © Sund PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON Sundlaugin „okkar‘ Vesturbæjarlaugin ★ er nefnilega einhver inngróinn hrokablær yfir kísilgrónum gamal- dags sturtunum í Vesturbæjar- lauginni sem sveitavargur getur sem hægast brennt sig á ef hann kann ekki á eldforn blöndunartækin. Þessar sturtur voru ekki settar upp í gær fyrir eróbíska merki þess að vera ekki fyrir sauð- svartan almúgann heldur þá sem kunna sig og sínum fótum forráð. Eini potturinn sem er nægilega stór og með mátulega heitu vatni er með hvínandi vatnsnuddi inn- byggðu svo varla heyrist mannsins mál. En fastagestunum líkar þetta vel. Þetta er þeirra pottur og hér sit- ur Vesturbærinn eins og hann legg- ur sig með sín ættarnöfn kinn við kinn í pottinum og æpir í eyrað á næsta manni. Allir með silfurskeið í munninum. Þeldökki, kvenlegi og ofurvinalegi sturtuvörðurinn minnir notalega á yfirburði hvíta kynstofnsins og vekur með oss ákv^eðna öryggiskennd. Hlauparar og skokkarar sækja nokkuð í Vesturbæjarlaugina því hún liggur vel við þægilegum hlaupaleiðum út í Skerjafjörð og jafnvel út á Seltjarnarnes. Vesturbæjarlaugina virðast eink- urn sækja gamalgrónir Reykvíking- ar sem líta á þessa sundlaug sem sína eign meðan pöpullinn er geymdur í framsóknarkumbalda við Barónsstíginn. Hér sérðu fræg andlit — ráðherra, leikara, rithöf- unda — og getur virt fyrir þér ýmsa íturvaxna eðalskrokka þeirra sem einatt ganga í sviðsljósinu. Gufú- baðið þykir einkar gott og sumir koma eingöngu til þess að svitna þar. Ýmsar sögur hafa gegnum árin gengið um aðsókn eða ásókn sam- kynhneigðra að gufubaðinu eða í því en ég veit ekkert um það og má sjálfsagt einu gilda því allir kettir eru svartir í myrkri og allir karlar berir í gufu. En þú getur vel blandað þér í hópinn. Ekki fara ofan í pottinn næst húsinu nema þú þolir 50 gráð- ur. Gangtu öruggur í fasi og nikk- aðu til ráðherranna og leikaranna og stattu klár á síðasta leikdómi Súsönnu og greininni í Economist um fiskveiðar og sperrtu eyrun ef Ég hitti Börk, fornan fjandvin minn, í sturtunum í Vesturbæjar- lauginni um daginn. „Hvað ert þú að gera hér?“ spurði Hýðið fruntalega eins og því er tamt. Mér varð fátt um svör þar sem ég stóð allsber með sjamp- óbrúsann. Lá það ekki í augum uppi? Ég hlaut að vera að þvo mér. Nei. Það sem Hýðið meinti var ekki í bókstaflegri merkingu, held- ur í merkingunni „hvað er ótíndur sveitalubbi að gera í háreykvískum ef ekki aristókratískum sturtu- klefa?“ Hýðið var þarna á heima- velli en ekki ég sem var löðrandi í afsökunum. Það er nefnilega einhver inngró- inn hrokablær yfir kísilgrónum gamaldags sturtunum í Vesturbæj- arlauginni sem sveitavargur getur sem hægast brennt sig á ef hann kann ekki á eldforn blöndunartæk- in. Þessar sturtur voru ekki settar upp í gær fyrir eróbíska plebeija. Þessar sturtur eru gamlar og grón- ar, eins og þær hafa alltaf verið, eins og við viljum hafa þær. Við þýðir hér: „Við sem byggðum þessa borg.“ Þetta gerir Vesturbæjarlaugina öðruvísi. Það vantar þennan sam- norræna alþýðusvip sem svífur yfir vötnunum alls staðar annars staðar þar sem allt er mátulega heitt og sikkerhedsfíflhelt og öruggt. En ekki hér. Litlu tréhólfin með ógreinilegu númerunum sem passa við skápana. Viðsjárverð blöndun- artæki í sturtunum og potturinn sem er alltaf of heitur. Allt ber þetta ..... 5 f einhver talar um pólitík. Þetta verður allt í lagi. Þú ert ágætur. Vesturbæjarlaugin fær í einkunn eina froskalöpp af fimm möguleg- um. O SIGURJON KJARTANSSON Gaman, gaman! Dómnefndin 1 Evróvisión _______RIkissiónvarpinu______ Þegar hringt var í mig frá Sjón- varpinu og mér boðið að sitja í dómnefnd Júróvisjón-keppninnar sem haldin var síðastliðinn laugar- dag greip ég tækifærið fegins hendi og ákvað að nýta það vel, ekki síst í ykkar þágu, kæru lesendur, því ég veit að þið viljið ólm fá að vita hvernig svona dómnefnd starfar. Áður en ég held lengra vil ég taka það sérstaldega fram að ég gaf írska laginu lægstu einkunn, en eitthvað virðist minn smekkur vera öðruvísi en hinna sem með mér sátu í dóm- nefndinni. Eins og allir vita vorum við ein af mörgum þjóðurn sem gáfu þessu hræðilega lagi tólf stig. En það er víst bölvaður meirihlut- inn sem ræður og þar sem við vor- um sextán í nefndinni gefur það auga leið að einn fýlupoki úti í horni hefur ekki mikið vægi þegar allir hinir eru á öndverðu meiði við hann. Jæja, það þýðir ekkert að vera að væla yfir þessu, því þetta hund- leiðinlega lag vann keppnina og það er ekkert við því að gera Hópnurn sem skipaði þessa dómnefnd var skipt nokkurn veg- inn til helminga: Helmingur tengd- ist tónlist á einhvern hátt, en helm- ingur ekki (almúginn). Starfið hófst klukkan tíu um morguninn með því að okkur voru sýnd öll lög- in á myndbandi og um hádegisbil hófst svo bein útsending frá loka- æfingunni í Dublin. Hún gekk snuðrulaust íyrir sig og ég er ekki frá því að sumir keppendurnir hafi staðið sig betur þar en þegar á hólminn var komið. Áður en við vorurn svo læst inni í sjónvarpssal til þess að dæma sjálfa keppnina var okkur boðið í forláta dinner sem var afar ljúffengur. Nammi, namm! Dómarastarfið fór síðan þannig fram að hver og einn gaf hverju lagi einkunn á skalanum einn til tíu og svo var öllum stigun- um safnað saman eftir flutning hvers lags og úr þeim reiknað eftir kúnstarinnar reglum. Eftir að keppninni lauk var síðan öllum boðið upp á bjór og snittur og endaði þetta allt í rosalegu fyller- íi í sjónvarpssal þar sem allir ældu út um allt og rústuðu Dagsljóssleik- myndinni ... nei, bara að grínast! En sem sagt, svaka gaman að vera í dómnefnd og allir fóru — held ég — nokkuð ánægðir heim. © Popp I ÓTTARR PROPPÉ Sjónarhorn áhorfandans Eurovision (SÓNGVAKEPPNI EVRÓPSKRA STIÓN- VARPSSTÖÐVA) 1994 ★ ★★★ Ættingi rninn var einn þeirra allra fýrstu sem eignaðist smyglað myndbandstæki. Þegar viðkom- andi var í fyrsta skipti að lýsa kost- um undratækisins við móður mína greyptist eftirfarandi setning i lítt- málga huga minn: „Ég get tekið yfir "Eftir að keppninni lauk var síðan öllum boðið upp á bjór og snittur og endaði þetta allt í rosal- egu fylleríi í sjónvarpssal þar sem allir ældu út um allt og rústuðu Dags- Ijóssleikmyndinni... nei, bara að grínast!" "Þessi tónlistarmessa sjónvarpsins hefur lengi verið helgiathöfn á mínu heimili. Ef það er ekki poppið sem er dýrkað er það floppið. í ár var svindlað með atkvæði, það var svindlað með út- setningar og það var vél- að þar til allt var orðið hélað." FIMMTUDAGUR 5. MAÍ1994 31

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.