Eintak - 05.05.1994, Síða 35
HvacM
© Steinunn Ólína & co í samkeppni við Light Nights © Valdís komin í bameignarfrí
© Skúli Helgason kallaður heim til að tengja R-listann við ungtfólk
Arnór Hannibalsson
prófessor
Ég skrífaði nafnið mitt undir með
það íhuga að þoka málinu íþá
átt sem yfiríýsingin gefur til
kynna. Það er vitað mál að þetta
var undirskriftasöfnun til að
mynda þrýstihóp og þeirgefa
útslag í mörgum málum.
Elísabet Jökulsdóttir
rithöfundur
Ég er svo skemmtileg að þegar
fólk sér að ég kýs Ingiþjörgu Sól-
rúnu fara fleiri að gera það.
Málfríður
Guðný
Gísladóttir
lögfræðinemi
Augiýsingar
hafaáhrifog í
krafti fjöidans
getum við
gætt lýðræðis-
ins. Það skiptir
líka miklu máli
að taka afstöðu. Öll nöfnin á list-
anum hafa sín áhrif.
Andrea Jónsdóttir
þáttagerðarmaður
Ég trúi ekki á mátt auglýsinga, en
vegna þess að ég ætla að kjósa
Ingibjörgu Sólrúnu og var beðin
um að nafnið mitt yrði þarna
samþykkti ég það. Efaðrir trúa
þvíað nafnið mitt hafi áhrif hlýtur
það að vera mjög flatterandi.
Aðalsteinn Leifsson
ritstjórl
Þessar auglýsingaherferðir eru
þess eðlis að þær eru birtar viku
eftir viku með sífellt fleirí nöfnum.
Samstaða alls þessa fólks hefur
áhrifþótt nafnið mitt eitt og sér
segði lítið.
Soffía Auður Birgisdóttir
bókmenntafræðingur
Ég get ekki ímyndað mér að nafn-
ið mitt hafi afgerandi áhrífáþað
hvað annar einstaklingur kýs.
Þetta er frekar min persónuleg
stuðningsyfirlýsing.
Arnór Ijáði nafn sitt á undirskriftalista
fyrir breytingu á staðsetningu nýja
Hæstaréttarhússins en hin á stuðn-
ingsyfirlýsingu fyrir Ingibjörgu
Sólrúnu.
G!
L UÐNI
I Franzson
I klarínettu-
leikari og leikar-
arnir Steinunn
Ólína Þor-
STEiNSDÓTTTR,
Ragnar Magnússon, Felix
Bergsson og Þórdís Arn-
ljótsdóttir ætla ekki að sitja
auðum höndum í sumar held-
ur setja upp spunaverkefni ætl-
að erlendum ferðamönnum. Að-
allega verður leitað fanga í ís-
lenskum þjóðsögum og er vinnu-
heitið „Tales from our Country" en
verkið verður flutt á
ensku. Tónlist
verður ríkur
þáttur í sýn-
ingunni.
Sýningar
fara fram á
efri hæð
kaffihússins
Sólon ísland-
us og er ætlun-
in að hafa sýning-
una mjög færanlega svo að leik-
myndin verður líklega íburðarlítil...
Reykjavíkurlistinn er að vinna
að blaði ætluðu ungu fólki
þessa dagana og var mikið
haft fyrir því að finna góðan mann
til að ritstýra því. Að sjálfsögðu
þarf sá maður að þekkja til veru-
leika ungs fólks og geta náð til
þess. Á endanum var leitað út fyrir
landsteinana eftir vinnuafli og
rokkfræðingurinn Skúli Helgason
kallaður heim frá Bandaríkjunum
til að setjast í rit-
stjórastólinn.
Skúli hefur með-
al annars séð um
rokkþáttagerð
fyrir Rikisútvarp-
ið og starfað í
Röskvu. Hann
hefur dvalið í
Bandaríkjunum í
vetur þar eð
kona hans
stundar þar
nám...
Hin ástsæla útvarps-
kona FM 95,7 Valdís
Gunnarsdóttir er far-
in í bameignarfrí. í stað
hennar er kominn ungur
maður að nafni Ásgeir Páll
fyrrum stjórnandi þáttarins
Diskóboltar. Er það mál
manna að hann spili ekki al-
veg sömu huggulegu lögin
og Valdís er alþekkt fyrir en
það er náttúrlega ekki heigl-
um hent að feta í fótspor
hennar...
Unnið er að því að fá loftskip hingað til
lands í tengslum við 50 ára lýðveldisaf-
mælið á Þingvöllum þann 17. júní. Agnar
W. Agnarsson hefur verið í sambandi
við þýska íyrirtækið WDL sem smíðar og
leigir út loftskip. Agnar segir að það sem
helst sé því til fyrirstöðu að fá loftskip
hingað til lands sé kostnaðurinn. WDL
vill ekki leigja skip út í minna en mánuð
og slíkt kosti um 40 milljónir króna mið-
að við 150 flugtíma. Það eru helst stórfyr-
irtæki sem geti staðið undir slíkum kostn-
aði og fengið í staðinn auglýsingu á belg
loftskipsins eins og algengt er erlendis.
Agnar segir að verið sé að vinna að því
að fá aðila til að kosta dæmið en það komi
meðal annars til greina að leigja loftskipið
út til þeirra erlendu kvikmyndagerðar-
manna sem eru við tökur hérlendis í sum-
ar.
WDL er eina fyrirtækið í heiminum
sem fjöldaframleiðir loftskip en skipið
sem reyna á að fá hingað í sumar er 60
metrar á lengd, 16 metrar á breidd og 19
metrar á hæð. Það er knúið tveimur 210
hestafla vélum og getur flogið með 50 til
105 km hraða á klukkustund. Það getur
borið sjö farþega auk flugmanns. ©
TÆKI
VIKUNNAR
Gabbsími
Kverúlantamlr eru búnir að eyðileggja
Pjóðarsálina með svo eftirminnilegum
hætti að normalt fólk þorir ekki lengur
að hringja inn af ótta við að vera
stimplað hálfvitar. Hér er hins vegar
lausnin fundin. Þetta ágæta banda-
riska símtæki er nefnilega með inn-
byggðum raddbrenglara, sem getur
gert kartmannsraddír að kvenröddum
og öfugt, þannig að unnt er að vílla á
sér heimildir eins og að drekka vatn.
Þetta gæti líka hentað einyrkjum I við-
skiptum, sem vilja láta „ritara" svara
símanum og biðja menn um að bíða
óður en forstjóranum þóknast aö
ræða við viðkomandi. Eða þá fyrir
prakkara til þess að koma megnustu
ringulreið af stað, til dæmis í gegnum
símastefnumótin. Simann má panta
frá vinum okkar hjá póstversiuninni
Sharper Image í síma 901 415 445
6100 og það kostar um 6.500 krónur
íslenskar. Hins vegar vill Póstur og
sírrtí fá öll símtæki til samþykkt'ar og
þar á bæ geta menn verið stífir gagn-
vart svona apparötum, þannig að
hugsanlega er heppiiegra aö smygla
honum tll iandsins. O
ÉQ VEIT PAÐ EKKI
EFTIR HALLGRÍM HELGASON
Ameríka í Eurovision
Ég veit það elcki. Hvað maður er
að horfa á þetta? En það er eitthvað
sem heillar. Kannski Evrópustefið í
upphafi kvölds sem kastar manni
minnugum alla leið upp á aðra hæð
á Háaleitisbraut 18 þar sem lítið
drengshjarta tifar títt upp við svart-
hvítan skerm. Áratugagamall
spenningur sem nú er að vísu lítið
eftir af... en samt ...
Júróvisjón! Þar sem Önnur
Mjallir allra landa sameinast eina
kvöldstund og við hin látum af öll-
um mjalla til að geta horft á þær.
Maður verður að skipta huganum í
bakgír til að umbera þetta dubbaða
og döbblina lið í beinni frá Dublin.
Dagskráin byrjar ekki vel.
Kynnnarnir tveir eru að vísu af
báðum kynjum, en gjörsamlega
lausir við kynóra og konan opnar
kvöldið á einhverju óskiljanlegu
dafli sem mann grunar helst að sé
hátíðarupplestur úr Finnegans
Wake þar sem á undan er gengin
einhver ægileg upptalning á helstu
írum aldarinnar. Leidd eru fram
sviðið hönd í hönd Sinead
O’Connor og James Joyce,
Beckett og Bono. Ódysseifur í
Júróvisjón. Hvað næst? Van Gogh
í Eden?
Svíarnir eru fyrstir og flagga
ákaflega furðulegu pari. Krúnurak-
aður kjöthleifur með gulrótartagl
og hugguleg lögreglukona frá
Lundi með hatt. Þau reyna sitt
besta til að tendra fram hjartnæma
tóna og tekst ágætlega að „lifa sig
inní“ textann sem alltaf er mikil-
vægt þegar sungið er live, en ná sér
samt ekki nógu vel á strik. Kannski
vegna þess að áður en þau stigu á
svið voru þau skikkuð til þess af
írskum sjónvarpsmönnum að lesa
Endgame eftir Beckett. Söngur
þeirra bar þess nokkuð merki.
Irarnir þurftu hinsvegar ekkert
að lesa enda kunna þeir þetta allt
utanbókar og vinningsformúluna
líka. Frá fyrsta tóni er nokkuð ljóst í
hvað stefnir. Þetta er amerískt lag.
Einhver eldgamall og afdankaður
rykfallinn kántrísmellur tekinn og
settur í Evrópusamhengi af tveimur
mjög hárprúðum skallapoppurum
sem eru orðnir svo þreyttir að þeir
þurfa að sitja, geta ekki staðið. „The
rock and roll kids.“ Titill lagsins á
einhvern veginn svo vel við þá. Ekki
það að þeir séu rolddegir að sjá,
heldur rolcka þeir svoldið og rolla
svona til og frá við hljóðfærin. Þeir
syngja um bernsku sína og syrgja
gömlu rokkhárin sem nú tifa grá í
vöngum þeirra í takt við yndislega
heita vaggið. Þetta hljómar álíka
ámátlega og akústíkskir Pink
Floyd-tónleikar í þjónustuíbúðum
aldraðra við Dalbraut. „Now we
never seem to rock and roll any-
more ...“ kyrja þeir og eru á svip-
inn eins og þeir séu að syrgja andlát
ömmu sinnar.
En þessi kántríherma hrífur.
Jafnvel Islendingar falla fyrir þessu.
Amerískt lag vinnur Evróvisjón.
Gamail afturkreistingur úr popp-
maga miðríkjanna gengur í liðið.
Ameríka þarf ekki annað en að reka
við, þá gapir Evrópa í aðdáun og
gefur því 12 stig. Douze point.
Þegar horft er á Júróvisjón er
ekki nóg að halda fýrir eyrun. Mað-
ur þarf líka að taka fyrir nefið.
Nema náttúrlega þegar íslenska
lagið hlómar. Þá þekur mann
gamla þjóðlega gæsahúðin sem
þróast uppí létta hraunáferð þegar
söngkonan fer upp í hálendið. Þetta
er náttúrlega langbesta lagið, en
það dugir ekki til. Ekki nema við og
nokkrir sænskir þrestir sem fatta
það. Kannski útsetningin. Eins og
vantaði herslumuninn: „Fyrri hálf-
leikur var ágætur ..."
En hvað annað kom til greina?
Ég veit það ekki. Ekki margt um
djúsí drætti. Hallærisgangurinn
hundraðfaldaður með tilkomu-
minni þátttöku austurblolckarinn-
ar. Gömlu kommarnir mættir á
ballið eins og einhver gömul
ástandsfrænka sem ekki var boðið í
fjölskylduboðin í fimmtíu ár af því
að hún var í ... veseni ... og eigin-
lega bara ... vond ... en er nú hætt
að drekka og svona og bara gamlir
þynnkubaugar undir augum til að
minna á fyrra líf. Hún er yfir sig
glöð að vera boðin og belgir sig alla
út í nýja fína kjólnum sínum og
reynir að syngja eins og allir hinir.
Króatar og Slóvakar baula um
balalækinn heima.
Hinsvegar fattar maður loksins
af hverju keppnin er alltaf svona
halló þegar formenn dómnefnda
birtast í fyrsta sinn í ár á skjánum út
úr sínum misrisháu höfuðborgum.
Þetta skýrist allt þegar ungverksi
uppgjafabóndinn og þingmaður
framsóknar þar í landi, llorvath
Horvathsson formaður útvarpss-
ráðs, heilsar alheimi með hjart-
næmum heillaóskum og telur síðan
upp uppáhaldslögin sín þetta árið.
Og málið skýrist enn þegar bólþæg-
ustu þulur Rúmena og Litháta bæt-
ast í hópinn. Fólk á uppleið sem
eklci hefur tíma fyrir annað en
lyftutónlist. Ameríska ballöðu-
stemmningin heillar, rétt eins og
hinn friðþægi og kafloðni sauð-
meinlausi píanóleikari Egor Aloy-
en við hljóðfærið inni í horni á
barnurn á Inter-Est-hótelinu í Búk-
arest.
Sigríður Arnardóttir hljómaði
hér í Frans líka dáldið Austur-Evr-
ópulega, var skýrmælt og sein til
svara, en henni til björgunarbáts
var sannarlega höggmyndin „Sól-
far“ sem blasti við í baksýn. Engin
veit sína ævi fyrr en öll er og enn
síður hvað tekur við að henni lok-
inni. Jón Gunnar Árnason birtist
hér (líkt og Ódysseifur) í Júróvi-
sjón sem fulltrúi lands síns og atti
þar kappi við ekki ómerkari lista-
menn en byggingameistara Akró-
pólishæðar. ©
FIMMTUDAGUR 5. MAÍ1994
35